Dagblaðið - 05.12.1977, Síða 9

Dagblaðið - 05.12.1977, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1977. 9 Vekja athygli á skaösemi „óbeinna reykinga” fólks Ýmsir aðilar leggja áherzlu á rétt þeirra sem reykja ekki „Virðió rétt þeirra, sem reykja ekki“ er meginboðskapur upp- lýsingaherferðar, sem Samstarfs- nefnd um reykingavarnir gengst fyrir þessa dagana. Nefndin ,hefur haft samvinnu um fram- kvæmd þessa verkefnis við ýmis félög og samtök. sem láta sig þessi mál nokkru skipta og hafa mörg þeirra vakið athygli á einstökum þáttum óbeinna reykinga í til- kynningum í útvarpinu nú i vik- unni. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að tóbaksreykur er ekki aðeins skað- legur þeim, sem reykja, heldur valda ýmis þeirra efna, sem i reyknum eru, fólki, sem er í ná- vist reykingamanna, óþægindum og jafnvel heilsutjóni. Alvar- legast er þetta gagnvart sjúkling- um, er haldnir eru ofnæmi fyrir ýmsum þessara efna eða hafa þjáðst af hjarta- eða lungnasjúk- dómum. Þá hefur verið sannað, að slíkar óbeinar reykingar eru skað- legar heilsu barna. Samstarfsnefndin vekur nú sérstaka athygli á rétti þeirra sem reykja ekki til þess að fá að anda að sér hreinu lofti, sem laust er við þau skaðlegu og ertandi efni, sem eru i tóbaksreyk. Eru reyk- ingamepn hvattir til að sýna til- litssemi gagnvart fólki, sem ekki reykir, og minntir á að reykja allra sízt í návist barna. Þeir aðilar, sem standa að þess- ari fræðslu um óbeinar reykingar, eru auk Samstarfsnefndar um reykingavarnir Læknafélag Islands, Krabbameinsfélögin, Hjartavernd, Barnaverndarráð, Landssamband íslenzkra barna- verndarfélaga, Samtök astma- og ofnæmissjúklinga og Bandalag ís- lenzkra leigubifreiðastjóra. Auk þess sem ýmsar upp-> Fjöldi barna og unglinga úr skólum í Reykjavík og nágrannabæjunum vinnur nú að því að dreifa veggspjöldum um rétt þeirra, sem reykja ekki, til fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Jóh. Long. lýsingar og hvatningarorð hafa birzt í fjölmiðlum hafa börn úr skólum í Reykjavík og nágrenni dreift veggspjöldum með hvatn- ingu til reykingamanna um að virða rétt þeirra, sem reykja ekki. Hafa þau verið hengd upp í fjöl- mörgum fyrirtækjum og stofnun- um síðustu daga og verður þvi haldið áfram. Aldnirhafa orðið: 6. BINDIKOMIÐ ÚT Ut er komið 6. bindi bóka- sonar, Snæbjargar Aðalmunda- flokksins Aldnir hafa orðið sem dóttur, Stefáns Jasonarsonar, Skjaldborg gefur út. Eins og fyrr Þorleifs Ágústssonar og Þorkels er það Erlingur Daviðsson sem Björnssonar. Myndir eru af öllu skráð hefur sögur þeirra Guð- þessu fólki í bókinni. Hún er 271 laugar Narfadóttur, Guðna bls. og kostar 4200 kr. með sölu- Þórðarsonar, Hólmsteins Helga- skatti. - DS Ný — vönduð — falleg Leðurstígvél Svartleöur Verðkr. 11.550.- Sumarauki — Ijóð eftir Braga Sigurjónsson Skjaldborg hefur gefið út ljóða- Auk þess hafa komið út eftir bók eftir Braga Sigurjónsson., hann sögur og þýðingar á ljóðum., Nefnist hún Sumarauki og er 96 Bókin kostar 2400 krónur í búð. síður. Þetta er 7. ljóðabók Braga. - DS VOLVO 244 FRA KR. 2.894.000 í dag auglýsa flest bifreiðaumboð öryggi,.þægindi og aksturseiginleika bifreiða sinna' Þannig hefur Volvo auglýst undanfarin tiu ár, enda verið í fararbroddi hvað snertir öryggi ökumanns og farþega. Nú aftur á móti, auglýsir Volvo mun betra verð en áður. Sé gerður samanburður á Volvo og kepþinautunum, kemur í Ijós að Volvo býður hagstætt verð, góða varahluta- og viðhaldsþjónustu um allt land, mjög hátt endursöluverð, og Volvo öryggi íkaupbæti. •miöaö viö gengi Skr. 1/12 '77 VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Sími 35200

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.