Dagblaðið - 24.01.1978, Page 15

Dagblaðið - 24.01.1978, Page 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1978 15 ■n Hattaskipti Marty og Dirch Gamanleikarar heimsins tala allir sama tungumálið þó þeir séu af fjölmörgu þjóðerni. Það sagði í það minnsta Marty Feld- man á dögunum þegar hann var á ferðalagi í Danmörku. I því skyni að sannprófa hvort rétt væri bauð Myndablaðið þeim Marty og Dirch Passer saman. ,,Ég hef heyrt um yður talað,“ sagði Mary Feldman. „Eg hef líka heyrt af yður,“ svaraði Dirch Passer. Og í nokkrar klukkustundir skiptust þeir félagar í skemmti- iðnaðinum á skoðunum. Dirch hefur mun meiri reynslu af því að leika á sviði. „Ég hef varla komið fram á sviði,“ segirMarty. „Ég hef þó skemmt í kabarett og finnst það erfitt." Dirch segir að galdurinn sé að ná valdi á áhorfendum og láta þá bera sig á höndum sér. Og þá kemur í ljós að Marty fer eins að til þess að ná fram góðum áhrifum í kvik- myndum sínum. Dirch: „Ég kem nærri því aldrei fram með pólitíska ádeilu. Hún er allt of auðveld finnst mér. I staðinn vilja menn að ég leiki Shakespeare. En...“ Marty: „Við yrðum góðir saman í „Beðið eftir Godot“. Það myndi ég gjarnan vilja leika." Blm.: „Hvers vegna eru allir gamanleikarar svona alvörugefnir hversdagslega"? Marty: „Fólk ruglar saman gjörðum manns og persónu. Ef maður bíður heim hjartalækni bíður maður ekki eftir því að hann skeri upp“. Direh: „Maður verður líka að hlaða rafhlöðuna í sér“. Marty: „Til er saga af manni sem fór til geðlæknis af því ggg | S& . , v '. / M i M Í% • Ifi&c y • hann var svo þunglyndur. Læknirinn ráðlagði honum að fara til sérfræðings og nefndi Grock nokkurn. „En ég er Grock," sagði aumingja maðurinn. Þessi saga er í fullu gildi með okkur Dirch báða.“ Dirch: „Þetta er nú ekki neitt. Veist þú hvernig sagan er um mennina sem voru að ræða um hvað væri að vera þýðingar- mikill? Einn segir: „Að vera þýðingarmikill er að vera staddur á fundi með Carter Bandaríkjaforseta." Annar segir: „Að vera þýðingarmikill er að vera að ræða við Carter forseta og rauði siminn frá Marty Feldman sagði við Dirch Passer: „Ég fæ víst aldrei að greypa handarför mín í ste.vpuna á Sunset Boulevard í Holl.vwood eins og hinar stjörnurnar. En kannski fæ ég einhvern tímann afrit af augunum í mér sínu hvorum megin við götuna. Moskvu hringir án þess að for- setinn svari honum.“ „Nei,“ segir hinn þriðji. „Að vera þýðingarmikill er að vera á fundi með Carter forseta, rauði síminn hringir og forsetinn svari honum en segi síðan „Þetta er til yðar“.“ Marty: „Ég vildi gjarnan sjá þig troða upp.“ Dirch: „Komdu þá í Tívolí næsta sumar.“

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.