Dagblaðið - 13.01.1978, Síða 5

Dagblaðið - 13.01.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1978. 5' Gamli miðbærinn yngdur upp: ÞETTA ER SMJÖRHUS HW NÝJA VIÐ TORGIÐ „Þetta veröur byrjunin á uppbyggingu gamla miðbæjarins til þess að lífga upp á hann á nýjan leik. 22. desember sl. samþykkti byggingarnefnd borginnar endanlega teikningu að byggingunni og platan undir fyrstu hæðina var steypt á Þor- láksmessu." Þetta sagði Kristján Knútsson fasteignasali hjá Eigna- markaðinum, Austurstræti 6, í samtali við DB. Hann er að byggja hina glæsilegu byggingu sem fer senn að rísa við sjálft Lækjartorg, þar sem áður var Smjörhúsið, síðar Veiðimaðurinn og Bókaverzlun Braga. Þarna mun rísa þriggja hæða hús, um 5000 rúmmetrar að stærð, en flatarmál verður 440 ferm á 1. og 3. hæð, en önnur hæð verður 596 ferm. >,Bygging þessi er samkvæmt nýjasta_ skipulagi Reykjavíkur- borgar sem gerir ráð fyrir uppbyggingu gamla miðbæjarins sem samþykkt var 19. desember sl. og gerð var af Gesti Olafssyni. A fyrstu hæð hússins verður aðstaða fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, auk þess sem þar verða verzlanir. Nú þegar hafa tveir aðilar keypt húsnæði á fyrstu hæðinni. Eru það fyrir- tækin Optik og Garðar Ólafsson úrsmiður. Báðar þessar verzlanir hafa verið við Lækjartorg um ára- bil. Á fyrstu hæðinni verður einnig blaðasala, blóma og minjagripa- sala auk veitingasölu, og snyrtiherbergja. Neðsta hæðin verður öll flísalögð, ekki ósvipað járnbrautarstöðvum erlendis. Kappkostað verður að hafa þarna allt sem glæsilegast. Á annarri hæðinni er enn óráðstafað um 500 ferm verzlunarhúsnæði. Þriðju hæðinni er einnig óráðstafað enn sem komið er, en ákveðnir aðilar hafa lýst áhuga á að koma þar á fót veitingastað. Yrði það mjög skemmtilegur veitingasalur, því svalir verða í kringum alla þriðju hæðina,“ sagði Kristján. Stefnt er að því að húsið verði uppsteypt 1. júní og að þar verði hægt að hefja verzlunarrekstur eigi síðar en í nóvember/desember næst- komandi. Arkitekt hússins er Bjarni Marteinsson á Teiknistofunni Ár- múla 6. Tækniþjónustan annast verkfræðiþjónustu og tillögur að skiptingu 1. og 2. hæðar hefur Finnur Fróðason innanhúss- arkitekt, Laugavegi 18, gert. Útboð hafa verið gerð á verk- inu og verða þau opnuð í dag og reiknað er með að hægt verði að hefja framkvæmdir strax í næstu viku. -A.Bj. Þarna má sjá líkan að hinu nýja stórhýsi í miðbænum og sýnir af- stöðu þess til Lækjartorgs og Út- vegsbankans. Takið eftir að gamli söluturninn er þarna kominn á torgið. Verið er að vinna að því að koma honum fyrir þarna. Bíla- stæðisvandamálið í gamla miðbænum hyggst borgin leysa sjálf með því að reisa stórar bíla- geymslur i miðborginni. Eyiar: Björgunaraðgerðir eftir flóð ígær Gríðarleg rigning var í Vest- mannaeyjum í gærmorgun. Mest rigndi milli kl. hálf átta og hálf níu. Kjallarar fylltust af vatni víða í bænum en einna verst varð Kiwanishúsið úti, en það stendur við Strandveg. Þar varð að dæla vatninu út og þeg- ar að var komið var parketgólf hússins, sem er mjög nýlegt, hreinlega á floti! Var fengin að láni brunadæla til þess að dæla vatninu út. Niðurföll í bænum höfðu ekki undan vatnsflaumnum og víða flaut vatn upp um salerni. Eyjabúar voru því í björgunarstarfi í gær og reyndu að bjarga því sem bjargað varð úr rennvotum í- búðum sínum. — Kiwanishúsið var tryggt fyrir vatns- skemmdum og taldi fréttaritari DB í Eyjum að sömu sögu væri að segja um önnur hús á staðn- um. -R.S./abj. ’íýVýSt:*/,’:'--!. .*vwV.V'V.-::• í' i.H'-V'. £■ ÍvXú ■ ■'■; 'jvv !’•'.»' /."••'-Sy■• . »!• i .• !•■■". ýVí,••-'•'• í i mses ÍÍK'ÍK/-' S>Í w NY SENDING s) af karlmannaskóm, lágir ítalskir \ leðurkuldaskór, svartir, reimaðir eða með rennilás, stamur gúmmísóli, stærðir 41-46 Verð kr. 3.990.- Uppháir finnskir, með rennilás, brúnir með stömum sóla Stærðir 7-11% vtessst: V- - -.1 :.V1 VÍvV-S'- '^ví'.Arv. •;.••• • • -■ ^»,Verðkr.8.500.^^R8#8Si ~u: .., -X■ .S"'--'-'— ——„' ú'',- vv.s

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.