Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER1977. Ungfrú heimur: SÆNSKSTULKA SLÓ ÞEIM ÖLLUM VIÐ Tvítug sænsk stúlka Maria Stavins sigraði í keppninni um titilinn ungfrú heimur en úrslit þeirrar keppni fóru fram i London í gærkvöldi. Þessi ungi fimleikanemi mun nú eiga fyrir höndum eins árs ferðalag um heiminn og sýna í ferðinni tízkufatnað, koma fram við alls kyns tækifæri og kynna keppnina og land sitt á ýmsan hátt. Auk þess fær hún 9.000 dollara í verðlaun og 15.000 dollara í laun fyrir störf sín í hnattreisunni. Sú sænska brast í grát við verðlaunaafhendinguna og sagðist hvorki geta trúað þessu né skilja. Atkvæði dómnefndarinnar féllu mjög endregið henni í vil. Af ellefu dómurum tilnefndu tíu hana í fyrsta sætið. Hollenzk stúlka varð í öðru sæti, nafn hennar er Ineke Berenda, tuttugu og fimm ára. í þriðja sæti varð ungfrú Vestur-Þýzkaland, heitir hún Dagmar Winkler og er tuttugu og þriggja ára gömul. Keppnin einkenndist nokkuð af því að níu þátttakendur hættu í keppninni í mótmæla- skyni við að keppandi frá Suður-Afríku var mættur. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS: Við viljum nýtt andlit á Sjálfstæðisflokkinn GEIR R. ANDERSEN Hefurmeö skrifum sínum um þjóðmál ídagblöð sJ. 1 árkynnthugmyndir sínarognýmæli—Hérerunokkursýnishornþeirra: Ljáum lið nýrri landbúnaðarstefnu Siðvæðing gjaldmiðilsins Hundraðföldun íslenzku krónunnar verður til þess að efla traust fólks á íslenzkum gjaldmiðli Frjáls ferðagjaldeyrir Með nýrri gjaldeyrislöggjöf og frjálsum gjaldeyris- markaði skapast nýtt viðhorf og ný tækifæri til gjaldeyrisöflunar og vörzlu alþjóðlegra gjaldmiðla Virkar vamir— Aukið öryggi Nauðsyn á nýjum, hagkvæmum og gagnkvæmum varnarsamningi milli íslands og Bandaríkjanna, sem m.a. kveður á um tækniaðstoð við íslendinga, þ.á.m. í mannvirkjagerð og þróun iðnaðarvara tilútflutnings Með auknum þrýstingi á endurskipulagningu landbúnaðarmála, afnámi styrkja og niðurgreiðslna er verið að tryggja neytendum aukið val og nýjar venjur í neyzlu landbúnaðar- vara. — Inn á Alþingi með landbúnaðarstefnu Jónasar Kristjánssonar Gegn fjármálaspillingu —Með sparnaði Nauðsyn aukins siðgæðis í meðferð opinberra fjármála. — A AlþingiþarfSPARNAÐUR, en ekki eyðsla að vera kjörorð í meðferð mála Vörumst vinstri Veljum rétt Sjálfstæðismenn! Fjölmennum íprófkjör X við GEIR R. ANDERSEN Erlendar fréttir i REUTER Stuðningsmenn Ástralía: Fjármála- ráðherra segir af sér — sakaður um lóða- brask Fjármálaráðherra Ástra- lxu sagði af sér i morgun vegna mikillar gagnrýni sem fram hefur komið gagnvart honum að undanförnu. Er hann sakaður um að hafa grætt stórfé á að kaupa og selja byggingarlóðir i nærhéruðum Melbourne. Ráðherrann fyrrverandi, Phillip Lynce, hefur harð- lega neitað öllum ásökunum en sagðist segja af sér til að skaða ekki flokk sinn, íhaldsflokkinn, í kosningum sem fram eiga að fara tíunda desember næstkomandi. Forsætisráðherrann Malcolm Fraser hefur ekkert viljað segja um málið og fjármálaráðherrann fyrr- verandi er sagður á sjúkra- húsi vegna ^mávægil^gra veikinda. írland: Grace Kelly byggirá heimaslóð- um afa síns -Grace Kelly furstaynja í Monaco fékk í gær heimild til að reisa sér hús á Vestur- írlandi. Hún hefur að sögn lengi haft áhuga á að byggja sér íverustað á trlandi en þar bjuggu afi hennar og amma á sinni tíð. Annars eru síðustu fregn- ir af þjóðhöfðingjafjölskyld- unni í Monaco að móðir Rainers fursta hafi látizt í fyrrakvöld, 79 ára að aldri. Bandaríkin: Flugherinn ráði aftur brottrekinn liðsforingja Alríkisdómur hefur skipað bandaríska flughern- um að ráða aítur til starfa liðsforingja sem rekinn var fyrir nærri sjö árum vegna þess að hann lýsti andstöðu við að skjóta eldflaugum að svæðum þar sem mikið væri um byggð óbreyttra borgara. Dómarar í réttinum ákváðu að liðsforingjanum hefði verið neitað um þann rétt að sanna að hann væri hæfur til starfa sem liðs- foringi í flughernum og gáfu1 fyrirmæli um að hann skyldi tekinn aftur til þjónustu. Brottrekstur hermannsins átti rætur að rekja til þess að skömmu eftir að hann hóf þjálfun sem stjórnandi eld- flaugasveitar lýsti hann afstöðu sinni til mála þannig að ekki ætti að skjóta á íbúðahverfi. Skömmu síðar hófust aðgerðir yfirstjórnar flug- hersins gegn honum sem enduðu með brottrekstri. Dómurinn taldi það engan veginn brottrekstrarsök þó: hermaður lýsti afstöðu sinni til þeix-ra verkefna, sem hann hugsanlega verður- settur til að sinna í framtíð- inni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.