Dagblaðið - 11.02.1978, Síða 2

Dagblaðið - 11.02.1978, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978. 29555 OPID VIRKA DAGA FRA 9—21 UM HELGAR FRÁ 13 — 17 HERJÓLFSGATA 75 FM Góð 2ja hb. ibúð á jarðhæð, sérinngangur, fallegt útsýni. Verð 7,5-8 m. tJtb. 5,5-6 m. HJALLAVEGUR 96 FM 3-4ra hb. sérlega falleg ibúð i kj. tJtb. 6-6,5 m. KVISTHAGI 100 FM 3ja hb. góð íbúð, sérinn- gangur, ný teppi. ÍJtb. 6,5-7 m. MJÖLNISHOLT 85 fm 3ja hb. góð ibúð á I. hæð. Verð 8-8,5 m. tJtb. 5,5 m. MÓABA'RD 80 FM 3ja hb. ibúð + bilskúr. VITASTÍGUR HF. 80 FM 3ja hb. ágæt fbúð í tvfbýli. Verð 8 m. tJtbi 6 m. ÆSUFELL—ASPARFELL Nokkrar 3Ja hb. íbúðir, sumar með bflskúr. MOSFELLSSVEIT 80 FM 4ra hb. íbúð á I. hæð. Verð 7-7,5 m. tJtb. 4-4,5 m. STÓRAGERDI 120 FM 4ra hb. góð ibúð. Verðtilboð. tJtb. 9 m. TYSGATA 80 FM 4ra hb. íbúð á I. hæð. tJtb. 6-6,5 m. ÆSUFELL 105 FM 4ra hb. fbúð. tJtb. 8 m. BREIÐVANGUR 130 FM 6 hb. ibúð, 4 svefnherb., fall- eg ibúð. Útb. 10 m. ENGJASEL 60+90 FM 5-6 hb. íbúð á 2 hæðum, á efri hæð gæti verið sér 2Ja hb. íbúð. Neðri hæð að mestu fullbúin. Efri hæð til- búin undir tréverk og málningu. Verðtiiboð. tJtb. 10-11 m. RAUDAGERDI 2x172 FM Fokhelt einbýli 7-8 hb. íbúð á II. hæð, getur verið 2ja hb. íbúð á jarðhæð + bflskúr. Verðtilboð. KLEPPSVEGUR 130 FM 6 hb. veruiega góð íbúð. Verð 15-15,5 m. Útb. 10 m. LAUFVANGUR 110 FM 4-5 hb. vönduð ibúð á I. hæð, sérinngangur. Verð 15 m. Útb. 10 m. Skipti koma til greina á einbýli eða raðhúsi fullbúnu eða á byggingar- stigi í norðurbæ Hafnar- firði. MÁVAHLÍÐ 167 FM 5 hb. fbúð á II. hæð og risi, bUskúrsréttur. Verð 14 m. Útb. 9 m. SKAFTAHLÍD 130 FM 5 hb. vönduð sérhæð + bfl- skúr. Verð 17,5 m. Útb. 11,5- 12 m. Skipti koma til greina á raðhúsi eða einbýli f Rvfk eða Mosfellssveit. GARÐABÆR 130 FM 4ra hb. viðlagasjóðshús + bíiskúr. Verð 18 m. Útb. 13 m. ARNARTANGI 94 FM 2 viðlagasjóðshús (raðhús), 4ra hb. ibúðir. Verð 13,5 m. SMÁÍBÚÐAHVERFÍ 3x60 FM Einbýli á 2 hæðum + kjall- ari. 4ra hb. ibúð á hæðum, í kjallara getur verið 3ja hb. íbúð. Góður 32 fm bilskúr. Verðtilboð. GRETTISGATA 3x50 FM Timburhús á eignarlóð, 2 hæðir + kjallari. Tiiboð. KLEPPSVEGUR CA 60 FM Lftið timburhús, hæð og ris. Verðtilboð. SGGAVEGUR 120 FM Mjog goit einbýli á 2 hæðum, verulega mikið endurnýjað, samþ. teikning fyrir stækkun .+ bflskúr. Verð 19-19,5 m. Útb. 13 m. SEUENDUR ATH. Við höfum góða kaupendur að flestum gerðum eigna á stór Reykjavíkursvæðinu. VERÐBRÉFAHAFAR Við höfum kaupendur að góðum fastelgnatryggðum skuldabréfum. SKOÐUM ÍBÚÐIR SAMDÆGURS Ný söluskrá ávallt fyrirliggjandi. MikiS úrval eigna. EIGNANAUST Laugavegi 96 (við Stjörnubíó) Sími 2 95 55 SÖLUM.: Hjörtur Gunnarsson. Lárus Helgason. Sigrún Kröyer. LOGM.: Svanur Þér Vilhjálmsson hdl. Sauðárkrókur Blaðburðarbörn óskast Uppl. í síma 5509 Sauðárkróki BIAÐIÐ „ Verið að lög- helga þjófnaö" Skattgreiðandi kom að máli við blaðið: Ég hef haft fyrir venju að standa í skilum við Gjald- heimtuna og jafnan borgað á gjaldaga. í júlí í fyrra fór ég svo í sumarfrí og kom ekki aftur í bæinn fyrr en í ágúst. Þá hafði ég samband við Gjaldheimtuna og borgaði og spurði um leið hvort ég væri ekki skuldlaus. Jú, jú, það var allt í iagi með það. En svo gerðist það núna um V , áramótin þegar ég fékk seðilinn minn, að mér er reiknuð liðlega sjö þúsund króna skuld frá fyrra ári. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um þetta kom í ljós, að vegna þess að ég hafði ekki borgað ágúst- greiðsluna á gjalddaga komu dráttarvextir á allar eftir- stöðvarnar. Þeir hjá Gjaid- heimtunni bentu mér líka á, að aftan á seðlinum mínum væri vitnað í lög um þetta frá alþingi 1975. Ég er ekki að kvarta yfir upphæðinni — ég hefði með glöðu geði borgað dráttarvexti af ágúst-greiðslunni. en ég sé ekki betur en að með þessum lögum sé verið að löghelga þjófnað. Þetta er algjört svína- rf, sem er óþolandi að búa við. Mér er kunnugt um að miklu fleiri en ég hafa lent i þessu sama og komið þetta mjög á ðvart. Það getur vel verið að alþingi hafi sett þessi lög — en þá eru þetta ólög, sem á að eyða! Allir gjalda eigin toll A árunum 1890-1898 gaf hinn kunni bókaútgefandi 1 Reykjavík, Sigurður Kristjánsson. út tímaritið Huld. safn alþýðlegra fræða íslenskra. Þeir, sem að baki útgefanda stóðu, söfnuðu efni og ritstýrðu, voru eftirtaldir fræðimenn: Hannes Þorsteinsson, f. 1860, d. 1935, þjóðskjalavörður, Olafur Daviðsson f. 1862, d. 1903, þjóðsagnasafnari, Pálmi Pálsson f. 1857, d. 1920, menntaskóla- kennari og Valdimar Ásmundsson, f. 1852, d. 1902, ritstjóri. Þetta varð mjög vinsælt merkisrit. Ritstjórarnir urðu ekki gamlir menn, en allir kunnir fyrir fræði- og bðkme’nntastörf sin, 1935 gaf Snæbjörn Jónsson Huld út að nýju. Sú útgáfa — sem hin fyrri — er orðin fágæt. 1 þetta rit sæki ég efni að þessu sinni. Þegar orðamismunur er tilfærður tek ég það, sem mér þykir betra, frásagnir styttar. Sigurður Englandsfari var uppi á siðari hluta átjándu aldar, hafði lengi vetursetu i Englandi, en kom upp til Islands á vorin. Það var hann, sem flutti Brynjólfi Sveinssyni biskupi fréttina um lát einkasonarins. Eftir Sigurð er þessi vísa: Út er runnin æskan blíð, ellin gerir mig þungan. Aftur kemur kærri tið, Kristur gerir mig ungan. Séra Jón Sigmundsson var prest- ur á Þykkvabæjarklaustri þegar hann frétti lát Jóns biskups Vídallns 1720. Hann hafði átt f langri deilu við biskup út af sakramentun á kerlingu. Hann andaðist fjörgamall 1725. Hann orti: Eftir lifir áttræð mold ein af stríði þessu, syngur enn á Svanafold sfnum guði messu. Leirulækjar-Fúsi var einhverju sinni beðinn að huggá ekkju, er var sorgbitin eftir lát manns sins og engum hafði tekist að hugga. Hann kvað við hana þessa visu: Fjandinn hefur sótt hans sái, sem að fleirum lógar. Hann er kominn i heljarbál og hefur þar pisllr nógar. Altalað var að Hjálmar Jónsson frá Bólu væri göldróttur og meðal annars fært í frásögur, að hann hafi vitað fyrir dauða sinn. Skömmu áður en hann dó 1875, kvað hann vlsu þessa: Maðkar naga mörlaust krof, moldina gieypir hauður. Hamingjunni sé hæsta lof, HJálmar er bráðum dauður. Sagt er að einu sinni hafi átt að setja Símon Bjarnason Dalaskáld í svartholið í Reykjavlk fyrir drykkjuskap. Simon hugði illt til þess að dúsa 1 varðhaldinu, og kvað visu þessa til að hræða lögreglu- þjónana, sem ætluðu að setja hann inn: Sonur Hjálmars ef ég er, af sem tálmast neyðir, skulu álma hlynir hér heljar skálma leiðir. Níu á eg börn og nítján kýr, nær fimm hundruð sauðl, sjö og tuttugu söðladýr, svo er háttað auði. ★ Þorvaldur Rögnvaldsson á Sauðanesi var fæddur um 1600 og dó níræður. Eitt sinn tók snjóflóð aila sauði hans og bar kona hans sig illa, fór a gráta. Hann kvað: Mas er að hafa mammons grát, þó miðlist nokkuð af auðl Nú skai efna i annan bát og aia upp nýja sauði. ★ Séra Brynjólfur Halldðrsson dó 1737. Hann var prestur i Kirkjubæ í Hróars- tungu. Þetta er talin vera siðasta visa- hans: ★ Og öðru sinni. Fyrir þreyttan ferðasegg fölskvast ljósin brúna. Ráðl guð fyrir oddl og egg, ekki rata ég núna. Um Pál Vídalín orti Arni Magnússon handritasafnari, er þeir sátu eitt sinn saman að drykkju: Skylt er vist, að skýri ég skötnum satt frá Páli. Sá hefur orðið margri mjeg meyjunni að táii. J.G.J. — S. 41046. Vísur og vísnaspjall Jón Gunnar Jónsson Þegar lögregluþjónninn, sá er fyrir hinum var, heyrði þetta, taldi hann ráðlegast að hætta við handtökuna. Siðari tima athugasemd: Símon sagði frá þessu uppátæki síðar. tegar Hjálmar frétti þetta orti hann ljóta visu um Simon. ★ Séra Jón Jðnsson á Staðarhrauni var fæddur 1540, var prestur I 70 ár og andaðist 1653, hann var þá 113 ára gamall, elsti maður sem sagnir eru um að uppi hafi verið á Islandi. Hann las og skrifaði siðasta árið sém hann lifði. Hannes Þorsteinsson telúr á öðrum stað, að óhætt muni að draga tiu ár frá aldri séra Jóns.þetta er hans visa: Geir biskup Vidalin dó 1823. Hann orti i banalegu sinni: Vinir fækka, heilsan hnignar, hrannar þrýtur yl, skiidlr fækka, skapið dignar, skammt er bana til. ★ Páil lögmaður Vidalin dó 1727. Gamall var hann á reisu í slæmri færð. Þá orti hann. Af mér dregur, ellin þó æskuna týnda sýnir, fyrri hef eg farið um snjó, förunautar minlr. Allir gjalda eigum toll, öllum búin sjá má föll, allir forðist iilra soll, öllum reynist iukkan höll.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.