Dagblaðið - 09.01.1978, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JANUAR 1978.
Er eðlilegt, að æðstu emb-
ættismenn landsins gegni
fleiri en einu starfi?
— leyfa annir landlæknis honum lektorsstörf
við Háskóla íslands?
„Einn í kerfinu“ hringdi og
benti á tilkynningu sem kom í
Lögbirtingablaðinu 30. desem-
ber síðastliðinn nr. 109.
Þar segir að landlæknir
Ölafur Ölafsson hafi verið
skipaður lektor í félags-
lækningum við læknadeild
Háskóla tsiands.
„Kerfismaðurinn" vill fá
upplýsingar um launakjör
lektorsins. Einnig upplýsing-
ar um kennsluskyldu.
Auk þess er spurt hvort ekki
hafi nokkuð borið á drætti á
afgreiðslu mála hja áðurnefndu
embætti.
Eru ekki launakjör land-
læknis miðuð við svokallaða
Embætti, sýslanir o. fl.
Menntamálaráðuneytið hefur skipað
eftirtalda lektora við læknadeild Háskóla
íslands um fimm ára skeið frá 1. október
1977 að telja: Ólaf ólafsson, landlækni í
félagslækningum og Hrafn V. Friðrilcs-
son, lækni í heilbrigðisfræði.
Menntamálaráðuneytið,
20. desember 1977.
(6373
6370)1
D|
ar:
„fasta aukavinnu“? Að lokum
spyr „einn í kerfinu" hvort
þessi veiting lektorsembættis
geti talizt eðlileg, jafnvel þótt
leyfi viðkomandi ráðherra hafi
fengizt.
Alvöru sjómenn vilja vera
hjá alvöru skipafélögum
Sá Pétur sjómaður, sem ég
þekkti, er látinn, því finnst mér
óviðeigandi og siðlaust að nota
nafn hans í klúðurslegri grein,
eins og þeirri sem þú ritar í DB
5/1 78, enda var Pétur svo
mikill maður að hann faldi sig
ekki á bak við dulnefni, eins og
þú gerir.
Á síðustu órum
hafa margir aðilar, oft úr sam-
tökum þrýstihópa, viljað gerast
útgerðarmenn. I byrjun hafa
þeir fengið góða sjómenn á
skipin, en stjór.ileysið og fá-
kunnáttan í landi hafa fljótlega
flæmt þessa menn burt frá
þessum sjóræningjafélögum.
Ástæður eru margvislegar, en
aðallega vegna þess að laun eru
greidd hjá þessum ævir.týra-
félögum „vilja verða útgerðar-
menn“ eftir dúk og disk, svo er
hitt að það er mannskemmandi
að vera á skipum, sem slaga á
milli hafna og virðist tilviljun
ráða hvar þau eru kyrrsett fyrir
skuldum, eins og svo oft hefur
verið um skip þessara þrýsti-
hópa, sem vilja verða útgerðar-
menn. Annað er það, að er fram
líða stundir, þá safnast til þess-
ara félaga safnið úr ruslakistu
sjómanna, því alvöru sjómenn
vilja sigla hjá alvöru skipa-
félögum, en ekki hjá slíkum,
sem þú skrumar svo mjög af.
Ég get fullvissað þig um það
að samkvæmt minni revnslu og
þekkingu (sem er þó allnokkur
eftir 33ja ára starf á sjó), þá er
ekkert fraktskipafélag á
Islandi, sem ég tel^lvöru skipa-
félag, nema Eimskipafélagið,
sem þú telur að vaxið hafi út úr
hlutverki sínu. Það er eina
félagið, sem hefur á að skipa
hæfum mönnum til sjós og
lands til að koma vörunni í sem
bestu ástandi til viðtakanda.
Vissulega hefur Bifröst fengið
góðan mann í skipstjóra
skipsins. Hann er fullnuminn
frá Eimskipafélaginu og er
fyrsta flokks maður, en það
þarf meira en skipstjóra til að
reka útgerð; síðasta ferð Bif-
rastar tii Bandaríkjanna hefði
áttað opnaaugu þín fyrir þeirri
staðreynd, ef annað er ekki
fyrir hendi sem komið getur
þér í skilning um það. Glund-
roði og óvissa við fermingu; en
hálftóm slagandi skip á
siglingu, oft hættuleg umhverfi
sínu er það sem einkennir skip
þrýstihópanna, en vel uppbyggt
kerfi, sem farið er eftir til sjós
og lands, er einkenni skipa-
félags eins og Eimskipafélagið
er, sem færir varninginn heim,
landi og þjóð til hagsbóta og
farsældar, í sem besta
mögulega ástandi, sem hæfni
og kunnátta hefur yfir að ráða.
Rétt er að El hefur í bili lagt
rekstur farþegaskips á hilluna,
vegna þess að það er ekki
, arðsamt. El er alvöru útgerðar-
fyrirtæki, sem reynir að skila
eigendum sínum arði. Félagið
byggir ekki afkomu sína á ríkis-
jötunni og hefur ekki í hyggju
að skella skuldum yfir á al-
menning, eins og raunin hefur
orðið hjá of mörgum útgerðar-
félögum, þegar „vilja vera út-
gerðarrpenn" gáfust upp.
Öskir þlnar og draumar um
farþegaskip, rekið af ævintýra-
mennsku, vona ég að aldrei
rætist. Minn grunur er sá að sú
stund sé í sjónmáli að slit kom-
ist á þessa ævintýramennsku,
sem þú hælir svo mikið og ef
þeir fengju meira almannafé til
skipakaupa, yrði aðeins meira
fyrir sakttborgarann að greiða,
þegar allt fer yfirum og „vilja
vera útgerðarmenn" hafa
komizt að raun um að meira
þarf til en draumóra og stóran
kjaft til að reka útgerð.
svarviðgrein„Péturs
sjómanns” (ekki
Sigurðssonar) um
Bifröstogóskabarn
þjóðarinnar
þátt greinar
Um þann
þinnar,
sem fjallar um messastráka og
launagreiðslur, hirði ég ekki að
svara, en bendi þér á að roflaus
rök, sem enda á byrjuninni, eru
rökleysa, eins og raunverulega
öll þín grein er.
Vera má að þú hafir fengið
pokann, en þú mátt ekki sak-
fella núverandi stjórnendur Eí
fyrir syndir forfeðranna og
e.t.v. órétt, sem þér hafi verið
sýndur.
Um grein
Morgunblaðsins,
sem þú vitnar til, vísa ég til
föðurhúsanna, en varaðu þig
„Pétur ekki sjómaður" því ef
þú lendir í ritklóm Matthíasar,
þá hefur hann sent frá sér
fimm breiðsíður af minna
tilefni en því sem þú gefur hon-
um með þessum tveim efnis-
greinum, sem illa eru tengdar
illa samsettri grein þinni.
Lokaorð:
Verk og störf starfsmanna El
eru löngu landskunn, hvort
sem þeir eru til sjós eða lands.
Þau svara sér því sjálf, enda
eru þau ekki tilefni þess að ég
hrek þetta áróðursrugl þitt, en
Pétur sjómaður var vinur
minn. Hann var ólánsmaður
vegna sjúkdóms, sem í dag
virðist vera tízkufyrirbrigði, en
hann var traustur og góður
starfsmaður og vissi sín tak-
mörk, takmörk sém fylgdu hon-
Raddir
lesenda
Hríngiðísíma
27022milli
kl.l3ogl5
Bréfritari segist vlta ertlr 33 ára
reynslu á sjó að ekkert íslenzkt
skipafélag geti talizt alvöru
skipafélag nema Eimskip.
um á síðari hluta æviskeiðsins,
en það er meira heldur en um
þig verður sagt. Vona ég að þú
látir það verða þér til varnaðar
áður en þú hleypur aftur í
blöðin, með illa fengið áróðurs-
rugl um EÍ, sem er og verður
óskabarn þjóðarinnar.
'Virðingarfyllst,
Sigurður Arngrímsson,
frá ísafirði.
Raddir
lesenda