Dagblaðið - 05.12.1977, Page 6

Dagblaðið - 05.12.1977, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5. DESEMBER 1977. Aðalf undur Torfusamtakanna: Takið endanlega ákvörðun um varðveizlu Bemhöftstorfunnar Moð sviðsmynd Skjaldhamra sem bakgrunn hóldu Torfusam- tökin aðalfund sinn í Iðnó í gær. I samtökunum oru nú skráðir um 700 meðlimir og 70 manns sáu sér fært að koma. I stuttri setningarræðu fagnaði formaðurinn, Guðrún Jóns- dóttir arkitekt, því, að þó svo margir sæju sór fært að koma í Bernhöftstorfan — krafa um varðveizlu og uppbyggingu. og uppkastið allt stytt og gert skorinort. í stjórn Torfusamtakanna voru auk Guðrúnar kosin þau Drífa Kristjánsdóttir, Guðrún Auðunsdóttir, Hörður Ágústs- son og Sigurður Harðarson. Þessi nýkjörna stjórn mun síðan skipta með sér verkum. í fyrri stjórn voru þrír menn, — þau Guðrún Jónsdóttir, Hörður Ágústsson og Gísli B. Björnsson. Gísli gaf ekki kost á sér að þessu sinni. - ÁT - því slagviðri, sem gekk yfir í gær. Fundarmenn samþykktu kröftuga áskorun til stjórn- valda, þar sem í niðurlagi var skorað á ríki og borg að taka nú endanlega ákvörðun um varð- veizlu Bernhöftstorfunnar. Þá eignuðust Torfusamtökin í gær sín fyrstu lög, því að undanfar- in ár hefur einungis verið starfað eftir lagauppkasti. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, sem var endurkjörin formaður, var með nýju lögunum dregið úr öllu vafstri í kringum aðalfund IGuðrún Jónsdóttir, endurkjör- inn formaður samtakanna. Fundarmenn á aðalfundi Torfusamtakanna í gær. Um 70 manns sátu fundinn — eða 10% félagsmanna. DB-myndir: HV Húsavík* TVEIR ULTU Á SAMA PUNKTINUM Höfuðborgarsvæðið: RÓLEGT ÞRÁTT FYRIR ÚTBORGANIR - 17 TEKNIR ÖLVAÐIR VIÐ AKSTUR Þrátt fyrir svonefnda mánaða- mótahelgi virðist allt hafa farið fram með friði og spekt á höfuð- borgarsvæðinu. Þó voru 17 manns teknir ölvaóir við akstur, en slíkt telst varla orðið til tíðinda. Engin óhöpp urðu í umferð- inni, þrátt fyrir að verzlanir væru opnar fram eftir degi síðdegis á laugardag, og leiðindaveður væri og slæmt skyggni. - HP Tveir stórir vörubílar ultu svo að segja á sama punktinum á veg- inum skammt frá Tjörn í Aðaldal á laugardagskvöldið. Að sögn Húsavíkurlögreglunnar urðu ekki slys á mönnum, en smávægilegar skemmdir urðu á bílunum. Bílarnir höfðu verið að flytja skúra suður á Snæfellsnes. Þar tóku þeir hellur og héldu til baka norður á Húsavík. Er komið var skammt frá bænum Tjörn valt annar bíllinn á hálkubletti út af veginum. Kom hann ekki illa niður, lagðist aðeins á hliðina. Bílstjóri seinni bílsins stöðvaði strax bíl sinn og kom hinum til hjálpar, en þá hreinlega fauk bíll hans út af veginum. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík var bílstjóri fyrri bilsins fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík til rannsóknar, en hann reyndist ómeiddur með öllu og fékk að fara heim til sín. Bílarnir náðust upp á veginn seint á laugardagskvöldið. - HP JÓKER, EKKIJÚNÓ Missögn var i frétt af fyrirhug- Reykjavik, sem hyggst koma stof- aðri opnun billiard- og leiktækja- unni upp í Eyjum um miðjan stofu í Vestmannaeyjum, sem mánuðinn, en ekki Júnó, eins og höfð var upp úr Vestmannaeyja- DB hafði eftir Eyjablaðinu. blaðinu Brautinni fyrir helgina. Beðizt er velvirðingar á þessari Það er fyrirtækið Jóker hf. í missögn. 22 nýjar götur fá nöfn: Raufarsel, Klambrasel og Hryggjarsel Tuttugu og tvær nýjar götur í Seljahverfi Breiðholts hafa nú fengið nöfn, sem samþykkt hafa verið af borgarráði. Þessar götur heita nú Hólma- sel, Rangársel, Raufarsel, Holta- sel, Síðusel, Kettarsel, bkagasel, Skriðusel, Hryggjarsel, Jaðarsel, Hæðarsel, Melsel, Mýrarsel, Malarsel, Látrasel, Lindarsel, Lækjarsel, Krókasel, Klambrasel, Kleifarsel, Kambasel og Jöklasel. Tillögurnar að þessum nöfnum voru lagðar fram af formanni byggingarnefndar borgarinnar og skrifstofustjóra byggingarfuli trúa Reykjavíkur. -ÓV „Það sjaldgæfa hef ur skeð — komin er Ijóðabók, sem maður leggur ekki frá sér” Það er eins og eitthvert and- legt bilgreinasamband hafi sett hundrað og fimmtíu kíló af grænsápu í íslenzka ljóðahver- inn á þessu herrans ári. Önnur eins kynstur af kveðskap hafa ekki komið á prenti á neinu öðru ári, sem stopult minni rekur til. Einhver tærasti strókurinn í þessu gosi er ljóðabókin hans Gunnars Dal, — Kastið ekki steinum. Hann er svo kraftmik- ill á köflum, að maður efast um að hann falli til jarðar, eins og gos eiga að gera. Hann teygir sig langt í átt til himinsins. „Helgi Sæmundsson og Gunnar Dal eru um það bil síð- ustu mennirnir, sem ég vildi sitja með í viðræðuþætti um ljóð,“ segir Jóhannes Helgi í formálsorðum bókarinnar. Ilann segir frá þeirri áþján, sem honum var í að taka að sér prófarkalestur hcnnar. Þetta snerist þó allt í höndum Jó- hannesar Helga, því hann tók að lesa ljóðin sér til ánægju í stað þess að lesa pröfarkirnar af samvizkusemi. Ekki sýnist þetta hafa komið að sök fyrir ljóðin. Upp úr þessari tilviljun verða svo til formálsorð Jó- hannesar Helga. Þau eru hrein- skilin og blessunarlega laus við fræðimannasnið. t þeim segir meðal annars: ,,A fræðimanna- stóðið er tæpast aukandi. Heil háskóladeild er á Iaunum við að lima sundur texta og leysa hann upp í frumefni sin.“ „Gunnar er lærður í heim- speki frá háskólanum f Edin- borg, Kalkútta og Visconsin og hefur gefið út reiðinnar býsn um þau efni,“ segir Jóhannes Hclgi. Hann heldur áfram: „Margur maðurinn, sem svifið hefur loftvegi heimspekinnar hefur brotlent með sviðna vængi og sumir tæpast verið með öllum mjalla uppfrá því. Áð lenda með heilli há úr hærra flugi er ekki á allra færi. Vængir Gunnars hljóta að vera st álsoðnir." Hvað sem líður iðnvæddum samlíkingum okkar Jóhannesar Helga á lofthæð, fallhraða og samsetningaraðferðum við bæði ljóðin og höfund þeirra. eru formálsorðin einstaklega ýkjulaus. Það sjaldgæfa hefur enn einu sinni skeð. Komin er ljóða- bók, sem maður leggur ekki frá sér nema stund og stund til þess eins að njóta lesningarinn- ar og grípa hana síðan aftur. Ég hefði viljað heyra Vil- hjálm frá Skáholti lesa ljóðið „A jólanótt". Þessi auðmjúka tilbeiðsla þess, sem samt hefur allt valdið, er eins og bæn. Ljóðið er bæn fyrir barni. „Ung ert þú jörð mín“ er eitt af órím- uðu ljóðunum hans Gunnars Dal. Þakkargjörðin er svo ein- föld og bein, að orðin þurfa ekkert sérstakt áherzluform. Jóhannes Helgi víkur að því í formálsorðum, að þetta ljóða- safn verði hvalreki prestum landsins til ívitnunar og til þess að fleyga ræður sínar með. Gunnar Dal spinnur úr heim- speki Austurlanda og vestræn- um trúarbrögðum á þann hátt, Gunnar I)al. að stundum verður ekki séð, hvernig þræðirnir liggja. Trúarleg reynsla höfundar hefur ekki á sér þunglyndis- blæ, nema þá örlítinn trega á .stundum. Naumast verður heldur sagt, að í henni lýsi upp- hafningarleg gleði píslarvættis- ins. Gunnar Dal er þrátt fyrir altt svo innilega jarðneskur og um- fram allt mennskur, þótt hann sé enginn meðalmaður. Hann er rammíslenzkur. Landið hans þarfnast ekki þeirra, sem leika á lága strengi, ekki stærri þjóðar, aðeins betri manna. Gunnar hefur ferðazt tals- vert með strætisvagni lífs- reynslunnar. Hann hefur líka haft viðdvöl í ástinni, og ef til vill skipt um vagn einu sinni eða tvisvar. En hann hefur allt- af borgað farmiðann fullu verði eftir því sem upp var sett. Af manni, sem ekki er eldri. hefur hann ótrúlega reynslu. Hann á lika vonandi margt ósagt. Bragi Sigurðsson

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.