Dagblaðið - 09.01.1978, Side 7

Dagblaðið - 09.01.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JANUAR 1978. Erlendar fréttir >5 JÓNAS HARALDSSON Mikill jarðskjálfti fSovétríkjunum Jarðskjálfti eyðilagði 400 hús og skemmdi þúsundir bygginga mikið í Georgíu í Sovétríkjunum. Jarðskjálftinn skók allt Kákasus- svæðið sl. mánudag, en fyrstu fréttir af jarðskjálftanum bárust í málgagni sovézku verkalýðssam- takanna Trude. Enginn fórst í jarðskjálftanum og miklar við- reisnaraðgerðir eru hafnar. Landnám ísraelsmanna í Sinaí STEFNIR FRIÐARVIÐ- RÆÐUM ÍHÆTTUH Begin forsætisráðherra Isra- els sagði á fundi með flokki sínum, Herut flokknum, að Israelar myndu halda fast við landnám Gyðinga á vestur- bakka Jórdanár og í Sinaí,-þ.e. þeirra, sem þegar hefðu flutt á svæðin. Hins vegar yrði ekki efnt til frekara landnáms. Ráð- herrann gaf þessa yfirlýsingu er harðar umræður urðu um framtíð herteknu svæðanna á milli hans og harðlínumanna í flokknum, sem enga eftirgjöf vilja gefa, og vilja halda land- n|imi Gyðinga áfram. Begin sagði jafnframt að svo gæti farið að ísraelsmenn hættu friðarviðræðum sinum við Egypta, ef Sadat forseti sýndi ekki meiri sveigjanleika og hófsemi, en Sadat hefur tekið fyrir það að ísraelsmenn, hvort heldur hermenn eða al- mennir borgarar. verði á egypzku landi eftir að friðar- samningar verða undirritaðir á milli þjóðanna. Viðbrögð við ummælum Begins í Washington voru þau að ráðgjafi Carters Bandaríkja- forseta, Zbigniew Brzezinski, sagði að frekari útþensla ísra- elsks landnáms í Norður-Sínaí gæti stefnt friðarviðræðum þjóðanna í voða. Hið hálfopinbera málgagn egypzku stjórnarinnar Al- ahram sagði að ágreiningurinn um landnám ísraelsmanna í Sínaí yrði ræddur á milli sendi- nefnda þjóðanna tveggja á mið- vikudaginn. Begin forsætisráðherra fsraels. AUGLVSINGASTOFA KRISHNAB 31.1 M.S. Bifröst er fyrsta íslenska milli- landaskipið af Ro-Ro gerð, en það er skammstöfun fyrir Roll on/Roll off þ.e. ekið í og úr. Auk bílaflutninga er ætlunin að flytja í hverri ferð ákveðinn fjöldaflutningavagna (trailers) og gáma. Flutningavagnarnir koma akandi um borð með vöruna beint frá framleiðslu- stað. Þeim er síðan ekið í land til móttakanda með vöruna innanborðs. Með þessum hætti, auk gáma, má flytja alla algenga stykkjavöru stóra sem smáa. Og ekki síður ferskar, kældar eða frystar sjávar- og landbúnaðarafurðir beint til móttakanda hérlendis eða erlendis. Hagkvæmni flutninganna eykst í hvívetna. Lestunar-og losunartímistyttist að mun, og vörumeðferð batnar, því hvergi er um umskipun að ræða. Leitið upplýsinga um ferðir og fyrirkomulag á skrifstofu okkar. HAFNARFJÖRÐUR NORFOLK Aætlun M.S. Bifrastar Frá Hafnarfirði Frá Norfolk 16. janúar 26. janúar 6. febrúar 17. febrúar 1. mars 13. mars 24. mars 5. apríl 16. apríl SKIPAFELAGIÐ BIFROST HF Skrifstofur: Klapparstig 29. Simar 29066 og 29073 Umboðsmaður í USA: Hansen and Tideman Inc. Suite 1627, ONE WORLDTRADECENTER, NewYork,N.Y.10048.Sími432-1910 Afgreiðsla í Norfolk: Capes Shipping Agencies lnc.1128 West Olney Road, Norfolk, Virginia 23507 Símar (804) 625-3658, /59 oq /50 oq(804) 627-2966 oq /67. Telex 823-476

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.