Dagblaðið - 21.12.1977, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1977.
með mannsefni sínu, verður
óbærilegur og þegar hún
vaknar veit hún ekki hvað er
veruleiki og hvað draumur. í
draumnum er hún farin að púla
fyrir skáldmenninu, manni
sfnum, sem ekkert getur
skrifað, en lokar sínar sögur,
sem hún nefnir ,,blöð“, niðri i
skúffu og minnist ekki á þau
framar. Listiðkun samrýmist
ekki húsmóðurstarfi.
Þórunn Elfa á fyndna sögu
um draum konunnar um fyrir-
vinnu, „Er Jósefína búin að
ráða sig?“ Hún er búin að
reyna mikið til að fá sér vinnu
og þrautalendingin verður
gifting, en í þeim efnum getur
kona ekki haft frumkvæði, en
hún leggur net, kaupir púður-
dós og stígvél og fer upp í sveit,
Sagan fer „vel" því hann biður
hennar á seinustu stundu „Og
þá veit hún að hún á ekki að
glatast, heldur öðlast eilift líf.“
A hæla þessarar sögu kemur
„Faðmlag dauðans" eftir
Halldóru B. Björnsson, meitluð,
ógnvekjandi saga um einsemd
konu í hjónabandi og raunveru-
leg endalok hennar í faðmi
mannsins.
Oddný Guðmundsdóttir
skrifar skelegga sögu um
baráttu gamallar konu við
„bókmenntastofnunina" sem er
persónugerð í rithöfundinum
Teiti, syni hennar, og Fal
Fúsentes. Þeir ganga svo fram
af henni að upp frá því talar
hún ekki „um bókmenntir við
nokkurn mann."
„I hvaða vagni“ eftir Ástu
Sigurðardóttur lýsir þrá ungrar
stúlku eftir barni sínu, sem hún
hefur orðið að gefa.
Gréta Sigfúsdóttir lýsir
dauðaótta spilltrar athafna- og
merkiskonu og tilraunum
hennar til að tryggja sér fyrir-
gefningu á dauðastund og
skerpir andstæðurnar milli
almenningsálits og raunveru-
leika með broti úr líkræðu.
Drífa Viðar fléttar saman á
ljóðrænan hátt lýsingu á sumar-
deginum fyrsta á köldu vori og
frásögn af litlum dreng sem
síðastur allra er sóttur á barna-
heimilið af þreyttri fráskilinni
móður.
Steinunn Eyjólfsdóttir lýsir
degi í frystihúsi, þar er hrá-
slagalegt, bæði umhverfi og
mannlíf.
Unnur Eiríksdóttir notar
Narkissusarminnið i sögu sinni
„Brot“, dregur upp augnabliks-
myndir úr ævi stúlku frá
bernsku til elli, dæmigerðar
fyrir líf konu sem reynir að sjá
sjálfa sig með augum annarra,
svo sem í spegli, en tærist upp í
sjálfhverfum hugsunum.
SÓKNIN HERT
í þriðja og síðasta kafla
hefur orðið greinileg þróun á
sjálfstæði kvennanna sem rit-
höfunda, þær eru öruggari,
beinskeyttari í ádeilum, formið
hnitmiðaðra og hæfir betur
tilgangi sínum.
Saga Nínu Bjarkar er óvana-
leg, fyndin og leikræn. Þar
segir frá baráttu lítillar
vélritunarstúlku við montinn
og ágengnan yfirmann. Stíllinn
einkennist af talmáli, stuttum
eða löngum upphrópunum og
einskisverðu mali sem undir-
strikar fáránleikann. Stúlkan
ælir að lokum yfir sjeffann og
gengur út um gluggann.
„Svartur náttkjóll" eftir
Valdísi Óskarsdóttur er á ytra
borði raunsæ, en í henni gerast
óvenjulegir hlutir. Niðurstaðan
er, að þrátt fyrir allt sé betra að
fá að vinna fyrir litlu kaupi og
tak-a þátt í atvinnulífinu en að
vera puntudúkka mannsins
síns.
„Óveðursnótt" eftir Líneyju
Jóhannesdóttur er dulmögnuð
saga um umkomuleysi mann-
skepnunnar 1 viðureign við
hamfarir náttúrunnar. Óttinn
við veðurofsann er samgróinn
innsta eðli sjómannskonunnar.
Samur er ótti konunnar við
reiði manns síns yfir brotinni
könnu. Sagan endurspeglar
angist og samhygð.
I „Systur“ tekur Jakobina
Sigurðardóttir til meðferðar
vandamál kvenna frá sjónar-
horni systurhugmyndar kven-
frelsishreyfingarinnar, að allar
konur eigi að standa saman
hvar í stétt sem þær eru, og
varpar ljósi á þann mikla vanda
sem er á framkvæmd þessara
hugmynda, því tilraunirnar
stranda á stéttarskiptingunni.
Magnea J. Matthíasdóttir
skráir sundurlausar hugsanir
truflaðrar konu, lýsir einsemd
hennar og varnarleysi á sjúkra-
húsinu og lætur okkur renna
grun í framtíð hennar, að
lokinni vist, þar sem hún situr á
bekk og hana rignir bókstaf-
lega niður í grámósku dagsins
í sögu Svövu Jakobsdóttur er
kona að koma reglu á mynda-
safn sitt en kemst aldrei lengra
en að fyrstu myndinni. Sagan
spinnst um þær hugsanir sem
myndin vekur. Minningin um
nautið kemur í hugann og leiðir
til samlikingar á hinum blinda,
drambláta krafti nautsins við
stolt karlpeningsins. — Kon-
unni verður skyndilega ljóst,
þegar barn hennar er fætt, að
nú sé hlutverki karlmannsins
lokið. Við þessa vitundar-
vakningu um mikilvægi sitt
sem móður — hvolfist sektar-
kenndin yfir hana — kannski
þarf hún að gjalda slíkar
hugsanir með lífi sínu. „ég veit
ekki.... Það verður ekki létt
verk að koma lagi á þetta
myndasafn..." (153), þ.e.
endurskoða og raða á ný
hugmyndum kvenna um sjálfar
sig og heiminn. Þetta er djarf-
asta saga sem ég hef lesið eftir
Svövu og heggur hvað næst
hinu goðkynjaða karlmanns-
stolti.
Þótti sögurnar séu nokkuð
misjafnar frá listrænu sjónar-
miði eiga þær allar sameigin-
legt að vera áhugaverðar,
sumar afbragð og gefa góða
hugmynd um þróun kvenna-
bókmennta á íslandi. Ekki er
getið hver gerði mynd á kápu,
en það er „Stúlkumynd" (í
Þjóðminjasafni) eftir Sigurð
málara Guðmundsson.
Rannveig G. Ágústsdóttir
URVAL
Skrifborðsstólar
í mjög
f jölbreyttu úrvali.
Framleidandi:
Stáliöjan Kópavogi
KRÓMHÚSGÖGN
Smiöjuvegid,
Kópavogi - Sími43211
TÖSKUHÚSW
Úrvalaf
leöurtöskum
fráEnglandi,
Þýzkalandi,
Ítalíu
ogvíöar
Verö frá
kr. 5.370.-
Póstsendum
Töskuhúsiö Laugavegi 73, sími15755
Blaðburðarbörn óskast strax
HÁTÚN
MIÐTÚN
SÓLEYJARGATA
Upplýsingar í síma 27022
■ BIAÐW
LUGTIR A LEIÐI
HORFINNA ÁSTVINA
Verökr. 4.670.-
Verö kr. 8.660.-
Raf
Kóp
Raftœkjaverzlun Kópavogs h/f
Homroborg 9, Kópov. - Sími 43480
SÉRVERZLUN MEÐ HAG YÐAR í HUGA
Tilvalin jólagjöf. Höfum 1 stk. flipper fyrir-
liggjandi ósamt segli og öllu tilheyrandi.
Gamalt verð kr. 360.000 með söluskatti.
Einkaumboð ó íslandi
Preben Skovsted
Sími 85989
19—
Smurbrauðstofon
BJORNINN
Njóisgötu 49 — Sími 15105