Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.11.1977, Qupperneq 9

Dagblaðið - 24.11.1977, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NÖVEMBER 1977. 9 fC Alþingispróf kjör sjálfstæðismanna í Vesturlandskjördæmi um helgina j TÍU KEPPA UM MNGSÆTI Jón Sigurðsson V Óðinn Sigþórsson Inga Jóna Þórðardóttir félags íslands 1972-74 og nú aftur 1977. Hann hefur setið um árabil i stjórn UMSB Ung- mennasambands Borgarfjarðar og formaður þess frá 1976. Valdimar Indriðason, fram- kvæmdastjóri, er 52 ára gamall Akurnesingur. Hann varð gagnfræðingur frá Flens- borgarskólanum 1942. Fór hann síðan í Iðnskólann á Akranesi og lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1946. Vélskólaprófi með rafmagnsdeild lauk hann 1949. Var hann vélstjóri á togurum í mörg ár. Þegar hann fór í land varð hann vélstjóri og síðar fram- kvæmdastjóri Sildar- og fiski- mjölsverksmiðju Akraness. Því starfi hefur Valdimar gegnt frá 1960. Valdimar var um langt skeið i bæjarstjórn Akraness fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Auk þess hefur hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa í félags- og atvinnumálum, m.a. formaður Slysavarnadeildarinnar Hjálparinnar á Akranesi, í skólanefnd Iðnskólans, 1 fræðsluráði Akraness svo eitthvað sé nefnt. Auk þess, sem nú var nefnt hefur Valdimar gegnt mörgum • trúnaðarstöðum í samtökum fiskvinnslufyrirtækja og út- flutningssamtaka þeirra. Kjörstaðir: A Akranesi: Sjálfstæðihúsið, Heiðarbraut 30. Borgarfjarðarsýsla: Leirárskóli, Leirár- og Mela- hreppi. Kleppjárnseykjaskóli, Reykholtsdalshreppi. Mýrasýsla: Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Borgar- braut 4, Borgarnesi. Dalasýsla: Félagsheimilið Dalabúð, Búðardal. Félags- heimilið Tjarnarlundur, Saur- bæjarhreppi Snæfellsness- og Hnappadals- sýsla: Lions-húsið, Stykkis- hólmi. 'Skrifstofa Guðmundar Runólfs- sonar hf. Grundarfirði Grundarbraut 10, Ólafsvík Skrifstofa Hraðfrystihúss Hellissands Félagsheimilið Lýsuhóll, Öfeigur Gestsson Anton Ottesen Prófkjör sjálfstæðismanna í Vesturlandskjördæmi fer fram laugardaginn 26. nóvember og sunnudaginn 27. nóvember næstkomandi. Þessir menn eru í framboði: Anton Ottesen, 34 ára gamall, bóndi að Ytrahólmi. Hann var í 9. sæti lista sjálfstæðismanna í kjördæminu við síðustu alþingiskosningar. Anton hefur tekið virkan þátt í félagsmálum sinnar sveitar, m.a. Ungmenna- félagshreyfingunni. Hann er nú oddviti sveitar sinnar, Innra-Akraneshrepps. Arni Emilsson, sveitarstjóri í Grundarfirði, 34 ára gamall, Hann er borinn og barnfæddur Grundfirðingur. Hann lauk prófi frá Iþróttakennaraskólan- um 1962 og var síðan við nám í Noregi. Árni stundaði kennslu og verzlunarstörf í Grundarfirði þar til hann var ráðinn sveitar- stjóri þar 1970. Hann hefur tekið virkan þátt 1 félags- málum sveitarstjórnarmanna og er nú formaður í Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Hann var fyrsti formaður Samtaka ungra sjálfstæðis- manna^á Vesturlandi og þátt- takandi i flokksstarfinu í Grundarfirði og Vesturlands- kjördæmi. Friðjón Þórðarson, alþingis- maður, er 54 ára gamall. Hann varð stúdent frá MR 1941, og lögfræðingur frá Háskóla Islands 1947. Friðjón starfaði fyrst sem lögfræðingur í Reykjavík og síðan við ýmis embættisstörf. Hann var full- trúi lögreglustjórans í Reykjavík frá 1948 — 1955. Það ár varð hann sýslumaður í Dalasýslu og var það í 10 ár. 1965 varó hann sýslumaður Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu, en sagði því embætti lausu vegna þingsstarfa og annarra trúnaðarstarfa 1975. Friðjón varð landskjörinn þingmaður 1956. Frá 1967 hefur hann verið þingmaður Vesturlandskördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur, sem áður er að vikið, gegnt fjölda trúnaðarstarfa, Arnl Emilsson bæði heima í héraði og á öðrum vettvangi, m.a. í sendinefnd Islands hjá Sameinuðu þjóð- unum. Hann hefur um árabil átt sæti í bankaráði Búnaðar- banka Islands, svo eitthvað sé nefnt. * Inga Jóna Þórðardóttir er 26 ára Akurnesingur. Hún varð stúdent frá MA 1971. Viðskiptafræðiprófi lauk hún við Háskóla Islands 1977. Hún tók snemma þátt í félagslífi og stjórnmálum og var m.a. í stjórn Vöku í Háskólanum. Inga Jóna var formaður Félags ungra sjálfstæðis- manna á Akranesi um árabil og varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 1975. Hún er nú 1. varamaður i bæjar- stjórn Akraness Hún situr nú í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Hún starfar sem fulltrúi hjá Dráttarbraut og vélsm. Þorgeirs og Ellérts. Sr.Ingiberg J. Hannesson alþingismaður og 42 ára gamall. Hann varð stúdent frá ML 1955, og lauk guðræðiprófi frá Háskóla íslands 1960. Það ár var hann vígður sóknar- prestur í Staðarhólsprestakalli í Dölum og situr á Hvoli í Saurbæ. Hann var formaður Bræðra- lags kristilegs félags stúdenta á háskólaárum sínum. Hann hefur tekið virkan þátt í félags- málum heima í héraði, m.a. verið formaður Ungmenna- félagsins þar. Hann tók sæti á Alþingi sem varamaður en fast ,sæti er Jón Árnason, alþingis- maður féll frá sl. sumar. Jón Sigurðsson er 35 ára gamall. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Islands 1962 og hefur lengst af starfað að verzlunarstörfum. Hann starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf í Sviss árin 1969 og 70. Þegar hann kom heim aftur tók hann við stöðu framkvæmdastjóra Islenzks markaðar. Hann fæddist í Ól- afsvík og ól æsku sína og uppvaxtarár í Borgarnesi. Jón hefur tekið þátt í starfi sjálfstæðisflokksins, einkum í Reykjavík. Hann var 4. maður á Jósef H. Þorgeirsson Friðjón Þórðarson. lista flokksins í Vestur- landskjördæmi í síðustu alþingiskosningum og er því varaþingmaður flokksins nú. Jósef H. Þorgeirsson er 41 árs gamall Akurnesingur. Hann 'varð stúdent frá MA 1956 og lauk lögfræðiprófi við Háskóla tslands 1963. Að loknu lögfræðiprófi nam hann við Dartmouth College í Banda- ríkjunum. Jósef tók þátt í félagsmálum stúdenta og stjórnmálum. Var hann m.a. formaður Vöku í Háskólanum. Hann er nú fram- kvæmdastjóri hjá Dráttarbraut og vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi. Hann var formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi um árabil og á sl. ári var hann kjörinn formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðis- félaganna á Vesturlandi. Hann hefur setið í bæjarstjórn Akra- ness og í bæjarráði í 11 ár. Óðinn Sigþórsson, bóndi í Einarsnesi, er 26 ára gamall. Hann lauk prófi frá Samvinnu- skóla Islands 1970. Að því prófi loknu starfaði hann um skeið hjá Landsbanka tslands og Eimskipafélagi Islands. Þá var hann við nám i verzl- unarfræðum í Englandi í ár. Hugur hans stóð löngum til b j- skapar og gerðist hann bóndi á jörð sinni að Einarsnesi 1973. Rekur hann þar myndarlegt kúabú. Öðinn hefur starfað nokkuð innan vébanda Sambands ungra sjálfstæðismanna og hefur að vonum sérstaklega látið Iandbúnaðarmál til sín taka. Ofeigur Gestsson, frjótæknir að Sigtúni við Hvanneyri, er 34 ára gamall. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri 1961 og hefur unnið hjá Búnaðarsambandi Borgar- fiarðar síðan. Öfeigur hefur tekið mikinn þátt í félagslífi og stjórnmálum, m.a. hefur hann verið í stjórn Sjálfstæðisfélaganna í Borgar- fjarðarsýslu frá 1969 og formaður nú. Hann sat í stjórn SUS eitt kjörtímabil. Hann var formaöur Frjótækna- Valdimar Indriðason •• Sr. Ingiberg J. Hannesson Staðarsveit Samkomuhúsið Dalsmynni, Eyjahreppi Utankjörstaðakosning verður í Valhöll, Háaleitisbr. 1, Rvík sömu daga og prófkjörið fer fram. Kjörstaðir verða opnir báða dagana frá kl. 13-22, nema I Reykjavík þar sem opið verður kl. 13—19. Atkvæðisréttur: Atkvæðisrétt i prófkjörinu hafa allir þeir íbúar Vestur- landskjördæmis sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum og náð hafa 20 ára aldri 25. júní 1978, einnig meðlimir Sjálf- stæðisfélaganna í kjördæminu 16 ára og eldri. tJtfylling atkvæðaseðils: Á atkvæðaseðli er nöfnum raðað eftir stafrófsröð. Kjósa skal fæst 3 frambjóðendur og flesta 5. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn manna á atkvæðisseðlin- um og tölusetja í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi á endanlegan framboðslista. Sé merkt við færri en 3 nöfn er seðillinn ógildur. Sé merkt við fleiri en 5 nöfn, teljast ekki með þau merki, sem eru umfram 5. Heimilt er að kjósa 2 menn sem ekki ení í framboði með því að rita nöfn þeirra i auðu línurnar neðst á prófkjörs- seðlinum. Bindandi úrslit: Til T)ess að úrslit geti orðið bindandi fyrir kjörnefnd, þarf fjöldi þeirra, sem þátt taka í prófkjörinu, að vera helmingur af kjörfylgi sjálfstæðismanna við síðustu alþingiskosingar eða minnst 1189. Auk þess þurfa einstakir frambjóðendur að hljóta minnst 50% greiddra atkvæða til þess að kosning þeirra verði bindandi. Upplýsingar: Nánari upplýsingar um fram- kvæmd prófkjörsins veita for- maður kjördæmisráðs, Halldór Finnsson, sími 8725, Grundar- firði og formaður kjörnefndar, Guðjón Guðmundsson, síma 2252, Akranesi. BS „BÝST FREKAR VIÐ ÞVÍ AÐ ÉG FARI í FRAMB0Д — segir Bjöm Guðmundsson útgerðarmaður Enn er ekki búið að ákveða daginn fyrir prófkjör það sem fram á að fara um sæti Guðlaugs Gíslasonar alþingismanns. en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér á lista sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum fyrir næstu kosningar. Þrir menn hafa verið nefndir i þessu sambandi, Árni Johnsen blaðamaður á Morgunblaðinu. Guðmundur Karlsson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar í Eyjum og Björn Guðmundsson út- gerðarmaður. „ Ivtta er nú ekki ákveðið ennþá og ég hef lítið huglcitt málið," sagði Guðmundur er DB hafði. samband við hann. Sagðist hann ekki geta fullyrt neitt um það, hvort hann færi í framboð. a.m.k. ekki að svo stöddu. „Eg býst nú frekar við því að ég fari í framboð," sagði Björn Guðmundsson útgerðarmaður er DB bar spurninguna undir hann. „En það er nú ekki enn búið að auglýsa frest til þess að skila framboðum og ég er því ekki farinn til þess.“ Ekki náðist í Árna en fyrir nokkru gaf hann út þá yfirlýsingu að hann væri ennþá óákveðinn. IIP

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.