Dagblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JANU.AR 1978. SNJALL SKEMMTI- ÞÁTTURÁ GAMLÁRSKVðLD Anna skrifar: Eg get hreinlega ekki orða bundizt yfir hve ég er stórkost- lega ánægð með sjónvarpsdag- skrána á gamlárskvöld. Mig langar til þess að biðja DB að koma á framfæri þakklæti til Raddir lesenda Hringib í síma 27022milli kl. 13ogl5 - þeirra þarna í sjónvarpinu með kæru þakklæti fyrir virkilega skemmtilega dagskrá. Það stendur aldrei á neinum að rjúka til og kvarta þegar eitthvað fer miður, það er miklu frekar að enginn segi neitt þegar vel tekst til. Það hefur alltaf verið talið farsælt að gera svolítið grín að sjálfum sér og það gerðu þeir einmitt í sjónvarpsþættinum. Mér fannst alveg sprenghlægi- legt að sjá hermt eftir fréta- þulinum, svo ekki sé nú talað um megrunarpostulana! Þetta er fínt hjá ykkur. Einnig langar mig til þess að þakka kærlega fyrir skemmti- þáttinn með Bing Crosby. Hann var alveg stórskemmtilegur og það alveg nýr af nálinni. Svona á sjónvarpið að vera, piltar. — Það láðist bara að tilkynna í dagskránni að þátturinn væri í litum, þannig að litsjónvarps- eigendur hafa ekki hlakkað eins mikið til og ástæða var til. Þátturinn með Bing Crosby var alveg stórskemmtilegur og alveg nýr af nálinni í ofanálag. Sumum finnst kannski óþarfi að vera sifellt að tönglast á því hvort þættir séu sýndir i lit eða ekki. Litasjónvarpseigendur eru ekki á þeirri skoðun. Þeir vilja gjarnan renna augunum yfir sjónvarpsdagskrá vikunnar og sjá hvaða þættir verða í lit- um. Þá geta þeir bæði hlakkað til að njóta dýrðarinnar eða jafnvel farið i bió ef ekkert er i litum. Nú er fokið í flest skjól: RÍKIÐ VILL EKKILENGUR SÍNA EIGIN MYNT „Afgreiðslumaður i áfengis- verzlun ríkisins við Snorra- braut neitaði að taka þessa peninga góða og gilda sem greiðslu," sagði maður nokkur sem kom á ritstjórnarskrifstofu DB og hafði meðferðis pakka með þrjú þúsund krónum, sem búið var að búnta og telja. „Hann sagði að búið hefði verið að loka bönkunum, en klukkan var eitthvað um fimmtán mínútur yfir fjögur er þetta var og það tæki alltof langan tíma að telja þetta. Verzlunarstjórinn sagði að þetta kæmist ekki i peninga- tösku verzlunarinnar. Var mér einnig bent á að fara með þetta í banka (sem var þá líklega enn opinn einhvers staðar) og fá þessu skipt og koma síðan aftur' Ég hafði einmitt búntað þessa peninga til þess að flýta fyrir þeim í rfkinu," sagði maðurinn. Það er nú farið að fjúka í flest skjól þegar verzlun ríkisins sjálfs vill ekki lengur taka við þeirri löglegu mynt sem í gildi er i landinu. Fyrst voru það ávísanirnar sem þeir vildu ekki, — nú er það smámyntin. Bráðum vilja þeir líklega ekki taka á móti nema fimm þúsund og þúsund króna seðlum. Enga hundrað kalla eða fimmhundruð kalla takk fyrir! Svona var gengið frá myntinni sem ríkið við Snorrabraut vildi ekki líta við. DB-mynd R.Th. V Fáfræði um van gefna leiðrétt Rvik 2. janúar 1978. Dagblaðlð Reykjavik. Bréf Veigu sem birtist í DB 29. des. sl. er byggt á augljósu þekkingarleysi. Mér finnst leitt að af bréfinu má draga þá ályktun að upplýsingastarfsemi sú, sem áhugafólk um málefni vangefinna hefur haft i frammi undanfarin ár hefur ekki borið tilætlaðan árangur og að al- menningur veit ekki ennþá um allt það sem skortir til þess að búnaður vangefinna hér á landi geti talist viðunandi. Ég vil fyrst skora á Veigu að upplýsa hvar rekið sé „lúxus- heimili fyrir vangefna" hér á landi og að hvaða leyti van- gefnir séu „ofaldir á kostnað hinna". Það yrði alltof langt mál að telja upp allt það, sem vantar, en móðir vangefins barns segir svo frá reynslu sinni I tlmariti Styrktarfélags vangefinna, 2. tbl. 1976: Siðastliðið vor fékk ég upphringingu frá skólanum, sem tekið hefði við syni mln- um, hefði hann verið heil- brigður. og var spurð hvers vegna hann mætti ekki til skóla. Drengurinn er mongólidi og eftir að hafa skýrt málavöxtu spurði ég, hvort skólinn gæti veitt hon- um einhverja kennslu við hans hæfi. Nei, því miður, var svarið við setjum hann bara undir V (þ.e.a.s. veik börn). Mér fannst þau alveg eins geta sett hann undir G (gleymd börn) því vissulega hefur skólakerfið gleymt þessum börnum og þau njóta þar ekki þess réttar, sem þeim ber, lögum samkvæmt. Það er fyrst nú á fjárlögum 1978 sem fé er veitt til bygging- ar sköla fyrir vangefna. Með markvissri þjálfun allt fi^á bernsku má ná því marki að hinn vangefni geti lifað nokkuð eðlilegu lífi og sé ekki baggi á neinum, heldur nýtur þjóð- félagsþegn. Til þess að allir vangefnir fái að njóta þessarar sjálfsögðu þjálfunar þarf að veita mun meira fé til uppbyggingar en hingað til hef- ur verið gert. Að mínu áliti er þvi fé mjög vel varið. Torfi Tómasson f.v. framkvstj. Styrktarfél. vangeflnna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.