Dagblaðið - 18.11.1977, Side 23

Dagblaðið - 18.11.1977, Side 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER1977. 23 I Útvarp Sjónvarp Sjónvarp íkvöld kl. 22,00: Hinar bersyndugu Að harka í New York-borg: MELLURNAR RAKA SAMAN FE —en f á minnst af því sjálf ar Kvikmyndin er byggð á sögu eftir Gail Sheehy. Hún er ekki sögð við hæfi barna enda eru þau líklega ekkert talin þurfa að vita um vændi. Myndin er svörthvit. Blaðamaðurinn og Wanda. DS Sjónvarpið ætlar aldeilis að slá sér upp í kvöld. Það sýnir þá alveg glænýja sjónvarpsmynd, eða frá árinu 1975. Þetta er mynd- in Hustlingeða Hinar bersyndugu eins og hún nefnist á íslenzku. Þessi mynd hefur komið af stað miklum umræðum í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, og hafa ekki allir verið sammála þeim boðskap sem hún felur í sér. Að sögn þýðanda myndarinnar, Jóns Thors Haraldssonar, er myndin ekki í sjálfu sér saga heldur miklu frekar lýsing á ástandi sem er ósköp hráslaga- legt. Sagt er frá blaðamanni ein- um, kvenkyns, leiknum af Lee Remick sem við munum eftir úr þáttunum um Jeannie, sem tek- ur að sér að skrifa greinar um vændiskonur New York-borgar. Til þess að ná sem beztum árangri reynir hún að kynnast þeim vændiskonum sem koma á lögreglustöð eina í borginni. Þar hittir hún meðal annars melluna Wöndu og með þeim tekst heldur rysjótt og skrykkjótt vinátta. Blaðamaðurinn kynnist einnig vinkonu Wöndu i sömu stétt. Þáð vekur athygli blaðamanns- ins að í borginni allri eru um 2000 vændiskonur. Ef reiknað er með því að hver þeirra anni að minnsta kosti 6 viðskiptavinum á dag og taki fyrir hvern þeirra 20 dollara (4000 kr. ísl.) eru þeir peningar sem þær allar hafa upp úr krafsinu meir en gjörvöll út- gjöld dómsmálaráðuneytisins. Blaðamanninum finnst þetta að vonum athyglisvert og hefur uppi rannsókn á því hvað um allt þetta fé verður. Hún kemst að því að á hverri vændiskonu liggja allt að 5—6 afætur. Fyrstan má auðvitað nefna þann sem á íslenzku er nefndur melludólgur. Svo er það alls kyns lýður og endar með fín- um húseiganda sem þykist ekkert vita um það að vændi sé stundað í húsi hans. Melludólgarnir vilja stjórná stúlkum sínum og ráða að veru- legu leyti hvað þær gera. Þannig er sá sem Wanda vinnur fyrir hreint ekkert hrifinn af sambandi hennar við blaðamanninn. Hann óttast að slíkt muni breiðast út og valda upplausn í hjörtum vændis- kvenna, þær muni jafnvel fara að hugsa og út úr því geti ekkert gott komið. IMýja bíó: Alex og sígaunastúlkan. Leikstjóri: John Korty. Aöalhlutverk: Jack Lemmon og Genevieve Bujold. Alexander Main stundar þá atvinnu að ganga í ábyrgð fyrir menn sem með réttu eiga að sitja í fangelsi en fá að ganga lausir gegn tryggingu. Dag einn er hann kallaður á fund gamall- ar vinkonu sinnar, sígauna, sem situr bak við lás og slá, ákærð fyrir morðtilraun á eiginmanni sínum. Þar sem tryggingarupphæðin er nokkuð há, eða 30.000 dalir, á Alex í nokkurri baráttu við sjálfan sig, því ef stúlkukindin sleppur frá bonum áður en hún kemur fyrir dóm verður hann gjald- þrota. Alex er samt ennþá nokkuð hlýtt til sígaunans síns og ákveður að taka áhættuna. Hann vakir því yfir hverri hreyfingu hennar, hlekkjar hana við rúmið sitt og læsir hana inni á nóttunni. Sígauninn, eða ekkja Hammond, eins og Alex kallar hana, gerir allt sem hún getur til þess að losna því sígaunar geta ekki lifað í fangelsi, lok- aðir bak við lás og slá. Þeir eru börn frelsisins og þvi engin furða þótt stúlkan reyni að sleppa. Kvik myndir Ragnheiður Kristjánsdóttir „Sígaunar og braskarar” Alex gerir sér fulla grein fyrir þessu, enda á hann í mik- illi baráttu við sjálfan sig um hvort hann eigi að halda henni eða leyfa henni að fara. Ekki auðveldar það honum að taka ákvörðun þegar allar minning- arnar um fyrri samvistir þeirra koma upp í huga hans. Ahorf- andinn fylgist þvf með fyrri sambúð þeirra og núverandi til skiptis. Jack Lemmon svíkur engan, jafnvel þótt árin séu farin aó leika hann heldur grátt.Eneins og Alex segir kallast grá hár og hrukkur ekki elli heldur virðu- leiki. Leikur hans er mjög góður, sérstaklega þegar líða tekur á myndina og barátta Alex við sjálfan sig verður erf- iðari og erfiðari. Genevieve Bujold er nokkuð góð í sínu hlutverki, heíur sigaunaútíit og allt það en er nokkuð litlaus. Það er því kannski ekki alveg út í hött að segja að Jack Lemmon haldi myndinni uppi og geri það vel. NY ÞJ0NUSTA: 24 - STUNDA - FRAMKÖLLUN LITMYNDIR Á 24 KLUKKUSTUNDUM PERMANENT KRULLAÐ HÁR ER TÍZKAN í ÁR ATH. OPIÐ LAUGARDAGA HÁRGREIÐSLUSTOFAN VALHÖLL ÓDINSGÖTU 2 — SÍMI22138 Landsmálasamtökin STERK STJÓRN Stofnuö hafa verið landsmaiasamtök með ofangreindu heitl. Tilgangur þeirra og markmjð ert. 1. Að breyta stjórnarskrA lýðvefdisins Islands, meðal annars á þann veg, að löggjafar- og framkvæmdavald verðl aðskilin. 2. Að gjörbreyta skattafyrlrkomulagl hér 4 landl og auðvelda i framkvæmd. 3. Að leggja 4 herstöðvar NATO hér 4 landl aðstöðugjald, sem varið verði til vegagerðar, flugvalla og hafnarmann- virkja. Skrifstofa samtakanna er að Laugavegi 84, 2. hæð, simi 13051, og er opin manudaga til föstudaga kl. 5 til 7. — Undirskriftar- listár fyrir þa sem styðja vilja maistaðinn, liggja frammi 4 skrifstofunni. Stuðningsmenn sem ekki hofa aðstöðu til aft koma 6 skrifstofu geta látift skrá sig í síma 13051 Landsm4lasamtökin Sterk stjórn I '

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.