Dagblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 27
27
i
Sjónvarp
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. NÖVEMBER 1977.
I
Utvarp
Höfundur
leikritsins
Sami
sjálfur
Höfundur leikritsins
Fjallalækurinn ætti að vera
manna færastur um að
skrifa um kjör Samanna því
hann er sjálfur fæddur í
Lapplandi, árið 1907. Hann
ætti því að þekkja vel bak-
sviðið sem hann lætur
leikritið gerast á. Nánar til
tekið er Björn-Erik Höijer
fæddur í Malmberget.
Fyrsta bók Björns-Eriks
var smásagnasafnið Grátt-
berg sem út kom árið 1940.
Næstu ár þar á eftir komu út
eftir hann fleiri bækur,
bæði skáldsögur og
smásögur. Skömmu fyrir
1950 fór Björn-Erik svo að
skrifa leikrit. Þau vöktu
fljótlega athygli bæði
gagnrýnenda og al-
mennings. Mörg leikrita
hans hafa verið flutt í
sænska útvarpinu, þar á
meðal Fjallalækurinn.
Seinni árin hefur Björn-
Erik sent frá sér nokkrar
skáldsögur sem eru miklar
að efni og einnig frásagnir
og reifar þar hin margvísleg-
ustu vandamál þjóðlífsins.
Áður hefur verið flutt eitt
leikrit eftir Björn-Erik í
íslenzka útvarpinu. Það er
leikritið Víst ertu skáld,
Kristófer, sem flutt var árið
1961.
-DS.
Útvarp
Fimmtudagur
24. nóvember
12.00 DagsKráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til-
kynningar. Á frívaktinni. Sigrún
Sigurðardóttir kynnir óskalög
sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Skakkt númei
— rétt númer" eftir Þórunni Elfu
Magnúsd. Höfundurles (14).
15.00 Miödegistónleikar: Tilbrigði eftir
fjögur tónskóld. Tilbrigði í G-dúr fyrir
vpíanó. fiðlu og selló op. 121a eftir
Beethoven um sönglagið „Ich bia der
Schneider Kakadu" Santoliquido-
tríóið leikur. Tilbrigði í. d-moll eftir
Paganini pm stef eftir Rossini. Paul
Tortelier * sellóleikari og Shuku
Iwasaki píanóleikari leika. Tilbrigði
op. 42 eftir Rakhmaninoff um stef
eftir Corelli. Vladimír Ashkenazy
leikur ó pfanó. Tilbrigði op. 35a eftir
Antony Arenski um stef eftir
Tsjaíkovsky. Sinfóníuhljómsveit
Lundúna leikur; Sir John Barbirolli
stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Lestur tlr nýjum barnabókum.
Umsjón: Gunnvör Braga Sigurðar-
dóttir. Kynnir: Sigrún Sigurðardóttir.
17.30 Lagið mht. Helga Þ. Stephensen
kynnir óskalög barna innan tólf ára
aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Frótaauki. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Gísli Jónsson flytur
þáttinn.
19.40 íslenzk sönglög.
20.10 Leikrít: „Fjallalækurinn" eftir Bjöm-
Erík Höijer. Þýðandi: Asthildur
Egilson. Leikstjóri: GIsli Halldórsson.
Persónur og leikendur: Per-Mikael
Fjállström-Róbert Arnfinsson, Sus-
anna Fjallström-Helga Bachmann.
21.00 Samleikur í útvarpssal. Sigríður
Vilhjálmsdóttir og Hrefna Eggerts-
dóttir leika saman á óbó og píanó. a.
Sónötu eftir Giuseppe Sammartini, b.
Rómönsu eftir Carl Nielsen — og c.
Sónötu eftir Francis Poulenc.
21.25 „Sláttumaöurinn", smásaga eftir
H.E. Bates. Pálmi Ingólfsson
íslenzkaði. Baldvin Halldórsson
leikari les.
21.55 Frá hollenzka útvarpinu. Kór og
hljómsveit útvarpsins flytja lög eftir
Rodgers, Black, Rota, Rosza og New-
man. Einleikari á trompet: Jan
Marinus. Stjórnandi: Stanley Black.
22.30 Veðurfregnir og fréttir.
22.45 Spurt f þaula. Kári Jónasson
stjórnar þætti, sem stendur allt að
klukkustund. Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
25. nóvember
7.00 Morgunútvarp. Veðuríregnir kl.
7,00, 8.15 og 10.10. Morgunteikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.50. Morgunatund
bamanna kl. 8.00: Rögnvaldur Finn-
bogason les „Ævíntýri frá Narniu"
eftir C.S. Lewis (11). Tilkynningar kl.
9 30. Þingfráttir kl. 9.45. Létt lög milli
atnda. Morgunpopp kl. 10.Z5. Morgun-
tónlaikar kl. 11.00.
Útvarp íkvöld kl. 22.45:
Spjallað við
Lúðvík for-
mann í nýjum
viðræðuþætti
Spurt í þaula I umsjá Kára
Jónassonar fréttamanns er á
dagskrá útvarpsins í kvöld kl.
22.45. Nýkjörinn formaður Al-
þýðubandalagsins, Lúðvík
Jósefsson, verður gestur þátt-
arins. Rætt verður um stefnu
flokksins og markmið og fær
Kári annan fréttamann i lið
með sér.
Þátturinn er i beinni út-
sendingu. Hann verður á dag-
skránni hálfsmánaðarlega fram
að jólum. Hinn fimmtudaginn
verður umræðurþáttur á dag-
skránni.
Kári sagði að þetta yrði eini
þátturinn sem hann hefði
umsjón með en búið væri að
skipa umsjónarmenn fimm
þátta fram að jólum. Stjórnend-
um þáttanna er í sjálfsvald sett
hvaða efni þeir taka fyrir og
sagði Kári að vel hefði þótt við
hæfi að fá Lúðvík í þáttinn þar
sem Alþýðubandalagið og for-
mannskjörið hefði verið í sviðs-
ljósinu undanfarið.
Dagskrárlok eru óákveðin en
gert er ráð fyrir að hver þáttur
standi um það bil klukkutíma.
-A.Bj.
Kári Jónasson fréttamaður
stjórnandi.
SSSSMSJi!
Lúðvik Jósefsson, nýkjörinn formaður Alþýðubandalagsins.
Erfitt að hlusta á útvarp og horfa á sjönvarp samtímis:
UNDARLEG TILFÆRSLA A SIÓNVARPSÞÆTTI
Mér datt í hug sl. mánudag,
er opið var fyrir íþróttaþáttinn
í sjónvarpinu heima hjá mér og
ég heyrði lög unga fólksins í
útvarpinu hljóma úr öðru her-
bergi, hvað þetta væri undarleg
tímasetning á tveimur þáttum.
Báðir þessir þættir höfða til
fólks á svipuðu reki. Varla er
hægt að horfa á íþróttaþátt um
leið og hlustað er á lög unga
fólksins í útvarpinu, svo eitt-
hvert gagn verði af.
Nú hafa lög unga fólksins
verið á dagskránni á
þriðjudagskvöldum undanfarin
ár, en núna eru þau allt í einu
flutt á mánudagskvöld og tími
þeirra meira að segja styttur.
Og það á sama tima og stjórn-
andi þáttarins fær miklu fleiri
bréf en hægt er að arina á þeim
tíma sem fyrir var.
Dálítið undarlegt ráðslag
þetta. Forráðamenn útvarpsins
hefðu heldur átt að auka við lög
unga fólksins og verða síðan við
frómum óskum um að endur-
taka þáttinn á „góðum“ tíma.
Þá hækkuðu þeir í áliti hjá
unga fólkinu sem hefur ekki
alltof mikið álit á útvarpinu og
dagskránni.
Ekki má gleyma. að þetta
unga fólk er stór hluti af þjóð-
inni og á heimtingu á ,,sínum“
útvarpstfma, ekki síður en aðrir
landsmenn.
-A.Bj.
lönaöarvélar
Til sölu notaðar iðnaðarvélar til
fatagerðar í góðu standi með öllu
tilheyrandi. Nauðsynlegt er að
kaupandi ráði yfir 150-200 ferm
iðnaðarhúsnæði. Verð sanngjarnt og
góðir greiðsluskilmálar. Starfsmanna-
fjöldi 10-15 manns. Upplýsingar í síma
27022 hjá auglýsingaþjónustu DB.
Innheimtufólkóskast í
Mosfellssveit, Voga-,
Heima- og Seljahveríi
Uppl. ísíma 27022
semumB
TIL OKKAR í SÍÐASTA LAGI 5. DESEMBER.
AFRAM MEÐ LITINA
oliuelti
Skrifstofutækni hf.
Tryggvagötu, Reykjavík.