Dagblaðið - 24.01.1978, Side 6

Dagblaðið - 24.01.1978, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978. Burma: Dauðadómur vegna eiturlyfjasölu — eiturlyf fyrir 200 milljónir dala Burmabúi nokkur hefur verió dæmdur til dauða fyrir stórkost- lega eiturlyfjadreifingu eftir að lögreglan fann eiturlyf í húsi hans að verðmæti mörg hundruð milljónir dollara. Þetta eiturlyfjamagn er það mesta sem nokkurn tíma hefur náðst í einu í Suðaustur-Asíu. í húsinu fundust 675 kg af eitur- efnum, þar af 84 kg af heróíni og 130 kg af ópíum að verðmæti yfir tvö hundruð milljón dollarar. Árið 1974 voru innleidd ströng lög í Burma hvað varðar sölu og dreifingu eiturlyfja og er fang- elsisvist og dauðarefsing fyrir al- varlegt brot. Bifreiðastillingar NICOLAI Brautarholti 4—Sími 13775 Til sölu notuð skrifstofuhúsgögn, m.a. skrifborð, stólar, fundarborð og fleira. Uppl. í síma 23476 og52405 eftir kl. 18. Skipstjóra- og stýri- mannaf élagið Aldan Aðalfundur skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Öldunnar verður haldinn nk. sunnudag 29. jan. kl. 14 að Hótel Loft- leiðum, Kristalsal. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. STJÓRNIN Hafnarfjöröur! Blaðburðarbörn óskast í suðurbæ og fleirí hverfi Upplýsingar í síma 52354 kl.5til 7. msBiAÐia ST10RNMALA- FLOKKURINN Skrifstofur Stjórnmálaflokksins eru að I.augavegi 84 II. hæð, síini 13051 og eru opnar alla virka daga frá kl. 5 til 7 e.h. STUÐNINGSMENN. Komið á skrifstofurnar eða hringið og látið skrá vður. STJÓRNMÁLAFLOKKURINN. BJÖRNINN Smurbrauðstofan Njúlsgötu 49 — Sími 15105 Josep Luns f ramkvæmdast jóri N AT0: Ottast mjög kommún- istastjóm á Ítalíu „Gripum til okkar ráða gegn kommúnistum á íslandi, og víðar og þau dugðu” Joseph Luns framkvæmda- stjóri NATO sagði í Brussel í gær að það væri mjög alvarlegt ef kommúnistar settust í embætti utanríkis- eða varnar- málaráðhrra einhvers vestræns ríkis. Þessi.vfirlýsing Luns er tilkomin vegna stjórnar- kreppunnar á Ítalíu, þar sem kommúnistar sækja fast að komast í stjórn. Luns sagði að bandalagið hefði glímt við kommúnista í rikisstjórnum NATO ríkja og nefndi ísland, Portúgal og Frakkland og bætti við „Við gripum til okkar ráða og þau dugðu“. En Luns sagði málið alvar- legra hvað varðaði Italíu. Stjórnin í Róm er fastur með- limur í kjarnorkuáætlunarráði NATO, sem fjallar um hvernig bandalagið myndi heyja kjarn- orkustríð við Sovétríkin og hefur þannig aðgang að viðkvæmustu leyndarmálum NATO. Síðasti Fólksvagninn kvaddur. Eins og DB skýrði frá nýlega hættu v-þýzku Volkswagenverksmiðjurn- ar frainleiðslu á hinni margfrægu Volkswagenbjöllu sinni nú í fvrri viku. Hér má sjá síðasta Volkswagenbílinn af þessari gerð nýkominn úr verksmiðjunni, blómum skrýddan. Þessi bíll var nr. 16.222.000, en fyrir utan þessar rúmlega 16 milljónir hafa verið framleiddar 3.3 milljónir bjallna víða um heim í verksmiðjum Volkswagen. París: Einum ríkasta manni veraldar rænt í gær óvístum tilganginn Enn er ekki vitað hverjir standa á bak við ránið á belgíska iðjuhöldinum Edouard-Jean Empain, sem rænt var af grímuklæddum mönnum í París í gær. Empain barón er yfirmaður fyrirtækja- samsteypu, sem í eru um 500 fyrirtæki víðs vegar um heim. Baróninn er talinn einn auðug- asti maður heims, en hann er fertugur að aldri. Einkabifreið barónsins stöðvaði þar sem flutningabíll hafði lagt þvert fyrir veginn og maður af mótorhjóli lá í götunni og svo virtist sem um slys væri að ræða. Þegar bíll barónsins stoppaði stukku tveir grímuklæddir menn út úr flutningabílnum og yfirbugðu bílstjóra barónsins og óku á brott með baróninn í bíl hans. Bílstjórinn var hart leikinn og getur litla lýsingu gefið á mönnunum. Baróninn hefur oft sætt gagnrýni vinstri hópa en ekki er vitað hvort mannránið er af pólitískum toga eða hvort ræningjarnir ætla að krefjast fjárupphæðar í skiptum fyrir baróninn. Frakklandsforseti ræddi mannránið þegar við innanríkisráðherra sinn og fylgjast þeir stöðugt með fram- vindu málsins. Vaxmyndasafn Madame Tussaud: Helmut Schmidt f ríkkaður —enda var hann úttaugaður og bólugraf inn Vaxmyndin af Helmut Schmidt kanslara í Vestur- Þýzkalands í Vaxmyndasafni Madame Tussaud í London hefur nú fengið andlits- Ivftingu. Gestir, sem heimsóttu safnið frá Þýzkalandi og víðar að, höfðu kvartað yfir því að kanslarinn væri slæptur að sjá og úttaugaður og ekki bætti úi skák að vaxmyndin væri bólugrafin þar sem hún stæði við hlið annarca fyrirmenna í safni frúarinnar. Safnið sagði að eftirmyndin, sem gerð var af kanslaranum hefði verið gerð á þann hátt að skinnið væri gróft, enda fyndist sumum kanslarinn strangur og miskunnarlaus í útliti. En vegna áskorana hefur safnið nú ákveðið að húð kanslarans verði mjúk eins og barnsrass og hann mildaður í útliti. Ekki er óalgengt að hressa þurfi upp á vaxmyndir og nefndi talsmaður safnsins að 13 útgáfur hefðu verið gerðar af Winston Churchill á meðan hann var og hét.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.