Dagblaðið - 09.01.1978, Qupperneq 10
10
•BIAÐW
fijálst, úháð dagblað
Utgofandi Dagblaöiö hf.
Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. Íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoöarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Asgrimur Pálsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóös-
son.
Skrifstofustjori: ólafur Eyjólfsson, Gjaldkfri: Þramn Þorieifsson. Dreifingarstjóri: Mór E. M.
Halldórsson.
Ritstjórn SiÖumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, au'glýsingar og skrifstofur Þverholti 11
Aöalsími blaösins 27022 (10 linur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 80 kr.
eintakið.
Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda og plötugerö: Hilmirhf. Síöumulo 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Varnarlaust land
ísland er ekki varið land. ísland
er land, þar sem Bandaríkjunum
hefur með samningi verið leyft að
reka hernaðarlega eftirlitsstöð. Sá
rekstur getur boðið heim kjarn-
orkuárás á styrjaldartíma. Þjóðin
er gjörsamlega óvarin slíkri árás.
Um þetta sagði Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna, í kjallaragrein í
Dagblaðinu í síðustu viku: „Það verður að telja,
að á íslandi séu stöðvar, sem áhugi væri á að
eyða í styrjöld og mundi eyðing slíkra stöðva
valda gífurlegu manntjóni, væri engum vörn-
um fyrir komið.“
Allur þorri Suðurnesjamanna og 60.000 af
íbúum Reykjavíkursvæðisins mundu farast í
kjarnorkuárás á Keflavíkurflugvöll samkvæmt
útreikningum, sem framkvæmdastjóri Al-
mannavarna skýrir frá í grein sinni.
Hann vill, að hér á landi sé aðstaða til að
flytja íbúa Suðurnesja á brott í skyndingu.
Hann vill ennfremur, að húsnæði á Reykja-
víkursvæðinu verði útbúið á þann hátt, að það
henti sem neyðarskýli fyrir íbúa1 svæðisins.
Telur hann, að með slíkum aðgerðum megi
bjarga lífi alls þorra íbúa svæðisins.
En þetta er bara ekki gert. íslenzk stjórnvöld
hafa ekki áhuga á að verja þjóð sína með
þessum hætti. Og stjórnendur liðs þess á Kefla-
víkurflugvelli, sem gengur undir öfugmælinu
,,varnarlið“, hafa ekki heldur sýnt áhuga á aö
verja þjóðina, þrátt fyrir varnarsamning.
Guðjón Petersen er sammála þeim, sem telja,
að ýmsar framkvæmdir í samgöngumálum hafi
mikið varnargildi. Að öðru leyti tekur hann
ekki afstöðu til aronskunnar og ýmissa mála-
miðlunarhugmynda, sern ræddar hafa verið að
undanförnu.
Hitt segir hann, að við værum búnir að gera
þetta sjálfir, ef fjármögnun Almannavarna
hefði haldið áfram með sama krafti og í upp-
hafi þeirra á árunum 1962-1964. Þá væri nú
varið til þeirra 240 milljón krónum á ári í stað 5
milljóna. Þá væri þegar búið að ganga frá
ofangreindum skýlum, er gætu bjargað lífi
60.000 íslendinga.
í grein framkvæmdastjórans kemur fram, að
við núverandi fjárveitingar taki það meðalstórt
sveitarfélag 61 ár að safna sér fyrir einni
fullkominni aðvörunarflautu. Kjósi það að
sleppa flautunni, getur þaö keypt eitt teppi og
hálfar sjúkrabörur á ári.
Þannig er ástandið með þjóð, sem á stjórn-
málamenn, er tala um fátt fremur en varnar-
mál. Árum saman hefur verið logið aö henni, að
Bandaríkjamenn sjái um varnir landsins. í
rauninni hefur þeim verið leigð eftirlitsstöð
gegn margvíslegu hermangi gæðinga tveggja
stærstu stjórnmálaflokka landsins.
Eðlilegt er, að menn telji Bandaríkjamönn-
um skylt að sjá um varnir þjóðarinnar, úr því
að lið þeirra hér er kallað „Varnarlið íslands“.
Ef þeir kæra sig ekki um slíkt, er eðlilegt að
láta þá fara sem samningssvikara.
Slíkur brottrekstur hefði þann kost að neyða
stjórnmálamenn okkar til að horfast í augu við
staðreynd varnarleysisins. Þá mundum við
sjálfir byggja upp almannavarnir. Myndar-
skapur áranna 1962-1964 sýnir, að við getum
það, ef við viljum.
Höfuðstöðvar Efnahagsbandalags Evrópu í Briissel
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JANUAR 1978.
Stækkun EBE
óframkvæmanleg?
BeitirFrakklandnei
og Portúgal?
Verði Grikkland, Portúgal og
Spánn meðlimir í Efnahags-
bandalagi Evrópu getur það
leitt til aukinnar og styrkari
samvinnu Vestur-Evrópuríkj-
anna, en margir óttast þó að
þróunin verði í gagnstæða átt.
Efnahagsbandalagsráðið
hefur lagt til að Grikkland
verði sett í biðsal áður en það
getur orðið fullgildur meðlimur
í bandalaginu. En i Aþenu urðu
hörð viðbrögð gegn þessari hug-
mynd og því hafnaði ráðherra-
ráð bandalagsins þessari hug-
mynd.
Eftir að Grikkland hafði sótt
um inngöngu í bandalagið
fylgdu Spánn og Portúgal í
kjölfarið. Opinberlega er það
yfirlýst stefna bandalagsins að
bandalagið sé opið. Sérhvert
evrópskt lýðræðisríki getur
orðið meðlimur, þ.e. ef núver-
andi þátttökulönd samþykkja
beiðnina.
Það kemur í ljós á næsta
hálfa ári hvort samningavið-
ræður við Grikkland komast í
gang fyrir alvöru, en á því tíma-1
bili eru Danir í forsæti. Jafn-
framt verða umsóknir Spán-
verja og Portúgala athugaðar
nánar.
Það er enginn vafi á því að
bak við opinberar yfirlýsingar
um ánægju með umsóknir þjóð-
anna og velvilja i þeirra garð,
leynast miklar áhyggjur vegna
peirra vandamála er sköpuðust
ef þrjú þátttökuríki bættust f
hóp bandalagsríkjanna, en
þessi ríki eru vanþróuð efna-
hagslega og að vissu leyti
einnig pólitískt.
Frakkland hefur þegar marg-
sinnis reynt að koma í veg fyrir.
upptöku ríkjanna með því að
áður en samningaviðræður
hefjist náist eining landanna
við Miðjarðarhafið þar sem
tekið verði ríkulegt tillit til
hagsmuna bæði ítala og
Frakka. Grikkland, Portúgal en
einkum Spánn framleiða ódýra
ávexti og vín og geta því veitt
núverr.idi framieiðendum
þessara vara innan EBE harða
samkeppni. Þessi vandamál
Miðjarðarhafslandanna eru nú
til umræðu innan EBE en ef
árangurinn verður ekki góður
að mati Frakka og ítala kann
svo að fara að samningarnir við
þessi þrjú lönd sigli í strand.
KOSTNADARSÖM VIÐBÓT
Sá möguleiki er því fyrir
hendi að Frakklandi beiti neit-
unarvaldi gegn því að Grikk-
land, Portúgal og Spánn fái inn-
göngu í EBE. Frakkland hefur
mikinn pólitískan áhuga á því
að útvíkka EBE í suður, til jafn-
vægis við hin norðlægari lönd í
Evrópu, en slík útvíkkun
verður ekki greidd hvaða verði
sem vera skal. Það er alveg
ljóst að inntaka Grikklands,
Portúgals og Spánar verður
mjög kostnaðarsöm. Fjármagn
íil vissra svæða og margs konar
jfélagslegrar aðstoðar verður að
stórauka og það verður þörf
jfyrir geysileg lán til nýsköpun-
ar í þessum löndum. Spurning-
in er því hvort peningarnir séu
til ráðstöfunar á þessum
krepputimum þegar Efnahags-
bandalagslöndin hafa nóg með
að léysa sfn eigin vandamál.
Það er því breitt bil á milli
hátíðlegra yfirlýsinga um það
að EBE sé opið og hins kalda
raunveruleika.
Að frátöldum þessum fjár-
hagslegu sjónarmiðum eru
einnig pólitísk vandræði og
framkvæmdalegir erfiðleikar.
Nú þegar eru miklir erfiðleikar
að ná samstöðu meðal þeirra
landa sem fyrir eru og ljóst er
að það verður næstum því
ómögulegt ef ríkin verða 12
með mjög ólíka hagsmuni.
Rætt hefur verið um að taka
upp atkvæðagreiðslur þar sem
meirihluti ræður en sá mögu-
leiki er næstum því ómöguleg-
ur. Stórþjóðirnar og reyndar
einnig Danmörk vilja halda
neitunarvaldi sínu undir öllum
kringumstæðum og ákvarða
sjálfar hvað telst „þjóðhagslega
nauðsynlegt", þ.e. þar sem
hagsmunir hverrar þjóðar fyrir
sig eru mikiivægari en heildar-
innar.
Franska, enska, þýzka,
ítalska, hollenzka og danska
eru nú þegar opinber mál Efna-
hagsbandalagsins og ekki
batnar ástandið ef gríska,
portúgalska og spænska bætast
við.
Efnahagsbandalagsráðið á fundi sínum.
Ræður norrænt kratagull
úrslitum næstu kosninga?
íslendingar hafa verið
blessunarlega lausir við erlend
áhrif á þjóðlíf sitt hina síðari
áratugi. Hefur það enda verið
stefna í stjórnmálum hérlendis
að við ættum að vera sjálfum
okkur nægir á sem allra flest-
um sviðum, einkum þó
menningarlegum.
Það var meðal annars í anda
þessa hugarfars sem sjónvarps-
stöðinni bandarísku var lokað
hér um árið. Talið var að slfk
einokun hefði f för með sér
óheppileg áhrif fyrir hið fá-
menna þjóðfélag okkar.
Þar var ekki á ferðinni neitt
pólitfskt ofstæki eða
einangrunarsjónarmið. Menn
úr öllum stjórnmálaflokkum
óskuðu lokunar sjónvarpsins
bandaríska og reynslan hefur
sýnt að við íslendingar erum
alls ekki neinir einangrunar-
sinnar ef um er að ræða mál
sem til heilla horfa fyrir land
og lýð. Undantekningardæmi
sem benda til hins gagnstæða
eru aðeins til þess fallin að
staðfesta meginregluna.
Rússagull
A sama hátt og við viljum
ekki að erlendir menningar-
eða ómenningarstraumar flæði
hér yfir þá höfum við jafnan
verið þeirrar skoðunar að við
ættum að hafa sem minnst af
erlendum áhrifum á fslensk
stjórnmál að segja.
íslenskir stjórnmála-
foringjar hafa á undanförnum
árum farið mjög varlega f að
tengjast erlendum stjórnmála-
flokkum nánum böndum enda
eru stjórnmál hér á landi með
þeirri sérstöðu að ekki finnast
hliðstæður annars staðar. Á
betta við um alla stjórnmála-
flokka hér á landi, þó misjafn-
lega mikið. Sumir vinstri
flokkarnir hafa þó verið í all-
nánum erlendum tengslum, svo
sem Alþýðuflokkurinn, og
■ menn munu kannast við ferðir
manna úr Alþýðubandalaginu
austur á höfuðbólið í Kreml og í
hanastél í sovéska sendiráðið á
tyllidögum.
Þá má minna á að ungir sjálf-
stæðismenn gengu nýlega í
samband ungra lýðræðissinna í
Evrópu.
Sé fullrar sanngirni hins veg-
ar gætt verður þó að telja að
íslenskir stjórnmálaflokkar séu
tiltölulega lausir við nokkur
óheppileg erlend samskipti.
Fyrir nokkrum árum þótti
það nokkrum tíðindum sæta er
fullyrt var að íslenskir sósfalist-
ar hefðu fengið peningafyrir-
greiðslu frá Sovétmönnum og
þóttu það slæmar fréttir. Var
talað um ,,rússagull“ eða „gull
rúblur" f þvf sambandi og þótti
ekki verða íslendingum til álits-
auka að standa f slíkum
viðskiptum. Enda fór það svo
að almenningsálitið dæmdi
þess konar fjárgjafir með þeim
hætti að nær útilokað er að
hugsa sér að Alþýðubandalagið
tæki við slíkum auði á ný þótt f
boði kynni að vera.
Sœnskt kratagull
til Finniands
Ekki alls fyrir löngu varð
uppvíst um meint smygl á fjár-