Dagblaðið - 21.12.1977, Síða 1

Dagblaðið - 21.12.1977, Síða 1
Landssamband bakara leysirvandann: Flutti inn tvö tonn af eggjamassa V „Við fengum leyfi fyrir inn- flutningi á um tveimur tonnum af eggjamassa núna fyrir jólin,“ sagði Jón Viglundsson bakarameistari í viðtali við Dagblaðið, en landssamband bakara réðst í það að fá flutt inn egg í einhverri myndvegna hins mikla eggjaskorts sem hrjáð hefur starfsemi þeirra að undanförnu. „Leyfið er háð samþykki yfirdýralæknis og það var eingöngu vegna hins mikla skorts á eggjum, sem við fengum að flytja þetta inn.“ ' Eggjamassi þessi er eingöngu ætlaður til framleiðslu og er fluttur inn frá Hollandi. Það er j. ...... því ekki hægt að selja hann i venjulegum verzlunum, enda þarf hann sérstaka meðferð fyrir notkun, en gæðin eru hin sömu. „Við erum ekki búnir að reikna út heildarkostnað á hvert kíló, en alla vega get ég sagt að þetta er miklu ódýrara fyrirkomulag þegar allt er talið flutningskostnaður og ali saman,“ sagði Jón ennfremur.HL Gagnkvæmur skilningur: „tg býð þér upp í dans” — í þorsk- veiðibanninu Nú er í gildi bann við þorsk- veiðum á miðunum umhverfis landið og stendur það til loka þessa mánaðar. Má hluti þorsks ekki fara fram úr 10% af afla hvers togara, en samkvæmt við- tali við Jón Arnalds, ráðuneytis- stjóra hjá sjávarútvegsráðu- neytinu, hafa nokkrir togarar þegar „tekið út fríið“ og geta því veitt þorsk á þessu tímabili. Harry Lieberman, ljósmyndari á Grundarfirði tók þessa skemmtilegu mynd fyrir nokkrum dögum. Að vísu er dans- félagi sjómannsins af löngukyni, en allt um það, það mun ríkja gagnkvæmur skilningur milli sjó- manna og fiskanna í sjónum yfir hátíðarnar. HP Bílainnflutningsmálið: Opinber starfs- maður í varðhald Opinber starfsmaður í nágrannabæ Reykjavíkur var í gær úrskurðaður í allt að 29 daga varðhald vegna rann- sóknar á bilainnflutningsmál- inu, sem frá hefur verið greint í DB. Er talið að maður þessi búi yfir vitneskju um skráningu einhverra þeirra bifreiða sem fluttar hafa verið til landsins á fölskum innflutningsskjölum. Áður hafði milligöngumaður um þessi viðskipti verið úr- skurðaður í allt að 50 daga gæzluvarðhald, sem hann er ennþá í. Eins og DB hefur skýrt frá, tekur rannsókn þessa máls til innflutnings nokkurra tuga bifreiða af dýrari gerðum frá Þýzkalandi. Auk þess sem Bifreiðaeftirlit rikisins hefur veitt aðstoð við að kanna raun- verulegar árgerðir hinna inn- fluttu bifreiða, vinna nú að rannsókn málsins þrir rann- sóknarlögreglumenn undir stjórn rannsóknardómarans I málin, Erlu Jónsdóttur. Þykir víst að röng inn- flutningsskjöl hafi tilgreint eldri árgerðir en hinar raun- verulegu. Þannig hafi tekizt að skjóta sér undan lögmæltum innflutningsgjöldum af þeirri hátollavöru sem bifreiðar eru. Með því að bera saman seríu- númer á plötu á vatnskassa og tölu sem er höggvin í grind bifreiðarinnar, og síðan þessi númer við þau sem upp eru gefin á innflutningsskjölum, er auðvelt að sannreyna rétta árgerð á t.d. Mercedes-Benz bifreiðum. Hægt er að losa áðurnefnda plötu og setja plötu af eldri árgerð í staðinn og tilgreina númerið á henni í meðfylgjandi skjölum við innflutning tiltek- innar bifreiðar. Sé grindarnúm- erið ekki skoðað líka er þannig hægt að villa um fyrir toll- afgreiðslumönnum. Nú er m.a. rannsakað hvort reynt hefur verið að „yngja upp“ hinar innfluttu bifreiðar með skráningu hjá bifreiða- eftirlitinu síðar. Hafi það verið gert hefur tekizt að fá fullt verð miðað við rétta árgerð við endursölu á innanlands- markaði hér. ov íslenzk jólaplata MUNIÐ JÓLA- í efsta sæti hjá BOGGA Útvarp Mallorka — finnið hann íblaðinu — bls. 7 og klippið út Geirásérfáa líkaíhandknatt- leik heimsins — sjá íþróttir bls. 16, 17 og 18

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.