Dagblaðið - 24.11.1977, Page 15

Dagblaðið - 24.11.1977, Page 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER 1977. 15 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir 1 Tölf valdir íblakgegn Færeyingum Undirbúningur hinna áriegu iandslcikja við Færeyinga er i fulium gangi. Matthi Elíasson þjálfari Þróttar hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari og 12 leikmenn valdir tii æfinga. Guðjón Óskarsson form. blak- deildar Víkings hefur tekið sæti í landsliðsnefnd með þeim Ingimar Jónssyni og Guðmundi Oddssyni, form. nefndarinnar. Færeyingar koma á fimmtudags- kvöldið 8. des og ieika fyrri leikinn föstudaginn 9. des. kl. 20.30 í fþr.húsi Hagaskólans. Síðari leikurinn fer síðan fram á sama stað laugardaginn 10. des. kl. 14.00. Liður í undirbúningi lands- liðsins er pressuleikur sem leika á í Iþr.húsi Hagaskólans sunnu- daginn 4. des. kl. 16.00. Forleikur að pressuleiknum verður leikur Víkings og Þróttar í 1. deild kvenna og hefst hann kl. 14.00. Ekki þarf að efast um að lands- leikirnir við Færeyinga verða spennandi því svo virðist sem Færeyingar séu heldur að draga á íslendinga, ef úrslit fyrri lands- leikja eru skoðuð. Landsleikirnir í des. 1975 fóru 3-1 og 3-0 fyrir ísland, en í des. 1976 3-2 og 3-1 fyrir ísland. Gera má ráð fyrir því að þessir leikir við Færeyinga verði einu landsleikir íslendinga i blaki á þessum vetri svo áhuga- fólk er hvatt til að missa ekki af landsleikjunum 9. og 10. des. í Iþr.húsi Hagaskólans. Eftirtaldir leikmenn taka þátt í undirbúningi landsliðsins. Frá Þrótti: Gunnar Árnason, Guð- mundur E. Pálsson, Valdemar Jónasson, Jason Ivarsson og Böðvar H. Sigurðsson. Frá tS: Halldór Jónsson, Indriði Arnórs- son, Sigfús Haraldsson, Július B. Kristinsson og Kjrtan Páll Einars- son. Frá Víkingi: Páll Ólafsson og frá UMFL Haraldur Geir Hlöðversson. Jimmy Connors tekjuhæstur Jimmy Connors er í ár lang- tekjuhæsti tennisleikari í heim- inum. Bandaríkjamaðurinn hefur unnið sér inn rúmlega 250 þús- und dollara, eða meir en 140 milljónir króna. Dálagleg summa það — en Connors hefur þrátt fyrir það staðið nokkuð í skugga Svíans Björns Borg, sem sigraði Connors í úrsiitum Wimbledon- keppninnar, hinnar ópinberu Heimsmeistarakeppni í tennis. Björn Borg hefur undanfarið verið sigursæll, en hefur átt við meiðsli að stríða. Við skulum líta á 10 tekjuhæstu tennisleikara heims í ár: Jimmy Connors, USA 652.657 Guilermo Vilas, Argent. 416.798 Björn Borg, Svíþjóð 318.532 Brian Gottfried USA 287.847 Ilie Naastase, Rúmeníu 276.965 Dick Stockton, USA 257.606 Vitas Gerulaitis, USA 248.242 Wojtek Fibak Póllandi 201.323 Eddie Dibbs, USA 196.847 Harold Solomon, USA 171.887 Chris Evert frá Bandaríkjun- um er iangtekjuhæst hjá konun- um — hefur unnið sér inn rúm- lcga 500 þúsund dollara. Þar er í öðru sæti tékkneska stúlkan Martina Navratilova og Wimble- don meistarinn brezki í þriðja sæti, Virginia Wade. Bristol City lagði St. Mirren Bristol City sigraði í gærkvöld St. Mirren á Love Street i Paisley í úrslitum ensk-skozku bikar- keppninnar, 2-1. Þetta var fyrri leikur liðanna í keppninni — og fer hann fram i Bristol við mynni Severn á suðvesturströnd Eng- lands. Hmm mörk Jóns gegn Ystad í Lundi —Lugi og Ystad gerðu jafntef li í Allsvenskan í gærkvöldi, Drott sigraði en Olympia tapaði í Gautaborg ard með tvö mörk á skora en í lokin komst Lugi yfir, Ystad náði að jafna, síðan að komast yfir — en mark Jóns Hjaltalín í lokin bjargaði stigi í höfn fyrir Lugi. Jón Hjaltalín skoraði 5 mörk gegn Ystad í gærkvöld. Lugi tapaði ekki á heimavelli í allan fyrravetur og hafði ekki tapað stigi á heimavelli það sem af var keppnistímabilinu. Olympia, lið Ólafs Benedikts- sonar landsliðsmarkvarðar, lék í Gautaborg í gærkvöld — og tapaði enn, nú fyrir Heim, 16-18. Staða Olympia er ákaflega slæm, aðeins þrjú stig eftir 7 umferðir. Það hefur háð liðinu áþreifanlega að danski landsliðsmaðurinn Lars Boch hefur ekki getað leikið — og ólíklegt er að hann verði með í úrslitakeppni HM í Danmörku. Lugi leikur síðari leik sinn við Soffía í EvróDukeppni bikarhafa Muhammad Ali, heimsmeistar- inn í þungavigt í hnefaleikum, hefur nú skrifað undir samning um að berjast við Leo Spinks ólympíumeistarann frá Montreal í léttþungavigt. Keppnin fer fram í Las Vegas í febrúar á næsta ári. AIi „the greatest“ virðist heldur vera farinn að láta á sjá — hann er nú 35 ára, farinn að þyngjast og hefur átt í erfiðleik- um með andstæðinga sína. Þannig lenti hann í erfiðleikum t með Ernie Shavers, sköllótta þungavigtarkappann, en vann á stigum. á föstudag, fyrri leikurinn fór framí Lundiog sigraði búlgarska liðið 23-21 — en Lugi átti þá sinn lakasta leik á keppnistímabilinu. Jón Hjaltalin skoraði fimm mörk með Lugi i gærkvöld gegn Ystad. (i frá A-Þýzkalandi iigraði Standard 2-0. Öll heimaliðin sigruðu í UEFA-keppninni Þýzkalandi hafi ekki tekizt að komast í úrslitakeppni HM. Lens sló út ítalska liðið Lazio — sigraði 6-0 í Frakklandi, svo auðvitað er aldrei að vita hvað gerist. Viðureign Englendinga og Spánverja var fyrir marga hluti athyglisverð —r Ipswich mætti Barcelona í Ipswich, og í Birming- ham fékk Aston Villa lið Atletico Bilbao í heimsókn. Eðlilega vakti meiri athygli viðureign Ipswich og Barcelona. Rúmlega 35 þúsund manns fylgdust með leiknum — og sáu Eric Gates ná forustu í fyrri hálfleik. I síðari hálfleik sótti Ipswich látlaust, litið bar á Hollendingun- um Johan Neeskens og Johan Crujiff. Þeir voru báðir bókaðir ásamt átta öðrum í leik Barcelona og Espanol á sunnudag í 1-1 iafn-. I fótspor föðurins — eftir mikla keppni við Leeds og Nottinghanm Forest ákvað Mark Hataley að ganga í raðir Coventry City sem undanfarið hefur staðið sig svo vel á Englandi. Mark Hateley er sonur Tony Hateley, fyrrum leikmanns Coventry — og meðal annars Liverpool og Chelsea. Tony Hateley hefur nú lagt skóna á hilluna en hann var einmitt rómaður fyrir góða skaliatækni og skoraði mörg mörk á ferli sínum. tefli — en tveir voru reknir af velli í viðureign Katalóníurisánna þá. Það var engu líkara en sú viður- eign sæti í leikmönnum Barce- lona, Trevor Whymark skoraði annað mark Ipswich, og Brian Talbot bætti við hinu þriðja, stór- sigur Ipswich og möguleikar liðsins miklir á að komst í átta- liða úrslit. Nokkuð óvæntur stór- sigur, 3-0, í höfn. Aston Villa vann öruggan sigur á Atletico frá Bilbao — 2-0. Landsliðsmarkvörður Spánar, Iribar, skoraði i eigið net í fyrri hálfleik og hinn kornungi John Deehan bætti við öðru marki í síðari hálfleik. Atletico er ákaf- lega erfitt heim að sækja til Baska-borgarinnar Bilbao — en hinir 33 þúsund áhorfendur fóru ánægðir heim. Aðeins eitt útimark var skorað í UEFA-keppninni í gærkvöld — öll heimaliðin báru sigur úr být- um þannig að hinir 242 þúsund áhorfendur sem fylgdust með leikjunum í gærkvöld fóru ánægðir heim, heimaliðin skoruðu 20 mörk — aðeins eitt mark var skorað á útivelli. Það var ítalski landsliðsmaðurinn Paolo Pulici sem skoraði fyrir Torino í fyrri hálfleik á Korsíku gegn Bastia. En það dugði ekki til sigurs. Pai og hollenzki landsliðs- maðurinn Johnny Rep svöruðu fyrir Bastia, hinum 25 þúsund áhorfendum til mikillar ánægju. í Frankfurt mættust Eintracht Frankfurt og Bayern Munchen, þrefaldir Evrópumeistarar, 1974, '75 og ’76. Lítill glans er nú yfir Evrópumeisturunum fyrrver- Asgeir Sigurvinsson. Standard Liege tapaði 2-0 í A-Þýzkalandi. andi. Eintracht Frankfurt sigraði stórt, 4-0. Það voru landsliðs- mennirnir Grabrowski og Holzen- bein sem skoruðu fyrir Entracht í fyrri hálfleik — og Kraus og Skala bættu við mörkum í síðari hálfleik — stórsigur Eintracht í höfn. Bayern Munchen hafði lítið fram að færa gegn löndum sínum, aðeins snilldarmarkvarzla Sepp Maier kom í veg fyrir fleiri mörk Eintracht. í Eindhoven áttust við forustu- liðið í hollenzku 1. deildinni, PSV Eindhoven og Eintracht Bruns- wick. Staðan í leikhléi var 0-0 — en hinum 25 þúsund áhorfendum til mikillar ánægju skoraði PSV tvívegis í síðari hálfleik, fyrst Lubse og síðan Van der Kuylen. Mestur áhorfendafjöldi var í Tiblisi í Asíu — þar áttust við Dinamo Tiblisi og svissneska liðið Grasshoppers. Um 80 þúsund áhorfendur fylgdust með viður- eign liðanna — og sáu Shengeliva skora í fyrri hálfleik. Dinamo Tiblisi tókst ekki að bæta fleiri mörkum við, og Grasshoppers sótti sig í lokin — án þess þó að ná að skora — átta leikir, átta heima- sigrar, hcimaliðin skoruðu 20 mörk gegn aðeins einu marki Paolo Pulici, Torinö. Jón Hjaltalín skoraði jöfnunar- mark Lugi í Alsvenskan í Svíþjóð í gærkvöld gegn Ystad í Lundi þegar aðeins fimm sekúndur voru til leiksloka og færði liði sínu dýrmætt stig, kom í veg fyrir fyrsta ósigur Lugi á heimavelli í rúmt ár. Þrátt fyrir jafntefli hefur Lugi enn tveggja stiga forústu, hefur hlotið 11 stig að loknum sjö um- ferðum, Drott vann öruggan sigur gegn Lidingö, 31-26 og er í öðru sæti ásamt Víkingunum frá Helsingborg, hafa hlotið 9 stig. Ekki höfum við fréttir um, hvað Agúst Svavarsson skoraði í gær- kvöldi með Drott, en hann hefur verið drjúgur að skora undan- farið. Leikur Lugi og Ystad var ákaf- lega jafn, staðan í leikhléi var 8-8 — Ystad var yfirleitt á undan að ieimsmeistarar V-Þýzkaiands vilja M í Argentínu í sumar. íþróttir

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.