Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.11.1977, Qupperneq 5

Dagblaðið - 24.11.1977, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NÖVEMBER 1977. 5 \ f' ' ... Skýrsla Þjóðhagsstofnunar um horfurnar: Hætta á hraðari verðbólgu 5,5 til 6 prósent vöxtur kaupmáttar „Hamslaus verðþensla hlýtur fyrr eða siðar að valda viðskiptahalla og minnkandi at- vinnu auk handahófskenndrar tilfærslu tekna og eigna,“ segir í nýútkominni skýrslu Þjóð- hagsstofnunar um horfur í efnahagsmálum. „Mikil hætta er á að hraði verðbólgunnar hérlendis aukist á ný á næstu mánuðum,“ segir þar. „Einkum á grundvelli samningá Alþýðusambands- félaga virðist aukning kaupmáttar stefna í 7-8 af hundraði á næsta ári,“ segir í skýrslunni, en í fjárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir breytingum á skattheimtu, sem dragi úrþessu, þannig að kaup- máttur þeirra tekna, sem fólk hefur til ráðstöfunar eftir skatta, gæti vaxið um 5,5-6 af hundraði. Spáð er svipaðri hækkun verðs á útflutningsafurðum okkar og á innfluttum vörum þannig að viðskiptakjörin við útlönd yrðu svipuð og í ár. Uflutningshorfurnar eru óvissar. Skreiðarverzlun við Nígeríu hefur strandað á inn- V 7 , flutmngsleyfum þrátt fyrir viðskiptasamninga við ríkis- fyrirtæki þar í landi. Efnáhags- ástandið og þar með mögu- leikar á saltfisksölu eru bág- bornir í helzta markaðs- landinu, Portúgal. Á hinn bóginn hefur Bandaríkja- markaðurinn fyrir frystan fisk verið sterkur og horfur þar í landi góðar. Fiskmjöls- og lýsis- markaðir hafa rétzt við á ný eftir verðhrap í sumar þótt horfur þar sóu enn ótryggar, segir í skýrslunni. 31/2—4 [jrófie'i* vöxtu>' f 'amleiðnlu Yfir öllum spám um milli- ríkjaverzlun á næstunni vofir sérstök óvissa vegna vaxandi tilhneigingar til verndarstefnu í ýmsum löndum, það er að segja með styrkjum, niður- greiðslum og óbeinum stuðningi við útflutnings- og samképpnisiðnað og með inn- flutningshömlum. Verðhækkun á innfluttum og útfluttum vörum er talin verða 7-8 prósent á næsta ári reiknað í erlendum gjaldeyri. Búizt er við að útflutnings- framleiðsla okkar aukist um 2-3 prósent á næsta ári og aflinn vaxi svipað því. Fjárfesting atvinnuveganna er talin munu minnka um þrjú prósent en íbúðabyggingar aukast um 5—6 prósent. Þannig munu útgjöld til fjár- festingar í heild minnka um 1-2 prósent á næsta ári. Þjóðin muni auka útgjöld sín um tæplega fjögur prósent. Því fylgi að almennur innflutn- ingur muni aukast um 6-7 prósent en minna verði flutt inn af skipum og tækjum til virkjana. Innflutningurinn í heild muni því aukast um 3-4 prósent og útflutningurinn svipað.Halli á viðskiptajöfnuði verði því um eitt prósent 'af allri fram- leiðslu þjóðarinnar. Framleiðslan muni vaxa um 3,5-4 prósent á næsta ári, segir þjóðhagsstofnun, sem er svipað og útgjöld þjóðarinnar aukast. HH KIM, - íslenzki háhyrningur inn gerir lukku L!ne équipe du MARtMf/i.AND, •SjJÍíC.iiJÍtBéfj. <1 cftj assorer dö ioogí mots de sorvéiSlancð. au targe de í isfdhde. avatit dð pouvpir captiirer cðitc orq-.io. appe- lée communér.ioní "halðine tueuse'. Or Ses iftcuUéð inteliecfuði- íðS-de !'off{ue soni encísre plus dévelcppéus pua celíðs du dðophin ui lus plus gruncis savants s'y irjréruðsur.t A'tps: lo S3C.riSic.fi <Sf: ia iibortð dð Kirn n« Sfjri pas uniquð- tYierri á offr-r uu spectade. <ies pSus cafjtivantf- certes. ma:s en paraMéle. íl aitiera ii -rouver dcc répofisea aux. nornbrcu- ses quftfjtions tjua se poaent les chðrch«»uf$ fiu rnonde entíer iunivcrsités, Uirjj. Cnrs. Mcséum. ntc. • stir lea -nystéres de l'Of.éan < iBxyaít'! fxp'KX'j lci. Kim ðt Oijrfí, íe dauphin, cuhaUitenV öo toutf; amitié. PréSðotaront-iU; f!ef-: tours önsertible ’ Quc!lé ‘féaHsatiOti étofi- nante di psUencíf f Háhyrningar éru stöðugt fluttir utan til erlendra dýragarða. Einn háhyrninganna, Kim, sem reyndar var ranglega kyngreindur á sínum tíma og fékk nafnið Jóhanna, er í sædýra- safninu mikla í Antibes, milli Cannes og Nizza f Suður- Frakklandi. Þar unir dýrið sér vel að bezt verður séð, hefur lært margar listir og skemmtir hinum fjöl- imörgu áhorfendum sem í safnið koma mjög vel. ■ Myndin er af KIM að skemmta gestum. Krafturinn er ekki lítill eins og sjá má. Myndirnar eru úr auglýsingabæklingi sem víða liggur frammi í Nizza. Enn saltað f ram á nótt á Eskif irði Vb. Gunnar frá Reyðarfirði fékk 150 tonn ífyrsta síldarróðri sínum , Staðið var við síldarsöltun á Eskifirði til klukkan tvö aðfara- nótt miðvikudags. Kom Hafaldan með góða síld til söltunarstöðvar- innar Auðbjargar í gær og að sögn Kristins Jónssonar forstjóra þar var þetta bezta síldin sem hann hefur fengið á þessu hausti. öllum síldarsaltendum hói á Eskifirði ber hins veear saman um að síldin í haust sé imiklu meira blönduð en í fyrra. Það var einnig saltað á stöð Friðþjófs. Bárust þangað 70 tonn og stóð söltun fram á nótt. Verðandi Re landaði 30 tonnum og 40 tonn komu á bílum frá Reyðarfirði. Var það síld sem vb. Gunnar hafði aflað. Fékk hann 150 tonn i fyrst sildarróðri sínum. Gat löndunarstöð hans ekki annað öllu magninu og voru 40 tonn flutt til Eskifjarðar. Af söltunarstöðvunum hér er Söltunarstöðin hæst með 4600 uppsaltaðar tunnur. Friðþjófur með 4100 tunnur og Sæberg með 2500 tunnur. Regína/ASt. íslendingar kaupa mikið, dýrt og hratt. Við lifum um efni fram og verðbólgubáiið geisar hraðar en nokkru sinni. (Jtlitið framundan er ekki bjart, segir Þjóðhagsstofnun. Rýr hásetahlutur hjá sumum: Innan viðlOO þús. kr. fyrir ótakmarkaða vinnu „Þið haldið því vel á lofti í Dagblaðinu í gær að hásetahlutur á hæstu reknetabátunum á Hornafirði hafi á vertíðinni í haust verið 1,3-1,5 milljónir króna. Þið ættuð að lofa því að fylgja með að hásetalaunin á mörgum lægstu reknetabátanna frá Hornafirði eru á sömu vertíð innan við hundrað þúsund krónur nettó og verða þeir menn þó að vinna ótakmarkaðan vinnutíma.“ Þannig mælti Öskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands er hann hafði samband við blaðið í gær. Öskar sagði að laun margra áhafna á reknetaveiðunum hefðu ekki verið nema kauptryggingin ein. Hún er nú, aó sögn Öskars, um 135 þúsund krónur á mánuði. Af þeirri udphæð verða sjómenn- irnir að greiða sinn fæðiskostnað, svo nettólaunin ná ekki 100 þúsund krónum. Þessir sjómenn eins og fleiri leggja oft nótt við dag í vinnu sinni. Vinnutími sjómannsins er ótakmarkaður. Óskar hafði ekki við höndina hvað afli reknetabáts í haust þyrfti að vera til þess að sjómennirnir fengju laun umfram kauptrygginguna. Þeir útreikningar lægju fyrir á skrif- stofu Sjómannasambandsins. Hins vegar kvaðst Óskar vita að allmargir — og alltof margir — af Hornafjarðarbátunum 16 sem reknetaveiðarnar stunduðu hefðu verið í þeim hópi sem ekki aflaði fyrir kauptryggingunni. ASt. * r ------ •■..-.s. og fiskurinn er stór og fallegur. Sjómenn verða þó margir hverjir að bíta í það súra epli að ná ekki hærri launum en kauptrvggingunni nemur. Smurbrauðstofan 15105

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.