Dagblaðið - 11.02.1978, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978.
Kartöf luunnendur gleðjast:
Loksins — loksins eru
komnar fínar kartöflur á markaðinn
r Jalaði aðeins sem
almennur símnotandi”
segir Kristján Andrésson
Vegna ummæla sem blaða-
maður Dagblaðsins hefur eftir(
mér um gjaldskrá Pósts- og
simamálastofnunarinnar óska
ég að eftirfarandi komi fram:
Það hefur aldrei fallið undir
'starfssvið Verðlagsnefndar né
Verðlagsskrifstofunnar að
fjalla um gjaldskrá Pósts og
síma. I því rabbi sem blaða-
maðurinn átti við mig i gær
ræddi ég aðeins sem almennur
simnotandi um þetta mál.
Kristján Andrésson
„Fjörusteinn”
— heitir kvikmyndin sem olli
lögregluvandræðum
Asskoti sígur hann i þessi. Eitt-
hvað á þessa leið virðast hugsanir
unga mannsins á myndinni vera
þar sem hann ber félaga sinn á
bakinu i áttina út að Gróttu.
Þeir félagarnir hafa reynzt
ýmsum þungir í skauti því á mið-
vikudagskvöldið voru þeir að æfa
sig fyrir kvikmyndina, sem þeir
eru að gera, og olli það miklu
fjaðrafoki meðal lögreglu. Til
burðarmannsins á myndinni og
annars sást þar sem þeir báru
þann sem liggur yfir öxl félaga
sins út í skottið á bil.
Þeir voru aðeins að æfa sig eins
og áður sagði fyrir kvikmynd sem
þeir nefna Fjörugrjót og fjallar
um líf vitavarðarins í Gróttu og
gerist þar að langmestu leyti.
Blaðburóarböm óskaststrax:
LANGH0LTSVEG1-120
SUNNUVEG
LAUGARÁSVEG
KÓPAVOG, AUSTURBÆ
HEIÐAR
Uppl. i síma27022
maBiABiB
BÍLAPARTASALAN
Höfum úrval notaðra varahluta íymsar
tegundir bifreiða, tildæmis:
M. BENZ 220D 1970 SAAB 96 1966
PEUGEOT 404 1967 SKODA 110 1971
V.W. 1300 1970 SINGER VOGUE 1968
Einnighöfum við úrval af kerruefni,
til dæmis undír vélsleða.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTjasalan
HöfðatúmtO-Smí 11397
Undarlega hljótt hefur verið
um kartöflur undanfarið. í
verzlunum I Reykjavik hafa verið
á boðstólum litlar kartöflur i II.
flokki. Þessar kartöflur eru svo
sem ekki hræðilegar, en það er
hreinasta kvöl að skræla handa
stórri fjölskyldu. Þessar
kartöflur, sem eru innlendar, eru
miklu betri en innfluttar
kartöflur sem Reykvikingum
hefur stundum verið boðið upp á
og verða að teljast nánast óætar.
Hins vegar hefur það vakið furðu
bæði kaupmanna og viðskiptavina
þeirra að ekki skuli hafa verið
hægt að velja úr fleiri
kartöflutegundum og stærðum.
Nú eru framundan bjartir tima
fyrir kartöfluunnendur í'
höfuðstaðnum. Eftir helgina eru
væntanlegar i verzlanir alveg
fyrsta flokkskartöflur.ræktaðar í
Eyjafirðinum, og hafa nú verið
fluttar suður yfir fjöll. Litlu II.
flokks kartöflurnar eru nefnilega
loksins búnar, eða svo gott sem —
Hin almáttuga forsjá Grænmetis-
verzlunarinnar hefur þetta eins
og sönnum kartöflubónda sæmir
— lætur borða smælkið fyrst.
Þessar góðu eyfirzku kartöflur
er nú hægt að fá í útsölunni hjá
Grænmetisverzluninni á horni
Síðumúla og Fellsmúla. Þær
kosta 164 kr. kg í 5 kg pokum, en
25 kg pokar kosta 3400 kr.
Blm. DB keypti þessar kartöflur í
gær og bæði sauð og bakaði f ofni.
-Þær reyndust alveg sérstaklega
vel, bragðgóðar, hýðið óskemmt
og stærðin alveg tilvalin. Þetta
kartöfluafbrigði heitir Helgu-
tegund sem er afbrigði af
gullauga, samjcvæmt upplýsing-
um Sighvats Jóhannssonar verk-
stjóra í Grænmetinu — Þarna
voru einnig fallegar rófur á
boðstólum á 170 kr. kg.
-A.Bj.
1 útsölu Grænmetis-
verzlunarinnar er hægt að fá kar-
töflur í 25 kg sekkjum og er þá
hvert kg heldur ódýrara. DB-
myndir Ragnar Th.
FR0DLEG
REYNSLA
Sinfóniuhljómsveitin lék
talsvert óvenjulegt prógramm
um daginn. Að óreyndu hefði
maður ekki trúað að það nægði
til að draga stóran skara i bíóið
og bjóst raunar við hálftómu
og lösnu húsi. En forvitni
og áhugi íslenskra tónlistar-
unnenda virðist vaxa með
hverjum degi. Komu þarna
saman hátt i þúsund manns,
flest í fínum húmor og vel
á sig komið. Kannske átti
einleikarinn, Gunnar Kvaran
sellisti, drýgstan þátt í að
laða fólk þarna vestur eftir,
því hafnið hans var — fyrir
utan Schumann — það eina
sem maður kannaðist við
að ráði. En kannski eru dagar
þrákelkninnar taldir og
vanabundin viðhorf á tónlist-
arsviðinu úr sögunni. Verða
menn að taka þvi hver á
sinn hátt og eftir bestu getu.
Þýðir ekkert að fara á taugum
yfir því, frekar en öðrum
merkisviðburðum í andlegu og
efnahagslffunum níu.
En þó efnisskráin á þessum
tónleikum væri talsvert
óvenjuleg, er ekkí þar með sagt
að magn og gæði stæðu [ réttum
hlutföllum. Gamanforleikur
okkar gamla og góða Urbancic
er kunnáttulega samið léttmeti,
sem engan skaðar að vísu, en
varla nógu andrikur til að
skemmta manni að gagni.
V
Verður undirritaður að játa, að
hann kom honum í hálfgert
óstuð, svo hann naut ekki
sellókonserts Schumanns sem
skyldi, en hann var verk nr.
tvö. Þar gerði Gunnar Kvaran
margt býsna fallega, en ein-
hvernveginn náði hann aldrei
fluginu eins og maður segir, og
leikur hljómsveitarinnar, undir
stjórn Georg Trautwein, var því
miður i daufara lagi. Þessi
konsert er vissulega vandmeð-
farinn og þarf eiginlega að
syngja hann sundur og saman,
ef vel á að vera. Eins og þarna
var staðið, virkaði hann sund-
urlaus og dálitið eins og hálf-
kláraður og akkúrat eins og
gagnrýnendur lýstu honum
þegar hann var frumfluttur i
Leipzig 1860. Var það út af
fyrir sig fróðleg reynsla.
Eftir hlé lék þrfskipt
strengjasveit undir þrem
stjórnendum, Trautwein, Hung
er og Pampichler „Sónötu"
eftir bandaríkjamanninn
Stokes. Var þetta alls ekki frá-
hrindandi uppátæki, en þó að
öllu leyti laust við að vera
spennandi.
I lokaverkinu, svokallaðri
rómantfskri Sinfóníu, eftir
Howard Hanson, sem einnig er
bandarfkjamaður, náði hljóm-
sveitin sér fyrst verulega á
strik. Þetta verk er að vfsu lítt
umtalsvert, þó það sé samið í
sama tilefni og sálmasinfónía
Stravinskys, fimmtíu ára af-
mæli sinfóníuhljómsveit-
arinnar í Boston. Stíllinn á að
sumu leyti rætur að rekja til
Sibelíusar, en þar er þó meir af
Hollywood en raunverulegu
náttúrudrama eins og við
þekkjum hjá meistaranum
finnska. Hljómsveitin lék þetta
eins og hún ætti lífið að leysa
og fyllti húsið hreinum og
sterkum hljóm. Sérstaklega
ber að minnast blásar-
anna, ekki síst horna og
trompeta, sem léku stór-
glæsilega ef ekki bara á
heimsmælikvarða. Við skulum
annars spara stóru orðin, en
það eru ótrúlega margir góð-
ir hljóðfæraleikarar bæði f
blásurum og strengjum þess-
arar hljómsveitar. En hún er
alltof fáliðuð, hljómsveitin
okkar. Má ekki spara svolitið i
kröflupókernum og ráða eins
og tuttugu hljóðfæraleikara 1
viðbót? Getum við, þrátt fyrir
erfiða tima, sætt okkur við að
vera hálfdrættingar á við meðal
sveitarfélag i Danmörku?