Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977. Hvað er þér minmsstæðast f rá árinu 1977? — og hvað er þér ef st í huga á nýju ári? Ásgeir Bjarnason, forseti Sameinaðs þings: „Lít frekar björtum augum áframtíðina” Mér er mjög í huga, hve vel hefur til tekizt um útfærslu land- helginnar, og skemmtilegast aö minnst þess, þegar þýzku togararnir fóru. Eg bind miklar vonir vió það stórátak, sem gert hefur verið í landhelgismálum, og vona, að það verði bjargvættur þjóðarinnar í framtíðinni. Mér eru ofarlega í huga verkföll, sem stóðu á árinu. Fyrst verkfall á vegum ASÍ, sem einkenndist af þvi, að það fór á ýmsan hátt vel fram miðað við aðstæöur og kollvarpaði engu þjöðfélagslega séð. Verkfall opin- berra starfsmanna var með allt öðrum og lakari hætti. Eg minnist þess, að yfirleitt tókst vel til um veðráttuna, þó nokkuð misjafnt væri eins og vill verða. Haustveðrátta var afburða- góð og það, sem af er vetri. Ég minnist komu margra af merkum og ráðandi mönnum erlendra þjóða, og minni á utanfarir ráðandi manna héðan, enda eru störf þeirra þess eðlis, að þeir verða að fara utan af og til. Þessar ferðir eru allar nauðsynlegar til kynningar og til að leysa vanda- mál milli þjóða. Ég minnist blaðaskrifa, eins og í Dagblaðinu. um bændurna, dreifbýlið oe landbúnaðinn. Þar finnst mér iiaía gætt þekkingar- leysis á málum, ósanngirni og ekki verið rétt með farið í mörg- um tilvikum. Eg lft frekar björtum augum á framtíðina. Mér l'innst margt hafa gerzt á undanförnum árum, sem geti gefið bjarlari tíma, en annars hefði verið. f því sambandi vil ég minna á, að tekizt hefur vonum framar að nýta heitar lindir til upphitunar húsa og virkja fossa- afl og endurbyggja dreifikerfi rafveitna. Arið i ár hefur verið ár iðnaðar, sem ég tel, að standi traustari fótuni eitir. Margir eru uggandi vegna skuldasöfnunar erlendis, en ég er það ekki, vegna þess að þessi lán eru annað tveggja gjaldeyrisaflandi eða spara gjaldeyri. Takist að halda sæmilegum friði milli allra stétta þjóðfélagsins, því kvíði ég engu um framtíðina. -HH. Eggert G. Þorsteins- son alþingismaður: Þjóöstjórn æskileg Persönulega finnst mér ánægjulegast á árinu sem er að líða, að heilsufar á mínu heimili hefur farið mjög gleðilega batnandi, aðallega hjá eiginkonu minni. Svo eru þeir lærdómar mikilsverðir, sem maður hlýtur óhjákvæmilega að draga af þessu ári eins og öllum öðrum. Efst í huga um áramót eru mér að sjálfsögðu þær þingkosningar, sem fara fram á árinu, og hverjar niðurstöður hægt verður af þeim að draga. Fyrst og fremst verður þó hugsað til þeirra vandamála, sem bíða úrlausnar í efnahags- málum samkvæmt opinberum gögnum. Þar tel ég vera um tvo kosti að velja um stjórnar- myndun. Sé vandinn jafnalvar- legur og sagt er verður hann vart leysanlegur nema um samstjórn allra flokka, þjóðstjórn, verði að ræða til að tryggja fölskvalausa samvinnu aðila vinnu- markaðarins. Eigi hins vegar að halda áfram pólitískri togstreitu um stjórnarmyndun, væri skást, að mynduð yrði samstjórn Sjálf- stæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks til að ná sem víðtækustu samstarfi við lausn þessa vanda. Hvort til þessa yrði gripið fyrir eða eftir kosningar, er annarra að ráða um, en maður horfir með hryllingi fram á ástandið í efnahagsmálum, ef svo fram heldur sem horfir; -HH. Ingólfur Guðbrands- son, söngstjóri og for- stjóri Útsýnar: Þráttfyrir öfugþróun — bjartsýnn á þjóðarhag Margt kemur í hugann, þegar ár fullt umsvifa og at-burða kveður, ekki sízt þakklæti til hinna mörgu, sem greitt hafa götu mína og sýnt margvíslega góðvild og vinsemd en fyrst og fremst þakklæti til gjafara allra góðra hluta. Af minnisstæðum atvikum liðins árs eru mér efst í huga stórar stundir á söngferð Pólýfón- kórsins um Ítalíu, auðsýnd virðing og fádæma fögnuður áheyrenda. Flutningur siðustu tónhendinganna úr Messíasi Handels í Lignano mun mér aldrei úr minni líða. Ég fagna nýju ári og lofa þann, er lífið veitir fyrir hvern nýjan dag, sem gefst til nytsamra starfa. Fyrirtæki mitt kallar á aukin um- svif, sem ég get nú snúið mér að óskiptur, þar eð þjóðin virðist ekki þarfnast starfs mins að lista- og menningarmálum. Mér hrýs hugur við þeirri helstefnu, sem birtist í margvís- legum ofbeldisverkum nútimans, og vona, að hún nái ekki að skjóta rótum á íslandi. Þrátt fyrir ýmsa öfugþróun í íslenzku þjóðfélagi er ég bjartsýnn á bættan þjóðarhag. Vonandi tapar þjóðin ekki alveg áttum og skyni á sönn lífsverð- mæti í hrunadansi sínum kring- um litlu krónurnar. Skúli Pálsson, Laxa- lóni: Viðbjóðsleg valdníðsla Það sem mér er efst í huga, þegar þetta ár er á enda runnið, er sú viðbjóðslega valdníðsla, sem ég varð að þola á þessu ári. Opin- berir starfsmenn með litla eða enga þekkingu á laxa- og silungs- rækt létu skemma fyrir mér laxa- ræktina, eins og flestum mun kunnugt. Varðandi næsta ár held ég að ég geti bara ráðlagt mönnum eitt, og það er af heilum hug gert: Varizt að fara út í mína atvinnu- grein meðan þessir menn stjórna málunum á vegum þess opinbera. Að lokum bið ég ykkur að færa vinum mínum fjölmörgum, sem stutt hafa við bakið á mér, beztu óskir um gleðilegt ár. Guðrún Helgadóttir deildarstjóri og rithöf- undur: Fyrsta verkfallið okkar minnisstætt Sem stjórnarmanni í BSRB er mér fyrsta verkfallið okkar auð- vitað minnisstætt. Frá starfi mínu í Trygginga- stofnun ríkisins er mér margt minnisstætt, sem ekki verður skráð í annála. Þrautseigja þeirra, sem verða að lifa lífinu og vilja lifa því við skilyrði, sem okkur hinum sýnast óþolandi, hefur gert mig bjartsýnni en áður. Mér er því ofarlega í huga sú von, að enn sé eftir í okkur sá kjarni að við getum snúið þróun þjóðfélagsins við til betra og heiðarlégra mannlífs en nú á sér stað. Þorbjörg Sigurðar- dóttir og dóttir henn- ar, senn eins árs: r Arframfaranna Jóhanna litla Kristinsdóttir var fyrsti íslendingurinn sem fæddist á þessu ári sem nú er senn á enda. Við heimsóttum hana og spurðumst fyrir um hverjum framförum hún hefði tekið á árinu. „Henni hefur aldrei orðið mis- dægurt,“ sagði móðir Jóhönnu,' Þorbjörg Sigurðardóttir. „Hún er búin að fá tíu tennur og getur sagt pabbi, mamma, datt og svona einföld orð. Hún getur ekki gengið hjálparlaust en það er alveg að koma hjá henni.“ Stefán Jasonarson bóndi og hreppstjóri: Gotttíðarfar en slæmt verzlunarárferði „Mér er það minnisstæðast hve tíðarfar var hagstætt flestum bú- greinum bænda og hins vegar hve verzlunarárferði var bændum óhagstætt,” sagði Stefán Jasonar- son bóndi og hreppstjóri í Vorsa- bæ. „Varðandi nýtt ár er mér það efst í huga að landbúnaðarsýning- in, sem Búnaðarsamband Suður- lands hefur ákveðið að halda á Selfossi næsta sumar, takist sem bezt og sýni sem bezt stöðu land- búnaðarins í íslenzku þjóðlifi." Njörður Snæhólm, yfirlögregluþjónn „Lugmeier bankaræningi og ferjuflugmað- urinn” „Mál Ludwigs Lugmeiers er mér minnisstæðast frá árinu sem er að líða,“ sagði Njörður Snæhólm yfirlögregluþjónn ný- stofnaðrar Rannsóknarlögreglu ríkisins. „Það má merkilegt kall- ast að þessi bankræningi skyldi vera búinn að valsa um, fara inn og út úr Englandi, Bandaríkjun- um og Mexico, vera eltur af Inter- pol og vera síðan handtekinn hér með hluta af ránsfeng sínum,“ sagði Njörður. „Utan starfsins er mér efst í huga það dæmalausa afrek ferju- flugmannsins bandaríska, sem lenti flugvél sinni hér úti í Faxa- flóa í ofsaveðri og stórsjó. Allir sem flogið hafa hljóta að dást að slíku afreki. Að flugmaðurinn skyldi láta lífið eftir það afrek að lenda vélinni er svo önnur saga og ákveðið af æðri máttarvöldum." Varðandi næsta ár kvaðst Njörður aðeins vonast eftir betra ári en það líðandi er. „Við höfum fengið nóg af slysum og stórmálum. Mál er að linni. Það á einnig við um aðstöðu okkar hjá rannsóknarlögreglunni bæði til vinnu og húsnæðis." Bjarni Árnason frétta- ritari DB og bílstjóri á Siglufirði: Vantarnýjan bfl sem fyrst Eftirminnilegasti atburðurinn á árinu hjá mér er vafalaust þegar ég valt niður Mánárskrið- urnar fyrr í mánuðinum. Sérstak- lega er þetta mér minnisstætt, því að í gær var ég nærri því fokinn. niður aftur. Ég var svo sem búinn að ákveða, að nú skyldi ég keyra niður ef ég færi. Mér er efst í huga að ná mér í nýjan bíl sem fyst, — annað kemst ekki að. Albert Guðmundsson, alþingismaður: Ánægjuleg samskipti við vini ogkunningja „Ánægjuleg samskipti við vini og kunningja eru mér efst í huga frá árinu, sem er að líða. Ég óska þess af einlægni, að nýja árið megi bera hið sama í skauti sínu fyrir sem flesta og að guð og gæfan fylgi landi og Iýð.“

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.