Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 10
BIADIÐ frfálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissui Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M Halldórsson. Ritstjórn Síflumúla 12. Afgreiflsla Þverholti 2. Áskriftii, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsími blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 8iLkr* eintakifl. Setning og umbrot: Dagblaflifl og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerfl: Hilmir hf. Síflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Zetustuð Allt of mikið veður er gert út af ósamkomulagi alþingismanna um, | hvort rita skuli zetu eða ekki. Umræður á alþingi um þennan ágæta bókstaf eru ekki vitlausari en aðrar umræður þar í húsi. Þær stela ekki heldur frá þing- mönnum tíma, sem betur væri varið til annarra mála mikilvægari, því að við slík mál ráða alþingismennirnir hvort sem er ekki. Og ekki gera þeir neitt af sér meðan þeir ræða zetu. Þessi stafur var um nokkurra áratuga skeið óhreina barnið í opinberri stafsetningu hér á landi. Hann var ekki kenndur í skólum til jafns við aðra stafi. Menn komust fyrst í kynni við zetuna á síðustu stigum skyldunámsins og höfðu því hvorki tíma né tækifæri til að læra notkun hennar. Svo var zetunni útskúfað, af því að menn kunnu ekki notkun hennar. En það var í rauninni ekki stafnum sjálfum að kenna. Zetan er mjög auðveld í notkun ef vel er að gáð. Hún fékk bara aldrei tækifæri. Út.af fyrir sig getur verið ágætt að grisja stafrófið. En þá væri nær að byrja á ypsílon, sem er í eðli sínu mesti vandræðastafur tungumálsins. Og ef menn eru á annað borð að krukka í ritmálið og færa það nær töluðu máli, er alveg eins hægt að löggilda hljóðritun íslenzkunnar. Hafa verður í huga, að opinber stafsetning má gjarna vera nokkuð íhaldssöm, svo að hún rugli fólk ekki í ríminu. Ekki má heldur gleyma hinum mikla kostnaði við að breyta kennslubókum í samræmi við nýjustu tízkur málfræðinga og menntamálaráðherra. Auðvitað hafa menn farið sínu fram og fara sínu fram, þrátt fyrir allar stafsetningardillur ráðuneytis. Langflest dagblöðin og þar á meðal tvö hin mest lesnu hafa óhikað notað zetu, þrátt fyrir útskúfun hennar. Dagblaðið mun sennilega halda áfram að nota zetu, að minnsta kosti meðan meirihluti þeirra, er blaðið skrifa, kann sæmilega við hana. Þingmenn hafa augljósa heimild til að rísa upp til varna, þegar menntamálaráðuneytið breytir opinberri stafsetningu. Þeir hafa fjár- veitingavaldið. Og krukk með stafi hefur óhjákvæmilega kostnað í för með sér, þótt ráðuneytið reyni að gera lítið úr því. Bezt væri að innleiða zetuna á nýjan leik og gleyma því millibilsástandi, sem frumhlaup menntamálaráðuneytisins hefur valdið. Það er notendum zetunnar samt ekkert sáluhjálparat- riði, því að þeir komast vel af, þótt þeir lesi ekki zetu í opinberum gögnum. Hitt væri svo afar gtman, ef hugsjónamóður þingmanna með og móti zetu rynni ekki jafn- óðum af þeim aftur. Bezt væri, ef umræðurnar um zetuna kæmu þeim í varanlegt stuð, sem þeir virkjuðu síðan í ýmsum alvörumálum, er steðja að þjóðinni. Þá væri með réttu unnt að segja, að enginn stafur sé betri en einmitt zetan. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. NOVEMBER1977. Soares forsætisráöherra Portúgals er þungt hugsi á myndinni enda mun margt vera auðveldara í heimi hér en að stjórna efnahagsmálum lands hans. Ef nahagsst jóm Port- úgals f ærist í hendur Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins — erlendar skuldir, óhagstæðurgreiðslu- jöfnuður og fallandi gengi Efnahags- og stjórnmála- ástandið í Portúgal hefur aldrei verið verra en nú, þremur og hálfu ári eftir að lýðræði var endurreist í þessu vanþróaðasta ríki Vestur- Evrópu. Verðbólgan þýtur áfram og er nú 35%, sem talið er það mesta í Evrópu um þessar mundir. Greiðslustaðan við út- lönd verður óhagstæð um meira en einn milljarð dollara við lok þessa árs, ef svo fer sem horfir og escudos, mynt þeirra Portúgala, fellur stöðugt þrátt fyrir að 20% gengisfelling varð fyrr á árinu. Nauðsynlegt fjármagn hefur streymt til landsins í formi lána, aðallega frá Bandaríkjun- um og Vestur-Þýzkalandi. Hefur það verið í svo miklum mæli að segja má að efnahags- og fjármál Portúgal séu nú undir stjórn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Umboðsmenn sjóðsins, sem heimsótt hafa landið, hafa ákveðið lagt til að rauntekjur launþega í landinu yrðu minnkaðar verulega. Einnig vilja þeir draga mjög úr eyðslu ríkisins en þar er komið við auman blett því ýmis félagsleg þjónusta, svo sem á heilbrigðis- sviðinu, er mjög á eftir í Portúgal og mikill þrýstingur á stjórnvöld að bæta úr því. Þetta er einnig mikið vanda- mál fyrir stjórn Soares for- sætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins. Er þetta eitt af helztu stefnumál- um flokksins en eins og í fleiri ríkjum vill verða erfiðara um efndir en loforðagjafir. Efnahagsleg staða Portúgals kom mjög vel í ljós þegar Soares lagði fjárlagafrumvarp sitt fyrir þing landsins fyrir nokkru. Forsætisráðherrann á fáa kosti. Hann hefur verið manna ötulastur við að slá lán á báða bóga og auk þess getur stjórn hans lítið raunhæft gert þar sem hún er minnihlutastjórn sem á allt sitt undir stuðningi annarra flokka í einstökum . málum. Portúgalska þingiö þarf nú að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Ekki er víst að allir verði ánægðir með niðurstöður en talið er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefjist ýmissa fórna af Portúgölum sem erfitt verður að samþykkja. Yfir öllu trónar svo forseti landsins, Antonio Ramalho Eanes, fyrrum hershöfðingi. Herinn lítur á hann sem tryggingu fyrir nægilega traustu stjórnarfari en spurningin er hve lengi for- setinn hefur þolinmæði til að horfa aðgerðalaus á efnahag landsins fara í kaldakol án þess að hinir kjörnu stjórnmála- menn geri neitt raunhæft í málunum. Raddir hafa heyrzt innan hersinsumað nauðsynlegt sé að koma á styrkari stjórn í landinu heldur en minnihlutastjórn Soares sem nú situr. Hefur þá jafnvel verið rætt um að sett yrði á fót herstjórn eins og situr 1 Suður-Ameríkuríkjunum Arg- entínu og Perú. Ekki eru þó taldar miklar líkur á þvl að sinni. Eanes for- seti heldur hlífiskildi yfir Soares forsætisráðherra og virðist ekki hafa viljað skipta sér beint af stjórnarmyndun- um. Þó er vitað að forsetinn hefur haft mikinn áhuga á að Soares myndaði sterkari stjórn þar sem sætu bæði fulltrúar alþýðudemókrata, sem eru til hægri við jafnaðarmannaflokk Soarés og kommúnistaflokks Alvaro Cunhal sem hingað til hefur verið trúrri Sovétríkjun- um en flestir aðrir kommúnistaforingjar i vest- rænum ríkjum. Þessi samvinna hefur þó aldrei verið möguleg. Alþýðu- demókratar hafa aldrei tekið í mál að vinna með kommúnist- um og raunar hefur formaður flokksins, Francisco Carneiro, lítið viljað með jafnaðarmenn hafa. Nú hefur sú breyting aftur á móti orðið á að Carneiro hefur hætt formennsku í flokknum. Við það er talið að margar ieiðir opnist sem áður voru taldar lokaðar. Frjálslyndari öfl í flokki alþýðudemókrata telja ekki útilokað að mynda stjórn með Soares og flokki hans, jafnaðarmannaflokknum. Vitað er að Eanes forseta lízt vel á þá hugmynd, og er hann talinn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.