Dagblaðið - 21.12.1977, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977.
2'
r
Er Morgun-
blaðið
frjálst?
I.S.I. skrifar:
„Svo vilja ritstjórarnir vera
láta, en þeir leggja sérstakan
skilning í frjálsræóið. Þeir
fylgja ekki yfirlýstri stefnu
Sjálfstæðisflokksins um
eflingu einkaframtaks, um
samdrátt ríkiskerfis og um
gætna fjármálastjórn. Þeir
fylgja ekki einu sinni ráðandi
skoðunum innan flokksins í
stórmálum, eins og þær hafa
komið í ljós við kannanir.
Á hinn bóginn draga þeir
taum ýmissa hópa og embættis-
manna. Ákveðnar klíkur
virðast eiga opinn aðgang að
borðum ritstjórnarinnar.
Þannig gerist það, að sama dag
og Morgunblaðið lýsir sjálf-
stæði sínu í leiðara 14. des.
þrástagast „Staksteinar“ á and-
mælum fjögurra bankastjóra
gegn þingfrumvarpi Eyjólfs
Konráðs Jónssonar og Péturs
Sigurðssonar um sparnað.
Bendir allt til þess, að einhver
úr hópi hinna sömu bankastjóra
hafi beinlínis skrifað suma
leiðara blaðsins síðustu
vikurnar. Þetta er vissulega
ekki „lýðræðislegt" en ef til vill
„eðlilegt" af blaði sem er að
hefja stórbyggingu.
Morgunblaðið reynir
stundum að sýna andlit frjáls-
ræðis með því að birta greinar
sem túlka ekki skoðanir rit-
stjóranna. En þá geta þeir ekki
á sér setið að vega aftan að
höfundunum, eins og t.d.1
sovézka kennaranum Jakobi.
Það var af þessari ástæðu sem
Nóbel-hafinn Halldór Laxness
kallaði Morgunblaðið „hælbít"
hér á árunum."
PALMROTH
Kr. 29.990.-
Hvers vegna
ekki bjór?
JÓLA-
GJÖFIN
HENNAR
Kr. 12.300-
Páll Daníelsson Kópavogi skrif-
ar:
Svo virðist sem bjórfrum-
varp Jóns G. Sólness hafi
sofnað svefni hinna réttlátu á
Alþingi. Blaðaskrif um málið
hafa lognazt út af svo mér
finnst tími til kominn að ræsa
mannskapinn. Mann er farið að
langa í almennilegan bjór.
Klára-pilsner er hálfbragðdauf-
ur til lengdar og hver er mun-
urinn svona lagalega séð?
Mér þykir það hálffurðulegt
að bannað skuli vera með
lögum að brugga og selja bjór,
Bréfritari vill fyrir aila muni
fá áfengan bjór.
sem er yfir 2H%, þegar menn
eru að sullast i eldhúsinu
heima hjá sér við framleiðslu
ksterks öls. Það er bara verri
framleiðsla.
Að vísu eru til margir sem
orðnir eru sérfræðingar í gerð
öls úr efnum sem fást í öllum
matvöruverzlunum. En sá lögur
i liggur bara ekki á lausu svo
maður verður að neita sér um
almennilegan BJOR.
Kjarni málsins er sem sagt
þessi: Allir geta fengið öl ef
þeir vilja. Annaðhvort styrkja
menn pilsner með kláravíni eða
brugga hann sjálfir úr efnum
sem er eins auðvelt að fá og
kartöflur.
Hvers vegna er hann þá
bannaður með lögum? Hvers
vegna mega menn ekki drekka
verksmiðjuframleiðslu?
Ráddir
lesenda
JULLI
— Jæja, nú á ég f jóra töfrastafi — einn fyrir hvern
dag til jóla. Þetta verður spennandi.
— Ég verð nú líklega að reyna, hvort börnin geti
ekki eitthvað notað þá. Hvað er það nú aftur, sem
menn segja? Já.... hokus pokus fiiijokus!
— Hvílíkir galdrar. Galdrastafurin getur galdrað.
Sjáðu, ég er bara horfinn, hrópar Júlli. En hvað
skeður nú, ef ég verð ekki sýnilegur aftur fyrir jól
— það eru bara 3 dagar til jóla.
Hvfj, SEGiFðu,*!
F4/V6&LS/0/
-----------------------
J/Q, FfrÓ
4>/kA SFJÓE/JÍ/V/JÍ
T -9 <325 4