Dagblaðið - 21.12.1977, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 21.12.1977, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977. Fjórði Gibbs-bróðirinn gerir það gott: Þessi mynd var tekin 1968 af þeim brædrum Andy og Barry sem þarna segir iitla bróður til á gítarinn. Andy launar Barry kennsluna með því að kenna Stefáni litla Barry-syni á gítar. Andy hefur mjög gaman af öllum iþróttum, þar á meðal tennis sem hann iðkar af miklum áhuga. Berer hver að baki... Stundum getur lífið verið ótrúlega erfitt þegar maður er ekki nema liálfs annars árs. Einföldustu hlutir, eins og að fá sér vatnssopa, geta verið erfiðir viðfangs eða jafnvel ómögu- legt að framkvæma þá nema með miklu hugviti. Bezta ráðið er auðvitað að fá aðstoð við verkin. Og þegar þú þarft að súpa á vatni í brunni, sem er á hæð við Everest-fjallið, er auðvitað um að gera að príla bara upp á bakið á stóru systur. Walt litli, sem á heima í Flórída, var svo skelfing þyrstur einn daginn og þar sem hann er ennþá ungur að árum sá hann fram á að ekki þýddi að ætla að fara inn á veitingastað til að svala þorstanum. Hann beið því þar til stóra systir kom á vettvang og eftir miklar ráðagerðir var ákveðið að hún legðist á hnén og hann prílaði upp á bakið á henni. Þetta sýnir enn að ber er hver að baki nema sér bróður (eða systur) eigi. Andy með vinsæl- asta lagið 77 Kim Reeder hefur yfirgefið mann sinn með tvíburana. stór. Á þeirri síðarnefndu eru meðal annars lög eftir Andy sjálfan. Andy hefur ekki, frekar en hinir Gibbs-bræðurnir, látið of mikla skólagöngu tefja sig frá tónlistinni. Hann hætti 13 ára gamall í skóla. Foreldrarnir sögðu víst mest lítið því faðir hans var trommuleikari og móðir hans söngvari hér i gamla daga. Andy giftist Kim Reeder og þau settust að á Miami. Kim á von á tviburum en hún hefur þó ekki látið sér það nægja. Hún hefur yfirgefið Andy og setzt að hjá foreldrum sínum aftur. Henni þótti víst sem hún sæi helzt til lítið af eiginmann- inum. Andy viðurkennir að hann sé litið heima en segist hafa svo mikinn áhuga á söngn- um að hann verði að sitja í fyrirrúmi. Hann segist miða tónlist sina fremur við eldra fólk en það allra yngsta. Hann hafi mest gaman af því að sitja með bræðrum sínum yfir te- bolla og sjónvarpstæki í róleg- heitum. Ef til vill nær hann þvi um síðir að verða sá fjórði í Bee Gees. Á þeim tímum sem allir brezkir krakkar hefðu viljað flest til vinna til þess að verða fimmti bítillinn vildi Andy litli Gibb helzt af öllu verða hinn fjórði í The Bee Gees. Bee Gees stendur eins og allir vita fyrir Bræðurna Gibbs en Andy var þeirra yngstur. Andy segist alltaf hafa reiknað með að verða einn af hljómsveitar- mönnunum en hann hafi samt ekki kært sig um frægð sem hann ekki hefði unnið fyrir sjálfur. Nú er Andy oróinn nítján ára og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hann vinni sér ekki frægð. Lag hans, „I just want to be your everything", Ég vil aðeins vera þér allt, hefur verið á meðal tíu vinsælustu laga Bandaríkjanna lengur en nokk- urt annað síðan 1959. Hér á landi gekk þetta lag feikilega mikið og lengi síðasta sumar. Reyndar fékk And.v góða hjálp frá elzta bróður sínum, Barry, við að taka upp lagið. Andy ætlar þó ekki að láta við þetta sitja því væntanleg er frá honum ein lítil plata og önnur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.