Dagblaðið - 24.11.1977, Side 2

Dagblaðið - 24.11.1977, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER 1977. Sjónvarpsþátturinn um breytingar á kosningalöggjöfinni: Hvers vegna var Sigurður Helgason ekki hafður með? Jean Jensen Vesturbergi 175, skrifar: „Mánudaginn 21. nóv. var í sjónvarpinu umræðuþáttur sem Gunnar G. Schram stjórnaði og nefndist „Hugsan- legar breytingar á kosningalög- gjöfinni.“ Eg ætla ekki að setja fram skoðun á hvernig fara eigi að í svona veigamiklu máli sem tekið var til meðferðar í þættinumJEn mér fannst vanta þann mann í þáttinn sem mest og ítarlegast hefur fjallað um þessi mál opinberlega á síðast- liðnu ári, Sigurð Helgason lög- fræðing. Er hugsanlegt að einhverjir leyniþræðir stjórni því að ágætismaður eins og Sigurður Helgason fái ekki tækifæri að koma fram f þætti sem þessum þar sem allir virðast vera á einu máli um að tryggja rétt einstaklingsins og skoðanir sem allra bezt? Eða eru þessar háleitu hugmyndir aðeins settar á svið í þætti sem þessum af stjórn- málaflokkum? Hvað um það, ég efast ekki vera með í sjónvarpsþættinum um að stjórnandi þáttarins vildi komast að kjarna málsins." Heillaskeyti til Alberts Vantar nýlegt gult reiðhjól t síðustu viku sögðum við frá nýlegu reiðhjóli sem var í vanskilum í Breiðholti og hafði verið lengi. Samdægurs hringi lítil telpa frá Flókagötu og kom í ljós að þarna var líklega hennar reiðhjól komið 1 leit- irnar. Einnig hringdi Elí Jóhannes- son, Bjarnhólastíg 9 Kópavogi. Aðfaranótt 12. október hafði nýlegu, gulu drengjahjóli verið stolið frá syni hans. Sömu nóttina var þremur öðrum reið- hjólum stolið í Kópavoginum. Elí sagði að daginn eftir hefðu tvö af þessum hjólum komið i ljós í Hafnarfirði og tveir piltar hefðu viðurkennt að hafa stolið þeim og selt það þriðja. Þá vantar enn eitt gult, nýlegt, Universal drengjahjól. Ef einhver kynni að hafa orðið var við það er hann vinsam- legast beðinn að gefa sig fram. Lausn á reiðhjólastuldum? Nokkuð er um reiðhjóla- stuldi i borginni. Það minnir okkur á sögu sem við heyrðum eitt sinn frá að mig minnir Kaupmannahöfn frekar en Stokkhólmi. Þar voru reiðhjóla- stuldir orðnir að nokkuð alvar- legu vandamáli. Lögreglan og borgaryfirvöld stóðu ráðþrota gegn þessum vanda. Þá datt einum borgarstarfs- manni snjallræði i hug. Borgin keypti mörg reiðhjól sem öll voru máluð f sama lit. Hjólun- um var komið fyrir víðsvegar um borgina til frjálsra afnota fyrir fólk sem þurfti að komast leiðar sinnar. — Viðkomandi átti sfðan að skilja hjólið eftir við gangstéttarbrún á áfanga- stað. Þetta gafst mjög vel og reið- hjólastuldir hafa síðan verið úr sögunni f þessu ágæta bæjar- félagi. Þetta er kannski tilvalin hugmynd fyrir borgaryfirvöld í Reykjavfk. A.Bj. Oft er reiðhjólum stolið vegna þess að viðkomandi þarf að komast á milli staða. Stolnu hjólin eru svo bara skilin eftir i reiðileysi einhvers staðar. Markús B. Þorgeirsson skipstjóri hringdi og sagðist hafa sent Albert Guðmunds- syni eftirfarandi skeyti þegar fréttir bárust af talningu at- kvæða'í prófkjörinu. Herra alþingismaður Albert Guðmundsson, Alþingi, Reykjavík. Heilræði mfn til annarra f sambandi við draumspeki mína hafa ætfð fært mér sannleikann um menn og málefni hversdags- leikans. Það hefur þú fengið rækilega staðfest nú. Lifðu heill f anda mannúðar og rétt- lætis f garð alþjóðar f sölum Alþingis. Þá er vor í lofti. Með vinsemd og virðingu. Markús B. Þorgeirsson skipstjóri iðföstudagt til kl. 7. jfiardaca til hádeeis. hvað smávegis meira í sinn hlut en hvað annað kostaði kæmi aldrei fram. Þannig væri þvf ekki slegið upp hvað allar ráð- herraveizlurnar kostuðu. Vildi nú Halldóra koma þeirri áskorun á framfæri að gerður yrði sérstakur bæklingum um verðið á þessum veizlum og þá skyldi hún með glöðu geði, borga þær 8 þúsund krónur sem hún sjálf hefði fengið f hækkun á ellilaunum slínum fyrir þann bækling. Hún hefði sem sé grun um að sú upphæð væri öllu hærri en sú sam gamla fólkinu væri skenkt. Halldóru fannst skaðlaust að það kæmi fram að hafa skal aðgát f nærveru sálar og gamla fólkinu ættu menn að sýna fyllstu kurteisi. Albert, lifðu heill. Haildóra Eyjólfsdóttir Bjarkargötu 14 hringdi. Hún sagðist hafa horft á það f sjónvarpsfréttunum sfðast- liðinn mánudag að sagt var frá 20% hækkun elli- og örorku- bóta. Um þessa hækkun væri svo sem lítið að segja, auðvitað kæmi hún sér vel en væri ekki nein ósköp. Hitt fannst Halldóru aftur verra að heildarkostnaðinum af þessari hækkun var slegið upp á skjánum eins og um morð fjár væri að ræða. Sagðist hún sér- staklega muna að talan fyrir desembermánuði hefði verið 250 milljónir. Nú fannst Halldóru að slfk framkoma væri ekki til sóma. Því væri slegið upp eins og stór- frétt ef gamla fólkið fengi eitt- Litir: Rauðbrúntog grátt Ororku- og eHilaunin hækka — þvíerslegiöupp EN HVAÐ KOSTA RÁÐ HERRAVEIZLURNAR?

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.