Dagblaðið - 21.12.1977, Side 16

Dagblaðið - 21.12.1977, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþról „Getum náð með þessu „Við getum náð langt með þessu liði,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, Lugi, eftir landsleik- inn í gærkvöld en hann lék þá sinn fyrsta landsleik hér heima síðan í desember 1975 — og var einn albezti maður isl. liðsins. „Okkur tókst mjög að trufla allar keyrslur ungverska liðsins með því að koma mjög langt út á móti ungversku leikmönnunum í vörninni. Kannski hefðum við átt að hafa sóknarlotur okkar lengri en gott var hve við skoruðum mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Það var gaman að þessum leik og ég er ánægður," sagði Jón enn- fremur. „Það er tvennt ólíkt að leika í landsliði í handknattleik eða knattspyrnu,** sagði Janus Guð- laugsson, sem lék sinn fyrsta landsleik í gær. Hann er fasta- maður i ísl. landsliðinu í knatt- spyrnu. „Sennilega þarf ég að gera upp hug minn í sambandi við þessar íþróttagreinar. Það er erfitt að vera í hvoru tveggja þó maður lifi fyrir þetta. Kannski geri ég það síðar í vetur og ætli knattspyrnan verði ekki ofan á.“ „Það tekur tíma að samlagast liðinu og það er á 3Ja ár síðan ég hef leikið með ísl. Iandsliðinu,“ sagði Einar Magnússon eftir landsleikinn. „Ungverska liðið er mjög gott og þvi var gott að ná þessum árangri. En það tekur tíma að átta sig — en hvað um það. Eg er eftir atvikum ánægður með leikinn,“ sagði Einar en hann leikur sem kunnugt er með þýzka liðinu Hannover. Með Polaroid faidþid glæsilegar litmyndir STRAX POLAROID MYNDAVÉLIN ER ÓMISSANDI HVERRI BARNAFJÖLSKYLDU OG TILVALIÐ „LEIKFANG" FYRIR ELDRI OG YNGRI. Verö frá kr. 8.660.- Utsölustaöir: Reykjavík: Ama- tör Laugav. 55, Ástþór Hafnar- str., Filmur og vélar Skóla- vöröust. 41. Fókus Lsskjarg. 6b, Ljósmyndaþj. Mats Laugav. 178, Glœsibœr, Austurver. Hafnarfj.: Prísma, Reykjavík- urv. Akranes: Andrós Níelsson. Borgames: Stjarnan. Patreksfj.: Laufey. Tálknafj.: ól. Magnús- son. ísafj.: Jónas Tómasson. Blönduós: Kf. Húnvetn. Sauðár- kr.: Kr. Blöndal. Siglufj.: Gestur Fanndal, Aöalbuöin, Rafbœr. Akureyrí: Filmuhúsið. Húsavík: Kf. Þing. Egilsst.: Sigurbj. Brynjólfss. Vík: Kf. Skaftfell- inga. Selfoss: Karí Guðmunds- son. Vestm.eyjar: Miöhús. Keflavík: Stapafell, Víkurbœr. Fyrsta inark leiksins. Geir Hallsteinsson stekkur upp og sendir þrumufleyg í Glæsilegt i'ins og þau átta, sem Geir skoraði í leiknum. „ÞETTA VARI í HEIMSKLA —sagði Birgir Björnsson, eftir jafntef li íslar „Þetta var handknattleikur í heims- klassa — tvö sterk lið. Við getum aðeins betur. Það kemur kannski fram í síðari leiknum, þó ekki sé hægt að segja neitt um slíkt fyrirfram. Við misnotuðum nokkur auðveld tækifæri og því vannst ekki sigur, þrátt fyrir snilldarleik Geirs Hallsteinssonar. Við höfum ekki enn æft það nægilega — eigum ekki enn nógu gott svar við því ef Geir er tekinn úr umferð. Það atriði verður tekið vel fyrir. Ég er mjög ánægður með vörn ísl. liðsins. Einar og Jón Hjaltalín brugðust ekki og við lékum góðan handknattleik. Fyrir ofan meðallag hjá okkur og í síðari leiknum stefnum við að sigri,“ sagði Birgir Björnsson eftir að Island og Ungverja- land höfðu gert jafntefli í æsispenn- andi Iandsleik á fjölum Laugardals- haliarinnar í gær. Það ieit út fyrir ungverskan sigur en islenzka liðið skoraði þrjú síðustu mörk leiksins. Bjarni Guðmundsson jafnaði i 24-24 örfáum sekúndum fyrir leikslok. Lokakaflinn var því slakur hjá Ung- verjum nákvæmlega eins og lokakafl- inn hjá íslenzka liðinu í fyrri hálfleik. Þá missti það niður þriggja marka for- ustu á stuttum tíma. Staðan 12-9 fyrir Island, þegar þrjár mín. voru eftir af hálfleiknum. Grátleg mistök gerðu það að verkum að Ungverjar jöfnuðu í 12- 12, „Ég er mjög ánægður með leikinn og hef aldrei byrjað eins vel í landsleik," sagði Geir Hallsteinsson. Hann skoraði átta mörk í níu tiiraunum — eitt stang- arskot — í fyrri hálfleiknum. Var tek- inn úr umferð í þeim síðari og skoraði þá ekki — en þá opnaðist vörn Ung- verja fyrir aðra leikmenn. Geir átti frábæran leik í gær. Að mínu áliti hefur hann aldrei verið sterkari. Kröft- ugri, ákveðnari og með meiri yfirsýn en nokkru sinni fyrr. Þó margir af- bragðs handknattleiksmenn leiki í ung- verska liðinu fölnuðu þeir í saman- burði við Geir. Já, Geir okkar er snill- ingur, sem á sér fáa líka í handknatt- ieik heimsins. En það verður að finna betra svar en sást í gær við þvi, þegar Geir er tekinn úr umferð. Þá þarf einhver annar að koma til, sem getur stjórnað leik liðsins — og það er ekki vafi að sá leikmaður er til, Páll Björgvinsson. Várnarleikur ísl. liðsins var sterkur með Árna Indriðason sem bezta mann. En flestir aðrir áttu þar einnig góðan leik. Mistök sáust þó — mistök, sem auðvelt er að laga. Markvarzla Gunnars Einarssonar var góð framan af, en siðan datt hann alveg niður. Þar hefði átt að skipta fyrr um markvörð — Gunnari beinlínis gerður óleikur með þessu — en Kristján Sigmundsson stóð í markinu siðustu 10 mín. og varði þá oft vel, þrátt fyrir slæma byrjun. Það skipti sköpum. Jón Hjaltalín Magnússon komst mjög vel frá leiknum. Skoraði þrjú góð mörk og átti þrjár iínusendingar, sem gáfu mörk. Einar Magnússon getur betur en óx, þegar á leikinn leið. Tals- vert taugaspenntur framan af enda erfitt að koma inn í landsleik eftir langa fjarveru. Janus Guðlaugsson var einnig of taugaspenntur í sinum fyrsta landsleik — en þar er gtfurlegt efni á ferðinni. Jón Karlsson, fyrirliði, sýndi og sannaði hve reynslan hefur mikið að segja — og í heild átti Jón mjög ljúfan leik. Og ekki má gleyma Bjarna Guð- mundssyni, sem á svo snilldarlegan hátt skoraði tvö sfðustu mörk leiksins og jafnaði. Leikurinn í heild verður minnis- stæður — einkum vegna stórleiks Geirs og þeirrar staðreyndar, að Ung- verjar komust ekki upp með frægar leikfléttur sínar vegna ákveðni varnar- leikmanna okkar — leikfléttur, sem gerðu það að verkum, að Ungverjar unnu Dani sl. sunnudag með 15 marka mun, 33-18. Það var mikið afrek að hefta Ungverja á þvi sviði. Og spennan var gífurleg allan tímann. Allar jafn- teflistölur sáust upp í 4-4, en síðan náðu Ungverjar tvívegis tveggja marka forustu. ísland jafnaði í 8-8 og Géír

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.