Dagblaðið - 05.12.1977, Blaðsíða 36
Bóndinn kom sjálfur
i veg fyrir bæjarbruna
— en brenndist illa og var f luttur á Landakot
Um áttalcytið á sunnudags-
morguninn kviknaði í kyndi-
klcfa á bænum Hólmanesi i
Gaulverjabæjarhreppi. Bónd-
inn þar, Guðmundur Sigurðs-
son, réð sjálfur niðurlögum
eldsins, en brenndist illa við
það og var fluttur á Landakots-
spitala.
Að sögn lögreglunnar á
Selfossi sýndi Guðmundur
þarna mikið snarræði, því óvíst
er hvernig hefði farið ef beðið
hefði verið eftir slökkviliði frá
Selfossi, enda er bærinn i
rúmlega 30 km fjarlægð þaðan.
Töluverðar skemmdir urðu á
kyndiklefanum en íbúðarhúsið
skemmdist ekki að öðru leyti.
HP
Mosfellingar
vígja nýtt
íþróttahús
Mosfellingar tóku nýtt íþrótta-
hús að Varmá í notkun við hátíð-
lega athöfn í gær. Var öllum
hreppsbúum boðið til vígslu-
hátíðarinnar auk margra annarra
góðra gesta.
Ahorfendasvæði hússins tekur
um 800 manns í stæði. Salurinn,
sem er fullbúinn, er 24x45 metr-
ar að flatarmáli, en búningsher-
bergi eru í kjallara sundlaugar-
innar ög er innangengt þar á
milli. Næsti áfangi hússins verður
reistur strax og ástæður leyfa, en
það verða hliðarsalir og búnings-
klefar.
Við vigsluathöfnina í gær komu
fram 300—400 börn og unglingar
úr skólum hreppsins og sýndu
fánahyllingu og nokkra íþrótta-
leiki.
Húsinu hafa borizt margar
góðar gjafir. en einna vænzt
hefur Mosfellingum þótt um tvær
höggmyndir, sem ekkja
Guðmundar heitins Einarssonar
frá Miðdal gaf húsinu. Þessar
tvær höggmyndir hlutu fyrstu
verðlaun á Ölympíuleikunum í
Helsinki 1952.
Vígslusamkomunni stjórnaði
Jón Baldvinsson sveitarstjóri.
-OV
a liði um völl hins nýja íþróttahúss að Varmá við vígsluathöfnina í gær.
Bíllinn dældaður en stúlkan óbrotin
Ellefu ára gömul telpa varð
fyrir bifreið er hún ætlaði að
skjótast suður yfir Suðurlands-
brautina frá Laugardalshöllinni í
gær. Skyggni var slæmt og
aðstæður erfiðar til aksturs og
útiveru. Stúikan hlaut mikið högg
og var bíllinn dældaður eftir og
ljósker brotið. Samt slapp stúlkan
vel frá slysinu, er óbrotin en
marin og skrámuð.
Þrír aðrir árekstrar urðu í
Reykjavík í gær og í öllum til-
vikum óku hinir seku burt af slys-
stað. I einu tilfellanna var ekið
utan í tvo kyfrstæða bíla og kerru
í öðru tilfelli. Unnið er að
rannsókn þeirra mála. — DB-
mynd Sv.Þ.
ASt.
„Hverskonarárásum á kjör
verkafólks svarað strax
með öllum tiltækum ráðum"
8. þing Verkamannasambandsins lauk í gær:
— Alþýðuf lokksmenn styrktu stöðu sína í stjórn
„Verðbólga stafar ekki af of
háum launum verkafólks.
Þegar farið er að tala um nauð-
syn þess að leysa efnahags-
vanda ríkisstjórnar á hverjum
tfma og gera ráðstafanir í sam-
bandi við hann, þýðir það
venjulega árás á kjör verka-
fólks í þessu landi,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson.
formaður Verkamannasam-
bands íslands í viðtali við Dag-
blaðið.
,,Á þessu áttunda þingi
Verkamannasambandsins kom
i'ram fullkominn einhugur um
að mæta hverri árás á þær
kjarabætur, sem náðust
með samningunum síðastliðið
sumar með öllum þeim ráðum,
sem verkafólki eru tiltæk,"
sagði Guðmundur J.
Guðmundur sagði að ekki
skipti máli hvernig reynt væri
að dulbúa skerðingu á kjörum
verkafólks. Með því yrði vel
fvlgzt. Kvað hann verkafólk
telja fulla ástæðu til allrar að-
gátar á gerðum stjórnvalda í
þessu tillití.
„Það er sama, hvort reynt er
að skerða kjör verkafólks með
skerðingu á vísitöiu, með
gengissigi eða á einhvern ann-
an hátt. Öllum slíkum
aðgerðum, sem fela í sér aðför
að verkafólki, verður umsvifa-
laust svarað á viðeigandi hátt,“
sagði Guðmundur.
Hann kvað þing Verka-
mannasambandsins hafa fjallað
um ýmis hagsmuna- og félags-
mál. Meðal annars kvað hann
mjög frjóar umræður hafa
orðið á þinginu um virkara
félagsstarf innbyrðis í laun-
þegasamtökunum. Forystu-
menn verkalýðsfélaganna í
Guðmundur J.: „Öllum tilraun-
um til kjaraskerðingar um-
svifalaust svarað á viðeigandi
hátt.“
hinum 46 aðildarfélögum með
um 20 þúsund meðlimi hefðu
verið varaðir við þeirri hættu
sem stafað gæti af stöðnun
félagslegrar endurnýjunar í
samræmi við kröfur hvers tlma.
Guðmundur kvað engan
hafinn yfir gagnrýni í samtök-
um sem Verkamannasamband-
inu. Nauðsyn bæri til að menn
héldu vöku sinni á uggvænleg-
um tímum. Meðal þess, sem
bryddað var upp á, voru hug-
myndir um umræðufundi á
hinum ýmsu vinnustöðum.
Hefðbundnir félagsfundir einir
væru ekki lengur samkvæmt
kröfum tímans. Með starfs-
manna- og félagafundum á
vinnustöðunum væri hægt að
gera félagsmenn virkari og
skapa nánara samband milli
kjörinna forystumanna og
sjónarmiða sem félagsmenn
vildu koma fram með utan
félagsfundanna.
Guðmundur ,1. Guðmundsson
kvaðst naumast muna opnari og
ánægjulegri umræðu á þingi
Verkamannasambandsins en
því, sem lauk í gær eftir þriggja
daga þinghald.
„Órofa einhugur er ríkjandi
meðal verkafólks um að standa
vörð um rétt sinn og kjör. Við
ætlumst til þess að þeir sem
gera sér einhverjar minnstu
hugmyndir um annað, og þeir
herrar sem reyna að hrófla til
óþurftar við kjörum verka-
fólksins í landinu, skilji þetta,"
sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson.
NOKKRAR ÝFINGAR
í STJÓRNARKJÖRI
Nokkrar ýfingar urðu í
stjórnarkjöri, þótt yfirleitt væri
samkomulag. „Órólega deildin"
svoncfnda, hinir róttækustu,
gerðu nokkra hríð að meirihlut-
anum en náðu ekki árangri í
kosningum. Fjölgað var í sam-
bandsstjórn í 19, og Alþýðu-
flokksmenn styrktu þar stöðu.
sína. Kunnugir segja að nú séu
10 „kratar og 9 alþýðubanda-
lagsmenn í stjórninni. 1 kosn-
ingu í framkvæmdastjórn féll
alþýðubandalagsmaður úr
Dagsbrún- fyrir alþýðuflokks-
manni sem hafði stuðning ým-
issa alþýðubandalagsmanna.
- BS/HH
frjálst, óháð dngblað
MANUÐAGUR 5. DES, 1977.
Herjólfur
komst ekki
inní
Þorlákshöfn
—komtilReykja-
víkurínótt
Vestmannaeyjaferjan Herj-
álfur komst ekki inn til Þor-
lákshafnar í gær vegna veðurs
og því var snúið til Reykjavikur.
Fréttaritari DB í Vestmanna-
eyjum, Ragnar Sigurjónsson, var
með Herjólfi í þessari ferð og
sagði hann að sjólag hefði verið
slæmt hjá Þorlákshöfn og hefði
skipið oltið nokkuð mikið er það
sneri frá en hefði aftur á móti
verið gott á lensinu til Reykja-
víkur.
Skipið kom til Reykjavikur
skömmu eftir miðnætti í nótt en
það átti að vera í Þorlákshöfn kl,
5.30 í gær. Nokkuð bar á sjóveiki
meðal farþega sem voru margir,
u.þ.b. 150. Allir klefar-voru fullir
og fólk kom sér fyrir í báðum
sölum. Mikið var af bílum um
borð en hægt var að nota flot-
bryggju Akraborgar, þannig að
hægt var að ná bílunum úr
skipinu. Rúta flutti síðan þá far-
þega sem ætluðu til Þorláks-
hafnar strax frá skipshlið.
Herjólfur fór sfðan aftur frá
Reykjavík kl. 4 í nótt.
JH
Talsverð
hækkun á
land-
búnaðar-
vörum
Búizt er við, að yfirnefnd
úrskurði um verðhækkun á land-
búnaðarvörum í dag eða á
morgun, að sögn Gunnars
Guðbjartssonar, formanns
Stéttarsambands bænda, i
morgun.
Gunnar sagði, að óvíst væri, hve
mikil verðhækkunin yrði. Talað
væri um að bæta bændum drátt
sem orðið hefði á hækkun, ef til
vill um 7 prósent, sem hefði átt að
verða 1. september. Yrði þá lagt
ofan á hana álag til að bæta upp
tafirnar. Auk þess kaemi til verð-
hækkun vegna kauphækkunar 1.
desember og annarra hækkana
síðustu mánuði.
Samkomulag náðist ekki um
hækkunina í verðlagsnefnd lantf-
búnaðarafurða og fór málið því til
yfirnefndar.
Ljóst er að búvöruhækkunin
verður talsvert mikil.
HH
47 þús. krónum
stolið í Klúbbnum
Peningaleysi knúði einhvern til
athafna í Klúbbnum i gærkvöldi
og réðst hann ekki til atlögu þar
sem garðurinn var lægstur. Ur
einum peningakassa hússins
hurfu 47 þúsund krónur.
Ekki hafðist uppi á þjófnum
þarna strax um kvöldið. en rann-
sóknarlögreglumenn hafa málið
til rannsóknar.
- ASt.