Dagblaðið - 21.12.1977, Page 10
10
mmiAÐn
frfálzt áháð datihlRtí
Utgefandi Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjori: Jonas Kristjánsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjornarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfrettastjori: Atli Steinarsson. Handrit
Ásgrímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Péturssor, Jonas Haraldsson, Katrin Pálsdottir, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Horður Vilhjalmsson, Sveinn Þormoðsson
Skrif stofustjori: Olafur Eyjolfsson. Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Dreif ingarstjori: Már E. M.
Halldorsson.
Ritstjorn Siðumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 1 1
Aðalsimi blaðsins 27022 (10 linur). Áskrift 1500 kr. á mánuði innanlands. í lausasólu 80
eintakið.
Setning og umbrot: Dac^blaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda og plotugerö: Hilmir hf. Siðumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Verömiði á blaði
Verkamannaflokkurinn norski,
burðarás stjórnmála þar í landi,
hefur norskra hagsmuna að gæta
hér á landi. Hæst ber þar her-
stöðina í Keflavík, sem talin er
treysta hernaðarlegt öryggi
Norðmanna. Og norski Verka-
mannaflokkurinn hefur einmitt jafnan verið
mjög hlynntur samstarfi þjóða Atlantshafs-
bandalagsins.
Áhugi norskra jafnaðarmanna á velferð og
sjónarmiðum trúbræðranna á íslandi
hefur komið fram í ýmsum myndum. Um þetta
leyti er starfsmaður Alþýouflokksins beinlínis
á launum hjá sjóðum norrænna jafnaðar-
manna, að undirlagi Norðmanna. Og hliöstæðir
sjóðir hafa löngum greitt erlendan ferða-
kostnað forustumanna Alþýðuflokksins.
Vel er unnt að hugsa sér verri erlenda þrýsti-
hópa en norska jafnaðarmenn. Eflaust reyna
þeir að fara vel og hóflega með tökin á Alþýðu-
flokknum. Hins vegar hlýtur að vera ógeðfellt, '
að erlendir aðilar skuli með þessum hætti vera
útgeröaraðilar að íslenzkum stjórnmálaflokki.
Nú er ætlunin að margfalda þessa norsku
aðstoð með sérstökum stuóningi við rekstur
Alþýðublaðsins og Vísis. Helzt er talað um
pappírsgjafir, er gætu numið um 40
milljónum íslenzkra króna á ári, og eínnig bein
fjárframlög úr Samstöðusjóði norrænna
jafnaðarmanna.
Undanfarin tvö ár hefur Alþýðublaðið verið
á framfæri Vísis. Sú skipan mála komst á, af því
að forráðamenn Vísis töldu sig þurfa á að halda
atkvæði Alþýðublaðsins í prentsmiðjunni
Blaðaprenti til að ná 50% hlutdeild þar. Sú
aóstaða skipti nokkru í prentréttardeilum Vísis
og Dagblaðsins á þíúm tíma
Nú eru þær deilur langt að baki. Er því svo
komið, að forráðamenii Visis telja sig hafa
vafasaman ávinning af að greiða um 15
milljónir króna á ári i tap á Alþýðublaðinu. Um
áramótin rennur út samningur blaðanna
tveggja og vilja forráðamenn Vísis ekki
framlengja hann á óbreyttum kjörum.
Þar við bætist óánægja margra Alþýðu-
flokksmanna meö, að blað þeirra skuli vera á
framfæn armars blaðs. sem svo eindregið
styður Sjálfstæðisflokkinn, að telja má það
hreint fiokksbluð. Teija þeir þessa framfærslu
binda mjög hendur Alþýðuflokksins í hugsan-
legum viðræðum flokka um stjórnársamstarf
eftir næstu kosningar.
Niðurstaðan hpfur orðið sú. að teknar hafa
verið upp viðiæð'ur \ ið norska jafnaðarmenn
um þann stuðning, sem lýst hetur ve ið hér að
framan. Verómiðuin hefur ekki enn verið
fylltur út, en talið líklegt, að hann muni hljóða
upp á 40 milljónir króna á ári.
Astandið er vissulega orðið umhugsunarvert.
Stjórnmálaflokkur, sem ráóið getur úrslitum
um myndun ríkisstjórnar á íslandi, hefur
hvorki bolmagn til að borga starfsmanni sínum
né flokksblaði og verður að leita á náðir
vinsamlegra útlendinga.
Alvarlegust er þessi þróun Alþýðuflokknum
sjálfum. Flokkur, sem vill safna öllum íslenzk-
um jafnaðarmönnum undir væng sinn, verður
að búa yfir félagslegu bolmagni, ekki sízt fjöl-
mennu liði hugsjónamanna, sem fúsir eru aó
leggja fé af mörkum. Slíkt aðdráttarafl skortir í
tvöfaldri hjáleigu.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977.
Norður-írland:
FRIÐARBR0S
UM JÓLIN
í BELFAST
tbúar hinnar sprengjuhrjáðu
borgar Belfast á Norður-trlandi
ætla nú að reyna að létta
svolítið yfir umhverfinu og
brosa um jólin.
Mikið af skrauti verður sett
upp í miðborginni þar sem
sprengingarnar hafa verið
einna mestar. Með því er
ætlunin að lífga upp á um-
hverfið og gleyma fremur
girðingum brezku hermann-
anna, sem umkringja
verzlunarhverfið.
„Brosum fyrir Belfast“ er
herópið, sem borgarstjóri
Belfast ætlar að reyna að láta
hljóma næstu daga. t því skyni
hefur verið komið af stað bros-
keppni þar sem þeir sem taka
þátt skila inn ljósmyndum af
fallegum brosum. Dómnefnd
mun síðan velja úr átta beztu
brosin og ljósmyndir af eigend-
um þeirra verða hengdar upp í
miðborginni.
Manndráp og sprengingar
hafa minnkað að mun á síðustu
mánuðum á Norður-trlandi og
sumir eru farnir að gera sér
vonir um að hægt verði að
koma með tillögur að friðsam-
legri lausn deilumálanna.
Vöruframboð verzlanaeig-
enda ber þess merki að nokkur
bjartsýni er ríkjandi um þessi
jól og talið er að líf og fjör í
Belfast verði meira nú en um
nokkur jól síðan árið 1960.
Kjallarinn
Jón Ármann Héðinsson
A Alþingi hafa þessa dagana
verið langir fundir. Viðfangs-
efni fundanna og umræður
þingmanna voru um vandamál
efnahagslífsins. Nokkra hug-
mynd um eðli vandans má sjá í
þeim úrræðum, er tillögurnar
(frumvörpin) gera ráð fyrir.
Annars vegar er um aukna
skattheimtu að ræða og hins
vegar 10% skyldusparnað hjá
þeim tekjuhærri. A þessu sést,
að hér er um velmegunarvanda
að ræða. En nú sem svo oft áður
kemur velmegunin æði mis-
jafnt niður á þegnana og hafa
menn gróflega misjafna að-
stöðu til þess að krækja í „sinn“
bita af þjóðarkökunni. Átökin
um skiptinguna virðast á góðri
leið með að liða svo þjóðarskút-
una, að flothæfnin sé við hættu-
mörk (DW).
Frá tvennu var sagt í sl. viku,
er vakti athygli mfna umfram
margt annað: I fyrsta lagi, að
algjör metafli yrði á þessu ári,
og værum við tslendingar nú
búnir að ná á 11 mánuðum tæp-
lega einni milljón og þrjú
hundruð þúsund tonnum úr
hafinu. Og í öðru lagi, að svo
mikit peningaráð væru hjá
fjölda manns, að kaupmenn
stæðu uppi nær vörulausir
sumir hverjir viku fyrir jól og
virtist sem svo, að fjárráð væru
með allra mesta móti. Hvora
tveggja þessara frétta væri
ánægja að heyra ef annað væri
IEFTIR ST0RMINN
Ein af máttarstoðum
lýðræðisins er heimild þegn-
anna til þess að hugsa og láta
skoðanir sínar í ljós, en
hugsunin ein er þó ekki full-
nægjandi, það er lfka nauðsyn-
legt að hafa tæki til þess að
koma henni á framfæri við al-
menning. Skoðanir mínar um
samskipti okkar við Bandaríkin
og NATO í varnarmálum, sem
mikið hafa verið ræddar manna
á milli og í fjölmiðtum, hefðu
sennilega ekki komist í hámæli
hefði Dagblaðið ekki verið til.
Hér á þessu landi getur maður
alltaf átt von á skætingi og
útúrsnúningi ef maður lætur
skoðanir sfnar f ljós, en í þessu
tilfelli hafa þó umræður manna
farið furðanlega friðsamlega
fram og málefnalega. Eg vil þó
leiðrétta það hér með, sem
stendur f staksteinum Morgun-
blaðsins þ. 16. þ.m., að ég hafi
varpað fram gömlum
hugmyndum Jónasar frá Hriflu
i nýjum búningi. Þetta er
rangt, Jónas vildi gera
langtíma samning við Banda-
ríkin um hervarnir hér á landi
gegn þvf að Bandaríkin keyptu
af okkur afurðir okkar m.m.
Skoðanir mínar eru byggðar á
öðrum forsendum eins og ég
mun nú greina.
Eg hefi lifað tvær heims-
styrjaldir og var kominn til
þess þroska, þegar hin fyrri
stóð yfir, að ég man hana vel.
Þó eru mér efstir i huga vor-
dagarnir 1940 þegar ísland var
hernumið. Það kann að vera, að
til séu menn á þesssu landi,
sem halda að hlutleysi okkar sé
einhvers virði, þrátt fyrir napra
reynslu af hinu gagnstæða. Við
hernámið kom i ljós hversu
fákænir samningamenn við
vorum og það hefir lfka sýnt
sig, að við höfum. lítið lært
sfðan. Eitt af því fyrsta sem
hernámsmennirnir gerðu var
að byggja flugvöll inni í miðri
höfuðborg íslands. Vafalaust
var slfkt einsdæmi í heiminum
á strfðstfmum. Sfðan byggðu
þeir vistarverur sfnar i húsa-
görðum og húsasundum í borg-
inni, vafalaust lika einsdæmi
eins og á stóð. Ein flugbrautin
náði langleiðina að dyrum
Landspítalans. Þegar banda-
ríkjamenn komu hingað með
sinn her, reistu þeir sér sjúkra-
hús, ekki við endann á flug-
brautinni, heldur f 18 kiló-
metra fjarlægð frá borginni,
undir hlíðum Helgafells. Þegar
stríðinu lauk, var landið okkar
útatað i alls konar drasli, eftir
herinn. Þetta keyptum við svo
allt fyrir stórfé í stað þess að
krefjast stórra fjármuna fyrir
að fjarlægja það. Auðvitað bar
hernárhsþjóðunum að skila
landinu okkar í sama ástandi og
það var í þegar þeir tóku það.
Þær hafa vafalaust brosað í
kampinn yfir stolti og mikillæti
molbúans.
ENGINN SÁ
VERÐMIÐA
Ég viðurkenni rétt annarra
til þess að hafa skoðanir, sem
eru andstæðar mínum. en ég
felÞ mig ekki við það sjónar-
mið, að krafar. á vörnum
fyrir það fólk, sem hér
býr, jafngildi sölu á landinu
og setji blett á þjóðarstoltið.
Við höfum þó nokkra
reynslu í þvf að vera þiggj-
endur. Á stríðsárunum 1940 til
1945 græddist okkur meira fé
heldur en áður var þekkt, en
svo er auður sem augabragð, og
þremur árum eftir styrjaldar-
lokin vorum við komnir á bekk
með ölmusumönnum sem þáðu
framfæri sitt af bandaríkja-
mönnum. Marshallhjálpin, sem
bandaríkjamenn settu á lagg-
irnar til hjálpar hinum stríðs-
hrjáðu þjóðum f Evrópu, var og
er sérstakt fyrirbæri f
veraldarsögunni. Af ein-
hverjum ástæðum var okkur
gefinn kostur á því að njóta
fjárhagslegrar aðstoðar Banda-
ríkjanna, þótt við hefðum grætt
miklu meira á stríðinu en tapað
á þvf. Og við sögðum já, takk. Á
árunum 1948 til 1953 greiddu
bandaríkjamenn frá 10 til 25%
af öllum innflutningi til
landsins og þar á meðal
matnum, sem við borðuðum.
Aldrei hefi ég heyrt að íslend-
ingar hafi þjáðst af lystarleysi á
þessum árum. Þá greiddu þeir
einnig 74 aura af hverri krónu,
sem áburðarverksmiðjan
kostaði, og hið sama greiddu
þeir af kostnaði við Laxár-
virkjunina i Þingeyjarsýslu og
Sogsvirkjunina, sem þá var i
byggingu. Langmestur hluti
þessa framlags bandaríkja-
manna voru gjafir. Þeir, sem
hörundsárastir voru vegna
þjóðarstoltsins f þá daga,
svæfðu samviskuna með þvi að
hér væri um að ræða hjálp til
fleiri þjóða og væri okkur
vansalaust að dansa með. Sem
betur fór varð þessi stefna ofan
á og höfum við notið góðs af
aðstoðinni til þessa dags og