Dagblaðið - 09.01.1978, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JANUAR 1978.
11
Bökin um Sverri
Bækur um myndlistarmenn
eru aðallega tvenns konar.
Fyrri gerðin er hin svonefnda
sófaborðsbók, sem gæti verið
vönduð útgáfa með fjölda vel
þrykktra mynda og texta sem
ekki gerir ýkja miklar kröfur
til lesenda. Hana má hafa við
höndina til að blaða í af og til
eða sýna gestum hve kúltí-
veraðir eigendur hennar eru.
Síðari gerðin er hin fræðilega
umfjöllun, sömuleiðis með
mörgum myndum, þar sem yfir-
leitt er reynt að komast að þvl
hvernig tiltekinn listamaður
hefur þróast og þroskast og
hvernig listsköpun hans tengist
eða tengist ekki þjóðfélags-
aðstæðum hverju sinni. Nú hef
ég hreint ekkert á móti fyrri
gerðinni, ef hægt væri að leita
til þeirrar slðari til að fylla upp
1 myndina. Gallinn er sá að
meðan hér á Islandi eru til
nokkrar sæmilegar bækur af
sófaborðstegundinni, er ekkert
til af ítarlegum bókum um ein-
staka listamenn. Þvi veldur
aðallega tvennt.
Glœsilega
útlítandi
1 fyrsta lagi hefur okkur
skort menntað fólk til að vinna
slfkar rannsóknir og I öðru lagi
er útbreidd sú skoðun að öll
fræðimennska I sambandi við
listir þurfi að geta af sér hund-
leiðinlegar bækur sem ekkert
erindi eigi til almennings, —
fyrir utan það að mönnum hér
um slóðir hefur löngum þótt
gaman af kjaftasögum um lista-
menn. Þetta væri kátleg
staðreynd, ef ekki væri þannig
komið málum að meðan safnað
er saman kynlegum sögum um
okkar bestu listamann, þá eru
heimildirjim tilurð og þróun
listarinnar að týnast og þeir að
deyja sem gætu verið til
frásagnar um hana.
Hin nýja og glæsilega útlít-
andi bók um Sverri Haraldsson
er af fyrri gerðinni og er gefin
út af áhugamönnum um list
hans sem er lofsverð ræktar-
semi út af fyrir sig og öðrum til
eftirbreytni. Textann skráði
Matthías Johannessen, en hann
er einnig prentaður á ensku, —
annar plús fyrir það. Fyrir þá
sem áhuga hafa á verkum
Sverris, þá eru hér þau fjölda-
mörg og fagurlega litprentuð
og stendur bókin að því leyti
mörgum þrepum ofar öðrum
listaverkabókum sem prent-
aðar hafa verið á landinu til
þessa.
Straumrof
Sýnast mér verkin vel valin
og gefa nokkuð góða hugmynd
um framleiðslu Sverris síðast-
liðin 25 ár þótt ég eigi erfitt
með að trúa að hann eigi ekki
betri teikningar I fórum sfnum
frá síðustu tveimur árum en
þær sem I bókinni eru. Þær eru
vægast sagt klén fyrirtæki. Þá
er það sjálfur textinn. Ég verð
að játa að ég bjóst við meiru af
samstarfi þeirra Matthíasar og
Sverris, — annar alvanur og
næmur spyrill en hinn hress og
umdeildur listamaður. Frásögn
Sverris af æsku sinni og
uppvexti I Eyjum er að visu
bæði skemmtileg og greinagóð,
en svo er eins og Matthias kom-
ist hreinlega ekki I samband
við Sverri aftur. Sverrir
hleypur nær alveg yfir skóla-
göngu sína, en var þó samtfma
mörgum listamannaefnum,
t.a.m. Erró, Braga Ásgeirssyni,
Hringi Jóhannessyni, Benedikt
Gunnarssyni o. fl. Við fáum
ekkert að vita um það af hverju
eða hverjum hann hreifst
innan málaralistar, islenskrar
sem erlendrar og ekki nefnir
Sverrir heldur nám sitt og
ferðir utanlands. 1 staðinn
upphefur hann langt og leiðin-
legt sífur, út í afstraktlist, út í
tiskufyrirbrigði, framúrstefnu,
út í klaufa í listinni og nær sú
rolla næstum því til loka
bókarinnar.
Óskiljanleg
andúð
Lesandinn getur varla
komist hjá því að álykta að
listamaður sem þurfi að hafa
svona margt á hornum sér
hljóti að vera bæði vansæll og
óöruggur í list sinni, sem er
varla sú mynd, sem flestir hafa
af Sverri Haraldssyni. Ekki
virðast sumar umkvartanir
hans heldur mjög rækilega
ígrundaðar. Sú fullyrðing
Sverris að hann hafi hætt að
mála afstrakt árið 1955, og
andúð hans á afstraktlist al-
mennt, stenst ekki ef siðari
verk hans eru skoðuð. Hvað er
hann að gera i málverkum sín-
um og skúlptúr fram á niiðjan
sjötta áratuginn nema það sem
latfnan nefnir „abstrahere", —
að vinna úr ákveðinni fyrir-
mynd eftir hugarflugi? Síðari
landslagsmyndir Sverris eru
ekki heldur beinar eftirmyndir,
eins og gjörla kemur fram með
dæmum í bókinni, heldur „út-
setningar“ á landslagi og öll
frávik frá fyrirmynd eru „af-
straksjónir". Andúð Sverris á
„afstraktlist" hlýtur að eiga sér
aðrar orsakir sem ég ekki
treysti mér til að skilgreina.
Gamlir meistarar
Kaflar um eldri meistara f
málaralistinni, komplett með
ljósmyndum af verkum þeirra,
fá einnig óþarflega mikið rými
í bókinni, miðað við það sem
Sverrir hefur um þá að segja.
Illar tungur mundu sjálfsagt
halda því fram að hann væri að
slá sér upp með hjálp þeirra.
En greinilegt er að Sverrir
metur þá mikils, sérstaklega
Vermeer, en um hann setur
hann fram skemmtilegar tilgát-
ur. En lýsingar hans á Verm-
eer, Kjarval, Dali og Rem-
brandt segja einnig töluvert um
aðaláhugamál Sverris sjálfs i
listinni. Kjarval er t.d. „gffur-
lega flinkur" og „bjó yfir mik-
illi tækni“, Dali er „frábær
handverksmaður" og það er
tæknilega hliðin á list
Rembrandts, sem vekur áhuga
Sverris, ekki hið mannúðlega
inntak verka hans. Þarna erum
við kannski komin inn á þunga-
miðju þessarar bókar og listar
Sverris, —' lofgjörðina um
handverkið og fingrafimina, en
það er einmitt fyrir þetta sem
Sverrir hefur verið einna mest
gagnrýndur á sfðustu árum.
Verk hans eru tómar „tækni-
brilleringar" án djúplegs
mannúðlegs inntaks, segja
menn. Nú sá ég ekki yfirlitssýn-
ingu Sverris að Kjarvalsstöðum
og er þvi ekki i eins góðri
aðstöðu til að segja hug minn.
Undrabarnið
Þó býður bók eins og þessi
upp á tækifæri til að skoða verk
hans í heild og ræða þau. Ljóst
er að „undrabarn í listinni" var
Sverrir svo sannarlega. 12 ára
gamall gerir hann blýantsteikn-
ingu af Herjólfsdal, þar sem
hann virðist þegar skynja hina
myndræna hrynjandi lands-
lagsins (bls. 16) og ári síðar
beitir hann litum á borð við
fullþroska listmálara I mynd af
Ystakletti (bls. 19). Augljóst er
því að tímamótasýning Sverris
árið 1952 var ávöxtur um ára-
tugs vinnu og i öðrum klassa en
sýningar annarra 22 ára lista-
manna. Hið geómetriska típia-
bil Sverris krefst síðan
rækilegri umfjöllunar en þess-
ar síður leyfa, en í stuttu máli
vil ég leyfa mér að taka undir
það sem áður hefur verið sagt
um Sverri: þær myndir hans
(or relief) eru merkilegur kafli
í íslenskri myndlistarsögu og að
mínu viti hefur Sverrir ekki
gert betri hlut siðan. í þeim
myndum er Sverrir ekki að
mála út í loftið, eins og hann
vill sjálfur meina í bókinni,
heldur styðst hann við mjög
stranga form- og litfræði sem
beinir hæfileikum hans inn á
rétta farvegi. Enginn er kom-
inn til með að segja að Sverrir
hefði þurft að mála afstrakt
allar götur síðan til að halda sér
á toppnurm
Þokukennd
rómantík
En einhvers konar grund-
vallar „konstrúksjón" hefði
komið honum að gagni. En það
sem gerist er að Sverrir sleppir
alveé fram af sér beislinu í
sprautumyndum sínum, sem
ekki kveikja annað en þoku-
kennda rómantík í hugum
áhorfandans. A seinni hl. sjötta
áratugsins tekur svo við annað
höfuðviðfangsefni, landslag og
önnur áhrif, Dali og súrrealist-
ar. Það er ekki hægt að neita
þvi að margar síðari landslags-
myndir Sverrir búa yfir ein-
hverjum krafti, sem þó er nær
því að vera óhugnanlegur en
upplffgandi. Litirnir eru
beiskir, þurrir og skerandi og
formin öll virðast svo feyskin
og gljúp að manni finnst :tð
stigi maður inn í myndirnar,
hljóti jörðin að gefa eftir og
maður hverfa í forarvilpu.
Skyldi Sverrir hafa málað þess-
ar myndir af slíkri bölsýni, eða
er okkur ekki ætlað að sjá
annað en tæknihliðina? En það
er sama gamla sagan, — maður
fær ekki meir út úr myndum en
sett hefur verið inn f þær. Mér
þykir því ills viti að Sverrir
skuli dýrka Dali, nostrara sem
stenst engan veginn
samapburð við eldri meistara
tæknilega séð og er auk þess
boðberi taumlauss egóisma og
mannfyrirlitningar.
Bókina um Sverri þýddu þau
May og Hallberg Hallmundsson
yfir á ensku og er mál þeirra
gott þótt stirt sé á köflum. En
ekki trúi ég að þau hjón hafi
haft hönd í bagga með þýðingu
myndverkaskrárinnar í lokin,
en þar úir og grúir af alls konar
ambögum, sem hægur vandi
hefði verið að leiðrétta á
frumstigi. I slíkum skrám er
„blýantur" jafnan þýddur sem
„pencil“ en ekki ,,leadpencil“,
„blönduð tækni“ er „mixed
media“ ekki „mixed technics",
og „plakatlitir" eru ekki „plaka
colours" (!) heldur „poster
colours" og sömuleiðis koma
lýsingar á starfa eigenda
málverkanna einkennilega út á
ensku.
Bók
menntir
AÐALSTEINN
INGÖLFSSON
munum sænskra jafnaðar-
manna yfir landamæri
Svíþjóðar til Finnlands. Þar
átti að veita blönkum skoðana-
bræðrum aðstoð enda vafalaust
nóg til af fjármunum sænskra
jafnaðarkapitalista.
Svo fór þó að þessar ölmusu-
gjafir hlutu skjótan enda og I
stað þess að finnskir kratar
gætu notað peninga þessa til
trúboðs f Finnlandi varð úr
þessu talsvert hneykslismál
sem enn er ekki að fullu séð
fyrir endann á.
Þetta er hins vegar ekki i
eina skiptið sem sænskir
, jafnaðarmenn hafa talið sig
hafa erindi að reka utan heima-
lands sins og er til dæmis
skemmstað’minnastþess er þeir
sendu bæði fjármuni og
skemmtikrafta til að aðstoða
skoðanabræður sína I Portúgal.
Við hér á landi höfum hins
vegar verið blessunarlega laus
við slík afskipti af stjórnmála-
lffi hér heima, hvað sem það nú
verður lengi.
Með betlistaf í hendi
Nú hafa þeir atburðir nefni-
lega gerst, er lengi hafa raun-
ar verið á döfinni, að hingað til
lands er farið að streyma fjár-
magn sem er ætlað að hafa
áhrif í pólitfska baráttu f
landinu.
Hér er að sjálfsögðu átt við
það að fslenskir kratar, alþýðu-
flokksmenn hafa fengið umtals-
verðan styrk frá norrænum
Kjallarinn
Anders Hansen
skoðanabræðrum til að halda á
floti flokksmálgagni sfnu, að
minnsta kosti fram yfir næstu
kosningar.
Ekki er að vísu um það að
ræða að beinharðir peningar
séu fluttir milli landa heldur er
hér um að ræða pappfr í stórum
stíl. En þar á er raunar enginn
eðlismunur eins og hver ’ og
einn sér f hendi sér.
Hafa krataleiðtogarnir
ekkert verið að fela þessa
ósmekklegu lána- og gjafafyrir-
greiðslu, heldur þvert á móti
verið hreyknir af að þvf er best
verður séð. Hafa þeir skýrt frá
þvf vandlega hvar og hvernig
þeir hafa knúið dyra með
betlistaf sfnum f það og það
skiptið.— Lftilla sanda, lítilla
sæva, lítil eru geð guma.
Það sem við getum ekki
sjólfir, það lótum við
aðra gera
Það er kunnara en frá þurfi
að segja að rekstur Alþýðu-
blaðsins hefur um árabil gengið
brösulega. Blaðið hefur barist i
bökkum fjárhagslega og
iðulega hafa öfl utan Alþýðu-
flokksins verið fengin til að
halda þvi á floti um lengri eða
skemmri tíma. Þegar svo hefur
staðið á hefur reksturinn þó
alltaf rétt heldur úr sér en
jafnan sigið á ógæfuhliðina á
ný.
Astæða þessa er ekki
endilega sú að fjármagn skorti f
upphafi eða vegna þess að
rekstrarfjárskortur hái blaðinu
svo að ekki sé unnt að reka það.
Astæðan er sú að alþýðuflokks-
menn háfa sjálfir takmarkaðan
áhuga á að halda blaðinu á
floti. Gamlir og grónir flokks-
menn hafa ekki viljað kaupa
fclaðið, jafnvel menn f áhrifa-
stöðum fyrir Alþýðuflokkinn.
Þess f stað kaupa þeir það alls
ekki eða fá það sent f gjafa-
áskrift. Safnanir og fjáraflanir
fyrir Alþýðuflokkinn hafa
gengið illa. Flokksmenn eru
latir og vilja lftið sem ekkert
leggja á sig fyrir þessa „hug-
sjón“ sfna. Þess vegna er nú svo
aumlega komið fyrir þeim og
þess vegna er flokkurinn lítill
og vita áhrifalaus. Þetta eru
sannindi málsins hvað sem
öllu blaðri um annað líður.
Velgengni Dagblaðsins og
Vísis hafa fært mönnum heim'
isanninn um það að það er hægt
að gefa út blað á Islandi.
En til þess þarf vilja. Það er
ekki nóg að norrænir kratar
hjálpi upp á sakirnar núna.
Verði ekki hugarfarsbreyting
!hjá alþýðuflokksfólki ' á
næstunni, verða þeir
annaðhvort eilífir baggar á
flokksbræðrum sfnum erlendis
eða þá að Alþýðublaðið deyr
drottni sfnum.
Banna ber er-
lendar fjórgjafir
En þrátt fyrir að þessi
skortur á sjálfsvirðingu hjá
krötum sé slæmur, er þó annað
verra. Það er það að hér er
verið að gefa fordæmi fyrir þvf
að erlend öfl eru farin að hafa
bein áhrif á flokksstarfsemi
hér á landi. Nú er það erlent fé
sem getur valdið úrslitum um
hve mörg atkvæði Alþýðu-
flokkurinn fær á vori komanda.
— Eru menn reiðubúnir að
kyngja því orðalaust?
Full ástæða er til þess aðsetja
ákvæði í lög þess efnis, að
fslenskum stjórnmálaflokkum
og stjórnmálamönnum sé
óheimilt að þiggja fé til stjórn-
málabaráttu hér á landi.
Verði það ekki gert getur svo
farið að búið sé að vekja upp
jþann draug sem erfitt getur
orðið að kveða niður á nýjan
leik.
Eða hvað ætli mönnum
fyndist um það að sovéski
kommúnistaflokkurinn tæki
upp á þvf að hefja útgáfu dag-
blaðs hér á landi til stuðnings
Alþýðubandalaginu? — Eða að
bandariski repúblikana-
flokkurinn eða breskir íhalds-
menn kostuðu kosningabaráttu
Sjálfstæðisflokksins?
Svörin liggja svo f augum
uppi að þess er ekki þörf að
hafa þau yfir. En enn er tfmi til
að stöðva þá þróun sem hér er
greinilega að fara af stað, og
það á að vera hlutverk
Alþingis.
Anders Hansen
framkvæmdastjóri
Sambands
ungra sjálfstæðismanna.