Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 19,7.7. . Útgefandi DagblaðiÖ hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir. Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjalþkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstobir Þverholti 11 Aðalsími blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuði innanlands/ I lausasölu 80 kr eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Myndaog plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Þegar kornið fór að spíra Hugur og hönd héldust í hend- ur í afrekum íslendinga á erlendri grund á árinu, sem nú er senn liðið. Jón L. Árnason varð heimsmeistari sveina í skák og Hreinn Halldórsson varð Evrópu- meistari í kúluvarpi. Slík afrek gleðja fámenna þjóð og stuðla um leið að nauðsynlegu sjálfstrausti hennar í frumskógi alþjóðlegra samskipta. Þau verða öðrum hvatning til að standa sig, hver á sínum vettvangi. Hið sama má segja um frábæran árangur íslenzka landsliðsins í handbolta í fyrri hluta heimsmeistarakeppninnar. Þegar liðsmenn eru nú að leggja í síðari áfanga keppninnar, fylgja þeim góðar óskir og miklar vonir íslendinga almennt. Hjá fámennri þjóð, sem býr við túndrujaðar nyrzt í Atlantshafi, skiptir líka máli önnur tegund afreka. Hún er sú að ljúka enn einu ári í velmegun, við fulla atvinnu og sæmilega menn- ingarreisn. Það skyggir að vísu á gleðina út af velgengni ársins, að hún stafar tæpast af eigin tilverkn- aði. Ytri aðstæður hafa verið hagstæðari á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Aldrei höfum við fengið jafnmikinn gjaldeyri fyrir hvert kíló af fiskafurðum. Undir niðri hlýtur að ríkja nokkur uggur um framtíðina. Við vitum, að fiskurinn getur ekki hækkað endalaust í verði og að verðhrun fiskaf- urða fylgir oft í kjölfar óhóflegra hækkana á erlendum markaði. Ekki er síður ástæða til að óttast um fiskinn í sjónum. Okkur tókst ekki að hindra ofveiði á árinu, þrátt fyrir minni veiði útlendinga og ýmsar aðgerðir til friðunar. Voru það þó merk tímamót að losna við Vestur-Þjóðverja úr fisk- veiðilögsögunni. Einna alvarlefust er fyrirlitning ráðamanna á vísindum hafsins. Pólitískir og hagfræðilegir ,,fiskifræðingar“ hafa vaxandi tilhneigingu til að taka ráðin af hinum raunverulegu fiski- fræðingum, ef hinir síðastnefndu þykja ekki nógu b^artsýnir. Seint verður oflofuð sú stefna núverandi sem margra fyrrverandi stjórnvalda að reyna að halda við fullri atvinnu. Þar hafa íslending- ar reynzt öðrum þjóðum farsælli. Annars staðar hafa stjórnvöld beitt atvinnuleysi til að hamla gegn verðbólgu. Stefna fullrar atvinnu gæti þyngt róðurinn gegn verðbólgu, ef sá róður væri einhver hér á landi. Á það hefur ekki reynt hér á þessu ári. Stjórnvöld hafa alveg látið hjá líða að berjast við landsins mesta f janda. Eitt höfuðeinkenni ársins er hin mikla um- ræða um þjóðmál, sem hefur blómstrað í kjallaragreinum dagblaða. Sú umræða hlýtur fyrr eða síðar að skila árangri í breyttu vali á stjórnmálamönnum og breyttum stjórnarhátt- um. Prófkjör stjórnmálaflokka í vetur hafa sýnt merki hinna miklu hræringa, sem óhjákvæmi- lega munu fylgja í kjölfar öflugri stjórnmála- vitundar borgara landsins. Svo kann að fara, að ársins 1977 verði aðal- lega minnzt sem ársins, þegar frækorn stjórn- málaskrifa almennra borgara byrjaði að spíra. t ...... Áramótaspjall: Hráslagahólmi — nútíma útópía? Staðsetning og tungumól Langt úti í hafsauga er lítil eyja, sem heitir Hráslagahólmi. Þar býr ekki margt fólk — aðeins örfáir afkomendur fornra sjóræningja og sér- vitringa. Tungumál eyjar- skeggja er ótrúlega gamalt, en þó mjög blæbrigðaríkt og fullt af furðulegum búkhljóðum. (Sumir innfæddra fullyrða að málið sé í raun og veru ómeng- uð sanskrit). Setningin „Komið þér sælir“ hljómar t.d. svo á máli þeirra: „Hnjuffl hrrígh virþ dlahljúx". Alls eru 42 eða 43 stafir í stafrófi hra'slagahólmara. Það fer eftir því hvort hægri- eða vinstrisinnuð stjórn situr við völd. Tungumálið er annars stolt eyjarskeggja, enda eiga þeir sér sögu eins og þeir segja öllum. Svo merkileg finnst þeim sagan að þeir geta ekki hugsað sér að breyta málinu sem hún er skrif- uð á — og svo merkilegt finnst þeim tungumálið að útlending- ar (sem einhverra hluta vegna vilja setjast að á hólmanum) verða að breyta nöfnum sínum svo að þau samræmist tungu- taki gömlu villimannanna. Þannig verður t.d. maður, sem heitir Þorgeir Skarp- héðinsson, umskírður og fram- vegis nefndur TFARAGNÚL- AS SKRABÍHNOFBVÚLHN, ef hann sest að meðal eyjar- skeggja. Og þótt hráslagahólmarar séu ekki nema rétt liðlega 4000 talsins, þá eru þeir furðu natnir við að skaprauna íbúum stóru þjóðanna, sem næst þeim búa, með því að heimta af þeim gamlar skruddur, rotin lík og steinrunna selshreifa, sem ein- hvern tíma I fyrndinni tilheyrðu þessari yfirþyrmilega stoltu þjóð. (Einhvern tíma heyrði ég þvi fleygt að þeir hefðu lagt heilmikið á sig til að ná aftur uppstoppuðu. fugls- greyi, en það er nú sennilega eitthvað orðum aukið.) Landgœði og saga Nokkur háhitasvæði eru á hólmanum og auðvitað hafa hólmarar lært að hagnýta sér jarðvarmann. Þegar orku- skortur fer að gera vart við sig, kasta þeir öflugri sprengju (úr hæfilegri fjarlægð) á næsta háhitasvæði — og ef nýr hver myndast við sprenginguna, byggja þeir hús yfir hann, leiða síðan jarðhitann gegn um rör út úr húsinu og í nærliggjandi byggðarlag. Stundum misheppnast þessar tilraunir að vísu svo heiftarlega að jarðskjálftar og jafnvel eld- gos eiga sér stað. Þá taka íbúarnir bara myndir af öllu saman og gefa þær út í bók, sem þeir reyna síðan að selja á al- þjóðlegum markaði. Þeir deyja ekki ráðalausir þessir kappar. Svo eru þeir sjálfir fjandan- um bókhneigðari að eigin sögn. Þegar mengunarvandamál þéttbýlustu svæða heimsins bárust hráslagahólmurum til eyrna tóku þeir til óspilltra málanna og iétu drekkja öllum köttum i höfuðstaðnum, Kraumvogi, til að losna við leiðinlega kattahlandlykt í eitt skipti fyrir öll. Hráslagahólmi er að vísu svo lítil eyja, að ekki er víst að margir hafi heyrt hennar getið (enda er henni oft sleppt á landakortum), en samt áiíta eyjarskeggjar land sitt vera miðpunkt alheimsins og efast aldrei um að saga forfeðra þeirra (sjóræningjanna) sé frægasta og merkilegasta sagan í víðri veröld. Saga þessi (sem byggist að mestu leyti á ránsferðum, yfir- þyrmandi stolti og ótrúlegum naglaskap) er kennd f öllum menntastofnunum landsins. Hvert mannsbarn í landinu þekkir lika kappann GRÚDÍMBORDHL, sem drap kappana JAMHROLDA ZGÚMUFFURQ fiskimann með því að reka stóru tærnar upp í nasir honum og þumalfingurna á kaf í gegnum um hlustir hans. Satt að segja eru margar af fornsögum hráslagahólmara bráðskemmtilegar aflestrar — í styttum útgáfum auðvitað. Þær hafa líka verið þýddar á fjölda tungumála. í hvert skipti, sem einhver hluti úr sögu Hráslagahólma kemur út erlendis, básúnar radíóstöð eyjarinnar fregnina til allra íbúanna — og verður þá jafnvel landslið þeirra í Snú- snú (sem annars er geysi- vinsælt meðal eyjarskeggja) að sitja á hakanum. Lítum á vörugjaldið RÍKISTRYGGÐ VERÐBÓLGA í tíð vinstri stjórnarinnar sálugu voru sett lög um vöru- gjald sem greiða skyldi af inn- fluttum vörum eftir sérstökum tollnúmerum og af allri iðnaðarframleiðslu innanlands. Að sjálfsögðu ráku þáverandi stjórnarandstæðingar upp ramakvein. Kaupsýslustétt landsins spangólaði með, taldi vörugjaldið leggja drápsklyfjar á viðskiptalífið og létu meira að segja svo lítið að nefna, að vöru- gjaldið kæmi einnig við neyt- endur í landinu. En síðan vöru- gjaldið komst á, eftir að það var hækkað og loks framlengt af núverandi ríkisstjórn með bráðabirgðalögum í júlf 1975, hefur það malað bæði ríkissjóði og kaupsýslumönnum gull. Við afgreiðslu síðustu fjár- laga, rétt áður en þingþrösum var hleypt heim í jólafrí, lá við að framlengingu vörugjaldsins væri tekið með lófaklappi, og nú máttu neytendur fara í rass og rófu. Ekki einu sinni kommakvikindin á þinginu nenntu að mótmæla, enda farnir að geispa stórum sem hinir. Til eru þeir sem fullyrða að orðatiltæki á borð við „tíma- bundið" og „sem þó standi ekki lengur en til loka þessa árs“, sé einungis til þess að tryggja að þingmenn geti einhvers staðar gengið á bak orða sinna ef fátt er um föng. Einmitt þessi orða- tiltæki voru notuð í lögunum um „Sérstakt tímabundið vöru- gjald“ útgefnum 16. júlí 1975. Nærri má geta að 18% vöru- gjaldið verður aldrei afnumið. En þá vaknar sú spurning hvort ekki sé eðlilegt að heiti þess verði breytt, en það er ekkert annað en aðflutningsgjald, þótt það sé svo ríflegt að vera að- flutningsgjald af kostnaðar- verði og öðrum aðflutnings- gjöldum í þokkabót. 18% vörugjald eða 69% hœkkun tolla? Það er sagt að almenningur á íslandi hafi ekkert verðskyn. Venjuleg húsmóðir yrði klumsa ef hún væri spurð að bragði hve mikið mjólkin kosti. Af þessum sökum er íslenzki neytandinn vondur að gæta réttar síns. Og fólk kennir verðbólgunni um. Helvítis verðbólgan gerir alla hluti ómögulega, en það má þó græða á henni ef trýnið er nógu lyktnæmt. En staðreyndin er hins vegar sú að verðbólgan margbölvaða er afleiðing en ekki orsök. Verðbólgan ér afleiðing þess ræfildóms sem kallást íslenzk hagstjórn og gert hefur islendinga að við- undrum Evrópu. Af þessum sökum verður ekki uppi fótur og fit á íslandi þótt ríkisstjórnargarmurinn skelli á þjóðina vörugjaldi, sem hækkar allt vöruverð í landinu og magnar um leið verðbólg- una. Fólk spyr ekki: Á hvað leggjast þessi 18%? Því finnst einfaldlega að ein skitin 18% gæti ekki skipt sköpum þegar verð matvara stekkur upp um 100% árlega. Hins vegar mætti gera ráð fyrir því að mörgum litist ekki á blikuna ef tilkynning kæmi frá Drápsklyfjamálaráðuneyt- inu um að tollar skyldu hækk- aðir um ein lítil 69%. Til dæmis Kjallarinn Leó M. Jónsson hækkaði tollur af bflavara- hlutum úr 35% í 59%, sem sagt 69% hækkun. Bót f máli væri ef vörugjaldið yrði um leið fellt niður, eða hvað? Nei, — það skipti nefnilega engu máli, — þótt vörugjaldið yrði fellt niður um leið. 18% vörugjald af erlendu vöruverði, flutnings- kostnaði, vátryggingariðgjaldi, og 35% tolli, þýðir eickert annað en að tollur af bílavara- hlutum hefur hækkað um 69%, án þess að nokkur kveinkaði sér. Á þessa 69% tollahækkun kemur síðan álagning innflytj- anda og smásala, og síðan 20% söluskattur ofan á alla þá kostnaðar- og töluliði sem hægt er að draga fram. Varahlutasending sem kostar 890 dollara komin um borð í skip vestur i Bandaríkjunum (FOB-verð) en það eru kr. ■ i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.