Dagblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1978. 3 Tímaríma hin nýja Heldur er Geiri gæðaspar gortar af eigin dáðum, nronskunni afneitar og öllum góðum ráðum. Orku lætur ljúft í té lýsir af Gunnsa hvörmum þó að Krafla kyndug sé og kraumi í vítis börmum. BetrlMatti fór á fiakk, ferðaðist eyjar kringum, álpaðist svo út á skakk undan Færeyingum. Þjóðarskútan skælist á skuldaseglum háum, verri Matti vita má við, hvort landi náum. Erfiðar Villi á við tvo, ötuli skólamaður, áfenginu éðir sko er þó jafnan glaður. Verður stirt um stjórnarfar og stundum nógur vandi ef að átta aumingjar eiga að stjórna iandi. Merkines karlinn. Raddir lesenda Öli sagði alveg „pass“, uppúrveltist saurnum, ýtti stólnum undir rass á íhalds höfuðpaurnum. Einsi býr við alls kyns stress, f orðum hvergi staður. Einarður og oftast hress, afbragðs ferðamaður. Halldór selnt af hólmi flýr, í holdum fremur góðum, hamast við að byggja brýr á Borgarfjarðar slóðum. V - þettaaeriéa fyrirþig Aðstoða við að orða auglýsingu þína, ef þú óskar. Svara í síma fyrir þig. Veiti fyrirspyrjendum upplýsingar um það sem þú auglýsir og tek við tilboðum sem berast. Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. Opið til kl. 10 í kvöld. BIAÐIB Dagblaöið, smáauglýsingaþjónusta. Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 Fannst þér þú eyða miklu af peningum um jólahelg- ina og um óramótin? Sigurbjörn Halldórsson bifreiða- stjóri. Nei, ég get ekki sagt það. Liklega svona þrjátíu þúsund krónum og liklega er það vel sloppið. Guðbrandur Jörundsson starfs- maður Búnaðarbankans. Nei, við eyddum ekki miklu en ég geri ráð fyrir því að margir hafi látið drjúgan skilding af hendi þvi mér virðast kaupmenn láta vel af söl- unni fyrir hátíðarnar. Bjarni Karlsson útvarpsvirkja- meistari. Já, en líklega aðeins eins og venjulega fyrir jólin. Auð- vitað vex allt í krónutölu með vaxandi dýrtíð. Agúst Ma- nússon setjari. Nei, nei, eins og'venjulega en dýrtíðin hækkar auðvitað upphæðirnar. Sverrir Arnkelsson prentari. Nei, ósköp svipað og áður og ég fann engu meiri löngun til kaupa nú en fyrr við jólahátíð. Jakob Emilsson prentari. Nei, ég eyddi minna í krónutölu nú en í fyrra og stafar það að mestu af fækkun i fjölskyldunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.