Dagblaðið - 24.11.1977, Side 7

Dagblaðið - 24.11.1977, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NGVEMBER 1977. 7 Presley með milljón íbanka- bókinni Ekki viröist hafa verió of- sögum sagt af efnum rokk- söngvarans heitins, Elvis Presleys. Við könnun á eignum hans, sem fram hefur fariö samkvæmt lög- um Tennesseeríkis eftir dauða hans 16. ágúst síðast- liðinn, kom meðal annars í ljós að í aðeins einni banka- bókinni var innstæðan meiri en ein milljón dollarar. Bifreiðaeignin var tveir amerískir glæsivagnar sem hvor er metinn á 40.000 doll- ara. Auk þess var einn it- alskur Ferrari sportbíll í bíl- skúrnum. Á heimili rokk- söngvarans heimsfræga voru að sögn fjórtán sjón- varpstæki. Ekkert hefur verið gefið upp af eignum Presleys í reiðufé, húseignum og út- gáfuréttindum. Rafmagns- kossavand- inn leystur Peter Bailey, ungum Breta, og kærustu hans, Liz Ran- some, hefur nú tekizt að leysa kossavandamál sitt. Af einhverjum ástæðum trufl- uðust þeirra heitustu ástar- kossar af rafmagnsstuði, sem Peter fékk af vörum Liz sinnar. Tóku þau til þess ráðs að klæðast gúmmí- hönzkum og gúmmístígvél- um og hættu þá ósköpin. Að vísu segjast þau vekja töluvert mikla athygli, þegar þau bregði sér á opinbera staði en hvað er ekki ger- andi fyrir ástina. Begin og Sadat ræddu heilsufarið íbyrjun Begin forsætisráðherra ísraels og Sadat Egypta- landsforseti byrjuðu að ræða um heilsufar hvor ann- ars þegar þeir hittust í fyrsta sinni í heimsókn hins síðarnefnda til ísraels á dög- unum. Yadin aðstoðarforsætis- ráðherra ísraels sagði, í viðtali í ísraelska útvarpinu, að Begin hafi fagnað Sadat með þeim orðum að hann liti mjög vel út. A forsetinn þá að hafa svarað — Þú lítur einnig vel út og miklu betur en ég átti von á eftir að ég frétti af hjartasjúkdómi þín- um. Sadat er einnig sagður þjást af hjartveiki. Kortsnoj vann aðra skákina Viktor Kortsnoj vann aðra skák sína við Boris Spassky i keppni þeirra i Belgrad um réttinn til að skora á heims- meistarann Anatoly Karpov. Jafntefli varð í fyrstu skákinni í gær en í annarri skákinni sigraði Kortsnoj í 41. leik. Var hann þá alveg kominn að því að máta and- stæðing sinn. Kortsnoj hafði svart. Bretland: NYTT VANDAMAL LYFTUVIÐGERDAR- MANNA VERKFALL Ekki á af Bretunum að ganga og nýjasta vandamál þeirra sem vex stöðugt er að mikill fjöldi lyfta í fjölbýlishúsum og skrif- stofubyggingum er nú bilaður. Ekki fæst gert við lyfturnar vegna verkfalls viðgerðar- manna, en það hófst sjöunda þessa mánaðar. Gamalt fólk og sjúklingar er margt éinangrað í íbúðum sín- um á efri hæðum margra hæða byggingá. Einnig verður fjöldi skrifstofufólks að leggja allt að klukkutíma fyrr af stað til að vera komið í tæka tíð á vinnu- stað. Veitingastaðir sem eru á efri hæðum hafa margir stöðv- að starfsemi vegna þess að gest- ir leggja ekki á sig stigaklifur til að neyta þeirra kræsinga sem boðið er upp á. Einnig eru erfiðleikar með að koma vörum til fyrirtækja og sorp verður víða að bera niður marga stiga. Lyftuviðgerðarmenn hafa al- gjörlega hafnað tilboði um 10% 'launahækkun. Telja þeir slíkt boð ekki einu sinni grundvöll til samninga. Krafa þeirra hljóðar upp á 130% hækkun og hingað til hafa þeir ekki látið undan áskorunum um lækkun á þvi. Stjórn Verkamannaflokksins hefur ekki látið neitt uppi um að hún ætli að láta af þeirri stefnu sinni, að banna allar launahækkanir sem nemi meiru en 10%. Sviþjóð: Samdráttur hjá Volvo —Minni fólksbílasala Hagnaður Volvo bifreiða- Sala Volvo verksmiðjanna á verksmiðjanna í Svíþjóð hefur fólksbifreiðum er 3% lægri í ár lækkað um helming á fyrstu 9 en í fyrra á sama tíma. Einu mánuðum þessa árs miðað við framleiðslugreinarnar sem sama tíma í fyrra. Hagnaður stjórn félagsins segir bera áður en skattur er greiddur var þolanlegan arð er framleiðsla tæplega 48 milljónir dollara í ár vörubifreiða og flugvéla- en var rúmlega 102 milljónir mótora. dollara í fyrra. Ungl maöurinn fremst á m.vndinni var næstum búinn að riðla allri hermannaf.vlkingunni þó ekki sé hann hár í loftinu. Myndin er tekin í því ágæta landi Brasilíu en þar er eins og kunnugt er herinn nokkuð valdamikill og stjórnar öllu sem hann vill stjórna. Þeim litla er auðvitað ekki kunnugt um það enn og veður því beint i veg fyrir herflokkinn á göngu. Sést hvar liðþjálfinn sem er í f.vlkingarbrjósti reynir að haida takti en tekst heldur óhönduglega. Indland: Ljóst er nú að tugþúsund hafa farizt í flóðum og óveðri á Ind- landi um síðustu helgi. Enginn virðist geta sagt um það nákvæm- lega hve margir hafa farizt en ástandið á flóðasvæðunum er ógn- vænlegt. t Andhra Pradesh ríki, sem hefur farið verst út úr flóð- unum, sem urðu vegna fellibyls sem fór yfir landið, eru tugþús- und einangruð bæði matar- og vatnslaus. Heimilislaust og vegalaust flótafólk er nú farið að hópast í flóttamannabúðir sem hróflað hefur verið upp en fregnir hafa borizt um að kóleru hafi orðið vart meðal fólks í búðunum. Kastað hefur verið niður matvæl- um úr flugvélum og þyrlur reyna að bjarga einangruðu og bjargar- lausu fólki. Björgunarstarf gengur þó mjög erfiðlega og hafa stjórnmálamenn ásakað stjórnvöld um að vilja ekki leggja fram nægilegt fé til hjálparstarfsins. Bandaríkin: Konur deyja af megrun- arlyfi — þingmaður vill banna það Öldungadeildarþingmaðurinn Charles Percy hefur hvatt stjórn- völd í Bandaríkjunum til að banna notkun á svokölluðu fljót- andi eggjahvítuefni vegna þess að til neyzlu þess mætti rekja dauða í það minnsta tuttugu og sex manns á síðustu mánuðum. Fljótandi eggjahvíta er fram- leidd undir mörgum vörumerkj- um og er mjög vinsæl til neyzlu hjá fólki sem vill grenna sig fljótt og örugglega. Percy öldungadeildarþing- maður sagði að hin mikla sala á bókinni Síðasta vonin til megr- unar, en hún hefur selzt í millj- ónaupplagi í Bandaríkjunum ein- um, sýndi hve mikil notkunin á efninu væri. í bókinni er mælt með notkun þess. Meðal dauðsfalla, sem þing- maðurinn vísar til, eru tíu þar sem konur á aldrinum 25 til 44 ára áttu í hlut. Voru þær allar í umsjá lækna og var ekki vitað annað en þær væru alheilbrigðar áður en þær hófu megrunarað- gerðina. Percy vill að fljótandi eggja- hvita verði bönnuð á meðan áhrif hennar á mannslíkamann verði rannsökuð. REUTER Tala látinna komin í tug- þúsundir

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.