Dagblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 24
Bflastæðapólitíkin á ríkisióðum i Reykjavík teist óhæfa Slíkt mál hefur aldrei til Hæstaréttar komizt, en fordæmi mun til frá Svíþjóð Hæstiréttur tslands mun aldrei hafa fjallað um mál sem risið hefur út af deilu eða ágreiningi um það sem kalla mætti „vernduð afnot“ á bfla- stæði sem er í opinberri eign, að þvf er Björn Helgason ritari Hæstaréttar taldi f samtali vi0 DB. Dagblaðið hefur hins vegar haft spurnir af einu slíku hæstaréttarmáli f Svíþjóð. Þvf lyktaði með þvf að „óbreyttur" borgari í Stokkhólmi var alger- lega sýknaður af kæru fyrir að hafa lagt f merkt bflastæði sem var á lóð í eigu rfkisins. Féllu og niður allar kröfur á hendur honum um greiðslu sakar- kostnaðar og kostnaðar m.a. vegna brottflutnings bifreiðar hans af hinu merkta stæði. Ýmsir hafa haft samband við DB vegna greinar sem hér var skrifuð um „vernduð bfla- stæði“ til handa ýmsum starfs- mönnum Alþingis f miðborg Reykjavíkur. Einn af þeim sem samband höfðu þekkti allvel til hins sænska máls. Málið í Svíþjóð út af vernd- uðum rétti til handa ákveðnum bifreiðareiganda til nota á bfla- stæði sem var í ríkiseign var svolitið til umræðu hér á landi, þá er deilur risu út af „vernd- uðum rétti" starfsmanna Arn- arhvols til bílastæða á lóð að baki Safnahússins við Hverfis- götu. Einn af þáverandi hæstarétt- ardómurum lét þau orð falla að slfk verndun bflastæða fyrir ákeðna menn á lóð sem tilheyrðu rfkinu stæðist varla fyrir lögum landsins. Taldi hann íslenzk lög í þessum efn- um ekki frábrugðin hinum sænsku, sem sýknudómurinn var byggður á. Rétt þykir að láta þessi um- mæli, þó ónafngreind séu, koma fram, því eins og f upp- hafi segir verður ekki leitað f íslenzkum dómsskjölum um fordæmi í þessum efnum. Úthlutun sérréttinda til einstakra landsmanna til af- nota á ákveðnum landsspildum i rfkiseign verður að teljast óhæfa, þar til annað kemur fram. -ASt. Seiðmagnaður steinn við Sætún? Þessi var heldur óheppinn á Sætúni f Reykjavík f gær. Bfllinn snerist á götunni í hálkunni og hafnaði utan götunnar þar sem hún er einna hæst uppbyggð meðfram sjávarkantinum. Og svo mikil var óheppnin að bíllinn lenti á þeim eina steini er þarna er að finna á stóru svæði. Ekkert slys varð af og bíllinn er lítið sem ekki skemmdur. Þrettán árekstrar urðu í gær og nfu í fyrradag. Þykir það vel sloppið í þeirri færð sem í höfuð- borginni hefur verið. Minna hefur verið saltað en áður, jafn- vel ekkert marga daga f röð. Við það virðast ökumenn auka ár- veknina eins og árekstrafjöldinn sýnir,____- ASt./DB-mynd S.Þ. Fleiri voru án raf magns á gamlárskvöld „Það voru ekki bara íbúar í Sandgerði og i Gerðum í Garði sem voru án rafmagns á gamlárs- kvöld. Við slfkt hið sama urðu fbúar í Vogum og f Grindavík að sætta sig,“ sagði Sigurður Ingvarsson rafvirki hjá rafveitu Suðurnesja. Hann hringdi til blaðsins og vildi koma fram leið- réttingu við frétt um rafmagns- leysið þar syðra. „Ástæðan fyrir rafmagnsleys- inu var ekki sú, eins og fram kom, að verið væri að taka af rafmagn á einhverjum stöðum til þess að halda uppi spennu hjá öðrum. Raflínan sem staðina fjóra tengir er eldri lína og viðkvæmari en raflfnur annars staðar á Suður- nesjum. Lfnan „tolldi ekki inni“ vegna seltunnar. .Varð að bfða eftir viðgerðarmanni til að koma á rafstraumi á ný. Straumurinn komst á kl. 10.30,“ sagði Sigurður. - ASt. Glæsiþota á fullri ferð Snjórinn, sem nú hylur landið, hefur að venju tvær hliðar — hann veldur leiða hjá ökumönnum allflestum og gleði hjá börnum, sem taka þá fram forláta snjóþotur og skíði og renna sér sem mest þau mega. Á Miklatúni var mikið fjör hjá ungu kynslóðinni í gær, eins og sjá má á þessari mynd. Hér kemur einn á fullri ferð á glæsiþotu sinni. — DB-mynd R.Th. Sig. Skemmdarverkin á norðurlínunni unnin komu ekki f Ijós fyrr en í áhlaupaveðrum vetrarins Lögreglurannsókn sem fram fór á skotskemmdunum á raf- lfnunni til Norðurlands leiddi ekki til neinnar niðurstöðu um hver skemmdarverkin hefði unnið. Hins vegar kom í jós, að aðalskemmdirnar að minnsta kosti voru unnar í ágúst, þó þær kæmu ekki 1 ljós fyrr en f des- ember. Njörður Snæhólm yfirlög- regluþjónn fór norður til að kanna skemmdirnar sem unnar voru á fimm staurum skammt frá Blönduósi. Mestar voru skemmdirnar á tveim staurum og í ljós kom að þær skemmdir voru unnar f ágústmánuði. Þá komu menn í nágrenninu auga á þær en létu ekki vita, því f raun kom þeim málið ekki við. Fimm glereinangrarar á ein- um vír voru skotnir sundur f ágúst. Þær skemmdir komu fijálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 4. JAN. 1978. Albert Klahn og Erla áf rýja ekki til Hæstaréttar Albert Klahn Skaftason og Erla Bolladóttir áfrýja hvorugt dómi sem upp var kveðinn f Sakadómi Reykjavikur hinn 19. desember sl. í Guðmundar- og Geirfinnsmál- um. Frestur þeirra til áfrýjunar er nú runninn út. Saksóknarinn f málum þeirra, Bragi Steinarsson, vararíkissaksóknari, hefur ekki tekið ákvörðun um áfrýjun af hálfu ákæruvaldsins. Frestur hans til áfrýjunar er 3 mánuðir frá þvf honum bárust dómsgerðir. Áfrýjunarfrestur sakborninga er tvær vikur frá birtingu dóms, eins og áður hefur verið skýrt frá í DB. Erla hlaut þriggja ára fang- elsisdóm en Albert 15 mánaða fangelsisdóm. Frá refsivistartfma þeirra dregst gæzluvarðhaldsvist þeirra, svo sem einnig var skýrt frá á sfnum tfma. Lagaskylda er til að saksóknari áfrýi dómum þeirra fjögurra manna er þyngsta dóma hlutu í áðurgreindum málum. - OV/BS Fyrsti íslendingurinn 1978: Meybarn sem fæddist á Sauðárkróki „Ég veiktist ekki fyrr en tim kvöldið á gamlársdag og var komin á sjúkrahúsið um 11-leytið um kvöldið,“ sagði Alda Valgarðs- dóttir frá Asi í Hegranesi, en hún fæddi af sér fyrsta Islendinginn sem fæddist á nýja árinu. Frá Asi er ekki nema 10-15 mfn. akstur út á Sauðárkrók. Fyrsta barn ársins var stúlka, 12 merkur og 51 cm, og fæddist kl. 18 mfn. yfir miðnætti. Þegar DB ræddi við móðurina f morgun sagði hún að þeim mæðgunum heilsaðist vel og framtíðin væri algjörlega óráðin. Alda, sem er nftján ára og ógift, hefur búið hjá foreldrum sfnum að Ási, en hún hefur unnið á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki. -A.Bj. Kjöben íKeflavík Þeir eru stórborgarlegir Kefl- víkingar —núna nýlega eignuðust þeir alvöru pylsuvagn, — eða pulsuvagn, alveg eins og menn þekkja frá Kaupmannahöfn. Skiltamálarinn skilaði vagninum með áletruninni Pulsuvagn, og sjá, Orðabók Háskólans gat vel fellt sig við það orð. Og vonandi fella Keflvfkingar sig vel við þessa nýjung i bæjarlífinu eigi sfður. íágúst síðan ekki f ljós fyrr en salt hlóðst á einangrana f norðanrokinu f desember og komst þá vatn auðveldlega f vfra og lfnan varð óvirk. - ASt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.