Dagblaðið - 21.12.1977, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977.
Hungrið í heiminum og vel-
megunarvandi íslendinga
í samræmi við heilbrigt efna-
hagslíf íslendinga. Þvi miður
er langt frá að svo sé. Og enn
fjarri er að almennigur víða úti
um hinn stóra heim hafi viðun-
andi til hnífs og skeiðar, þótt
hjá sumum svigni borð undan
krásum. Samtímis gæsku til
sjávarins höfum við notið góðs
árferðis til landsins. í ljós
hefur komið að um óvenju-
mikla offramleiðslu er að ræða
nú t.d. á kindakjöti og mjóik er
veldur mörgum verulegum
áhyggjum. Smjörfjall rís nú
með hæsta móti og vandi er að
„eyða“ því hér innanlands.
Kjötið er flutt til forríkra þjóða
á ,,gjafverði“. Bændur
fjölmenna á fundi um allt land
og ræða vandann á margra tíma
fundum, svo löngum og fjöl-
mennum að vart eru dæmi um
annað eins. A Alþingi er fjallað
um verðlagningu, fréttaflutn-
ing og úrræði þeim til handa
dag eftir dag án nokkurs sýni-
legs árangurs. Svo virðist sem
aðeins vissir útvaldir menn
megi ræða og rita um landbún-
aðarvandann og betri skipan
þar á. Tillögur frá öðrum i
þessu efni eru nærri þvi að
vera taldar komnar fjandanum
frá. Þó er raunhæf lausn óhugs-
andi nema almenningur taki
þátt í lausn vandans og beri það
ok sem felst í raunhæfari skip-
an en verið hefur. Það er sem
sagt staðreynd að mörgum er
enn hulin sú staðreynd að hags-
munir vinnandi manns og
bóndans fara saman. Farsæl
lausn er því fólgin í sameigin-
legri afstöðu þessara aðila.
Nýlega voru nokkrir þættir í
sjónvarpinu um áhrif offitu á
heilsufar manna og hvernig
æskilegt væri að haga mataræði
sínu. Það er tímanna tákn að
talið skuli nauðsynlegt að taka
þetta nýja vandamál fyrir hér á
Iandi. íslendingum hefur verið
annað hugstæðara en að þurfa
að hugleiða vandamál vegna of-
fitu. Allt fram undir síðari
heimsstyrjöld var hungurvofan
landlæg hér við dyr verka-
mannsins og einyrkjans. Svo er
guði fyrir að þakka að ganga
má út frá því að hún sé hér
endanlega kveðin niður. En hitt
er sorglegt að við, sem eigum
svo miklu láni að fagna að lifa
hér nú við allsnægtir, skulum
ekki geta skipað málum okkar á
heppilegri vegu en raun ber
vitni í þessum efnum. Þótt
dapurlegt sé hefur hungrið
veitt okkur á liðnum öldum svo
þungar búsifjar að við ættum
þess vegna að skilja og meta
vandamál hins hungraða heims
í dag.
Innan um hinar endalausu
auglýsingar um „nytsamar"
jólagjafir reynir íslensk kirkja
í nánu samstarfi við alheims-
samtök að leita til almennings
með liðsinni um stuðning við
„brauð handa hungruðum
heirni". í allri velmegun okkar
megum við alls ekki iíta fram
hjá þessari beiðni. Á upp-
lýsingaspjaldi má lesa eftirfar-
andi: Fyrir 800 krónur má
greiða mjólk eins barns í heilt
ár. Fyrir 2800 krónur má kaupa
námsbækur fyrir heilan bekk.
Fyrir 6000 krónur má gera
brunn með fersku vatni. Loks
er tilnefnt að fyrir 18000
krónur megi gera skýli fyrir
flóttamannafjölskyldu.
Þetta kunna að þykja litlar
upphæðir og fjarrænt að hug-
leiða um þörf á fersku vatni. En
staðreynd lífsins er samt sú að
milljónir manna hafa ekki að-
gang að fersku vatni. Vatnið er
dýrmætara en marga grunar og
leysir miklar þjáningar. Hversu
margir munu hugleiða þá
átakanlegu staðreynd að jóla-
vikuna munu nær jafnmargir
einstaklingar deyja af völdum
skorts á þessari jörð og nemur
fjölda Islendinga? Eg leyfi mér
að benda fólki á beiðnina um
stuðning og tel að flestir geti
liðsinnt í þessari mikilvægu
söfnun. Myndi það ekki vera til
sannrar ánægju að hafa viður-
kenningu um stuðning við út-
rýmingu á hungrinu í heimin-
um á jólaborðinu, t.d. undir
kertastjakanum, og minnast
með þakklæti liðins árs hér hjá
okkur, jafnframt því að biðja
um blessun fyrir hungraða
meðbræður. hvar sem þeir eru
staðsettir, þegar borðbænin er
flutt og jólagleðin hefst?
Anægjulegt er til þess að vita
að skilningur manna uni allan
heim er mjög vaxandi fyrir
mannúðlegri aðstoð. Mörgum
þykir seint miða fram á við en
hér er þess að gæta að ekki eru
nema 5 ár síðan Sameinuðu
þjóðirnar gátu komið á fót ráð-
stefnu um umhverfisvandamál
mannkynsins, f Stokkhólmi í
júní 1972. Einkunnarorðin
voru: Aðeins ein jörð. Síðan
hafa margar ráðstefnur verið
haldnar um sama eða hliðstætt
efni og matvælaöflun og sam-
bnð mannsins við náttúrunn on
nýtingu og varðveislu jarðar-
gæðanna.
Ungt fólk hefur komið
saman undir kjörorðinu „Við
erum öll bræður og systur“.
Allt þetta hnígur að sama far-
vegi, að tryggja friðsamlega
sambúð manna og aðstoð við
hina minni máttar án valdbeit-
ingar eða að þjóðir og einstakl-
ingar þurfi að ganga undir ok
til þess að fá liðsinni. Þrátt
fyrir gerólíkar skoðanir og trú
er augljóst að um vaxandi sam-
starf er að ræða milli þjóðanna
til þess að útrýma hörmungum
hungursins. Þetta starf fer nú
fram á vegum fleiri aðila en
Sameinuðu þjóðanna og er
hjálparstarf kirkjunnar afar
mikilvægt. Það er von min að
sem flestir muni eftir barninu
með tóma diskinn og vannærða
líkamann þrátt fyrir áunnar
jólaannir. Framlag má leggja
inn.á gíróreikning 20.005.
Jón Ármann Héðinsson
alþingismaður
Kjallarinn
Aron Guðbrandsson
munum gera það um langan
tíma. En það merkilega er, að
við eigum ennþá landið okkar
og enginn varð var við neinn
verðmiða hangandi á því í
sambandi við þessi samskipti.
SKOÐANAKÖNNUNIN
Skoðanakönnun sú, sem fram
fór í sambandi við prófkjör
sjálfstæðismanna fyrir
skömmu, er ein sú merki-
legasta, sem hér hefir verið
gerð. Hún sýndi marga merki-
lega hluti. Ein spurn-
ingin var um það hvort banda-
ríkjamenn ættu að taka þátt
í vegalagningu hér á landi.
Daginn áður en könnunin fftr
fram kom stærsta blað lands-
ins með heilsíðu-leiðara
prentaðan með letri sem
ekki hefði verið stærra
þótt sagt hefði verið frá
því að þriðja heimsstyrjöldin
væri hafin, og í þessum leiðara
var mönnum raunverulega
skipað að strika þessa
spurningu út. En svo skeðu þau
undur og stórmerki að 83% af
þeim sem létu álit sitt í ljós, eða
á áttunda þúsund manns,
hlýddu ekki kallinu en tóku
ákvörðun eftir eigin höfði.
Þetta sýnir að fjölmiðlar eru
ekki það skapandi afl um
skoðanamyndanir fólks, sem
margir hafa haldið. Við próf-
kjör eins og það, sem hér er
rætt um, mæta ekki aðrir en
þeir sem hafa sérstakan áhuga
á því, þ.e. aðalkjarni þeirra sem
að því standa, og samt fór þetta
svona. Þegar skoðanakönnun-
inni er lokið, ris minnihlutinn
upp og stgir: „Það er ekkert að
marka þctta, þetta var svo illa
undirbúið.“ Var þá stóri leiðar-
inn og stóra letrið enginn
undirbúningur? Ég held að
ekkert mál hafi komið fram á
síðustu árum, sem hefir verið
meira rætt og meira ritað um
heldur en þetta.
Það er staðreynd, að þetta
mál, samskipti okkar við
NATO og Bandaríkin á sviði
varnarmála, er orðið þjóðmál
sem ekki verður kveðið niður,
það hefir þegar fengið víst
nafn, sem hefir ákveðna merk-
ingu í málinu, og almenningur
hefir mótað sér skoðanir um.
Þar sem málið er kennt við mig
sem upphafsmann þess tel ég
rétt að ræða það dálítið nánar.
Það eru um tíu ár síðan ég
ræddi um það á opinberum
vettvangi að samningar þeir,
sem við höfum gert við NATO
og Bandaríkiri um hervarnir
hér á landi, væru ekki
nægjanlega hagstæðir fyrir
okkur og þetta rökstuddi
ég á margan hátt, en síð-
an hafa margar sannariir
komið i ljós máli mínu til
stuðnings. Ég er sjálfur maður
vestrænnar samvinnu, svo um
það atriði er ekki ágreiningur
frá minni hendi, en mér finnst
aó í samningum, sem við höfum
gert innbyrðis við NATO-
þjóðir, hafi hagsmuna okkar
ekki verið gætt sem skyldi. Ég
tel Bandríkjunum skylt að
verja fólkið í landinu ekki síður
en landið sjálft', eftir því sem
kostur er, og þau greiði þann
kostnað sem af því leiðir. Það
er staðreynd að slikar varnir
eru engar til. Þó er samankom-
inn á Suðurnesjunum og í
Reykjavík helmingur lands-
manna, sem hægt er að tortíma
á svipstundu á stríðstímum.
Guðjón Petersen. fulltrúi
Almannavarna rikisins, sagði
um daginn i sjónvarpi að hér á
landi væri ekkert samband á
milli viðvörunarkerfa varnar-
liðsins og islensku almanna-
varnanna, ef til stríðs kemur,
og heldur ekkert fjarskipta-
kerfi milli miðstöðvar
almannavarna og almanna-
varnanefnda úti á landi.
Guðjón sagði einnig, að menn
væru orðnir fráhverfir því
erlendis að flytja fólk úr stór-
borgum, heldur setja upp sjálf-
virk viðvörunarkerfi og mann-
virki til þess að vernda1 fólkið.
Þó þyrfti að flytja burt
sjúklinga, börn, gamalmenni og
vanfærar konur. Hann sagði
líka að fólksflutningar frá
Reykjavík og Reykjanes-
svæðinu, þar sem eru um 60%
landsmanna, mundi þýða algert
efnahagslegt og þjóðfélagslegt
hrun. Loftvarnabyrgi fyrir
Keflavik eina mundi kosta um
milljarð króna, sagði hann.
SAMA HVAÐ ÞAÐ
ER KALLAÐ
Nú að undanförnu höfum við
heyrt og séð ráðamenn þjóðar-
innar í útvarpi og sjónvarpi og
lesið eftir þá langar greinar í
blöðum þar sem þeir lýsa van-
þóknun '■inni á huemynd'nn
mínum og segja. „Það sem með
þarf' eiguni við að gera sj- i.'
En við þetta er þö eitt að
athuga. Síðan bandarískur her
kom hingað fyrst eru liðin 37 ár
og síðan við gerðum við hann
varnarsamninginn eru 26 ár og
allan þennan tíma hefir verið
hægt að drepa helminginn af
íslensku þjóðinni eins og
flugur, varnarlausan og
hjálparlausan. Hverju sætir
þetta fyrst við eigum að gera
þetta 'sjálf? Hafa þeir menn,
sem við höfum kosið til þess að
vaka yfir velferð okkar, svikii'
okkur svona herfilega ,Vei.
Það hafa ekki verið til petunga
í islenska ríkiskassanum til
þess að kosta þessar nauðsvn-
legu framkvæmdir. Þessir
sömu menn hafa líka sagt að við
getum einskis krafu vegna
þess að við látum eKkert af
hendi i sambandi við varnar-
kerfi NATO. Þessu vil ég svara
þannig: Þetta eru rangar
staðhæfingar. Það hefir engin
af NATO-þjóðunum lagt fram
til sameiginlegra varna þeirra
eins mikið og við ef farið er
eftir höfðatölureglunni. Ekki
ómerkari maður en dr. J. Luns
forstjóri NATO hefir lagt mat á
framlag okkar í peningum
gegnum aðstöðuna sem við
veitum NATO hér á landi og
var það sem svaraði 66 földum
fjárlögum Islands það ár sem
matið fór fram.
Skoðun min er sú, að Banda-
ríkjunum eða NATO beri að
leggja fram það fé, sem með
þarf til þess að varnir lands og
lýðs séu eins fullkomnar ng
hægt er, og þá kemur mer
fyrst í hug samgöngukerfið
í lofti, láði og legi, sem alls
staðar er talið til nauðsyn-
legustu varna. Eg vil
lélta þeim áh.vggjum af
íslenskum ráðamönnum
hvernig slíkt eigi að fjármagna
hjá þeim aðilum. sem leggja
mundu fram féð. Þeir eru
orðnir svo vanir þessu gagnvart
öðrum þjóðum að af því
þurfum við engar áhyggjur að
hafa. Ein mótbáran gegn hug-
myndum mínum er sú, að ef við
krefðumst þessa varnarfram-
lags yrðum .við háð Bandaríkj-
unum og festum herinn í sessi
hér. Eins og áður er sagt hefir
herinn verið hér í 37 ár, en
hvað skyldi hann þurfa að vera
hér lengi til þess að verða
fastur í sessi?
Ég skil ekki þann mikla
áhuga sumra stjórnmálamanna
okkar á þvi að hafa þjóðina
algerlega varnarlausa á sama
tíma og þeir lýsa i tnálgögnum
sínum hinni miklu hættu, sem
okkur stafi af stórauknum víg-
búnaði rússa hér á norður-
slóðum. Þá er ein mótbáran sú,
að fjárframlag frá öðrum
þjóðum mundi verka á okkur
eins og eitur á ..dópistann."
sem við mundum verða háðir.
Það er eðlilegt að menn hugsi
svona með tilliti til þess hversu
okkur hefir gengið að stjórna
hvötum okkar þegar við höfum
nóg að borða. En hugmvndir
nrinar eru þær, að við notum
það fé, sem við fengjum,
eingöngu til vissra fram-
kvæmda og kannski til niður-
greiðslu skulda sem við hefðum
ærna þörf fyrir. Og hvort þetta
fé væri kallað leigugjald,
aðstöðugjald, skattar eða tollar
skiptir engu máli. Það kæmi
fyrst og fremst frá þjóðum, sem
við eigum vinsamleg samskipti
við, til uppbyggingar og öryggis
á þeim verkefnum, sem eru
okkur lífsnauðsyn en við ráðum
ekki við af eigin rammleik.
En ég vil ekki selja eina
fertommu af landinu okkar,
hvað þá meira, og ég vil heldur
ekki gefa það.
Aron Guðbrandsson
forstjóri