Dagblaðið - 19.12.1977, Page 8

Dagblaðið - 19.12.1977, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 19. DESEMBER 1977. GOÐ GJÖf SAMEINAR NYTSEMI OG FEGURÐ . Hinir heimsþekktu hönnuðir hjá Iittala eru sífellt að*endur- nýja úrvalið af Iittala glösum, diskum, könnum, karöfflum, bökkum, vösum, og stjökum. Nýjar vörur frá Iittala eru ávallt augnayndi. Komið, skoðið, veljið vörur frá Iittala. Úrvalið hefur sjaldan verið fallegra. HÚSGfiGnfiVERSLUn KRISTJflnS SIGGEIRSSOnfiR HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK. SÍMI 25870 Unnu mink við Tjörnina Oddur Örvar Magnússon og Arnþór Bjarnason unnu á mink við Tjörnina i Reykjavík á laugar- dagsmorguninn — nánar tiltekið við svonefnda Þorfinnstjörn, þá syðstu Hafa þeir þá unnið 155 minka á árinu, því annan mink unnu þeir suður við Straumsvík um hádegi á laugardaginn. Þeir Oddur örvar og Arnþór eru þaulreyndir veiðimenn og njóta dyggrar aðstoðar hundanna sinna fimm, sem þeir geyma að jafnaði á hundabúinu í Þor- móðsdal. Hundarnir eltust talsvert við minkinn í tjörninni áður en þeir náðu honum og drápu — og tvisv- ar beittu veiðimennirnir bensín- eldi á minkinn til að fæla hann undan bakkanum. -ÖV. Oddur Örvar og Arnþór með veiði sína og hundána góðu. DB-mynd: Hörður. Nýjung í verzlunarmáta Reykjavíkur: VERKALÝÐSFÉLAG MEÐ VERZLUN — Handprjónasambandið lætur ekki deigan síga Aðstandendur Handprjónasambandsins i hinni nýju verzlun. DB-mynd Bjarnieifur. Það er skammt stórra högga á milli hjá hinu nýstofnaða verka- lýðsfélagi handprjónafólks. Nú er félagið búið að opna verzlun með vörur sinar og hyggst fara að skipta beint jafnt við innlenda aðila sem erlenda. Verzlunin var opnuð á laugardagsmorguninn að Skólavörðustíg 19, og eru þar til sölu hinar margvíslegustu vörur úr lopa og íslenzku bandi. Ekki er bara um hinar góðu og klassísku prjónapeysur að ræða heldur eru líka á ferðinni nýjungar sem félagarnir hafa unnið sjálfir sér- staklega fyrir hina nýju verzlun. Má þar til dæmis nefna mörg spáný peysumynstur, sem aldrei hafa sézt fyrr. Mörg þeirra hefur Steingerður Hólmgeirsdóttir hannað og prjónað. Vörurnar í búðinni hafa ekki ennþá verið greiddar því prjóna- fólkið hefur lánað þær svona til að byrja með. Sýnir það betur en mörg orð hversu mikill samhugur ríkir í samtökunum og mikil von um að þetta eigi allt eftir að tak- ast. að fara að greiða fyrir láns- vörurnar. Ætlunin er að prjónafólkið reyni til að byrja með að starfa eftir mætti sjálft i nýju búðinni, en þó gæti farið svo ef viðskiptin eru mikil að ráða verði fólk utan að. Eiginlega er ekki hægt að stilla sig um að óska prjónasamtökun- um alls góðs því prjónafólkið hef- ur verið alveg nógu lengi kúgað og fengið skít og ekki neitt, fyrir vinnu sína og vanþakklæti ofan á, þó að varan sem það skapar geri líklega eins mikið og fiskurinn til þess að halda nafni íslands á iofti meðal þjóða. -DS. Bridgestone sýniráhuga á hjólbörðum Einars ' ,7*»* OUllllllUg- ar við Alafoss, Rammagerðina, Hildu og þau fyrirtæki önnur sem hingað til hafa keypt vörur úr lopa um hærra verð. Með hinni nýju verzlun á alls ekki að hætta þessum samningaumleitunum, heldur að reyna að gera líka eitt- hvað annað og nýtt. Með því að koma upp eigin verzlun fá prjónararnir allan ágóðann af henni en þeir sem eru í félagi handprjónara eiga verzlunina saman. Þegar eru nokkur erlend fyrir- tæki búin að falast eftir viðskipt- um við Handprjónasambandið og hafa þau viljað kaupa vörur af því beint. Nú er verið að íhuga þau mál því þetta tekur allt sinn tíma. Strax og gengið hefur verið frá ð t fyrstu slíkri pöntuninni er hægt anagestone njoibarðaverk- smiðjurnar heimsfrægu hafa nú sýnt nagla-hjólbarða-hugmynd Einars Einarssonar áhuga. Fékk Einar nú á dögunum bréf frá for- stjóra Dusseldorf-deildar Bridge- stone verksmiðjanna, þar sem hann lýsir þessum áhuga á hinni athyglisverðu uppfinningu Ein- ars. Telur forstjórinn í bréfi sínu að hugmynd Einars henti ekki núverandi .gerð Bridgestone hjól- barðanna sem í framleiðslu séu, en varðandi hugsanlegar breytingar I framtíðinni sé hug- myndin mjög athyglisverð. Biður forstjórinn Einar að senda sér kvikmynd er lýsi nýjn hugmyndinni svo athuga megi málið gaumgæfilega. Einar Einarsson hefur ákveðið að taka þessu tilboði. ■—ASfc-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.