Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.01.1978, Qupperneq 10

Dagblaðið - 24.01.1978, Qupperneq 10
10 MMBIABW frfálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaðið hf Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjori: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jonas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Olafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrif stof ustjori: Olafur Eyjólfsson, Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjorn Siðumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1600 kr. a mánuði innanlands. í lausasolu 90 kr. eintakið Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Oft vantar punktinn íslendingum hættir nokkuð til að hlaupa frá óloknu verki. Einna greinilegast sést þetta í frágangi mannvirkja og lóða. Stundum hafa menn ekki ráó á að ljúka verki á framkvæmdatímanum og slá því hinum tiltölulega ódýra endahnút á frest. Síðan venjast þeir hálfköruninni og hætta að taka eftir henni. Enda segir máltækið, að svo megi illu venjast, að gott þyki. Gísli Jónsson prófessor rakti ýtarlega eitt slíkt dæmi í kjallaragrein í Dagblaðinu í síðustu viku. k»ar íóK hann fyrir hinar glæstu sundlaug- ar í Laugardal og benti á ótal atriöi, sem þar mættu betur fara. Allt var það vel rökstutt og hófsamlega orðað á þann hátt, sem menn hafa tekió eftir í öðrum kjallaragreinum Gísla um margvísleg vandamál. Sundlaugarnar hafa verið notaðar í meira en áratug án þess að settur væri punkturinn yfir i-ið í framkvæmdum. Enn er bráðabirgðaástand á búningsaðstöðu, sem meðal annars leióir til þess, að menn þurfa að ganga um sama stigann á skítugum skóm og berfættir úr baði. Gísli rekur meðal annars ólagið á sturtunum og segir það fremur stafa af framtaksleysi en fjárskorti. Hann bendir einnig á, að gleymzt hefur að leggja hitalögn í leiðina að útisturtun- um. Ennfremur, að byggðir hafa verið þrír útisturtuklefar, en aðeins einn þeirra notaður. í kjallaragreininni er líka bent á, að fótabað vanti milli hlaupasvæðis og laugar. Einnig, að lýsing sé of léleg undir skyggninu, þótt raflög sé þar fyrir fleiri lampa en upp hafa verið settir. Ennfremur, að skortur á merkingum geti ruglað ókunnuga. Gísli gerir góðlátlegt grín að því, að ekki er haldið jöfnum hita í pottunum, þrátt fyrir alla tækniþekkingu tuttugustu aldar. Fáanlegur er búnaður til að halda jöfnum hita í laugum og sturtum, en hann virðist ekki vera notaður í Laugardal. I greininni er svo bent á, hve ódýr og sjálf- sögð sú þjónusta væri, að setja stóra og greini- lega hitamæla við innganginn í pottana. Ýmis fleiri atriöi eru nefnd, flest þess eðlis, að sund- laugargestir geta verið þeim sammála, þótt þeir hafi verið hættir aó taka eftir þeim. Gísli tekur fram, að mjög sé í hóf stillt aðgangseyri aö laugunum og að hugsanlega séu fullorðnir laugargestir reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir bætta aðstöðu. Úrbæturnar, sem Gísli bendir á í greininni um sundlaugarnar í Laugardal, bæði endur- bætur og viðhald, ættu ekki að þurfa að kosta mikið fé. Það er raunar sorglegt, að borgaryfir- völd skuli ekki hirða um að ljúka við og halda við jafnglæsilegu mannvirki sem þessu. Greinin er ágætt dæmi um, að borgarar landsins eiga að hafa opin augu fyrir ótal hversdagslegum vandamálum og tilfinningu fyrir vönduðum frágangi og vönduðu viðhaldi. Menn mega ekki verða samdauna hálf- köruninni, sem víða blasir við, ef menn kæra sig um að leiða hugann að henni. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1978. Aukin sjálfsgagnrýni innan Sovétríkjanna — barizt gegn slælegum vinnubrögðum JÓNAS HARALDSSON Tap vegna ónauðsynlegra rekstrartafa í sovézkum iðnaði nam í fyrra yfir 900 milljörðum íslenzkra króna og einnig fór mikill afrakstur forgörðum þar sem sjötta hver kornþreskivél stóð ónotuð yfir háannatímann. Sláanrli dæmi um lélega nýtingu starfskrafta og slæmt vinnuskipulag eru nú birt opinberlega í sovézkum blöðum. Opið bréf hefur verið skrifað til verkamanna og sam- taka og er bréfið undirritað af félögum í miðstjórn Kommúnislaflokksins og fleiri háttsettum embættismönnum. RÆÐA BRESNEFS Opna bréfið fylgdi í kjölfar ræðu Bresnefs flokksformanns og forseta Sovétríkjanna, sem hann flutti á miðstjórnarfundi flokksins í desember sl. Ræðan hefur ekki verið birt opinber- lega í fullri lengd, en af greinarflokki sem birzt hefur undanfarið í málgagni Kommúnistaflokksins, Pravda, er ljóst, að flokksformaðurinn fór hörðum orðum um slæpingjahátt starfsfólks í vinnutímanum og að illa væri farið með orku og hráefni í Sotfétríkjunum. í áætlun fyrir árið 1978 er framleiðsluaukningin aðeins ákveðin 4.5% og af því má sjá að stjórnvöld í Sovétríkjunum reikna ekki lengur rheð því að hægt sé að ná þeirri fram- leiðsluaukningu, sem gert var ráð fyrir í síðustu fimm ára áætlun. 0F LÍTIL AFKÖST Mjög mikið hefur verið fjár- fest í þungaiðnaði síðustu árin, einnig til umbóta í sam- göngúmálum. Þá hefur mikið fé runnið til landbúnaðar en samkvæmt skýrslum hafa af- köst í þessum atvinnugreinum verið of lítil. Á fyrstu tveimur árum þeirr- ar fimm ára áætlunar, sem nú er í gildi, hefur ekki tekizt að. ná 10% þeirra markmiða, sem sett voru. Þetta hefur þýtt tap, sem numið. hefur um ellefu hundruðum milljarða íslenzkra króna. Margar milljónir vinnudaga fara árlega til spillis vegna fjar- vista starfsmanna, en fjar- vistirnar eru vegna ýmissa ástæðna, svo sem veizluhalda heima fyrir og ýmiss konar svika. Neyzluiðnaðurinn fram- leiðir þess utan margs konar varning, sem er svo gamaldags, að enginn kaupir hann. Þrátt fyrir gífurlega fjár- festingu í matvælaiðnaðinum er enn skortur á kjöti, eggjum og öðrum dýraafurðum. Korn- uppskeran var aðeins 195 ■Ekki gengur Sovétmönnum vel standast. milljónir tonna í stað 215 milljóna eins og ráðgert hafði verið. Þessi útkoma undrar reyndar engan þegar það er upplýst að sjötta hver korn- þreskivél í Sovétríkjunum stóð ónotuð á árinu og 13% af vinnutímanum fór til spillis. Þá er heldur ekki full nýting í undirstöðuiðngreínum eins og málm- og efnaiðnaði. Áætlunar- sérfræðingurinn Nikolai Bajbakov lýsti því yfir í desem- ber að 80% fjárfestingar í þess- um lykilgreinum væru í ófullgerðri framleiðslu. Óþarfa orku- og hráefna- eyðsla er hlutfallslega mjög há. t hinum opinberagreinarflokki sem birzt hefur í Pravda, er því haldið fram, að orkuþörf margra stórborga væri fullnægt með þeirri orku, sem sóað er, aðeins innan ramma iðnaðarins á síðasta ári. að láta fimm ára áætlanirnar Hinir grunuðu... Svo mjög sem siðgæði í ís- lenzku efnahags- og fjármála- lífi hrakar fyrir tilstuðlan þeirrar kynslóðar og fulltrúa hennar, sem stóð við stjórnvöl- inn í stríðslok og hófu merkið með óhófseyðslu þess gjald- eyrisforða, sem þá hafði skapazt — hefur siðgæðisvit- und þjóðarinnar í fjármálum sífellt rýrnað með þeim af- leiðingum, að nú er svo komið, að fáir greina þau mörk, sem liggja milli löglegra og heiðar- legra fjármálaumsvifa og hinna, sem ganga rangsælis innan þess ramma, sem Iöggjaf- inn hefur sett, til „einskonar viðmiðunar" einungis, að því er virðist. TVENNS K0NAR MAT! Það, að atmenningi virðist látið eftir að ákæra og dæma, i stað hins opinbera ákæruvalds. auðveldar engan veginn fram- kvæmd og afgreiðslu þeirra mála, sem upp koma hjá þeim, sem ganga rangsælis í réttar- farskerfinu íslenzka. Bæði er það, að slíkt afskipta- ■ leysi leiðir til þess, að sumum aðilum er liðið það sem öðrum er refsað fyrir, og svo hitt, að ómaklega er ef til vill vegið að ýmsum með aðdróttunum og sögusögnum um meint misferli eða afbrot, og liggja þeir þá undir slíkum ásökunum, án þess að fá rönd við reist, nema með beinum yfirlýsingum í fjöl- miðlum landsins um, að þeir séu hvergi viðriðnir. Það er og staðreynd, sem ekki verður hrakin, að mat fólks í þessu landi, hins breiða almennings, hefur smám saman, og enn f.vrir tilstuðlan ' hins slævða réttarfars í land- inu, breytzt þannig, að fólk litur gegnum fingur sér, þegar um ákveðnar tegundir afbrota er að ræða, en lítur önnur af- brot eða sakargiftir mjög alvar- lega og kveður upp sinn úr- skurð á götuhornum og gilda- skálum. Og á götuhornum og gilda- skálum eru ekki tvinóna réttar- farsreglur. Þar er vegið og metið sleitulaust, þar til hinir grunuðu hafa verið sakfelldir og þeim skipað hverjum og ein- um á sinn bás, einn dæmdur sem „.fingrafimasti" banka- starfsmaður frá upphafi slíkrar starfsemi hérlendis, annar sem stærsti mútuþegi í erlendum gjaldeyri, þriðji stærsti mútu- þegi í íslenzkum krónum og enn einn sem eigandi gildasta gjaldeyrissjóðsins í erlendum bönkum, og svo einhver sem t.d. er dæmdur sem samnefnari annarra einstaklinga og fyrir- tækja sem hafa reynt að verjast verðbólgu og vargöld kerfisins með því að taka lán með verð- bólguvöxtum. Og hafi sá hinn sami verið svo óforsjáll að taka slík lán hjá aðila, sem vinnur við peninga- stofnun, en ekki leitað til eins hinna fjölmörgu, sem stunda slík og þvílík arðvænleg við- skipti sjálfstætt, þá er hann til- valið fórnardýr, samnefnari fyrir aðra eða önnur fyrirtæki, sem ekki verða nafngreind, nema við „gildaskálaréttarhöld- in“.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.