Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.02.1978, Qupperneq 8

Dagblaðið - 11.02.1978, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUK 11. FEBRUAR 1978. Friðrik vann Larsen í 15. sinn á Reykjavíkurmótinu — og hefur þremur vinningum betur gegn Larsen f 32 skákum á tæpum 27 árum Það vekur alltaf gífurlega at- setjast gegnt hvor öðrum vlð hygli hér á landi, þegar þeir skákborðið. Tveir glæsiiegir Friðrik Ólafsson og Bent Larseii sóknarskákmenn, sem borið hafa SKÁK SEM FER SIGURFÖR UM ALLAN HEIMINN —Vinningsskák Friðriks gegn Bent Larsen á Reykjavíkurskákmótinu Það er ekki vafi á þvi að sigurskák Friðriks Ólafssonar gegn Bent Larsen í 2. umferð Reykjavikurmótsins mun fara sigurför um aiian heim. Verður — og hefur þegar verið — birt í erlendum dagbiöðum og skák- timaritum. Það er ekki á hverj- um degi sem stórmeistari fórnar þremur mönnum svo að segja í röð gegn öðrum stór- meistara. Skák þessara skemmtilegu skákmanna fer hér á eftir með skýringum sem birtust í hinni snjöllu aukaút- gáfu sem timaritið Skák gefur út í sambandi við Reykjavikur- mótið. Hvítt: Friðrik Ólafsson. Svart: B. Larsen. Aljekínsvörn. 1. e4 — RfG 2. e5 — Rd5 3. d4 — d6 4. Rf3 — g6 A skákmótinu I Las Palmas 1975 lék Larsen hér 4. — Rc6 gegn Friðriki. Larsen viil lík- lega ekki gefa Friðriki kost á að endurbæta þá skák. 5. Bc4 Til skamms tima áleit skák- fræðin svartan eiga um sárt að binda eftir 5. Rg5. Rannsóknir siðari ára hafa hins vegar leitt í ljós að svartur þarf ekkert að óttast. 5. — Rb6 6. Bb3 Bg7 7. Rg5! Til þess að lesandinn geti átt- að sig fyllilega á hugmyndinni með þessum leik er ekki úr vegi að benda á skákir Friðriks við Benkö (Buenos Aires 1960) og Szabó (Lugano 1970). (Sjá bók- ina Við skákborðið í aldarfjórð ung). 7. — d5 8. 0-0 Rc6 Grigorjan lék hér 8. — 0-0 gegn Karpov á sovézka meistaramótinu 1971 en var illa beygður eftir 9. f4 — f6 10. Rf3 — Bg4 11. Rd2 — Rc6 12. h3 Bf5 13. Hf2 Kh8 14.c3 — g5 15, exf6 fh exf6 16. Rfl — h6 17. Rf3 — Bg6 18. Be2. 9. c3 — Bf5? Larsen vanmetur möguleika hvítu stöðunnar. Eftir 9. — h6 leikur hvítur einfaldlega 10. Rf3 og hefur tekizt að skapa veikleika í svörtu kóngsstöð- unni. Ef til vill var heilbrigðast að leia 9. 0-0 og freista þess að ná mótspili með f6. 10. g4! — Bxbl Ekki var vænlegt að hörfa, t.d. 10. — Bc8 11. c6! — fxe6 12. f4 og hvíta staðan er yfirþyrm- andi. 11. Df3! Svartur á nú ekki annarra kosta völ en að hróka inn í sóknina. Staðan fer æ meir að minna á fyrrgreindar skákir gegn Benkö og Szabó. 11. -0-0 12. — f6 er svarað með 13. Re6 og framhaldið gæti orðið 13. — Be4 14. Rxg7+ Kd7 15. Dxe4!! dxe4 16. Re6 mát! 12. Hxbl Dd7 13. Bc2 Friðrik eykur þrýstinginn á kóngsstöðu svarts. 13. — Rd8 14. Dh3! h6 15. f4!! Eftir þessa mannsfórn stendur svartur frammi fyrir gifurlegum vandamálum. 15. — hxg5 Allar leiðir liggja til Rómar! Framrás f-peðsins verður ei stöðvuð. 16. f5 — Re6 Eini varnarmöguleikinn gegn hótuninni fxg6, sem núer ekki mögulegt vegna 17. — fxg6 18. Bxg6 (18. Hxf8+ — Rxf8) Hxfl+ 19. Kxfl — Rf8. 17. fxe6 — Dxe6 18. Bxg5 — c5 19. Khl. Hvítur undirbýr opnun g- línunnar. 19. — cxd4 20. cxd4 — Hfc8 21. Bf5!! Rothöggið! 21. — gxf5 22. gxf5 — Dc6 23. Hgl — Dc2 24. Hbel! — Kf8 25. f6 1:0. Svartur fór yfir tímamörkin. Mátið blasir við. — Bravó Friðrik! ægishjálm yfir aðra skákmenn á Norðurlöndum síðustu áratugina. Það er aldrei nein hálfvelgja i skákum þeirra á milli. Venjulega allt i háa lofti og jafntefli i skákum þeirra innbyrðis heyrir nánast til undantekninga. Hið sama var uppi á teningnum, þegar þeir tefidu á Reykjavikur- mótinu á sunnudag. Friðrik tefldi glæsilega og vann i aðeins 25 leikjum. Nokkuð síðan Larsen hefur fengið slika útreið — og þessi sigurskák Friðriks er nú á góðri leið að leggja undir sig heiminn á skáksviðinu. Það yljar alltaf ísiendingum, þegar Friðrik sigrar Larsen og þó er Larsen hiklaust sá erlendi skákmeistar- inn, sem mestra vinsælda nýtur hér á landi. Frábær persónuleiki með geislandi gáfur. Þeir Friðrik Ólafsson og Bent Larsen hafa marga hildi háð við skákborðið allt frá því þeir mættust í fyrsta skipti á móti í Birmingham fyrir tæpum 27 árum eða 1951. Þá báðir sextán ára drenghnokkar. Tefldu í unglingaflokki og litli, ljóshærði, íslenzki skákhnokkinn bar sigur úr býtum í þeirri viðureign eftir harða og skemmtilega skák. Siðan hafa þeir teflt saman 31 skák — það er að segja 32 kappskákir i allt á skákmótum eða i einvígi. Þegar úrslit I þessum skákum eru athuguð kemur i ljós, að Friðrik hefur þremur vinningum betur. Hefur hlotið 17.5 vinning gegn 14.5 vinningi Larsens. Friðrik hefur unnið 15 skákir — Larsen 12 — og aðeins fimm skákum hefur lokið með jafntefli. Slíkt hlýtur að vera einsdæmi í skákum fremstu skákmanna Norðurlanda. En við skulum nú renna yfir úrslit þessara 32 skáka Friðriks og Larsens. FRIÐRIK VANN ÞRJÁR FYRSTU Þeir Friðrik óg Bent eru jafn- aldrar. Báðir fæddir árið 1935, en Friðrik nokkrum mánuðum fyrr í árinu. Svo virðist sem þessir mánuðir hafi haft nokkuð að segja um þroska þeirra í skáklist- inni, því Friðrik vann þrjár fyrstu skákirnar. Eins og áður segir var sú fyrsta á unglingaskákmóti í Birmingham 1951. Síðan liðu tvö ár þar til þeir settust gegnt hvor öðrum við skákborðið — Bent var þá á heimavelli, þvi teflt var í Kaupmannahöfn 1953 í heims- meistaramóti unglinga. Ekki hjálpaði heimavöllur Bent þar — þvi aftur bar Friðrik sigur úr býtum — og síðar á árinu mættust þeir aftur á skákmóti í Dan- mörku, nú Norðurlandameistara- mótinu. Friðrik vann þar Larsen í þriðja sinn og varð Norðurlanda- meistari, aðeins 18 ára að aidri. ÞÁ KOM AÐ BENT AÐ VINNA Enn liðu tvö ár og Friðrik fór til Osló 1955 til að verja Norður- landameistaratitil sinn. Allt virtist ætla að ganga honum i hag- ’ inn, þar til hann mætti Bent Larsen undir lokin. Bent tókst þá að vinna Friðrik í fyrsta skipti og það varð til þess, að hann náði Friðrik að vinningum í mótinu. Þeir urðu jafnir og efstir og þurftu því að tefla til úrslita um Norðurlandameistaratitilinn. Það einvigi var ákveðið i Reykjavík fyrst á árinu 1956. ÁRID SEM BENT „SLÓ í GEGN“ Þetta einvígi varð vettvangur mikilla átaka, og minnisstætt mörgum enn þann dag í dag. Bent fékk „fljúgandi viðbragð" og öllum íslendingum til mikillar hrellingar virtist hann ætla að Vinna yfirburðasigur. — Hann náði tveggja vinninga forskoti í fimm fyrstu skákunum 3!4 vinningur gegn 1V4 vinningi Frið- riks. Einni þessara skáka lauk sem sagt með jafntefli. 1 fyrsta skipti sem svo friðsæl úrslit urðu í viðureign milli þeirra. Undir- rituðum er enn minnisstætt, þegar Friðrik kom heim til sín á Laugaveginn eftir eina skákina og sagði. — „Það er sama hvað maður reynir. Hann kann allt.“ Já, Larsen var mjög vel undir þetta einvígi búinn og fékk frið og ró á heimili Sigurðar Jóns- sonar, þáverandi forseta Skáksam bands Islands, milli skáka. En það var eitthvað annað á heimili Friðriks. Þar var aldrei friður. Ef hann átti biðskák var sem allir skákmenn Reykjavíkur, og reyndar fleiri, þyrftu að fá hans ' eigið álit á biðstöðunni. Það var greinilegt að viö svo búið mátti ekki standa. Hann varð að fá tækifæri til að slappa af — gleyma skákinni smá- stund — hverfa nokkra klukku- tíma. Og það gerðum við. Arangurinn lét ekki á sér standa — Friðrik vann tvær næstu skák- irnar. Jafnt og ein skák eftir. Allt var á suðupunkti í Reykjavik. Ahorfendasvæðið troðfiylltist i Sjómannaskólanum og hundruð komust ekki inn. En Bent tók þá heldur betur á honum stóra sínum. Skákin snerist honum í hag og hann vann. Þar með hafði Bent Larsen unnið Norðurlanda- meistaratitil Friðriks í skemmti- legu einvígi, sem ekki gat verið jafnara 4lA gegn 3\4. Og árið 1956 var einmitt árið sem Bent sló i gegn i skákheiminum. Á Olympíu- mótinu, sem teflt var í Moskvu siðar á árinu, komust Danir í úr- slitaflokkinn, og Bent hlaut flesta vinninga allra skákmanna á 1. borði. Tapaði aðeins einni skák í undankeppninni. Fyrir afrekið hlaut hann titil stórmeistara. FRIÐRIK NÁÐI HEFND í HASTINGS I næstu skákum milli kappanna skeði mjög óvenjulegt fyrirbrigði og það er sennilega einsdæmi méðal stórmeistara. Sá, sem hafði svart í næstu 12 skákum þeirra innbyrðis, bar alltaf sigur úr býtum, utan ein skák, sem varð jafntefli. Og næst, þegar þeir hittust eftir einvígið mikla i Reykjavík, hafði Friðrik svart á jólaskákmótinu 1 Hastings um áramótin 1956—1957. Þar náði hann hefnd og vann Bent. — Einnig, þegar þeir mættust- á stúdentamótinu f Reykjavik sumarið 1957. Þeir tefldu eina skák til viðbótar þetta sama ár — í Wageningen 1 Hol- landi. Bent hafði svart og vann. Þá var komið að hinu þýðingar- mikla millisvæðamóti I Portoroz í Júgóslavíu 1958. Það var þýðingarmesta skák, sem þeir höfðu teflt saman siðan í einvíg- inu í Reykjavík. Friðrik sigraði og tryggði sér rétt i úrslitakeppnina um heimsmeistaratitilinn — en

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.