Dagblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978. Erlendar fréttir /2 JÓNAS HARALDSSON Volvobílar innkallaðir Um 40 þúsund Volvo-bílar, smíöaðir í Bandaríkjunum árið 1975, hafa nú verið innkallaðir vegna galla í dælukerfi elds- neytis, samkvæmt tilkynningu stjórnvalda í Bandaríkjunum í gær. Talsmaður Volvo- verksmiðjanna telur að þennan galla í bensíngjöfinni sé ekki að finna i Volvo-bifreiðum sem framleiddar voru í Evrópu. Muni þvi ekki vera til umræðu að inn- kalla þær. Tveggja barna móðir herprestur í Danmörku Fjörutíu og tveggja ára lútherskur prestur, sem reyndar er tveggja barna móðir, verður fyrsti kvenpresturinn í danska hernum að sögn danska varnar- málaráðuneytisins. Yfirmenn hersins hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort frú og séra Lis Rechendorff verður látin klæðast pilsi eða buxum í þjón- ustu sinni sem herprestur. Hún verður fyrst um sinn herprestur í æfingabúðum fyrir nýliða í hern- um. Carterá ferðalagi: Pólitfskt óveður íFrakklandi Carter Bandaríkjaforseti kom til Answan í morgun frá Saudi Arabíu til viðræðna við Sadat Egyptalandsforseta. I sjö- landaferð Carters var ekki gert ráð fyrir því að Carter færi til Egyptalands, en eftir að Carter lét hafa eftir sér í viðtali að hann vsöri andvígur stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna var ákveðið að breyta áætluninni til þess að reyna að sætta sjónarmið leiðtoganna. Carter, sem nú heimsækir Egyptalands í fyrsta skipti, styður friðarviðræður Egypta og ísraelsmanna heils hugar. Viðræður forsetanna munu verða á Aswan flugvelli og er' gert ráð fyrir því að þær standi í tæpan klukkutíma. Frá Egyptalandi fer Carter siðan til Frakklands í heimsókn, sem þegar hefur vakið upp pólitískt moldviðri. Það þykir ekki venja að opinber heimsókn Bandaríkja- forscta til Parísar sé liður í slík- um þeytingi, sem Carter forseti hefur verið á undanfarið og Jacques Cirac borgarstjóri, sem er andstæðingur Frakklands- forseta í stjórnmálum, telur það vansæmd fyrir borgina og persónulega móðgun við sig. Jacgues Chirac borgarstjóri i París. Drengur eða stúlka, við vitum það Það er nú mögulegt að segja til um kynferði ófæddra barna með allmikilli nákvæmni, eða á milli 85—87%. Þetta er gert með því að taka blóðprufu af hinni verðandi móður. Samkvæmt upplýsingum þýzka læknisfræðitímaritsins Árztliche Praxis var þetta staðfest með rannsóknum læknadeildar Tækniháskólans í Aachen og á Bardenberg sjúkrahúsinu. Blóð- prufan er byggð á þeirri stað- reynd að hvít blóðkorn fóstursins sameinast blóði móðurinnar á sjö- undu viku meðgöngutímans hið fyrsta og á hinni tfundu hið síð- asta. Ef hið óborna barn er drengur innihalda blóðkornin Y- litninga, sem greina má með próf- unum. Laus staða Laus er til umsóknar staða læknis við heilsugæslustöð í Kópavogi. Staðan veitist frá og með 1. mars 1978. Umsóknir ásamt uppiýsingum um fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 1. febrúar nk. Heiibrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 2. janúar 1978. Níu vikna gamalt fóstur, en einmitt á því aldursskeiði má kyngreina hið óborna barn með allmikilli nákvæmni. Bandaríkin: Samdráttur hjá Chrysler 1 REUTER i Hefopnað endurskoðunarskrifstofu á Húsavík. Kappkosta að veita góð i þjónustu á sviði bókhalds og reikningsskila. Guðmundur Friðrik Sigurðsson löggiltur endurskoðandi Laugarholti 12, Húsavík. Sími 96/41305. Samdráttur varð rúmlega sjö af hundraði hjá Chrysler bifreiða- verksmiðjunum bandarísku á síðasta ári miðað við árið þar á undan, amkvæmt skýrslu stjórnar félagsins í gær. Nam bifreiðaframleiðslan í verksmiðjunum í Bandaríkjunum og Kanada einni milljón, fjögur hundruð fimmtíu og sex þúsund síðasta ár en var ein milljón fimm hundruð sextíu og átta þúsund bifreiðar árið 1976. 1 skýrslu stjórnar verk- smiðjanna kemur fram að fram- leiðsla bifreiða hefur verið meira en fimmtungi minni síðastliðinn mánuð en sama mánuð árið 1976. ENN EINN SIGUR SPASSKÝS OG NÚ MUNAR AÐEINS EINUM VINNINGI Eftir enn einn sigur Spasskys í fjórtándu skák þeirra félaga í áskorendaeinvíginu í Belgrad er spennan í keppni þeirra orðin jafn mikil og I byrjun og ekki munar nema einum vinningi á keppendunum. Fjórtándu skákinni lauk eftir fimmtíu og niu leiki, þegar Kortsnoj gafst upp. Andrúmsloftið var léttara í gær en fyrr í keppninni og tókust keppendur í hendur að henni lokinni en það hefur ekki verið háttur þeirra siðan í tíundu skákinni. Dómari keppninnar fór að nokkru að kröfum Kortsnojs og færði meðal annars áhorfendur fjær skákmönnunum. Staðan í einviginu er nú 7,5 vinningur fyrir Kortsnoj og 6,5 vinningur fyrir Spasský. INNRITUN ÞESSA VIKU ZUNS Nýjustu táningadansarnir eru: BeatBoy, Bulb o.fl. o.fl. Vestmannaeyingar! Innritun í Alþýðuhúsinu 4. og 5. jan. frá kl. 1-5 ogísíma 1056 Kenndir verða: Barnadansar (yngst 2 ára) Táningadansar. Jass-dans. Stepp. Samkvæmisdansar. Gömlu dansarnir (hjóna- og einstaklingsflokkar) Tjútt og rokk Kennsla fer fram í Aiþýðuhúsinu og Samkomuhúsinu Kennsla fer fram i: REYKJAVfK HAFNARFIRÐI KÖPAVOGI HVOLSVELLI HELLU AKRANESI Upplýsingar og innritun í símum 52996 frá kl. 1-6 og 84750 frákl. 10-7.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.