Dagblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978. „Þriðja aflið vantar í bæjarstjórnarmálin” — segir einn f rambjóðenda Alþýðuflokksins við prófkjör til bæjarstjórnar Akureyrar Alþýðuflokksmenn á Akur- eyri halda prófkjör til undir- búnings bæjarstjórnarkosninga í vor. Kosið verður i Gránu- félagsgötu 4 (JMJ húsinu) frá klukkan 14 til 19 báða dagana. Velja á frambjóðendur i fjögur efstu sæti lista Alþýðu- flokksins. í siðustu bæjar- stjórnarkosningum fékk listi jafnaðarmanna (Alþýðuflokk- ur og frjálslyndir vinstri menn) tvo menn kjörna. Sjö menn bjóða sig fram í prófkjör- inu.DB ræddi við þá. Fylgi Alþýðuflokksins var lengi vel nokkuð traust á Akur- eyri og þar fékk flokkurinn meira að segjaþingmann kjör- inn um eða uppúr 1980. Var það Erlingur Friðjónsson. Kommúnistaflokkurinn með Einar Olgeirsson veitti honum síðan drjúga samkeppni um fylgi. En áhrif Alþýðuflokksins í bæjarmálefnum Akureyrar hafa ávallt verið drjúg og ekki er fjarri lagi að álita að ýmsir kjósendur þar hugsi eins og einn frambjóðandinn sem sagði að ekki veitti af einhverju þriðja aflinu á Akureyri til að vega á móti risunum stóru, Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokki ÖG Freyr Ófeigsson héraðsdómari: Velfarnaður bæjarfélagsins byggist á góðri afkomu heildarinnar „Það er auðvitað mikil sam- vizkuspurning og raunar tel ég hæpið að taka nokkur sérstök mál út úr og nefna þau. Ég vil fremur reyna að líta á heildina því á því byggist velfarnaður bæiarfélags- ins,“ sagði Freyr Ofeigsson héraðsdómari í viðtali við DB. „Hitt er annað mál að auðvelt er að nefna ýmis stóruial. sem verða ofarlega á baugi hér á Ak- ureyri á næstunni. Þar má ti) dæmis nefna hitaveitu og gatna- gerð. Einnig býst ég við að dag- vistunarmál verði ofarlega á baugi. Kröfur hafa aukizt mjög í þeim málum á undanförnum árum og eftirspurn eftir vistunar- plássum fyrir börn mun meiri en hægt hefur verið að sinna. Skipulagsmálin eru einnig brýnt úrlausnarefni. Sérstaklega þurfum við að ganga frá deili- skipulagi fyrir miðbæinn en þar hefur ekki verið hægt að úthluta lóðum vegna óvissu í skipulags- málum. Spurningu um hvers vegna ég tek þátt í prófkjöri og bæjarmál efnum er liklega bezt að svara á þann hátt, að með því geti ég gert eitthvert gagn á þeim vettvangi en auðvitað er það annarra hlut- verk að dæma um hvernig til tekst,“ sagði Freyr Ófeigsson. ÖG Freyr Ofeigsson héraðsdómari. PéturTorfason verkfræðingur: Vil kynnast bæjarmálef num oghvetaðra til að gera það „Starfs míns vegna hef ég áhuga á öllum verklegum fram- kvæmdum svo sem hitaveitu og gatnagerð en að henni þurfum við að snúa okkur af alefli að hita- veituframkvæmdum loknum," sagði Pétur Torfason verkfræð- ingur I samtali við DB. „Af öðrum málum vildi ég helzt nefna dagvistunarmál barna. Hingað til hefur Akureyrarbær sloppið vel frá þeim en bráðnauð- líka synlegt er að bæta úr á þeim vettvangi. Hingað til hef ég ekki verið framarlega í bæjarmálum og hyggst þvi fara mér hægt I lof- orðagerð. Aftur á móti langar mig til að kynnast þeim betur og hvet alla samborgara mína til að gera hið sama," sagði Pétur Torfason að lokum. ÓG Bárður Halldórsson menntaskólakennari: Stóriðja er Eyjafirði ekki nein nauðsyn „Hitaveitumálin og_ skipulag bæjarins er mér rikt í huga og hið sfðarnefnda er raunar í tölu- verðum ólestri hér á Akureyri. Má þar sérstaklega nefna skipu- leg miðbæjarins," sagði Bárður Halldórsson menntaskólakennari í viðtali við DB. „I atvinnumálum er að lfkind- um ekki neitt sem er bráðaðkall- andi. Fyrir rúmu ári eða meira stóð hér nokkur styrr um stóriðju hér í Eyjafirði. Sumir töldu að héraðið þyrfti stóra vitamín- sprautu í atvinnulegu tilliti en þvi er ég alls ekki sammála. Heppni okkar á Akureyri hefur verið sú að minu áliti að tiltölulega lítil þensla hefur verið og uppbygging nokkuð jöfn en örugg. Við eigum að varast að kasta öllu hinu gamla frá okkur fyrir eitt stórt atvinnutækifæri eins og stóriðju, þá óttast ég að ýmislegt mundi glatast af þvi sem fyrir er en við vildum gjarnan halda í. Einnig má nefna að ég tel að tengsl hins almenna borgara við bæjarfulltrúa séu engan veginn nægilega mikil; ef málin þróast þannig að ég fái aðstöðu til, þá mun ég beita mér fyrir úrbótum í þeim efnum,“ sagði Bárður Halldórsson. ÖG Sævar Frfmannsson. Sævar Frímannsson starfsmaður verkalýðsfélaganna: Atvinnumál og dagvistunar- málin efst í huga „Atvinnumálin og at- vinnuöryggi eru að minu mati undirstaða undir allri velferð i bæjarfélaginu og því mun ég beita mér fyrir framgangi þeirra mála,“ sagði Sævar Frimannsson f viðtali við DB. „öryggismál á vinnustöðum eru ekki siður nauðsynleg og ég tel að þar eigi bæjarfélagið að ganga á undan með góðu for- dæmi. Einnig eru Iþróttamálin mér hugstæð en um þau hefur rikt furðumikið tómlæti hér á Akur- eyri. Við verðum til dæmis að hraða eins og kostur er byggingu aðalfþróttahúss bæjarins, sem standa á við sundlaugina. Vegna síaukinnar vinnu hús- mæðra utan heimilis verðum við að huga að dagheimilamálum fyrir börn og einnig verður Akur- eyrarbær að sinna sinum skyldum gagnvart gamla fólkinu. Við verðum þó alltaf að hafa það hugfast,. að ekki verður allt gert í einu og við verðum að gera upp við okkur í hvaða röð- við viljum gera hlutina og gæta jafn- framt fullrar aðgæzlu og hagsýni við ráðstöfun þess fjár sem bæjar- félagið hefur til ráðstöfunar," sagði Sævar Frimannsson að lokum. -ÖG. IngvarS. Ingvarsson verzlunarmaður: Málefni hitaveitu verði betur kynnt fyrir f ólki „Dagvistunarmál hafa hingað til verið stórkostlega vanrækt af hálfu bæjaryfirvalda hér á Akur- eyri og þarf þar mikið úr að bæta,“ sagði Ingvar G. Ingvarsson f viðtali við DB. „Einnig tel ég að hitaveitu- framkvæmdir og fjármögnun vegna þeirra hafi ekki verið nægilega kynntar fyrir al- menningi. Þar á ég til dæmis við tilhögun útboða. Ég hef reynt að fá upplýsingar þar um en lltil svör fengið. Við verðum að auka starfsemi á sviði útivistar og æskulýðsmála. Ef við Akureyringar ætlum að hafa hér miðstöð vetrariþrótta þá megum við ekki Iáta starfsemina f Hliðarfjalli líða.fyrir að nauð- synleg aðstaða fyrir unglingana i bænum rekist á starfsemi fyrir ferðafólkið. Skipulagsmalin á Akureyri eru einnig á eftir. Mér skilst að Akur- eyrarkaupstaður hafi verið fyrst- ur til að setja staðfest aðalskipu- lag en nú vantar mikið á að þau mál séu I nógu góðu lagi hja Ingvar G. Ingvarsson. okkur. Að lokum legg ég áherzlu á,að að bæjai'.stjórnir verða að standa fyrir framkvæmdum og starfi öll fjögur árin á kjörtímabilinu en ekki aðeins kosningaárið," sagði Ingvar G. Ingvarsson að lokum. Þorvaldur Jónsson fulltrúi: Svofólk hafi annað en stein- steypu og malbik fyrir augum „Eg hef lengi haft áhuga á að vinna að úrbótum á dagvistunar- málum og einnig eru mér úti- vistar- og umhverfismál mjög hugstæð," sagði Þorvaldur Jóns- son fulltrúi 1 viðtali við DB. „Dagvistunarmál barna hafa of mikið setið á hakanum hér á Akureyri en við skulum þó ekki gleyma því að á fjárhagsáætlun þessa árs er fjárveiting til bygg- ingar leikskóla í Lundarhverfi. Við verðum einnig að hyggja grannt að skipulagsmálum og á ég þar ekki sfzt við nýju hverfin. Þánnig að þar verði skipulagt með það i huga að fólk hafi annað og meira en steinsteypu og mal- bik fyrir augum. Af stórframkvæmdum er hita- veitan og gatnagerð efst á baugi en þar tel ég vel að verki staðið og varla hægt að fara fram á meira. Ég mun hér eftir sem hingað til vinna að auknu fylgi Alþýðu- Þorvaldur Jónsson fulltrúi. flokksins og stefnu hans á Akur- eyri,“ sagði Þorvaldur Jónsson að lokum. ÓG Magnús Aðalbjörnsson kennari: Aðstaða til félagsstarfs úti í hverfum bæjarins „Min húgðarefni eru aðallega á sviði æskulýðsmála og hef ég sinnt þeim töluvert," sagði Magnús Aðalbjörnsson kennari i viðtali við DB. Ef nefna á i stuttu samtali hvað ég vildi helzt gagnrýna þá má nefna óhæfilegar álögur Akur- eyrarbæjar og á ég þá bæði við útsvarsgreiðslur og fasteigna- skatta. Þar erum við í hámarki sam- kvæmt logum. Þetta er að minu álitj þáttur í þeirri vítaverðu tilhneigingu rikis og sveitarfélaga til að ganga á undan og magna verðbólguna. Auðvitað þarf að bæta úr ýmsu og vil ég til dæmis nefna að ég tel nauðsynlegt að hafa í huga við byggingu skóla að aðstaða verði þar fyrir ýmiss konar félagsstarf- semi unglinga úti i hverfunum. Þátttaka mín i prófkjörinu byggist á þvi að ég tel hana rétta aðferð til að koma hugðarefnum mfnum á framfæri. Við Alþýðu- flokksmenn teljum þetta lýðræðislegri aðferð við val fulltrúa fremur en að flokks- veldin ráði þar öllu um,“ sagði Magnús Aðalbjörnsson að lokum. -ÓG. Magnús Aðalbjörnsson kennari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.