Dagblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978. BIAÐW Útgafandi DagblaAið hf. Framkvwmdastjórí: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar: Jóhannas Raykdal. fþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfróttastjórí: Atli Stainarsson. Handrít: Áagrímur Pálsson. ' Biaðamann: Anna Bjamason, Ásgair Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Halgi Pátursson, Jónas Haraldsson, Katrín Páisdóttir, Ólafur Gairsson, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljóamyndir: Ami Páll Jóhannsson, BjamlaHur Bjamlaifsson, Hörður Vilhjálmsson, Svainn Þormóðs- son. Skrífstofustjórí: ólafur Eyjótfsson, Gjaldkarí: Þráinn Þoríeifsson. Draifingarstjórí: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgraiðsla Þvsrholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þvarholti 11 Aðaisimi blaðsins 27022 (10 linur). Áskríft 1500 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 80 kr. aintakið. Satning og umbrot: Dagblaðið og Staindórsprant hf., Ármúla 5. Myndaog plötugarð: Hilmirhf. Siðumúla 12. Prantun: Arvakur hf. Skaifunni 10. Hólsfjallahangikjöt Vínbændur í góðvínhéruðum /5 Frakklands og Vestur-Þýzkalands hafa fyrir löngu fundið leiðir til að ná góðum tekjum, þótt starfs- bræður þeirra annars staðar lepji dauðann úr skel. _ Góðvínbændurnir fá sumir þre- falt verð fyrir vín sín, aðrir sexfalt og upp í fimmtugfalt þeir, sem hæst komast. Þar á ofan fullnægja þeir ekki eftirspurn, þótt offram- leiðsla sé hjá framleiðendum venjulegs víns. Flestir góðvínbændur tappa sjálfir á flöskur. Á flöskumiðanum getur kaupandinn nákvæm- lega séð, hvaðan vínið er komið, jafnvel frá hvaða brekku. Hann getur séð, hvaða reglugerð ræður f ramleiðslunni. Hann getur treyst því, að hann sé að kaupa vín með ákveðnum litbrigðum, ilmbrigðum og bragðbrigðum og ekki öðrum. Fyrir þessa sér- vizku er margur fús að borga margfalt verð. Standi á flöskumiðanum Romanée-Conti, Apellation Controlé, veit kaupandinn harla margt um framleiðsluna. Hann veit til dæmis, að hún kemur af ákveðnum tveggja hektara akri og er úr vínberjategundinni Pinot Nori. Hann veit, að sérfræðingarnir þekkja þetta vín á andartaki og blindandi frá öðrum vínum. Fyrir þetta vill hann borga fimmtugfalt verð, en fær ekki, því að vínið er uppselt. Á löngum tíma myndast ákveðið snobb fyrir sumum þessara góðvína. Það hleypir verðinu upp í hinar stjarnfræðilegu tölur. Gæðamunur- inn er ekki eins gífurlegur og verðmunurinn gæti gefið tilefni til að ætla. Hugsanlegt er, að íslenzkir sauðfjárbændur geti lært af góðvínbændunum. Þeir geti hætt að selja lambakjöt holt og bolt á einu verði og farið að gera skarpan greinarmun á afbrigðum. Hólsfjallahangikjöt var einu sinni frægt. Ef það væri á boðstólum núna, væri unnt að selja það dýrar en annað hangikjöt vegna hins forna orðspors. Hvert kjötlæri mætti stimpla viðkomandi sveit eða jafnvel sveitabæ, ef um einstaka gæðavöru með sérstökum blæ væri að ræða. Sérkenni hvers svæðis mætti binda í reglum, sem bændur þess svæðis kæmu sér saman um. Þar mætti rekja, hvaða fóður sé leyfilegt, t.d. hvort beita megi á ræktað land og hvort fita megi á fóðurkáli fyrir slátrun. Þar mætti einnig rekja, hvaða sauðfjárættir séu leyfilegar á svæðinu. Kaupandinn getur síðan valið sér lamb úr Grafningi, sem ekki hefur verið beitt á ræktað land né fitað á fóðurkáli, svo að ímyndað dæmi sé nefnt. Kaupendur hafa hver sína sérvizkuna. Sumir vilja feitt, aðrir magurt. Sumir vilja veiði- bráðarbragð, aðrir húsdýrabragð. Allir borga þeir aukalega fyrir sérvizku sína. Smám saman hefst svo snobb fyrir ákveðnu kjöti, t.d. Hólsfjallahangikjöti. Slíkt kjöt vilja menn ef til vill bjóða gestum á stórhátíðum. Vegna lítils framboðs yrðu menn að greiða margfalt verð fyrir það. Þeir bændur, sem með slíkum hætti mundu afla afurðum sínum álits umfram venjulegar afurðir, gætu verðlagt þær í sama mæli, ef markaður mætti ráða verði. Þeir þyrftu ekki niðurgreiðslur, útflutningsbætur né aðra ríkis- styrki, sem offramleiða venjulegt kjöt. Sterk efnahagsleg og hernaöarleg bönd tengja saman stjórnir Israels og Suður-Afríku og þau bönd munu styrkjast enn á næstunni með opinberri heimsókn fjármálaráðherra Israels til Suður-Afríku. Þetta er nokkuð merkilegt í ljósi þess að Ísraelsríki er stofnað eftir útrýmingu nasismans á Gyðingum og aldalangt kynþáttahatur, en í Suður- Afríku stendur stjórnin fyrir aðskilnaðarstefnu kynþátta og auk þess var stjórn Suður- Afrfku vilhöll Hitler á sínum tíma. En þrátt fyrir þetta dragast löndin hvort að öðru vegna sameiginlegs fjandskapar annarra þjóða í þeirra garð og skorts þeirra á vinaþjóðum Aukin samvinna ísraeisstjórn- ar við stjórn Vorsters hefur verið fordæmd af Sameinuðu þjóðunum. Báðar þjóðirnar eiga á hættu árásir frá nálæg- um skæruliðasveitum og stjórn Suður-Afriku notar ísraelsk vopn fyrir her sinn og flotinn notar skip byggð i ísrael. Þá eru sterk verzlunarsam- bönd á milli þjóðanna tveggja og álitið er að för ísraelska fjármálaráðherrans Simha Ehrlichti: Suður-Afríku sé m.a. farin í þeim tilgangi að endur- nýja leynilegan þriggja ára samning, þar sem sú undan- þága er gerð að Suður- Afríkönum er leyft að fjár- festa erlendis. Þá hafaísraelar áhuga á því fjármagni sem kemur inn í landið með þeim 111 þúsundum Gyðinga, sem JÓNAS HARALDSSON Israelsmenn reyna nú að finna leiðir til þess að sniðganga vopnasölubann SÞ á S-Afríku. búa í Suður-Afríku, en á fyrstu 10 mánuðum sl. árs fluttu um 1200 Gyðingar til Israels frá Suður-Afríku. Þessir land- flutningar stafa aðallega af óróánum, sem verið hefur í Suður-Afríku undanfarin tvö ár. Israelsstjórn segist vera á móti aðskilnaðarstefnu Suður- Afríkustjórnar, en ástandið innanlánds sé þeirra eigið mál. Þrátt fyrir það að verzlun ísraela í Suður-Afríku hafi numið upp undir 20 milljörðum króna árið 1976 er sú upphæð undir einu prósenti utanríkisverzlunar Suður- Afrikana. Og þótt viðskipta- bann sé á Suður-Afríku áttu 29 ríki svertingja í Afríku viðskipti við Suður-Afríku og þau viðskipti námu margfalt hærri upphæð en viðskipti ísraela. Samband Israels við Suður- Afríku er mikilvægt fyrir þau lönd, sem vilja halda sambönd- um sínum við Suður-Afríku leyndum. Þá eru þessi sam- skipti dyr Suður-Afríkana að mörkuðum Efnahagsbanda- lags Evrópu, en þangað eru fluttar hálfunnar iðnaðar- vörur. Israel hefur mikla þörf fyrir hráefni frá Suður-Afríku, einkum járn og stál. En hornsteinninn í sam- skiptum þessara tveggja þjóða er hernaður. Hernaðarsam- skiptin ná aftur til ársins 1948, þegar Suður-Afríkanar hjálpuðu til við smygl á vopn- um tilliins nýstofnaða ríkis. I gegnum árin hefur dæmið síðan snúzt við og Suður- Afríka notar mikið ísraelsk vopn eins og áður sagði. Haft ler eftir brezka vikublaðinu The Economist, að þáverandi utanríkisráðherra Banda- Iríkjanna, Henry Kissinger, hafi beðið ísraela að senda hernaðarsérfræðinga til Suður-Afríku til leiðbeiningar i baráttunni við nágrannaríkið Angóla, sem Sovétmenn studdu. I staðinn hafa Suður- Afríkanar fjárfest í hernaðar-' framkvæmdum ísraelsmanna og jafnframt sent þeim sér- stakt stál til hernaðarfram- leiðslu. Hins vegar neita Israelsmenn staðfastlega að samvinna eigi sér stað um framleiðslu kjarnavopna. Líkur eru því á þvl að þessi hernaðarsamvinna dragist verulega saman á næstunni vegna samþykktaröryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnasölubann á Suður- Afríku, : sem Israel hefur samþykkt að fylgja. En þó er ólíklegt að samvinnunni verði hætt. Sérfræðingar rannsaka nú samþykkt öryggis- ráðsins til þess að kanna hvort framhald sé hugsanlegt á gildandi • samningum þjóðanna. Simha Ehrlich fjármálaráðherra tsraels. NÁIN TENGSL ÍSRAELS 0G S-AFRÍKU Kjallarinn Guðjón Petersen (Greinin er ekki skrifuð í nafni embættis þess er ég gegni heldur er hér um að ræða ein- staklingsbundna skoðun). Þegar fylgst er með um- ræðum þeim um varnarmál, sem ofarlega eru á baugi þessar vikurnar, er ekki laust við að maður undrist yfir þeirri fá- fræði og sundurlausu rök- semdafærslu, sem er í málflutn- ingi þeirra sem um fjalla. Annar hópurinn í þeirri fylk- ingu sem aðhyllist dvöl varnar- liðs í landinu telur nauðsyn til að tryggja öryggi lands og þjóðar, að halda óbreyttu fyrir- komulagi í varnarmálum, sem jafngildir í raun algjöru varnarleysi, en hinn hópurinn telur forsendu varna íbúanna vera þá, að Bandaríkin fjár- magni ýmsa þætti mannvirkja- gerðar í nafni almannavarna í landinu, þar sem ísland hafi ekki efni á því sjálft. Hvorugur þessara hópa hefur gert minnstu tilraun til að ræða meginatriði málsins, en það eru varnir Islands og Islendinga í hernaði, enda hafa þau mál verið svo mikið feimnismál, að með ólíkindum er. Það er tvennt, sem hafa verður hugfast, þegar rætt er um varnar- og öryggismál Islands: 1. Island er mikilvægur póstur í eftirlits- og viðvörunar- keðju NATO-ríkja og þannig jafnframt hlekkur í varnar- keðju þeirra, svo það er lega landsins sem ræður herfræði- legu mikilvægi þess, en ekki fólkið i landinu. 2. íslenska þjóðin er varnar- laus og berskjaldað skotmark þeirra, sem hug hefðu á í styrj- öld, og vegna mikilvægis lands- ins sem eftirlits- og viðvörunar- pósts, er það jafnframt nauð- synlegt skotmark í styrjöld, herfræðilega. Ekkert mál hefur eins og varnar- og öryggismál þjóðar- innar þjappað henni eins vel saman í órofa fylkingar hug- sjónahópa. Hefur þannig komið í ljós órofa samstaða meirihluta þjóðarinnar með stefnu for- ystumanna Sjálfstæðisflokks- ins í varnarmálum í formi undirskriftasöfnunar Varins lands. I annan stað hefur ekk- ert mál verið forsmáð eins og varnir íslensku þjóðarinnar. Engir þeirra, sem hatrammast hafa barist fyrir „vörðu landi“, hafa sýnt áhuga á og þrýst á um varnir ibúa þessa lands. Hvert erum við að stefna? Við veitum hernaðaraðstöðu í Iandinu og gerumst þátttakendur i varnar- bandalagi vestrænna ríkja, tryggjum þeim aðstöðu til upp- lýsingasöfnunar og viðvarana um hreyfingar loftfara og skipa i N-Atlantshafi þannig að varnir íbúa NATO-ríkja nái til- gangi sínum, en á sama tíma tökum við ekkert tillit til varna okkar eigin þjóðar. Við segjum hverjum sem á vill hlýða, að ísland sé hernaðarlega mikil- vægt skotmark, en höfum landsmenn á sama tíma ber- skjaldaða gegn ógriunum stríðs. Myndarlega að staðið í byrjun Arið 1962, þegar Kúbudeilan blossaði upp, komust íslensk stjórnvöld að því, að enginn við- búnaður var I landinu til varnar íbúunum ef til stríðs drægi. Á sama tfma höfðu allar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.