Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.01.1978, Qupperneq 9

Dagblaðið - 04.01.1978, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978. --------------- Landsbankamálið: EIGK) FYRIRTÆKI FÉKK EKKI „LÁN” - —segir Emanúel Morthens, meðeigandi Hauks íDropa hf. Eftir því sem bezt er vitað eru eignir Hauks Heiðars, fyrrum forstöðumanns ábyrgðardeildar Landsbank- ans, bundnar við glæsilegan sumarbústað á Þingvöllum dýra húseign í Reykjavík og hlut i hlutafélaginu Dropa. Fasteignamat ibúðarhússins sem er skráð á hans nafn er um 30 milljónir og á því hvíla innan við 2 milljónir í veð- skuldum. Félagið var stofnað 1965 af Hauki (sem er stjórnarfor- maður), Emanúel Morthens forstjóra. Guðmundi Gíslasyni forstjóra Bifreiða og land- búnaðarvéla, Reinhard heitnum Lárussyni, Sigurði Arnasyni, Þórhalli Þorlákssyni og Alfreð Elíassyni forstjóra Flugleiða. I stjórninni eru Haukur, Guðmundur og Emanúel. Eignaraðild þeirra allra er jöfn. Félaginu var upphaflega ætlað að vinna að fiskirækt og byggingastarfsemi. Dropi hf. á alldýra hæð í húsinu nr. 5-7 við Ármúla i Reykjavík. Sú eign er metin á 134 milljónir, skv. upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Dagblaðið sneri sér til Emanúels Morthens sem hefur haft rekstur eignarinnar í Ármúla með höndum, og spurði hvort Dropi hf. væri eitt þeirra fyrirtækja sem notið hefðu lánafyrirgreiðslu Hauks Heiðars persónulega. Emanúel sagði engin tengsl vera þar á milli og sjálfur hefði hann engin viðskipti haft við Hauk. „Ég er óviðkomandi þessu máli að öllu leyti og veit ekkert um það,“ sagði Emanúei Morthens og vísaði á rann- sóknarlögreglu eða Landsbank- ann um upplýsingar. OV/BS Landsbankamálið: HVERBORGAR - HVERTAPAR? Hver hefur orðið fyrir tjóni vegna fjársvika Hauks Heiðars í ábyrgðardeild Landsbanka íslands? Ljóst er að Sindra-Stál (auk hugsanlegra fleiri fyrirtækja sem enn hafa ekki verið nefnd af opinberri hálfu) hefur borið mikið tjón — að minnsta kosti í fyrstu umferð. Hækkun reikninga Sindra-Stáls hefur ekki borizt út í verðlag fram- leiðsluvara fyrirtækisins þar sem Haukur Heiðar hækkaði innlenda kostnaðarliði reikninganna og aðeins er- lendur kostnaður fer út í verð- lag. Sindra-Stál telur sig hins vegar eiga endurkröfurétt á bankann og hefur DB vissu fyrir að Landsbankinn vefengir ekki kröfuna. „Bankinn ber tjónið," sagði háttsettur heimildarmaður blaðsins. En bankinn vill áreiðanlega einnig gæta sinna hagsmuna og gerir sjálfkrafa endurkröfu á Hauk Heiðar. ÓV/BS V Akureyringar hafa snjóinn: Skíðalyfturnar í Hlídarfjalli opnar um helgar „Hér er stórfínn snjór og lyft- urnar í gangi um helgar enn sem komið er því ekki er búið að opna Skíðahótelið til gistingar," sagði Júníus Björgvinsson matsveínn á Skíðahótelinu á Akureyri í sam- tali við DB. Hann er eins konar ráðsmaður innan húss á hótelinu þessa dagana en ívar Sigmunds- son hótelstjóri er fararstjóri erlendis með islenzka skíðalands- liðinu. „Við hyggjumst opna í kringum 20. janúar fyrir gistingu og höfum aðeins oi>'ð um helgar þangað til fyrir mat Það hefur komið heil- mikið af skíðafólki til okkar. Snjórinn er fínn en það er dálítið kalt í dag,“ sagði Júníus. Lyftukortin í skíðalyfturnar kosta 250 kr. stakar ferðir fyrir fullorðna og 80 kr. fyrir börn, en dagskortin kosta 1200 fyrir full- orðna og 600 kr. fyrir börn. Sólar- hringsgisting í eins manrts her- bergi kostar 3.700, tveggja manna herbergi kostar 5.600 kr. og svefn- pokapláss 830 kr. Morgunverður kostar 830 kr. fyrir manninn. A.Bj. Aðstaða til skíðaiðkana er frábær á Akureyri. Þar er yfirleitt nógur snjór og miklu oftar sólskin og gott veður en sunnanlands. Komdu og. finndu borðið sem hentar þer Borð við allra hœfi, sporöskjulöguð, hringformuð og ferköntuð. Margar stœrðir og fjölbreytt litaúrval. Komdu og finndu borðið sem hentar þér. mvW ATHUGIÐ: Tökum einnig að okkur sérsmíði. Hringið eða skrifið eftir myndalista. STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKEIFUNNI 8 REYKJAVlK SIMAR: 33 5 90 & 3 5110

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.