Dagblaðið - 05.12.1977, Síða 8

Dagblaðið - 05.12.1977, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1977. Ovenju tíðar bilanir að undanförnu — enda eru umferðarljös borgarinnar úrelt. Finnar minnast 60 ára fullveld- ist síns á morgun, 6. desember. A1 því tilefni heldur Suomifélagið — samtök Finna og Finnlandsvina á íslandi — hátiðarsamkomu í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 21.15. Þar verða flutt ávörp og gestum verður skemmt eftir léttan kvöld- verð. Fram koma karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Jónasar Ingimundarsonar og finnsku listamennirnir Eero Piirto og Risto Ala-Ikkálá. Þeir eru hér í boði Suomifélagsins og Norræna hússins. Samkomunni lýkur með dansi. Verð aðgöngumiða er aðeins 2000 krónur — og er maturinn innifal- inn i verðinu. Þetta verð kann að teljast til tíðinda út af fyrir sig. Fyrir samkomuna dansar finnski leikdansflokkurinn „Raa- tikko" á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins. Flokkurinn er á leið í sýningarferðalag til Bandaríkj- anna. Hér sýnir hann leikdans eftir Mario Kuusela, sem byggður er á frægu skáldverki eftir verð- — bilanir á Ijósunum að undanförnu hafa verið óvenju erfiðar Þeir Reykvíkingar, sem ferð- ast mikið í bifreiðum, hafa orðið varir við það upp á síð- kastið að talsvert hefur verið um bilanir á umferðarljósum. Vandræðaástand skapast oft í slíkum tilfellum, því að um- ferðarljós eru ekki sett upp á gatnamótum nema sérstaklega mikil umferð sé um þau. Ti! dæmis biluðu ljósin á mótum Miklubrautar og Háaleitis- brautar í gær, öllum til mikils ama, sem þar áttu leið um. „Þetta hefur verið tilfallandi óheppni frekar en að ljósin séú að ganga úr sér,“ sagði Gutt- ormur Þormar yfirverkfræð- ingur hjá gatnamálastjóra í samtali við DB í gær. „Bilanirn- ar hafa orðið meira áberandi en venjulega, því að viðgerðirnar hafa verið óvcnju erfiðar. Til dæmis komust óhreinindi i ljós- in á mótum Njarðargötu og Hringbrautar, sem orsakaði töluverðan vanda.“ Guttormur sagði að um- ferðarljós, eins og þau, sem eru í notkun í Reykjavík, væru nú orðin úrelt. Þau ljós, sem fram- leidd cru nú, eru öll með raf- eindaútbúnaði. Þannig eru til dæmis gangbrautarljósin, scm. fjölgar nú ört í Reykjavík og nágrannakaupstöðum. Þrátt fyrir að umferðarljósin séu orðin úrelt, er að sögn Gutt- orms Þormar enn hægt að fá varahluti í þau. Hann taldi þó að fyrr en síðar yrði að fara að hugsa fyrir endurnýjun ljós- anna. - at- launahöfundinn Váinö Linna, „Fólk án valds“, og fjallar um þjóðfrelsisbaráttu Finna. - OV Finnsku listamennirnir Eero Piirto (t.v.) og Risto Ala-Ikkáiá, sem syngja og leika á hátíðarsam- komu Suomifélagsins annað kvöld. UMFERÐARUÓSIN í REYKIA- VÍK ERU ORÐIN ÚRELT Húsfyllir á fyrirlestri Brynjólfs —f yrsti opinberi fyrirlestur hans um heimspeki HÚsfyllir var er Félag áhuga- manna um heimspeki gekkst fyrir fundi í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans í gær. Þar var frum- mælandi Brynjólfur Bjarnason og var þetta í fyrsta skipti, sem hann flutti fyrirlestur um heimspeki- leg efni hér á landi. Þá eru reyndar undanskilin erindi hans í útvarpi. Fyrirlestur sinn nefndi Brynjólfur „Tíminn og veruleik- inn“. — Auk þess, sem fundar- mönnum gafst tækifæri til að hlýða á erindi Brynjólfs gekkst Félag áhugamanna um heimspeki fyrir sölu nokkurra notaðra bóka um heimsþekileg efni. Bækur þessar höfðu borizt félaginu að gjöf. Ágóðanum verður varið til styrktar starfseminni. DB-mynd: Hörður Vilhiálmsson. Finnar minnast 60 ára fullveldis síns Islendingar og Irar lengstan tíma að vinna fyrir bensínlítranum A landsfundi FÍB, sem haldinn var í Kópavogi daganan 19. og 20. nóvember sl„ var borið saman bensínverð í nokkrum löndum, þ.e. hve langan tíma það tekur að vinna fyrir einum lítra af bensíni, og er þá miðað við dagvinnulaun í verksmiðju. Kemur þá í Ijós að írar, Islendingar og Bretar eru lengstan tíma að vinna fyrir drop- anum. Taflan er eftirfarandi: Danmörk 4.32 mín. Noregur 4.98 mfn. Svíþjóð 3.91 mín. Belgía 5.60 mín. írland 8.46 mín. Sviss 5.02 mín. V-Þýzkaland 4.63 mín. Luxemborg 3.80 mín. Bretland 6.57 mín. ísland 7.51 mín. Það tæki íslending hins vegar 9.04 mínútum að vinna fyrir bensínlftranum ef fyrirhuguð bensínhækkun í 112 kr. verður að veruleika og hlytu Islendingar þá þann vafasama heiður að þurfa að vinna mest þessara þjóða fyrir bensínlftranum. - JH HVER ER UPPRUNIJÓLANNA? Svarii að finna í nýrri bók eftir Ama BjSmsson “ðmra JB; a'ð [sor„b»“gdi,<;'a Saga daganna, hátíðir og verzlunarmanna, sjómannadag- t>að er bókaforlagið Saga sero merkisdagar á Islandi og uppruni inn o.fl. gefur bókina út, ísafoldarprent- þeirra nefnist ein af bókunum í I bókinni er sagt frá uppruna smidja prentar.Bókin er 128 bls. jólabókaflóðinu í ár. Höfundur er iólanna og ýmsum matarvenjum 0g kostar 3.600 kr. með söluskatti. Arni Björnsson þjóðháttafræð- og siðum a jólum, einnig frá sið- - A.Bj. Varðeldasögur 2. bindi: SKÁTALÍFILÝST ingur. I bókinni er sagt frá merkis- dögum, sem haldnir voru hátíð- legir i fyrndinni. en einnig er að finna þarna heimildir um nýlegri hátíðisdaga svo sem eins og frídag Þossi trikning er raunar ekki í hókinni um sögu daganna, heldur barst hún DB frá listamanninum, Morris Redman Spivack. Síðara bindið af Varðeldasög- um eftir Tryggva heitinn Þor- steinsson er komið út. Það er 160 síður með nokkrum fjölda teikni- mynda. Sagt er frá skátastarfi eins og það kom Tryggva f.vrir sjónir. Inngang f bókina. um Trvggva. ritar séra Bolli Gústavsson í Lauf- ási. Það er Skjaldborg, sem gefur Varðeldasögur út. Þær kosta 2.640 krónur. - DS

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.