Dagblaðið - 21.12.1977, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977.
ö
*
Ekki gilda sömu reglur um f lutning manna
tilogfrá landinu:
„JAÐRAR VIÐ SKERÐINGU
A MANNRETTINDUM”
— segirbréfritari
Jón Þórarinsson hringdi:
Hann sagðist hafa verið
undrandi er hann hlustaði á
sjónvarpsviðtal nýlega (í Kast-
ljósi 16. des.) við þá Björgvin
Guðmundsson og Ölaf Jóhann-
esson viðskiptamálaráðherra
þar sem þeir svöruðu ýmsum
spurningum í sambandi við
Ef íslendingar fl.vtjast af landi brott fá þeir ekki nema litinn hluta af
íslenzkum gjaldmiðli yfirfærðar til alvörugjaldmiðils (erlends). En ef
útlendingur flytur til iandsins er hann skyldugur strangt til tekið, að
yfirfæra allar eignir'sínar í íslenzkan gervigjaidmiðil. Misjafnt
höfumst vér að — eða hvað?
gjaldeyrismál. 1 viðtalinu kom
fram að þegar Islendingar
flytjast búferlum til annarra
landa fá þeir ekki yfirfært
nema lítinn hluta eigna sinna í
erlendan gjaldeyri en ef út-
lendingar flytjast hingað og
setjast hér að verða þeir að
skipta öllum sínum eigum í ís-
lenzkan gjaldmiðil. Þeir falla
þá undir sömu reglur og lög og
Islendingarnir sjálfir, er
óheimilt að eiga eignir erlendis.
Raddir
lesenda
Mér finnst þetta vera skert
mannréttindi, sagði Jón. Ég var
satt að segja alveg undrandi á
að fréttamennirnir skyldu ekki
spyrja þessa vísu menn nánar
út í þetta atriði, því mér fannst
það afar athyglisvert.
„Ráðamenn þjóðarinnar
semja af sér í samningagerð
við útlendinga” — segirbréfritari
Utanríkisráðherrar ísiands og Bretlands eru þarna að skrifa undir fiskveiðisamning. Samdi islenzki
ráðherrann e.t.v. af sér, eins og bréfritari vill vera láta.
Sveinn Sigurjónsson í Keflavík
skrifar: (bréfið nokkuð stytt)
„Þær greinar sem ég hef
skrifað um að leigu- eða að-
stöðugjald væri tekið fyrir her-
stöðina á Miðnesheiði eru skrif-
aðar af leikmanni en eru ekki
stjórnmálaplagg sem fært er í
fagran búning til að sýna ekki
afglöp eða öfugan hugsunar-
hátt þeirra stjórnmálamanna,
sem setið hafa á Alþingi sl. ára-
tugi.
1 grein Hannesar Gissurar-
sonar í Morgunblaðinu 29. sept.
segir hann að nafn Jónasar frá
Hriflu sé nauðsynlegt að kveða
niður. Hann hélt því fram á
sínum tíma að við ættum að
leigja herstöðinni afnot af land-
svæði er hún hefur nú til 99
ára. Ekki vantar lýðræðishug-
sjónina hjá þessum kaupahéðni
stjórnmálamanna, ef það er ein-
hver sem hefur aðra skoðun á
málinu. Þá á að kveða hann í
kútinn og taka hann úr umferð.
Átti ekki einu sinni að taka
Jónas úr umferð, því and-
stæðingunum þótti hann ekki
dansa eftir þeirra nótum?
Síðar í sömu grein H.G.
nefnir hann kostnað til her-
mála hjá einstökum ríkjum.
Við skulum taka Noreg. Hann
er með 3,1% til hermála, en
hefur fengið frá NATO yfir tvö
hundruð milljónir Bandaríkja-
dala á þessum árum sem þeir
hafa verið í bandalaginu. Því fé
hefur eingöngu- verið varið til
samgöngubóta í Norður-Noregi.
Ætli samgöngur á tslandi væru
ekki betri ef við hefðum fengið
álíka fjárhæð.
I sömu grein hrósar hann
Bjarna heitnum Benediktssyni
fyrir góða samningshæfileika.
Að minum dómi hefur sá
heiðursmaður samið af okkur
stórar fjárfúlgur með óhag-
stæðum samningum við varnar-
liðið. Sama er hægt að segja um
aðra embættismenn, þeir semja
af sér þegar þeir semja við út-
lendinga. Fiskveiðisamningur-
inn við Breta tvö síðastliðin
samningstímabil, sömuleiðis
við Þjóðverja. Tvö ár eru alltof
langur umþóttunartími. Þá
hefur það verið árvisst þegar
samið hefur verið við útlenda
verktaka að orðalag hefur verið
það ónákvæmt að greiðsla til
þeirra að loknu verki hefur
verið nokkuð misjöfn eða frá
nokkrum milljónum til
hundruð milljóna. Þá mætti
nefna Kröfluævintýrið sem eitt
af mestu afglöpum sem stjórn-
málamenn hafa gert þjóðinni.
Verða þeir frægir að endemum
um ókomna framtíð. Á meðan
verða skattgreiðendur að
greiða þennan leikaraskap, því
ekki þekkist að þessir menn
beri ábyrgð á orðum sínum né
verkum.“
W GANGIÐ
VIÐ I GLAUMBÆ
M&rgskonar tiskufatnaáur
fyrir dömur
Tiskuverslunin GLAUMBÆR
HVERFISGÖTU 32 SÍMI13880 ,
Selfoss
Blaðburðarbörn óskast í 1 hverfi
á Selfossi.
Umboðsmaður, sími 1548 eða
1492 BLAÐIÐ
Kópavogsbúar
Mikið úrval af barnafatnaði, leikfön^-
um, gjafavörum og jólavörum.
Góöbflastæði
Verzlunin TRÖÐ
Neðstutröð Kópavogi—Sími 43180
SKAUTAR - SKAUTAR
Verð frá kr. 7.700.-
SJPOJiTmtgffasín iö
GOÐABORG
Grensásveq 22 - Símar 81617-82125
1