Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 22
22
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977.
Þad var Mary Stavins frá Svíþjóð, sem valin var ungfrú Heimur 17. nóvember siðastliðinn í London.
Hinar stúlkurnar eru ungfrú Bandaríkin, efst til vinstri og síðan ungfrú Brasilía, í neðri röð til vinstri er
ungfrú Þýzkaland og til hægri er ungfrú Holland.
Afríka ofarlega
á baugi
Málefni Afríku voru meira á
döfinni á liðnu ári en fyrr og
andóf hvítra íbúa Ródesíu og
Suður-Afríku ofarlega á baugi.
Bretar sendu sérlegan
sendiherra, Ivor Richard, til að
reyna að koma á samkomulagi
milli hvítra manna í Ródesíu
undir stjórn Ians Smith og svarta
meirihlutans í landinu. Richard
varð ekkert ágengt og sáttaum-
leitunum hans lauk eiginlega
þannig, að hvorki hvítir eða
svartir Ródesíubúar vildu mæta
til viðræðna. Hvarf fulltrúi Breta
heim á leið.
Vorster forsætisráðherra
Suður-Afríku var sagður hafa lagt
hart að Ian Smith um að hann
leitaði allra leiða til sátta við
svarta meirihlutann.
John Vorster
taldi Ródesíu
nauðbeygða
til samninga
John Vorster, sem fáir telja
mikinn stuðningsmann jafnréttis
svertingja, mun telja stöðu hvítu
Ródesíu vonlausa nema takist að
komast að einhvers konar sam-
komulagi við svarta ibúa.
Bi< i,ii voru ekki af baki doltnir
og Owen, læknirinn, sem tök við
af Anthony Crossland sem utan-
ríkisráöherra, fór til Afríku í
apríl. Þar ræddi hann við Smith
Ródesíuforsætisráðherra, John
Vorster í Suður-Afríku og
forustumenn svartra bæði þá sem
dveljast í Ródesíu og hina sem í
útlegð eru í nágrannarfkjunum.
Ekki voru þetta einu stór-
mennin, sem sóttu heim Afríku á
árinu.
Youngfulltrúi
Carters varáferð
Young fulltrúi Bandaríkjanna
hjá Sameinuðu þjóðunum og sér-
legur sendimaður Jimmy Carters
Bandaríkjaforseta kom til Afríku.
Þótti honum takast vel upp en
hann kom víða við og einna mesta
athygli vakti að fremur vel virtist
fara á með Young og Vorster.
Kom það mörgum á óvart því
Young er sjálfur svartur og
skeleggur talsmaður jafnréttis
allra kynþátta.
Síðast er rétt að geta þess að
sjálfur Fidel Castro þjóðar-
leiðtogi Kúbu brá sér til Afríku.
Hann fór um nokkur lönd
álfunnar þar sem svartir ráða
ríkjum en stærsti liður ferðar-
innar var þó í Angóla þar sem
kúbanskir hermenn eru enn
stjórn landsins til aðstoðar.
Notuðu forustumenn þar
tækifærið og þökkuðu Castro
ómetanlegan stuðning i borgara-
styrjöldinni, sem brauzt út stiax
og Portúgalir hurfu þaðan á brott
og lauk ekki fyrr en Í976.
Vorster herti tökin
heima fyrir
Stjórn John Vorsters í Suður-
Afríku herti enn tökin, sem hún
hefur á svörtum íbúum landsins
og þeim hvítum, sem eru and-
stæðir stefnu hennar í kynþátta-
málum.
I lok janúar voru sett lög sem
að mati margra jafngiltu
hernaðarástandi og eru stjórn-
völdum heimilar flestar aðgerðir
gagnvart einstaklingum í skjóli
þeirra.
Síðastliðið haust stöðvaði
stjórnin í Suður-Afríku útkomu
nærri tuttugu blaða og tímarita á
grundvelli hinna nýju laga.
Steve Biko ungur forustu-
maður svertingja í friðsamlegri
baráttu þeirra lézt í vörzlu lög-
reglunnar í október.
Kruger dómsmálaráðherra gaf í
fyrstu þá skýringu að Biko hefði
látizt af afleiðingum hungurverk-
falls, sem hann hefði farið í.
Lát Bikos vakti
mikla reiði
Lát Bikos vakti mikla reiðiöldu
í Suður-Afríku og um allan heim.
í ljós kom við krufningu, sem
fékkst framkvæmd að kröfu
ættingja fangans, að hann hafði
látizt af höfuðhöggi.
Niðurstaða rannsóknar sem fór
fram var sú að yfirvöld töldu ekki
ástæðu til að telja dauða Steve
Bikos sök lögreglumanna.
Mjög margir töldu rannsóknina
hafa leitt þveröfugt í ljós og bár-
ust mótmæli við málsmeðferð
hvaðanæva að úr heiminum.
Almennar þingkosningar voru
bæði í Ródesíu og Suður-Afríku á
árinu. Sameiginlegt með þessum
kosningum var að aðeins hvítir
íbúar landanna fengu að segja
álit sitt.
lan SmithogJohn
Vorster sigruðu
báðiríkosningum
Sigur Ians Smith og John
Vorsters var ótvíræður, hvítir
íbúar landa þeirra fylktu sér
undir þeirra merki.
I lok ársins lýsti Smith því yfir
að hann væri fús til að samþykkja
jafnan kosningarétt hvítra og
svartra. Þykir það mikill áfangi
en ekki er enn búið að komast að
samkomulagi um framkvæmd
samkomulagsins og svartir íbúar
Ródesíu skiptast í það minnsta í
þrjár fylkingar. Ekki er Ijóst hver
fylgismestur og samkomulag um
kosningarétt svartra og þátt
þeirra í stjórn ríkisins gæti
dregizt nokkuð meðan áhrifa-
hópar svartra eru að kanna liðið.
Suður-Afríkustjórn stofnaði
enn eitt gerviríki svertingja
innan landamæra sinna. Eru þau
þá orðin tvö en fleiri eiga að
fylgja í kjölfarið. Ríki þessi eru
algjörlega á framfæri Suður-
Afríku, meira að segja vinnur
meirihluti íbúa þeirra í Súður-
Afríku.
Vopnasölubann
á Suður-Af ríku
í lok október samþykkti þing
Sameinuðu þjóðanna vopna-
sölubann á Suður-Afríku. Var það
stutt af öllum helztu vopnaút-
flytjendaríkjum heims og er talið
geta orðið afdrifaríkt.
Suður-Afríkumenn báru sig þó
vel og sögðust hafa alla getu til að
vera sjálfum sér nógir um vopn
og skotfæri í þau.
Stjórn Ródesíu hefur þungar
áhyggjur af vaxandibrottflutningi
fólks frá landinu. Hvítir íbúar
landsins eru ekki nema rétt rúm-
lega fleiri en við íslendingar.
Að meðaltali fluttu rúmlega
eitt þúsund hvítir menn á brott í
mánuði hverjum. Reyndi stjórn
Ródesíu að stöðva þetta, bæði með
beinum áróðri og efnahagslegum
þvingunum gegn þeim sem flytja
vildu.
Sómalir studdu uppreisnar-
menn i þeim hluta Norður-
Eþíópíu sem kallaður er Eritrea.
Eru þeir skyldir Sómölum og
telur Sómalía sig eiga tilkall til
stórs hluta af landi sem telst til
Eþíópíu.
Eþíópfuherfór
halloka fyrir
Sómölum
Eþíópíuher fór oftast hallloka í
bardögum og undir lok ársins var
svo komið að Eþíópía hafði misst
allar helztu hafnir á austur-
ströndinni.
Sovétmenn studdu Sómali og
útveguðu þeim vopn en síðastliðið
sumar sneru þeir við blaðinu og
hölluðu sér að Eþíópíumönnum.
Brugðust Sómalir reiðir við —
ráku hernaðarráðgjafa Sovét-
manna á brott og slitu síðan
stjórnmálasambandi við Sovét-
ríkin.
Af öðrum atburðum í Afríku
má nefna að bylting var gerð í
Eþíópíu í febrúar og komust
stuðningsmenn Sovétrikjanna til
valda. Þar í landi þykja veður öll
válynd og heitt í kolunum.
Idi Amin með sama
skepnuskapinn
Idi Amin foringi Uganda-
manna heldur enn uppi sama
háttalagi og áður. Stjórnar lands-
mönnum með blóðugri ógnar-
stjórn en gefur út yfirlýsingar um
hin ólíklegustu málefni þar á
milli.
Meðal annars lýsti hann því
yfir á árinu að hann ætlaði að
verða drottning Bretaveldis Lét
hann þess ógetið hvaða hlutverk
hann ætlaði Elísabetu drottningu
að því loknu.
Styrjöld geisar í Vestur-Sahara.
Vilja Marokkómenn, Alsír og
Mauritanía ná tangarhaldi á eyði-
mörkinni, sem áður var undir
stjórn Spánar. Eru taldar auðugar
námur þar í jörðu, meðal annars
fosfórnámur.
Frakkarslepptu
síðustu nýlendunni
Frakkar létu af hendi síðustu
nýlendu sína í Afríku og fekk
Djibouti frelsi í lok júnímánaðar.
Um framtíð þessa smárikis á
Afrlkuströnd við minni Rauða-
hafsins er allt í óvissu.
Nágrannarnir á báðar hendur,
Sómalir og Eþfópíumenn, ásælast
ríkið og hafa gert tilkall til þess.
Mikil efnahagsleg uppbygging
er í Nígeríu og innflutningur alls
konar varnings svo mikill að
hafnir landsins anna því engan
veginn. Verða flutningaskip oft-
ast að bíða losunar og lestunar svo
vikum skiptir.
Ræningjarvaða
uppiíLagoshöfn
Hafa ræningjar vaðið uppi,
rænt og ruplað um borð og jafn-
vel ráðizt á áhafnir skipanna.
í nóvember réðust ræningjar
um borð í danskt flutningaskip
sem lá úti fyrir Lagos. Fleygðu
þeir skipstjóranum fyrir borð
eftir að hafa myrt hann og börðu
á áhöfninni.
Dönsk stjórnvöld mótmæltu
þessu harðlega. Nígeríustjórn
hefur ákveðið að dauðarefsing
verði við sjóránum við strendur
landsins héðan í frá.
Innrás var gerð í Zaire frá
Angóla og fullyrti Zairestjórn að
Kúbumenn tækju þátt í henni en
Kúbustjórn mótmælti. Zaire fekk
stuðning frá Marokkó og hættu
bardagar á landamærum ríkjanna
fljótlega. Enn er þó heitt í
kolunum.
Bokassa
krýndur keisari
Bokassa keisari í Miðafríku-
ríkinu lét krýna sig á sama hátt og
þessara hópa er raunverulega
Um það bil eitt hundrað manns fórust er farþegaþota frá Malasíu hrapaði til jarðar í mýrarfen 5.
desember síðastliðinn. Rétt áður hafði flugstjóri hennar tilkynnt að véiinni hefði verið rænt. Ekkert er
vitað um orsök slyssins né hverjir hugðust ræna þotunni.