Dagblaðið - 21.12.1977, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977.
■\
\
Jólasveinum
þökkum góð
skemmtun
Fóstrur skrifa bréf til jóla-
sveinanna:
Kæru jólasveinar!
Skemmtunin á Austurvelli
hinn 11. des. sl. var ykkur til
sóma og börnum jafnt sem full-
orðnum til mikillar skemmtun-
ar. Vel var tekið undir sönginn
enda kunnu allir jólavísurnar
sem sungnar voru. Börnin taka
svo sannarlega mark á því
þegar þið segið að þau eigi að
borða hollan og góðan mat.
Þessi stund á Austurvelli var
mikið rædd meðal barnanna á
barnaheimilunum og sérstaka
athygli vakti jólasveinninn sem
svaf í staurnum. Með þakklæti
og ósk um framhald á sömu
braut.
Keildsölubirgðir: V onarlandi
INOVAR HELGASON Símar 8-45-10-845-1 í
„Hirðuleysi og
sóðaskapur
hjá varnar-
liðinu”
1730-6804 hringdi:
Aldrei á ævi minni hef ég séð
jafnmikinn sóðaskap og hirðu-
Hvernig
væri
að kenna
börnum og
unglingum
kurteisi
og fágaða
framkomu
í sjón-
varpinu?
— spy r bréf ritari
Fullorðin kona hringdi:
Hún vildi gjarnan beina
þeirri spurningu til sjónvarps-
ins hvort ekki væri möguleiki á
að taka upp þátt þar sem
börnum og unglingum væri
kennd falleg framkoma.
„Við sjáum bara hvað fólk
tekur mikið mark á þáttum í
sjónvarpinu, eins og reykinga-
þáttunum og megrunarþáttun-'
um sem voru undir stjórn
Sigrúnar Stefánsdóttur frétta-
manns. Hún er svo ágæt og
færist áreiðanlega stjórn slíks
þáttar vel úr hendi.
Við megum ekki gleyma því
að börn og unglingar eru
framtíð þjóðarinnar og mér
finnst alveg sárgrætilegt að
horfa upp á hvernig sum þeirra
haga sér, kunna enga manna-
siði. Auðvitað er það fyrst og
fremst heimilanna að kenna
börnum góða siði en víða virðist
pottur brotinn í því tilliti."
Þetta er þörf ábending hjá
þessari fullorðnu konu og ætti
sjónvarpið að taka þetta til
athugunar.
segir bréf ritari
leysi og hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli. Komnir
eru stórir og miklir rusla-
haugar víða á svæðinu og úr
haugunum fjúka alls kyns blöð
og tímarit og annað rusl.
Ég fór í sérstaka skoðunar-
ferð á völlinn í sumar til þess
að kynna mér þessi mál. Það
vakti athygli mína að stóru og
háu girðingarnar, sem eru utan
um ruslahaugana, þjóna engan
veginn tilgangi sínum. Girðing-
arnar voru meira eða minna
fallnar niður og götóttar.
Ekki er þetta sérlega kræsilegt,
eða hvað finnst ykkur? DB-
mynd Hörður V.
Uufy er vinsælust í dag
Kaupmenn — kaupfélög
Sindy
ermest
selda
dúkkan
ídag
Pantið strax
Fæstíöllum
beztuleik-
fangaverzlunum
landsins
Spurning
dagsins
ERTU BÚINN AÐ KAUPA
ALLAR JÓLAGJAFIRNAR?
Hjalti Júliusson bílstjóri, 18 ára:
Allavega eitthvað af þeim. Eg gef
svona um sjö gjafir. Ætli ég fari
ekki með svona 40 þúsund i jóla-
gjafirnar.
Viktor Jens Vigfússon, 10 ára og
Unnur Guðrún Pálsdóttir, 7 ára,
bæði nemendur í Kársnesskóla:
Já, við vorum að enda við það. Við
keyptum tíu gjafir. Við áttum
fimm þúsund krónur sem við
vorum búin að safna okkur. Við
þurftum ekki að eyða því öllu.
Naniia Hafdís Sighvatsdóttir
nemandi i Garðabæjarskóla, 10
ára: Já. Ég gef fjórar gjafir tiP
systkina minna. Það kostaði eitt-
hvað um þrjú þúsund.
Sigríður Arnþórsdóttir nemandi í
Þinghólsskóla, 15 ára: Nei, ég er
ekki búin að því. Ég ætla bara að
kaupa tvær gjafir. Ég reyni
auðvitað að hafa þær eins ódýrar
og hægt er.
Sveinn Simonarson pipulagninga-
meistari, 29 ára: Það er nú ein-
mitt verið að kaupa þær núna. Við
gefum aðeins innan fjöl-
skyldunnar, við erum fimm í fjöl-
skyldunni. Ætli það fari ekki
svona 15 þúsund í gjafirnar.
Lára Þórisdóttir nemandi í Fella-
skóla, 7 ára: Eg er að kaupa jóla-
gjafirnar. Mamma hjálpar mér.
Ég á svona eitt þúsund krónur og
svo líka fimmtíukall.