Dagblaðið - 24.11.1977, Page 4

Dagblaðið - 24.11.1977, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1977. Framsóknarmenn ákveða framboð í tveimur kjördæmum um helgina í dag og fram á sunnudag verður efnt til skoðana- könnunar um val frambjððenda á lista framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra. Verða kosningaskrifstofur á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Hofsósi og Siglufirði, en trúnaðarmönnum flokksins hefur verið falið að sjá um skoðanakönnunina hver í sínu hreppsfélagi. Þeir kjósendur, sem staddir eru utan kjördæmisins, geta snúið sér til flokksskrif- stofunnar I Reykjavík, eða til formanns kjördæmasam- bandsins, Guttorms Óskars- sonar á Sauðárkróki og greitt þar utankjörstaðaratkvæði. Eins og komið hefúr fram, eru frambjóðendur í skoðana- könnuninni sjö: Bogi Sigurbjörnsson, skatt- endurskoðandi, Siglufirði, Brynjólfur Sveinbergsson, odd- viti, Hvammstanga, Guðrún Benediktsdóttir, kenn- ari, Hvammstanga, Magnús Ólafsson, bóndi, Sveinsstöðum, Páli Pétursson, alþingismaður, Höllustöðum. Stefán Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, Sauðárkróki. Um þessa sömu helgi efna framsóknarmenn í Vestur- landskjördæmi einnig til skoðanakönnunar um val fram- bjóðenda á lista til alþingis- kosninganna að vori. Þar eru frambjóðendurnir sex að tölu: Alexander Stefánsson, oddviti, Ólafsvík, Dagbjört Höskuldsdóttir, skrif- stofum., Stykkishólmi, Halldór E. Sigurðsson, ráðherra, Borgarnesi, Séra Jón Einarsson, Saurbæ, Jón Sveinsson, fulltrúi, Akra- nesi, Steinþór Þorsteinsson, kaupfél- agsstjóri, Búðardal. Mjög drífandi kosninga- barátta hefur verið hjá fram- sóknarmönnum í kjördæminu að undanförnu og hafa m.a. verið haldnir kynningarfundir á öllum stærri stöðum í kjördæminu. Kjörstaðir eru sem hér segir: Framsóknarhúsið, Akranesi, Snorrabúð í Borgarnesi; á Hellisandi, Ólafsvík og Grund- arvirði verða opnir kjörstaðir og í verkalýðshúsinu í Stykkis- hólmi og Dalabúð í Búðardal. Eins og í skoðana- könnuninni á Norðurlandi vestra, er hægt að greiða at- kvæði utankjörstaðar hjá trúnaðarmönnum í hverri sveit og á skrifstofum flokksins í Reykjavík. HP Nýjungí fasteignasölu: Gef a 20. hverjum kaupanda 200 þúsund Fyrirtæki tíðka það æ meir að bjóða viðskiptavinum sínum til spennandi leikja og bjóða þá glæsileg verðlaun þeim heppnu. Það nýjasta í þessum málum birtist í pésa, sem barst víða i bréfarifur húsa í borginni í fyrra- dag, Fasteignatíðindum Afdreps 1. tölublaði 1977. A forsíðu er mynd af eiganda fasteignasölunnar Afdrep ásamt heppnum kaupanda. I blaðinu segir að einn af hverjum 20 kaupendum hjá fasteignasölunni fái kr. 200 þúsund í verðlaun. „Þannig er að þessari verðlaunaafhendingu staðið,“ segir i blaðinu, „að þegar 20 íbúðir hafa selzt, er kaupendum þeirra boðið í kaffisamsæti, og þá dregið um þann heppna, og hon- um afhent verðlaunin.“ Fyrst þegar dregið var kom upp nafn Þorbjargar Þorvarðardóttur, Smyrlahrauni 41 í Hafnarfirði. r Ný skáldsaga Olafs Jóhanns Sigurðssonar: ■Mi ,, S M .7 Þorleifur Hauksson með Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, er hin nýja bók, Seiður og h'élog var kynnt. DB-mynd Hörður. A þriðjudaginn kom út á vegum Máls og menningar skáldsagan Seiður og hélog eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson og er hún hluti af af- mælisútgáfu félagsins. Seiður og hélog er jafnframt fyrsta skáld- sagan, sem Ólafur Jóhann Sigurðsson sendir frá sér eftir að hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Seiður og hélog, hélog merkir villueldur eða maurildi, er Reykjavíkursaga frá hernáms- árunum og ber með sér hugblæ hernámsáranna skýran og ljóslif- andi. Aðalpersónan er ungur blaðamaður, Páll Jónsson frá Djúpafirði. Hann segir söguna, að sumu leyti sem áhorfandi og að sumu leyti af eigin raun. Unnusta hans fer í ástandið, matselja hans, matróna á peysufötum setur upp brezka greiðasölu, einn kunningi hans leggst í ævintýralegt fjár- málavafstur, annar gamall erfiðismaður kemst í ruslið hjá hernámsliðinu og unir sér svo vel að hann óttast það eitt að herinn hverfi brott og þannig mætti lengt telja. Ólafur Jóhann Sigurðsson sagði á fundi með blaðamönnum, ér bókin var kynnt, að þessi bók ætti sér lengri aðdraganda en nokkur önnur bóka hans. Hann byrjaði 1942 með því að skrifa langa smásögu um ungan blaðamann, en þegar að prentun kom fannst höfundi ýmislegt vangert við aðalpersónuna Pál Jónsson. Síðan hafa þær persónur annað veifið vitjað höfundar síns. Ólafur Jóhann tekur hér upp þráðinn frá Gangverkinu en eigi að sfður er hér um sjálfstætt ritverk að ræða og þarf ekki að hafa lesið fyrri bókina til að njóta þessarar. „Hernámsárin eru svo merkilegt efni. íslenzkt þjóðfélag umturnaðist gersamlega," sagði Ólafur Jóhann. „Þessi bók er þó engin úttekt á hernámsárunum. Þó á flest það, sem fyrir ber, stoð í raunveruleikanum, en það er ekki mín saga, þótt hún sé sögð í fyrstu persónu." Þess má geta að innan skamms verður hafin endurútgáfa eldri verka Ólafs Jóhanns á vegum Máls og menningar og er fyrsta verkið væntanlegt á næsta ári. -JH. Þór Sandholt skólastjóri og Sveinn Sigurðsson yfirkennari með segulbandsspólur úr nám- skeiði í álsuðu, sem Scanaluminium gaf Iðnskólanum i Reykjavík. Ráðstefna um „hinn Ijósa málm” „Hinn ljósi málrnur", álið eða alúminium ryður sér braut á sí- fellt fleiri sviðum. Nýlega var haldin ráðstefna um málminn hér f Reykjavík að tilhlutan nor- rænna samtaka um kynningu og tæknilegar nýjungar í álfram- leiðslu og notkun áls, Scanaluminium, sem aðsetur hefur í Osló. Ráðstefnan hófst í Alverinu en síðan í Iðnskólanum í Reykjavík. Erlendir og innlendir sér- fræðingar fluttu þar erindi um álið. Ivar Walseth frá Scanalumini- um færði Iðnskólanum í Reykja- vík að gjöf námskeið á segulbönd- um um suðu á áli og var það vel þegin gjöf, enda vandasamt verk að sjóða málminn, ef hann bilar. Kvenfrelsi á 20. öld — fréttamynd frá NTB-fréttastofunni

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.