Dagblaðið - 09.01.1978, Page 5

Dagblaðið - 09.01.1978, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JANUAR 1978. 5 Landsbankamálið: Forstöðumaðurinn hafði áður tengzt okurmálum — Alþingi kaus á sínum tíma rannsóknarnef nd vegna þess máls — stjórnarskráin geymir enn heimild til að kjósa rannsóknarnef nd þingsins „í marz 1954 stóö þannig á, aö Haukur Heiðar, banka- fulltrúi, Tómasarhaga 27, hafði áhuga á að ávaxta sem ríkuleg- ast kr. 70.000.00 fyrir Jón Pálsson húsvörð, Ingólfshvoli. Þetta tjáði hann ákærða, sem hann segir að áður hafi látið í ljós við sig, að hann gæti ávaxt- að fé, ef svo byði við að horfa.“ Ofangreint er tekið orðrétt úr 30. bindi Hæstaréttardóma. Frásögn þessi er af 13. lið ákæru í víðfrægu máli, sem höfðað var af ákæruvaldinu vegna meintrar okurstarfsemi, sem varðaði við lög. Málið kom fyrst og fremst upp vegna gjaldþrots stórfyrirtækis og könnunar á viðskiptum, sem fyrirtækið var tengt. Jónas Jónsson frá Hriflu ritaði frásögn af þessu máli í bækl- ingi, sem frægur varð, eins og raunar allt málið. Bæklingur Jónasar nefndist: „18 milljónir í Austurstræti". í ofangreindum lið Hæsta- réttardómsins í málinu er fram- haldið: „Varð það úr, að ákærði hafði milligöngu um það, að fé þetta ávaxtaðist, með því að kaupa fyrir það 70 þúsund króna víxil, útgefinn af G. H. og samþykktan af R.B. hf., dagsettan 21. maí 1954 og með gjalddaga 21. nóvember sama ár. Voru afföll að sögn ákærða 17!4%, þar af 2% lántökugjald til ákærða. Víxli þessum var síðar skipt í þrjá víxla sem allir lentu í skuldaskilum R.B. hf. og voru greiddir með 40% afslætti." • Dómurinn áleit, að þessi viðskipti hefðu í eðli sínu verið lánveiting til R.B. hf., þó einnig, að ákærði er eigi lánveitandi heldur milligöngu- maður. Ákærði í málinu var talinn hafa tekið löglegt lántökugjald sem milligöngumaður. Hins vegar var talið, að vextir, sem svöruðu til 31% ársvaxta vörðuðu við okurlög. Rétt' er að taka það skýrt fram, að Haukur Heiðar var ekki dæmdur fyrir ólögleg viðskipti í þessu tilviki. í sjónvarpsþættinum Kastljósi sl. föstudagskvöld kvaðst Jónas Haralz bankastjóri eigi hafa heyrt um þessa milligöngu þáverandi bankafulltrúa fyrr en alveg nýlega. Vegna máslins, sem þessi viðskipti tengdust ófyrirsjáan- lega, var kosin sérstök þing- nefnd. Á fundi neðri deildar Alþingis, hinn 24. marz 1955 var kosin 5 manna nefnd innan deildarþingmanna, samkvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar, til þess að rannsaka, að hve miklu leyti og með hvaða móti okur vðgengist. I nefndina voru kosnir þessir alþingismenn: Björn Ölafsson, Einar Ingi- mundarson, Karl Guðjónsson, Skúli Guðmundsson og Gylfi Þ. Gíslason. Gylfi er hinn eini þessara nefndarmanna, sem enn situr á Alþingi. Með bréfi, dagsettu 11. nóvember 1955, sendi nefndin dómsmálaráðherra greinar- gerð, byggða á frásögnum nokkurra lántakenda. Fjölluðu þær um lánveitingar 7 tilgreindra manna, sem talið var, að lánað hefðu fé gegn óleyfilega háum vöxtum. Nefndin gat þess i bréfi sínu, að upplýsingar þær, sem fram hefðu komið, gæfu tilefni til frekari rannsóknar á lánastarf- semi þessara 7 manna. Þar sem nefndin hefði ekki sömu aðstöðu og rannsókriardómari til þess að upplýsa mál, teldi hún rétt, að ráðstafanir yrðu gerðar til þess, að fram færi dómsrannsókn í málinu. Með bréfi dómsmálaráðu- neytisins, dagsettu 14. nóvember 1955, lagði það fyrir sakadómara að hefja dóms- rannsókn út af lánastarfsemi þeirra sjö manna, er ræðir um í fyrrnefndri greinargerð nefnd- arinnar. Hófst dómsrannsókn hinn 21. nóvember sama ár. Var síðan að undangengnum úrskurði gerð húsleit að sakargögnum í hýbýl- um greindra 7 manna. Geta má þess, að húsleitir þessar voru ekki án árangurs og fundúst nokkur sakagögn. Meðal annars voru sum þeirra lögð fram í málinu, sem i upphafi greinir frá. Athyglisvert er frumkvæði Alþingis og kosning nefndar til þess að rannsaka umfangsmik- ið misferli. Þá eru nokkrar dagsetningar ekki síður athyglisverðar. Hin þingkjörna nefnd sendir dóms- málaráðuneytinu greinargerð með bréfi dags. 11. nóv. 1955. I bréfi sínu rökstyður nefndin nauðsyn dómsrannsóknar. Þrem dögum síðar, hinri 14. nóvember, lagði ráðuneytið fyrir sakadómara að hefja rannsókn. Rannsóknin hófst hinn 21. nóvember sama ár. Þess má geta að viðskipti þau, sem dómsmálið framan- greinda tekur til, náðu allt til ársloka 1955. Sem áður getur, hófst dómsrannsókn hinn 21. nóvember það ár. Dómur Saka- dóms Reykjavíkur var kveðinn upp 19. júní 1958 og Hæstarétt- ardómur hinn 13. apríl 1959. Fleir menn en Haukur Heiðar voru nefndir við milligöngu um viðskipti, sem rannsökuð voru í málinu. Rétt er enn að taka það fram, að hann var ekki talinn sekur um löglaust athæfi og að málið beindist ekki gegn honum, eins bg áður er fram komið. Eigi að síður hafði hann milligöngu um ávöxtun fjár, sem dæmt var þannig um, að félli undir okur. Sú grein stjórnarskrárinnar, sem byggt var á við kosningu rannsóknarnefndarinnar, hljóðar svo: „Hvor þingdeild getur skipað nefndir innan- deildarþingmönnum til að rannsaka mikilvæg mál, er al- menning varða. Þingdeildin getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrlur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og ein- stökum mönnum.“ Þessi grein stjórnarskrár- innar er í fullu gildi enn. -ÖV/BS. UTSALA Stenduryfir til 20. CASIO fx-105 SCIENTIFIC CALCULATOR INV hyp "MO log 101 In ex (k?>) sin*1 cos-’ ■ XVv > | | 9 [( [ai 5 B B! B 2 3 + B ■ EXP j 71 II B Aöur 15.940.- Nú 12.995.- januar Verðið er með hleðslutæki og hleðslurafhlöðu Aður 16.500.- Nú 13.995.- RAD DEG GRA SD 1 log ío11 ln ex 1 xy x'-y m IB| i LJ L 1 INV hyp o t *# sin- cos-’ tan-’ a J m ■ ■ (-> J- x- y/x x: 1 dB M in 1 MR ■ ■ ■ i ■ Li n 1 i- 1 cT n | Cf «i B H 9 Bfi C ■ AC 5 ■ 6 1 ■ 2 ■ 3 I: - _—v BANKASTRÆTI8 SÍMI27510

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.