Dagblaðið - 05.12.1977, Síða 12

Dagblaðið - 05.12.1977, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5. DESEMBER 1977. i, BIABIB þi, áháð dagblað Lltgefandi Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jonas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannos Reykdal. Iþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson. Bragi SigurÖsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pólsdóttir, Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 80 kr- eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerð: Hilmir hf. Síöumúla 12. Þrentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Neitið úrslitakostum Stéttarsamband bænda hefur sett ríkisstjórn og skattgreið- endum úrslitakosti. Annaðhvort verði söluskattur á kjötvörum afnuminn, ellegar muni sam- bandið ekki hafa afskipti af fjár- hagserfiðleikum bænda, sem fyrirsjáanlegir eru vegna gífurlegrar offram- leiðslu á ofsadýrum og óseljanlegum afurðum. Láti ríkisstjórnin kúgast fyrir hönd skatt- greiðenda, kostar það 1520 milljón króna tekjurýrnun á ári, sem bæta verður upp með skattlagningu á landslýð. Er þá líklegt, að ríkis- stjórninni detti bensínið í hug eins og stundum áður. Sumir bændur virðast vera forviða á þessari þróun. Hermann Guðmundsson á Blesastöðum varpaði fram þeirri spurningu á bændafundi í Grímsnesi um daginn, hvað hefði eiginlega gerzt, því að á síðasta ári hefðu bændur verið hvattir til að auka framleiðslu sína. Hvorki ríkið né skattgreiðendur bera ábyrgð á því, þótt ráðamenn Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags Islands hafi reynt að blekkja bændur í fyrra. Þessar tvær stofnanir gæta í raun hagsmuna vinnslustöðva og sölu- félaga, sem þurfa sem mesta veltu og líta á bændur sem þræla sína. Öll landbúnaðarstefnan byggist á því, að umsvif vinnslustöðva og sölufélaga í land- búnaði séu sem mest. Þar renna í gegn allir milljarðarnir, sem ríkisvaldið heldur, að það sé að borga bændum. Þess vegna hefur árum saman verið rekin stefna gegndarlausrar út- þenslu í landbúnaði. Skynsamir menn hafa árum saman bent á, að þetta væri orðin hringavitleysa og að stefna þyrfti að samdrætti í landbúnaði. Þessar aðvaranir hafa heyrzt, því að hinir skynsömu hafa verið skammaðir og svívirtir eftir megni. Nú er komið í ljós, að þeir höfðu rétt fyrir sér. Á fundinum í Grímsnesi, sem áður er nefndur, viðurkenndi Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, að verð landbúnaðarvara væri um tíu sinnum hærra hér en víða í Evrópu. Er það nokkru hærra hlutfall en svokallaðir óvinir bænda hafa áður verið sagðir Ijúga. Einnig viðturkenndi Gunnar, að smjörbirgðir í landinu yrðu 1800 tonn í árslok. Hér í Dagblaðinu hafa hvað eftir annað verið settar fram ýtarlegar tillögur um, hvernig draga megi saman seglin í landbúnaði án þess að skerða tekjur bænda. Eftir þessu var ekki farið, svo að nú standa bændur andspænis óumflýjanlegri tekjuskerðingu. Óvinir bænda eru nefnilega mennirnir, sem hvöttu þá til framleiðsluaukningar, þvert ofan í heilbrigða skynsemi og eingöngu til að þjóna hagsmunum vinnslustöðva og sölufélaga. Þetta eru ráðamenn Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags íslands. Svo koma þessir óvinir bænda núna og heimta, að ríkið og skattgreiðendur borgi vit- firringuna. Ef þeim tekst að fá því framgengt, verður skattgreiðendum og neytendum ljóst, að ríkisstjórnin er andvíg hagsmunum skatt- greiðenda og neytenda. Auðvitað á ríkisstjórnin að harðneita úrslita- kostum Stéttarsambandsins. Keisarinn í Mið-Af ríkulýðveldinu: Tekur Napóleon mikla sér til fyrir- myndar Jean Bedel Bokassa hefur nú sjálfur krýnt sig til keisara í Mið-Afríkulýðveldinu, að dæmi þess manns, sem hann dáir mest, Napóleons mikla. Bok- assa hefur nú síðustu árin safnað á sig æ meira skrauti, að dæmi Amíns í Uganda. Boðungurinn á jakka hans er alþakinn alls konar heiðurs- merkjum, sem eiga að vera merki um hetjuskap hans og hreysti. Bokassa nú krýndur keisari Mið-Afríkulýðveldisins, sagði við krýningu í gær, að það væri þjóðin öll sem rétti honum kórónuna til að setja á höfuð sér. K0MST TIL VALDA í BYLTINGU ÁRIÐ 1966 Keisarinn var eitt sinn lautinant í franska hernum. Hann komst til valda í Mið- Afríkulýðveldinu í byltingu, sem var gerð árið 1966. Með árunum hefur heiðurs- merkjunum í jakkabarmi byltingarmannsins sífellt fjölg- að. Nú er svo komið að Bokassa á í fullu tré við kollega sinn í Uganda, Idi Amin, hvað varðar heiðursmerkjasafn handa sjálfum sér. Hann hefur nú tekið upp á því, þar sem fleiri heiðursmerki komast ekki 1 jakkaboðunginn hans, að krýna sig til keisara. EINLÆGUR AÐDÁANDI NAPÓLE0NS Nokkrum dögum fyrir krýninguna lýsti Bokassa þvi yfir, að hann væri mjög mikill Keisarinn hleður á sig alls konar orðum og hefur hann nú komizt svo langt, að hann er talinn vera á góðri leið með að skáka Amín (Jgandaforseta. Skynsemin sigraði stórt Island hlaut 7254 atkvæði en Morgunblaðið 1510 Það ku hvorki þykja hæ- verska né háttvísi að brosa breitt þótt sigur vinnist öðru hverju í lífsbaráttunni. Til þess er of skammt á milli gleði og sorgar. Gleðitár eins eru oft sölt í annars sár. Ahugamenn um nýjar leiðir innan Sjálfstæðisflokksins beittu sér fyrir þremur spurn- ingum og studdu þá fjórðu í skoðanakönnun samfara próf- kjöri í Reykjavík. Spurningarnar fjórar hlutu af gerandi jákvæðan dóm kjós- enda. Flutningsmenn leyfðu sér því að líta aðeins upp frá brauðstritinu og brosa út i ann- að. En brosin stirðnuðu fljótt á vörum. TRÚB0D REKIÐ MEÐ HANDAFLI Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík er í raun réttri bylt- ing. Það er á þennan hátt sem íslenzk borgarastétt byltir fargi dáðlausrar forystu. Hún bítur ekki grenjandi í skjaldar- rendur né æðir hamslaus um stræti. Þögull dómur atkvæða- magns afþakkar hins vegar áframhaldandi forsjá núver- andi forystu Sjálfstæðisflokks- ins í varnarmálum. Sami dómur heimtar frjálst útvarp og áfeng- an bjór. Överjandi ríkiskaup á brunarústum eru fordæmd. Rík ábyrgðartilfinning og flokksvitund speglast í því að formaður flokksins er ekki strikaður út af prófkjörslistum. Andúð Reykvíkinga er málefnaleg en beinist ekki að einstaklingum. Samt sem áður er það alvar- legt hættumerki flokksstefnu þegar fjórðungur kjósenda sér ekki ástæðu til að setja for- mann í eitt þeirra tólf sæta sem til boða stóðu í prófkjöri. Slíkt mat er raunhæfara á stöðu frambjóðenda en þau 400 at- kvæði er skildu að fyrsta mann og annan. Eigendur Sjálfstæðisflokks- ins ættu að fgrunda vel þá stað- reynd áður en þeir freista þess að troða minnihlutasjónarmið- um sínum ofan í reykvíska borgarastétt með handafli. Slík eru vinnubrögð Mólúkka. SKODANAKÖNNUN í HERS HÖNDUM Framkvæmd þessarar frægu skoðanakönnunar var fyrir neðan allar hellur. Könnunin var greinilega í óþökk þeirrar fámennu valdaklíku sem hefur steinbítstak á Sjálfstæðis- flokknum og formanni hans. Það er fyrst og fremst að þakka nokkrum raunveruleg- um lýðræðissinnum í fulltrúa- ráði að könnunin hlaut ekki náðarstungu í sláturhúsinu við Bolholt. Dagskipun flokkseigenda hljóðaði upp á skilyrðislausa þögn. Skoðanakönnunin var þvi hvorki nefnd í auelvsineum vegna prófkjörsins né f gamla þreytta Morgunblaðinu. Þess- um þætti tjáningarfrelsis skyldi mismunað af öllu afli blaðsins og síðdegisútgáfan gelti kát á eftir. Þegar þetta er ritað hafa rúmlega 1500 dálksentímetrar birzt í Morgunblaðinu á fáum dögum til höfuðs skoðun- um mikils meirihluta sjálf- stæðismanna i Reykjavfk. Sam- kvæmt gjaldskrá auglýsinga- deildar kostar þessi nýja Jórsalaferð blaðið um eina og hálfa milljón króna sem komið er. Ríkisstyrkur Morgun- blaðsins endist því aðeins f nokkra vikna úthald krossfar- anna. Ljós er því nauðsyn flokkseigenda á fjármagns- endurnýjun í formi einhverra Vfðishúsakaupa. En skyldu hluthafar f Ar- vakri hf. vera á eitt sáttir við þessa nýjustu herferð blað- stjórnar Morgunblaðsins gegn lesendum sínum? MESTA MEIN ALDARINNAR Morgunblaðið er I raun réttri höfuðmeinsemd Sjálfstæðis- flokksins f dag. Stjórnendur blaðsins lifa enn á tfmum bóka- brenna og galdraofsókna. Heimsmynd þeirra er kyrr- staða, flót jörð og stjörnur málaðar á himinhvolfið. Þeir trúa þvf enn að þögn þeirra þýði sjálfkrafa dauða

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.