Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER1977. Blaðburðarböm óskaststrax við: TJARNARGÖTU SUÐURGÖTU LAUFÁSVEG HVERFISGÖTU HÁTÚN MIÐTÚN BIAÐIÐ Sími27022 A vallt til leigu Bröyt X2Bgrafa ístærri ogsmærri verk. Utvega cinnig hvers konar fyll- ingarefni. Uppl. i símiim 73466 og 44174. Hiimar Hannesson. Prófkjör Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi: TVEIR KEPPA UM FYRSTA SÆTIUSTANS Alþingisprófkjör Alþýðuflokks- ins í Vesturlandskjördæmi á morgun, laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. nóvember. í kjöri eru Eiður Guðnason fréttamaður Reykjavík og Guð- mundur Vésteinsson fulltrúi Akranesi. Þátttaka í prófkjörinu er heim- il öllum þeim sem lögheimili eiga í kjördæminu, náó hafa 18 ára aldri og eru ekki flokksbundnir í öðrum flokkum. Kosið verður á eftirtöldum stöðum: Akranesi: Kjörstaður Röst. Kosið kl. 14—18 báða dagana. Borgarnesi: Kjörstaður Svarf- hóil við Gunnlaugsgötu. Kosið á laugardag kl. 15—18 og sunnudag kl. 14—18. Búðardal: Kjörstaður hjá Vig- fúsi Baldvinssyni. Kosið á laugar- dag kl. 13—19. Stykkishólmi: Kjörstaður Lions-húsið. Kosið kl. 14—18 báða dagana. Grundarfirði: Kosið að Hlíðar- vegi 10 kl. 15—18 báða dagana. Ölafsvík: Kosið að Brúarholti 2 á laugardaginn kl. 14—22 og á sunnudag kl. 18—22. Hellissandi: Kosið í Félags- heimilinu Röst á laugardag kl. 14—22 og sunnudag kl. 18—22. Frambjóðendur í prófkjörinu kynntir: „Eins og stendur hefi ég aðeins eitt markmið. Það er að sigra f Guðmundur Vésteinsson vangi samtaka sveitarfélaga hefi ég kynnzt viðhorfum og vanda- málum í öðrum byggðarlögum á Vesturlandi," segir Guðmundur Vésteinsson, sem keppir um efsta sætið í prófkjöri Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi. Eiður Guðnason GIGTARDAGURINN 1977 ÓTRÚLEGT EN SATT í Háskólabíó laugardaginn 19. nóv. kl. 14.00 Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Allir velkomnir. GLÆSILEG KYNNINGA RSAMKOMA: 1. Ávarp: Guðjón H. Sigvaldason form. Gigtarfélags ísl. 2. Ræða: Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. 3. Einsöngur: Sigriður E. Magnúsdóttir óperusöngkona m/undirleik Jónasar Ingimundarsonar 4. Gamanþáttur: Hjálmar Gislason. 5. Erindi: Jón Þorsteinsson, læknir: Gigtarsjúklingar og sam- félagið. 6. „Simtalið”: Frumsaminn þáttur eftir Loft Guðmundsson, Sigrún Björnsdóttir, leikkona flytur. 7. Ástarljóðavalsar Brahms op. 52.Flytjendur Sigurður Björns- son, Sieglinde Kahman, Rut Magnúsdóttir og Halldór Vil- helmsson. Undirleikarar: Guðrún Kristinsdóttir og Ól. Vign- ir Albertsson. 8. Lokaorð: Halldór Steinsen læknir. Skólahljómsveit Kópavogs leikur i upphafi. Stjórnandi Björn Guðjónsson. Húsið opnar kl. 13.30. Kynnir: Pétur Pétursson, útvarpsþulur. prófkjörinu,“ sagði Eiður Guðna- son i viðtali sem fréttamaður DB átti við hann í Ölafsvík í gær. „Það er kraftur í Ólsurum," sagði Eiður. „Til dæmis um það má nefna að í gær boðuðu þeir fund með stuðningsmönnum mínum með tveggja stunda fyrirvara í gegnum sina. Á fundinn komu um 50 manns. Hér í kjördæminu hefur hver staður sinn karakter. Ég hefi svo sem komið hér áður en mér lízt æ betur á mig sem ég kem hér oftar,“ sagði Eiður Guðnason sem að undanförnu hefur ferðazt um kjördæmið til að sýna sig og sjá aðra, eins og það er kallað. Eiður er nýlega 38 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959. Fór hann að því loknu til náms í Bandaríkjunum. Hann lauk BA-prófi frá Háskóla íslands með ensku sem aðalfag 1966. Eiður hóf störf við blaða- mennsku við Alþýðublaðið 1962 og vann við blaðið samhliða námi þar til í ársbyrjun 1967. Þá hóf hann starf sem yfirþýðandi hjá Sjónvarpinu og síðan fljótlega sem fréttamaður, sem óþarft er að kynna frekar. Hann er nú fulltrúi fréttastjóra Sjónvarpsins. Hann var á lista Alþýðuflokks- ins í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík 1964 og sat sem vara- maður í borgarstjórn. „Þegar ég hóf störf hjá Sjón- varpinu, hætti ég öllum afskipt- um af pólitík og kom ekki nálægt stjórnmálum í 11 ár, þar til eftir því var leitað við mig úr ýmsum áttum hér í Vesturlandskjör- dæmi, að ég gæfi kost á mér í þetta prófkjör," sagði Eiður Guðnason. „í verkfalli opinberra starfs- manna gafst mér góður tími til þess að hugsa það mál. Ekkert er svo með öllu illt að ekki fylgi nokkuð gott. Ég er sem sagt kominn í prófkjörið og stefni að því að sigra,“ sagði Eiður Guðna- son að lokum. „A undangengnum árum hefi ég tekið þátt í bæjarmálum á Akranesi og haft afskipti af úr- lausn margvíslegra mála. A vett- „Þessa reynslu tel ég gott vegarnesti til starfa fyrir öll byggðarlög í kjördæminu. Með þetta í huga og þann hljómgrunn- sem ég hefi fundið fyrir framboði heimamanns 1 kjördæminu, ákvað ég að gefa kost á mér í þetta framboð." Ef til þess kemur að Guð- mundur sigri í prófkjörinu og komist á þing hefur hann ákveð-ið að draga sig í hlé frá bæjar- stjórnarstörfum á Akranesi. „Sarf þingmanns í jafnerfiðu og víðlendu kjördæmi og Vesturland er hlýtur að vera ærið verkefni," segir Guðmundur Vésteinsson. „Þingmanna Vesturlands bíða næg verkefni á komandi árum. Meðal þeirra má nefna uppbygg- ingu á höfnum, aukna möguleika til skólanáms í kjördæminu, hita- veitur og raforkumál, svo og átak til úrbóta í samgöngumálum alls Vesturlands, svo eitthvað sé nefnt.“ Guðmundur telur, að íslenzk stjórnmál skorti þá kjölfestu, sem sterkir jafnaðarmannaflokkar hafa reynzt með öðrum þjóðum. Almennt traust fólks úr öllum starfsgreinum telur Guðmundur vera það afl, sem jafnaðarmanna flokkarnir byggja á. Það afl telui hann nauðsynlegt fyrir íslenzk stjórnmál í dag. Guðmundur Vésteinsson er 36 ára gamall. Hann lauk Samvinnu- skólaprófi 1961, eftir gagnfræða- próf á Akranesi. Að námi loknu hóf hann störf hjá fógetaembætt- inu á Akranesi og starfar þar enn. Um tvítugsaldur hóf Guðmund- ur þátttöku í starfi Alþýðuflokks- ins á Akranesi. Hann starfaði í samtökum ungra jafnaðarmanna og hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Hann var kosinn í bæjarstjórn Akraness árið 1970 og hefur gegnt ýmsum störfum í þágu bæjarfélagsins. Hann vinnur nú t.d. í samstarfsnefnd Borg- firðinga og Akurnesinga sem undirbýr gerð sameiginlegrar hitaveitu fyrir nokkur byggðar- lög. Hann hefur auk þessa átt sæti i stjórn Samtaka sveitarfélaga i Vesturlandskjördæmi og starfað í nefndum á vegum þeirra. - BS Matstofa Austurbæjar 30 ára: Þeim fækkar matstöðunum sem selja „venjulegan” mat 1 30 ár liefur Matstofa Austurbæjar starfað. í tilefni af afmælinu hafa gagngerar breytingar verið gerðar á mat- staðnum, sem er nokkuð óvenjulegur miðað við flesta matstaði borgarinnar að því leyti að þar er alltaf boðið upp á mat sem steiktur er og soðinn á hefðbundinn hátt. Grillstaðir þjóta upp eins og gorkúlur meðan matstöðum fækkar sem bjóða „venjulegan" mat. í kjall- aranum í Matstofu Austurbæj- ar að Laugavegi 116 er fullkom- ið bakarí og kökugerðar- meistarinn bakar þar svokall- aðar „konditorei“-kökur, sem seldar eru gestum hússins og eins er hægt að fá þær með sér heim eða á vinnustað. Fram, kvæmdastjóri Matstofu Austur- bæjar er Þórir Gunnarsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.