Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 10
10' DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977. Umboð Dagblaðsins íKeflavík þakkaröllum velunnurum Dagblaösins í Keflavík og starfsfólki fyrir samskiptin áliðnuári Farsælt komandi nýtt ár Umboð Dagblaðsins íKeflavik Vinningsnúmerí happdrætti Styrktarfélags vangefinna Fyrsti vinningur, Plymouth Volare, kom á miöa númer R 44921. Annar til 10. vinningur, bifreið að eigin vali að upphæð 1200 þúsund krónur, á eftirtalin númer: R 4204. R18115. R 21684. R 47007. R 47073. R 63142. K 2094. X 3811. Y 6621. Styrktarfélag vangefinna. Bandaríkin: Valdahlutföll í hættu vegna auk- innar vopnasölu — Bandaríkin huga að hagsmunum sínum við Indlandshaf Sérfræðingahópur á vegum Bandaríkjaþings telur að þörf sé á endurskoðun stefnu Bandaríkjanna I vopnasölu til, ríkja við Indlandshaf og Rauða- haf. Telja sérfræðingarnir að nýj- ungar í hernaðartækjum og hernaðarkerfum, þar sem bandarísk vopn séu stór þáttur, séu farnar að hafa mikil áhrif á ríki í þessum heimshluta, valdahlutföll þeirra innbyrðis og stjórnkerfi einstakra ríkja. Niðurstaða þessi er fengin eftir að hópur manna fór til Eþíópíu, Bahrain, Kuwait, Saudi Arabíu, Oman, Samein- uðu furstadæmanna, Jemen og íran fyrir einu ári síðan. Stefna Bandaríkjanna í vopnasölu er að mati sér- fræðinganna allt önnur en henni var ætlað að verða, þegar Bretar hættu að gæta friðar og hagsmuna vestrænna ríkja í þessum heimshluta árið 1971. Bent er á að Iran og Saudi Arabía kaupi mun meira af vopnum en gert hafi verið ráð fyrir fyrir nokkrum árum. Sagt er að Kuwait og Yemen hugsi sér einnig til hreifings á hernaðarsviðinu á næstu mánuðum. Vikan Söluböm vantar í eftirtalin hverfi í Kópavogi: Hverfi 4. Vogatunga Grœnatunga Brœðratunga Hrauntunga Hlíðarhvammur Hverfi 5 Gagnheiði Melaheiði Lyngheiði Tunguheiði Skólaheiði Hverfi 6 Dalbrekka Auðbrekka Langabrekka Hverfi 7 Hrauntunga Hverfi 8 Digranesvegur Neðstatröð Vallartröð Skógartröð Álftröð Meltröð Hverfi 14. Vesturvör Nesvör Hafnarbraut Hverfi 15. Hlégerði Suðurbraut Hverfi 17. Birkigrund Grenigrund Furugrund Reynigrund Víðigrund Hverfi 19. Kjarrhólmi Hvannhólmi Starhólmi Vallhólmi Uppl. í síma 36720 Voru þeir banka■ ræningjar eða hugsjónamenn? Tólf öfgasinnaðir vinstri- menn voru handteknir í Parfs í gærkvöldi fyrir að kasta grjóti að lögreglumönnum. Varð þetta þegar mótmælaganga fór fram hjá spænska sendiráðinu í París. Göngumenn voru um eitt hundrað og voru að mótmæla fangelsum þriggja Frakka á Spáni. Þar hlutu þeir þunga dóma, allt að 40 ára fangelsi, fyrir Dankarán framið fyrir nokkr- um árum. Mótmælamenn í göngunni héldu því aftur á móti fram að þeir væru meðlimir hreyfingar, sem starfað hefði í baráttunni gegn stjórn Franco heitins, einræðisherra Spánar. Jerry Robinson, sem nú er þriggja ára, missti algjörlega hæfileikann til að tala fyrir átján mánuðum. Þá saup hann á lút í óvitaskap sínum. Nú hefur honum verið útvegaður rafknúinn gervibarki og kennsla sérfræðings til að tala með hjálp hans. Þegar myndin var tekin var kennari Jerrys að kenna honum að segja gleðileg jól. FLUGELDASALA KIWANISKLUBBANNA HEKLU OG ESJU ÁRMÚLA 18 _____OPIÐ TIL KL. 10_ OPIÐ TIL KL. 3 GAMLÁRSDAG 1 /ztvÍAA' islr1 GLÆSILEGIR FJÖLSKYLDUPOKAR ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL LÍKNARMÁLA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.