Dagblaðið - 09.01.1978, Qupperneq 24
Þingmenn hækkuöu laun
sín um 78% á einuárí
Srjálst, úháð datfblað
MANUDAGUR 9. JAN. 1978
EKKIVITAÐ TIL AÐ ÞINGHEIMUR HAFIINEINU MOTMÆLT HÆKKUNINNI
Eins og kunnugt er, eru þing-
menn vorir taldir til þeirra
stétta, sem ákveða sér sjálfar
kaup. Þingfararkaupsnefnd
fjallaði um kauphækkanir til
handa þingmönnum í desember
sl. og komst að þeirri niður-
stöðu, að réttast væri að hækka
kaup þingmanna í 328.600,00
krónur eða um rúm 78% á einu
ári, frá 1. des. 1976 til sama
tíma 1977.
Ekki er vitað til að þingheim-
ur hafi mótmælt þessari kaup-
hækkun.
Fram til þessa hefur það
verið venja, að þingfarar-
kaup miðaðist við þriðja hæsta
flokk opinberra starfsmanna.
En eftir kjarasamningana við
BSRB og kjaradóm sem féll í
máli Bandalags háskólamanna
kom í ljós, að verulegur munur
var á þriðju hæstu flokkunum
hjá þessum samtökum opin-
berra starfsmanna. A-28, efsta
þrep hjá BSRB, sem er þriðji
hæsti flokkurinn þar er
307.690,00 krónur á mánuði.
Launafíokkur 120, fimmta
þrep, sem er þriðji efsti flokk-
urinn hjá BHM er hins vegar
328.600,00.
Þingfararkaupsnefnd ákvað í
desember, að launaflokkur
BHM skyldi hafður til viðmið-
unar.
I þeim flokki eru t.d. háskóla-
rektor, háskólaritari, póst- og
símamálastjóri, vegamálastjóri,
rannsóknarlögreglustjóri og
yfirsakadómari.
í þingfararkaupsnefnd Al-
þingis eru þingmennirnir
Sverrir Hermannsson, sem er
formaður, Ingvar Gíslason,
Friðjón Þórðarson, Helgi
Seljan, Gunnlaugur Finnsson,
Sigurlaug Bjarnadóttir og
Eggert G. Þorsteinsson.
- HP
ELDURINN D0 UT
AF SJÁLFU SÉR
Rétt fyrir hádegi á laugardag-
inn varð þess vart að eldur hafði
leikið um 1. hæð verksmiðjuhúss
Kexverksmiðjunnar Frón við
Skúlagötu. Var eldurinn út-
dauður þá er að var komið. Var
ekkert fyrir slökkviliðið að gera.
Ljóst var að eidurinn hafði byrjað
út frá sýrópspotti í verksmiðju-
salnum og breiðzt þaðan út. Tals-
verðar skemmdir urðu bæði af
eldi og reyk i verksmiðjuhúsinu.
Þarna í húsinu varð eldur laus
fyrir fáum vikum og brann þá þak
hússins og ýmislegt á efstu hæð.
ASt.
Brunavörðurinn í rústunum,
sýrópspotturinn er tii vinstri á
myndinni — DB-mynd Sv.Þorm.
Selfoss verður
kaupstaðurívor:
„SIGUR
HINNA UNGU"
—segiroddviti Selfosshrepps.
Nær þrír f jórðu greiddu atkvæði með
því að Selfoss fengi kaupstaðarréttindi
„Þetta er sigur hinna ungu —
þeirra sem framtíðin er hér á
Selfossi," sagði Óli Þ. Guðbjarts-
son, oddviti á Selfossi, í morgun
um úrslit skoðanakönnunarinnar,
sem þar fór fram i gær. Spurt var
hvort menn væru því fylgjandi að
Selfoss fengi kaupstaðarréttindi.
Yfirgnæfandi meirihiuti þátt-
takenda í skoðanakönnuninni
greiddi atkvæði með, eða 71,8%.
Hins vegar var kjörsókn fremur
dræm, aðeins rúmlega helmingur
af 1944 á kjörskrá greiddi at-
kvæði. Sögðu 751 já og 278 nei.
„Ég reikna með að næsta skref
verði að hreppsnefnd snúi sér til
þingmanna kjördæmisins og biðji
þá að fiytja frumvarp um kaup-
staðarréttindi Selfoss á vorþing-
inu, þannig að breytingin geti
tekið gildi frá og með næstu
sveitarstjórnarkosningum," sagði
Óli oddviti í samtali við DB í
morgun.
Hann kvaðst sjálfur vera mjög
ánægður með þessi úrslit og þá
ekki sízt hve skýr og afdráttarlaus
þau væru.
„Þetta á eftir að koma okkur til
góða á margvíslegan hátt,“ sagði
hann. „Eg get nefnt sem dæmi, að
á síðasta ári greiddum við liðlega
ellefu milljónir í sýslusjóð og
sýsluvegasjóð, eða um 7% af út-
svörum okkar. Þetta gjald fellur
niður og verður beinn sparnaður
fyrir sveitarsjóð, sem væntanlega
v.erður bæjarsjóður. Ekkert gjald
kemur í staðinn.“
Oli taldi kaupstaðarréttindin
eiga eftir að bæta stöðu Selfoss 1
kerfinu verulega. „Sjálfstæði
okkar verður meira, samkennd
ibúanna hér á eftir að aukast og
Selfoss verður betur i stakk
búinn til þeirrar forystu sem
staðurinn hefur óneitanlega haft í
viðskiptalegu, stjórnsýslulegu og
menningarlegu tilliti á Suður-
landi," sagði Óli Þ. Guðbjartsson
að lokum. - ÓV.
Próf kjör Framsóknar í Kef lavík:
Bæjarfulltrúinn hélt
sætinu á 10 atkvæðum
Á aðeins um tíu atkvæðum
hélt Guðjón Stefánsson skrif-
stofustjóri og bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins í Kefla-
vík sæti sínu í prófkjörinu f
gær. Enn liggja ekki fyrir nema
grófar tölur um úrslitin, að
sögn Kristins Björnssonar, for-
manns kjörstjórnar, f morgun.
En sýnt er, að tveir efstu menn
verða hinir sömu og siðast.
Framsókn hefur tvo bæjar-
fulltrúa í Keflavík. Hilmar
Pétursson skrifstofumaður hélt
efsta sæti í prófkjörinu og fékk
um 560 atkvæði að sögn
Kristins. I öðru sæti varð Guð-
jón með um 510 og næstur þar á
eftir Sigurður Þorkelsson
skólastjóri með um 500.
Kristinn sagði, að tainingu væri
ólokið, en gróf talning á efstu
mönnum hefði leitt framan-
greint í ljós.
Um 650 greiddu atkvæði, en
Framsókn fékk 767 atkvæði í
síðustu bæjarstjórnarkosning-
TV0 BRUNAK0LL
FRÁ HÁHÝSUM í
BREIÐHOLTI
Eldur varð laus í mannlausri
íbúð á 4. hæð 1 háhýsinu
Æsufelli 4 í gær. Fylltist íbúðin
af reyk og lagði hann upp um
ganga og smaug inn i íbúðir.
Er grímuklæddir slökkviliðs-
menn fóru inn í ibúðina reynd-
ist eldurinn í rúmfötum og
dýnu í mannlausri íbúðinni.
Var dótinu fljótt komið út á
svalir og i því slökkt. Lengur
tók að lofta út. Þarna varð um
talsvert tjón að ræða.
Þá fór slökkviliðið tvívegis að
Asparfelli 12 sem er annað
háhýsi skammt frá. Var fyrst
tilkynnt um eldbjarma á efstu
hæð. Kom tilkynningin frá húsi
í grenndinni. Þarna reyndist
um að ræða loga á útikerti á
svölum úti og ekkert að. Er
liðið var á bakaleið til stöðvar-
innar kom önnur tilkynning frá
Asparfelli um reyk i lyftuhúsi.
Sú tilkynning reyndist gabb
eitt. ASt
Nefbrotinn,
kinnbeins- og
kjálkabrotinn
—eftirátökvið
stöðvarvörð
Til hastarlegra slagsmála kom á
Bifreiðastöð Steindórs á fyrsta
timanum aðfaranótt laugardags.
Mjög ölvaður maður kom þar inn
og vildi fá bil, sem ekki var að
hafa. Sætti hann sig illa við það
og kom til átaka milli hans og
stöðvarmannsins. Fyrst var
hinum drukkna hent út en hann
kom aftur og var þá afgreiddur
með tveimur höggum. Eftir þau lá
hann rotaður í blóði sínu þar til
lögreglan kom. Reyndist
maðurinn nefbrotinn, kinnbeins-
brotinn og kjálkabrotinn. Var
hann fluttur í slysadeild og þar
mun aðgerð hafa verið gerð á
honum á iaugardaginn.
- ASt.
Hafnarfjarðar-
lögreglan:
í eltingaleik
við ölvaðan
ökumann
— f annst að lokum
íbflskúr
íKópavogi
ölvaður ökumaður gerði lög-
reglunni í Hafnarfirði lífið leitt
um nokkurn tima á laugardaginn.
Svo fór þó að lokum að réttvísin
fór með sigur af hólmi og kauði
vargómaðui' í bílskúr i Kópavogi.
Upphafið var það að um hálf-
eitt leytið á laugardag var ekið
aftan á bíl á Hafnarfjarðarvegin-
iim, skammt frá Arnarneslækn-
um. Sá er olli tjóninu var þó ekki
að hafa fyrir því að stöðva, heldur
gaf í og þaut á ofsahraða í átt til
Hafnarfjarðar. ökumaður hinnar
bifreiðarinnar vildi ógjarnan láta
fantinn sleppa við svo búið og
veitti honum snarlega eftirför.
Við það jókst hraðinn enn meir og
að lokum tókst tjónvaldinum að
sleppa inn í norðurbæ Hafnar-
fjarðar.
Þá skarst lögreglan í leikinn og
fann bilinn. Upphófst þá frekari
eltingaleikur sem barst um
Garðabæ og loks út í Kópavog. Þá
var Kópavogslögreglan kvödd til
aðstoðar. Loks fannst billinn og
eins og áður sagði i bilskúr þar i
bæ.
ökumaðurinn fékk gistingu hjá
lögreglunni í Hafnarfirði næstu
nótt og játaði ailar sfnar yfir-
sjónir daginn eftir. Hann hafði
misst ökuleyfið fyrir nokkru fyrir
ölvunarakstur. — Bilinn, sem
hann ók, hafði hann nýlega keypt
og var sá enn skráður á fyrri
eiganda svo og tryggður á hans
nafn.
AT
MIN0LTA-
KEPPNIN
Verðlaunaafhending fyrir
Minolta ljósmyndakeppnina
verður á Hótel Loftleiðum á
mánudaginn kemur. Nánar
verður sagt frá henni í blað-
inu síðar f vikunni.
Þeir sem sent hafa myndir
í keppnina mega vitja þeirra
til ritstjórnar Dagblaðsins í
Siðumúla 12.